Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ G UÐBJÖRG Huldís Kristinsdóttir lærði til verka í förðun hér á landi fyrir sex árum. Síðan hefur sitthvað drifið á hennar daga, nú er hún komin heim með förðunarmeistarapróf upp á vasann frá London College of Fash- ion og talsverða starfsreynslu úr heimi tísku og kvikmynda. Nú síðast starfaði hún við þjálfun starfsfólks hjá snyrtivörufyrirtækinu Molton Brown þar sem ráðgjöf fléttaðist inn í förðunina. Hún virðist hafa fundið sig vel í kennslunni, því hún er nú tekin til starfa hjá Förðunarskóla Make Up For Ever og er þar svonefndur leið- andi. „Að vera leiðandi felur í sér að sjá um förðunarnámið, hanna námskeið- in og vera aðalkennari,“ útskýrir Guðbjörg Huldís, en auk hennar sinnir eigandi skólans, Björg Snjólfs- dóttir, fastri kennslu. Þá njóta þær liðsinnis ýmissa gestakennara og hefst næsta námskeiðslota í septem- ber. Allir hafa eitthvað fram að færa En var ekkert erfitt að ákveða að flytja heim, eftir að hafa verið í hring- iðu tískunnar í Lundúnum, allt frá myndatöku með knattspyrnukappan- um Rio Ferdinand til stunda með Kate Moss baksviðs á tískusýningu? „Nei, veistu, ég vann í London í tvö ár og það var frábær reynsla en um leið mikið puð. Ég var orðin alveg til í að skipta um stað. Og ég ákvað að þegar ég kæmi heim skyldi ég gera eitthvað sjálf og hafa það skemmti- legt,“ svarar Guðbjörg að bragði. Að hennar sögn er förðunarnám hér á landi í ágætum farvegi, en samt hafi sér þótt eitthvað vanta þegar hún var á skólabekknum. „Það sem oft vill gleymast er hugmyndafræðin á bak við vinnuna. Förðun snýst ekki bara um að farða, lita andlit, heldur verður maður að hafa einhverja sýn. Þetta á ekki síst við í tískuförðuninni. Ég lít þannig á að förðunarnám eigi að kenna nemendum skapandi hugsun og búa til heilsteypt útlit sem miðlar hugmyndinni.“ Þetta og fleira hyggst hún leggja áherslu á við mótun námskeiðanna, en þar er m.a. farið yfir náttúrulega förðun, kvöldförðun, útlit fyrir tísku- sýningar, grunnatriði í hárgreiðslu, sögu fatatísku á 20.öld o.fl. „Svo læt ég þær gera „forsíðu“ í anda tímarits- ins Vogue, en þá eiga þær að stílísera tískumyndatöku og sjá sjálfar um föt og hárgreiðslu. Í slíkum tökum er mikilvægt að huga að smáatriðum því allt sem sést innan rammans er hluti af verkinu.“ Guðbjörg leggur áherslu á að nemendur sýni þar ákveðinn frumleika og reyni ekki endilega að höfða til smekks kennarans. „Það hafa nefnilega allir eitthvað fram að færa og ég hef að leiðarljósi að rækta það sem hver og einn gerir best – að hlúa að einstaklingnum.“ Í lokin taka nemendur tvö próf og skila að auki vinnubókum. Þá þurfa þeir að skila ákveðnu hugmynda- spjaldi með hverju verkefni. „Þetta er svona spjald sem sýnir myndrænt hvað þú ert að hugsa og hvað þú ætl- ar að gera,“ segir Guðbjörg og kveð- ur svipa til klippimynda í listnámi þar sem litir, áhrif, fyrirmyndir, dæmi og efnisáferð eru kynnt til sögunnar. Heitir þetta „mood-board“ á fagmál- inu, eða stemmningskort. „Svo læra þær líkamsmálun, en þar leggjum við áherslu á tískuhliðina fremur en leikhúsið. Líkamsmálun er stundum notuð í tískumyndatökum, nýleg dæmi eru auglýsingar frá John Galliano.“ Líkamsmálun er tímafrek og getur verið flókin. Að mála heilan líkama tekur að sögn Guðbjargar um átta klukkustundir. „Þetta er kannski ekki mjög praktískt,“ segir hún og hlær, „en þetta kennir ákveðna tækni og nemendurnir fá tilfinningu fyrir litunum og gerð þeirra, hvernig þeir festast. Við erum líka með rosalega góðan kennara í líkamsmálningunni, margfaldan Íslandsmeistara.“ Lært að túlka tískutímarit Sem fyrr segir er hugsunin að baki ekki síður mikilvæg en sjálft hand- verkið. Til þess að þjálfa augað og auka skilning á myndmiðlun, kennir Guðbjörg nemendum sínum „að lesa tískutímarit“. „Það er mikill fjársjóður í heilu ár- göngunum af blöðum eins og Vogue. Sumum finnst það leiðinlegt blað, því lesefnið sé af skornum skammti, en þá gleyma þeir að myndefnið geymir svo margt. Það er lærdómsríkt fyrir þá sem starfa í tískuheimi að lesa og túlka myndirnar, íhuga markhópinn, sérstöðu blaðsins og fleira. Öll þessi atriði þurfa þeir sjálfir að hafa á hreinu þegar kemur að því að stilla upp fyrir myndatöku, ákvarða lýs- ingu, andrúmsloft og sjónarhorn.“ Auk þessarar kunnáttu þarf góður förðunarfræðingur að rekast vel í hópi og búa yfir aðlögunarhæfni. „Vera fljótur að skynja hvað er í gangi og geta unnið í teymi. Hraði skiptir líka máli,“ segir Guðbjörg Huldís. Hún kveðst styðjast við sama einkunnakerfi og í London College of Fashion, þar sem gefin er einkunn fyrir einstaka liði. „Og þröskuldurinn er hár, ég útskrifa ekki einstakling nema hann sé tilbúinn.“ En hvaða vinnu geta svo förðunar- fræðingar búist við að fá? „Vinnan er alveg undir þeim sjálf- um komin. Sumir fá vinnu í leikhúsi, hjá snyrtivörufyrirtækjum, fjölmiðl- um, sem sjálfstæðir stílistar og svo framvegis. Ég reyni að brýna fyrir stelpunum að þær þurfa að laga sig að þeim störfum sem heilla þær. Hvað þarf ég að þróa hjá mér til þess að komast að í þessum geira eða hin- um? Því þurfa þær að svara, og um leið læra þær að gera sér grein fyrir sínum hæfileikum og takmörkunum.“ Talið berst að smæð landsins, sem halda mætti að takmarkaði atvinnu- möguleika. Guðbjörg Huldís er samt bjartsýn. „Á Íslandi er ofsalega mikil gróska á mörgum sviðum. Við erum fljót að tileinka okkur tískustrauma, opin fyrir hvers kyns nýjungum og spenn- andi hlutir eru að gerast, til dæmis í tónlist. Þá er heilmikið um að fólk komi hingað frá útlöndum til þess að taka myndir fyrir auglýsingar og tímarit. Einn möguleikinn er einfald- lega að koma sér í vinnu hjá þeim.“ Ung kona, nýkomin heim frá námi og vinnu á sviði förðunar í Lund- únum, hefur ákveðið að ein- beita sér að kennslu hér á landi. Hún segir Sigurbjörgu Þrastardóttur frá hugmynda- fræðinni, puðinu og rann- sóknum sínum á dauðanum. Uppdráttur að förðun í anda 3. ára- tugarins og polaroid-myndir í stíl. Guð- björg Huldís safnar hug- myndum í skissubækur sem fylgja henni hvert sem er. Morgunblaðið/Sverrir „Ég ákvað að gera eitthvað sjálf og hafa það skemmtilegt,“ segir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir um heimkomuna. Skilaboð skína úr andlitum TENGLAR ..................................................... www.makeupforever.is Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun ÚTSALA ÚTSALA ENN MEIRI VERÐLÆKKUN 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM LOKAVERKEFNI Guð-bjargar Huldísar fráLondon College of Fash- ion snerist um ásýnd dauðans og hvernig við tökumst á við þær eða reynum að eyða þeim. Fyrir verkefnið fékk hún hæstu ein- kunn, sem einungis var veitt fimm nemendum af eitt hundrað manna hópi. „Ég hef alltaf verið óútskýr- anlega heilluð af því sem tengist dauðanum, næstum að það nálg- ist þráhyggju,“ segir Guðbjörg og getur ekki að sér gert að brosa. „Þegar ég hafði ákveðið þetta þema fór ég strax að lesa mér til um lífeðlisfræði rotnunar, greftrunarsiði og þess háttar. Þetta var tveggja mánaða undir- búningur og eiginlega má segja að ég hafi lifað og hrærst í dauð- anum á meðan. Útgangsspurn- ingarnar voru tvær: Hvað gerist þegar við deyjum? og Hvernig reynir nútíminn að vinna gegn dauðanum? Það er meðal annars gert með frystingu en víða um heim, sér í lagi í Bandaríkjunum, er til fólk sem lætur frysta lík- ama sinn eftir sinn dag – jafnvel aðeins höfuðið. Ég var svo heppin að fara til New York á undirbúningstím- anum og komst á bókasöfn þar sem ég gat sinnt heimildavinnu. Ég gerði líka tilraunir, frysti til dæmis sviðakjamma og læsti Barbie-dúkkur inni í klaka og tók af þessu myndir. Það var kannski til þess að létta and- rúmsloftið, gera þetta svolítið fyndið. Svo fann ég ljósmyndara í Bandaríkjunum sem tekur mynd- ir af dánu fólki. Mér fannst það fallegt því fólk er annars alltaf að reyna að fela dauðann, loka hann inni á stofnunum og gleyma honum.“ Verkefnið sjálft er sett upp eins og tölublað í hinni virtu tískuritröð Visionare í New York, og felst m.a. í myndaseríu. Annars vegar af stúlku sem ligg- ur við opna gröf og engu er lík- ara en rotnun sé hafin. Hins veg- ar eru myndir af sömu stúlku í frystiklefa, en Guðbjörg útfærði að sjálfsögðu förðun, hár, flíkur og annað – tók jafnvel gröfina sjálf ásamt Spessa ljósmyndara. „Inn í förðunina blanda ég svo fegrandi förðun, eða„beauty make-up“, þannig að þetta er ekki bara óhugnaður.“ Í þremur myndabókum er hug- myndafræðin og heimildavinnan rakin. „Svo þarf maður að verja verkefnið frammi fyrir dóm- nefnd. Og því meira sem maður þarf að útskýra, því lægri ein- kunn gefa þeir – því verkið á að skýra sig sjálft. Þetta snýst jú um að koma hugsun sinni mynd- rænt til skila,“ segir Guðbjörg, sem fékk fullt hús stiga fyrir sína orðfáu vörn. Fegurð í gröf og frysti Með förðun má búa til náfölt and- lit. Tækni og ástæðum er lýst í handskrifuðum texta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.