Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 7
krakkar enda húfur mjög mikið. Fyrir fjórum árum fórum við svo út í fullorðinshúfur, það var alveg ný lína og úr öðrum efnum. Þá byrjuðum við með þæfða ull sem við notum einmitt mikið í flíkurnar.“ Húfurnar, ásamt tilheyrandi vett- lingum og treflum, eru framleiddar á vinnustofunni við Laugaveginn og hingað til hafa systurnar prjónað þær sjálfar. „Svo erum við með prjónakonur á okkar snærum sem prjóna heima hjá sér. Handavinnan er einnig unnin í heimahúsum, við erum með góðar konur sem sækja til okkar húfurnar, hekla og sauma í þær anga og perlur, og skila þeim svo á fyrirfram ákveðnum tíma til baka. Þetta er mjög heimilislegt og kemur öllum vel, þær ráða hvað þær vinna mikið og við vitum alltaf hvað von er á mörgum húfum til baka í hverri viku.“ Og umfang framleiðslunnar er orðið töluvert. Hönnu telst til að um 10 þúsund húfur hafi verið fram- leiddar árlega að undanförnu. „Þetta hefur farið stigvaxandi og er komið upp í þetta núna. Þá erum við að tala um söluna bæði í okkar búð og ferða- mannaverslunum. Við seljum mikið til útlendinga og stefnum einmitt á útflutning á næst- unni.“ Úflutningurinn hefur verið í und- irbúningi um hríð. Hanna hefur, síð- an húfuævintýrið hófst, stundað nám í alþjóðamarkaðsfræði við Tæknihá- skólann, auk þess að sitja tveggja ára námskeið Iðntæknistofnunar sem kallaðist Brautargengi. „Ég ákvað að mennta mig í markaðshlið- inni því það er ekki nóg að kunna að framleiða vöru. Það þarf að hafa þekkingu til þess að koma henni á framfæri og það er dýrt að kaupa slíka þekkingu,“ segir Hanna. Alþjóðamarkaðs- fræðin tók þrjú ár og á meðan sá Elín Jónína að mestu um rekstur búðar- innar. „Hönnuninni sinn- um við svo í algjöru samstarfi, það gengur mjög vel því við erum sam- hentar og um leið góðar vinkonur.“ Nú eru þær systur að svipast um eftir hentugri verksmiðju erlendis til framleiðslu vegna fyrirhugaðs útflutnings, en þær telja mikilvægt að lækka framleiðslukostnaðinn til þess að útrásin megi verða að veru- leika. Og fyrirheitna landið er Nor- egur. „Ástæðan er sú að Norðmenn eru mjög líkir Íslendingum, hafa svip- aða menningu og áhugamál, svo sem útivist, og þar er kalt eins og hér. Við höfum líka fundið fyrir hrifn- ingu hjá norskum viðskiptavinum sem hafa mikið keypt hjá okkur í búðinni í gegnum árin. Þannig að við ætlum að byrja þar,“ segir Hanna og bætir við að viðskiptaáætlun sé í farvegi og markaðssetning um það bil að hefjast. Húfur sem hlæja hafa sýnt fram- leiðslu sína á sölumessum í Kaup- mannahöfn og Köln, en um liðna helgi tóku þær „í fyrsta sinn þátt í alvöru tískusýningu“, eins og Hanna kemst að orði. Var það undir berum himni á Þingvöllum í Íslensku tísku- vikunni (Iceland Fashion Week) þar sem hin nýja fatalína systranna var frumsýnd ásamt verkum hönnuða frá tíu löndum. „Þetta var mjög flott tískusýning og gaman að taka þátt í henni. Við fengum þarna mikla at- hygli, bæði frá ljósmyndurum, áhorfendum og erlendu hönnuðun- um. Það þótti sérstakt að vera með „sexí“ föt úr ull – flegnar peysur og stutta kjóla – en ímynd íslensks ull- arfatnaðar hefur kannski ekki alltaf verið beinlínis þannig.“ Hanna lýsir hönnun þeirra systra nánar með þeim orðum að hug- myndirnar séu gjarnan sóttar í æv- intýraheima. „Við höfum báðar gaman af ævintýrum, gömlum þjóð- sögum og álfa- og tröllaveröldinni. Einn kjóllinn okkar er til dæmis eins og brúðarkjóll snjódrottning- ar… við eigum auðvelt með að detta inn í þannig drauma,“ segir Hanna brosandi og viðurkennir að hún hafi enn gaman af því að horfa á barna- teiknimyndir. „Ég held að það sé „barnið í okkur“ sem kemur fram í húfunum og þess vegna höfði þær til svo margra, bæði krakka og fullorð- inna. En fyrst og fremst er þetta mikil vinna hjá okkur, skemmtileg vinna, og það er svaka mikið að gerast.“ Morgunblaðið/Jim Smart Handverkið unnið í heimahúsum sith@mbl.is menntunar í Írak. „Ég hlusta oft á BBC á þessum tíma, fyrst fréttir, svo fréttaskýringar. Þá tek ég aðal- fréttatíma Ríkisútvarpsins klukkan sex, stilli svo á Bylgjuna hálfsjö og er oftast kominn tímanlega heim í sjöfréttirnar á Ríkissjónvarpinu,“ sagði Markús Örn. „Ég er yfirleitt einn á þessum göngum í félagsskap útvarpsins. Annars slekk ég líka oft og nota tímann til þess að hugsa með sjálfum mér um ýmisleg mál- efni.“ Eftir stígnum kom þá aðvífandi ung stúlka á línuskautum, Dagmar Una Ólafsdóttir, nemi. „Ég er að hlusta á tónlist sem ég sótti á Netið og setti í MP3-spilarann minn. Þetta er blanda af því nýjasta, til dæmis Jennifer Lopez, Beyonce Knowles og Kylie Minogue.“ Í ljós kom að MP3-spilarann hafði Dag- mar Una fengið sér fáeinum dögum fyrr, um leið og línuskautana. Henni þótti nauðsynlegt að eignast hvort tveggja í einu, upp á stemmn- inguna í skautaferðum. „Reyndar er þetta bara í annað skiptið sem ég fer á skautana. Kærastinn minn fór með mér í gær og kenndi mér grundvallaratriðin. Svo var ég send ein af stað í dag,“ sagði Dagmar Una brött og virtist standa sig vel. „Ég er búin að detta einu sinni. Það þyrftu að vera til rasspúðar við þetta,“ sagði hún hlæjandi. Þegar aftur var vikið að græjunum, sagði hún spilarann einstaklega léttan og þægilegan og geyma þrjátíu lög í einu. Og syngurðu með? „Jaá, ég raula svona með það sem ég kann,“ svaraði hún um hæl. Markús Örn Antonsson: Getur endursagt fréttaskýringar BBC af ótrúlegri nákvæmni. Helgi Skúli Kjartansson: Varar sig á því að forheimsk- ast á hlaupum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 B 7 Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga. Ertu á leið í fríið? FRÁ Tilboð á Eau Vitamine 50 ml ilmi kr. 1.960. Sumarsmellur Biotherm Ef þú kaupir tvær vörur frá Biotherm, getur þú valið þér eina af þessum fallegu sumartöskum Vertu jákvæð! EAU VITAMINE orkugefandi og endurnærandi ilmur fyrir sál og líkama r f i r r i il r f rir l lí Hittumst á www.biotherm.com Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Austurveri, Lyf og heilsa Mjódd, Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Mosfellsbæ, Bjarg Akranesi, Konur & menn Ísafirði, Lyf og heilsa Selfossi. Laugavegi 63, sími 551 4422 Sumar- kápur og jakkar 50% afsláttur Soyjamjólk með höfrum Alvöru heilsudrykkur Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja Samvinna systra: Hanna Stefánsdóttir og Elín Jónína Ólafsdóttir reka Húfur sem hlæja. DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.