Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ EÐLISLÆG gleði og æskufjör gerir það að verkum að þær sjást sjaldan ganga. Þær hlaupa við fót, fullar af fjöri og lífskrafti, helst berfættar og með rok í hárinu. Frænkurnar Mar- grét Björg Hallgrímsdóttir og Linda Rós Ragnarsdóttir taka á móti okk- ur í túnjaðrinum á Miðhúsum í Bisk- upstungum sem er heimili Mar- grétar eða Möggu eins og hún er oftast kölluð. Þær eru með hundinn Spak í bandi en hann hafði gerst óspakur, neitað að hlýða og strokið að heiman á sjálfan þjóðhátíðardaginn. „Hann vill að við séum alltaf að klappa honum en hann heldur að pabbi hennar Möggu sé djöfull- inn,“ segir Linda Rós og Magga út- skýrir nánar: „Hann hitti pabba í fyrsta skipti þegar hann var að slátra kvígu.“ Jú, víst er dauð- inn eðlilegur part- ur af lífinu í sveit- inni og börnin æðrulaus. „Pabbi þurfti að drepa hrútinn minn hann Salómon svarta því hann stangaði afa í magann. En hann var voðalega góður á bragðið,“ segir Magga og minnist hangikjöts á jólum. Kunna að taka á móti gestum Á Miðhúsum er tvíbýlt, Sighvatur Arnórsson afi Möggu er sá sem held- ur skepnurnar og býr í gamla bæn- um. Þar hefur hann sér til halds og trausts þýsku vinnukonuna Katrinu Wuhrow sem sér um að elda matinn, mjólka kýrnar og stinga út úr hest- húsi og fjárhúsi. Sextán ára afa- strákur og nafni, Sighvatur Örn, býr einnig á gamla bænum yfir sumarið og hjálpar til við heyskap og önnur sveitastörf. Hann er búsettur á Sel- fossi en segist engan áhuga hafa á að vera þar á sumrin í unglingavinnu. Geirþrúður Sighvatsdóttir og Hall- grímur Guðfinnsson búa í nýja bæn- um, ásamt börnum sínum Möggu og Ægi. Geirþrúður er lyfjafræðingur og er í fullu starfi sem forstöðumaður útibús Árnesapóteks í Laugarási. Hall- grímur er vélstjóri og var úti á sjó vest- ur á fjörðum ásamt syni sínum Ægi þeg- ar okkur bar að garði. En þær frænkur Magga og Linda Rós eru fullfærar um að taka á móti gestum þó ævi þeirra spanni ekki nema áratug. Þær eru kotrosknar og það kjaftar á þeim hver tuska. Þær bjóða okkur inn í bæ, leggja glös og diska á borð og flagga stoltar salati sem þær bjuggu til sjálfar eftir eigin uppskrift: Þeyttur rjómi, súkkulaði- bitar, kál og gulrætur. Hlaupa milli mjólkursopa að píanói og spila lag- stúf. „Og veistu bara hvað, hún Surtla sem ég gaf henni Lindu, hún strauk upp á fjall,“ segir Magga og Linda Rós bætir við að strokukindin Surtla verði sko skömmuð í haust. Syngja fyrsta sópran í kór Hestarnir sem við heimsækjum í haganum eru greinilega vanir fé- lagsskap stelpnanna. „Minn æðsti draumur er að eignast hest,“ segir Linda Rós með tilfinningaþunga. „Og hann á helst að vera skjóttur eða snæhvítur.“ Þegar Linda Rós dvelur á Miðhúsum hjá frænku sinni finnst henni skemmtilegast að kom- ast á hestbak, en sjálf býr hún í Laugarási í sömu sveit þar sem for- eldrar hennar eru rósabændur og stundum kemur Magga til hennar og hjálpar til við rósirnar. Þurrkurinn er brakandi og hey- skapur í fullum gangi á túni sem við hlaupum yfir til að komast niður að Andalæk að kæla hundinn í hitanum. Stelpurnar rífa sig úr skóm og sokk- um og sulla sælar í svalanum. Þeim frænkum er margt til lista lagt, Magga æfir fimleika en Linda Rós badminton og þær eru í Barna- og kammerkór Biksupstungna. Syngja báðar fyrsta sópran, hvað annað! Svo hlaupa þær fyrirvaralaust að gömlum haug sem er þakinn arfa, fleygja sér þar niður, hrópa „nammi, nammi“ og rífa í sig safaríkan arfa. Skammt frá læðist kötturinn og músaveiðiklóin Trínitatus Túliníus. Einmitt svona eru þeir þessir sætu og löngu sumardagar. Sjóðheitur dagur í sveitinni Sumarið í sveitinni er sælutími. Gróður, dýr og menn í sínu besta formi. Kristín Heiða Kristinsdóttir og Jim Smart skottuðust með tveimur sveitastelpum um tún og læki og fóru í fjósið á einum heitasta degi sumarsins. HOPPAÐ YFIR MÚGA: Í vélvæddum heyskapnum finnur ungviðið ýmsa möguleika til að sprella. Sveitastelpur kenna bor ilmandi garða úr slegnu grasi. KÚAREKSTUR: Mjaltatími framundan og Magga komin í fjósagallann. Frænkurnar hjálpa Sighvati afa við að reka kýr og ká SAMVINNA: Magga réttir Lindu Rós frænku sinni hjálparhönd við að komast upp á heyrúllu. Í heyskapnum hlaðast rúllurn GÆGST ÚT UM GÆTTINA: „Hæ hrússi“, kallar Linda Rós á hlaupum þegar hún kemur auga á hrút í dyragætt forsælu hesthússins. khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.