Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 B 3 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM Kópavogi. Nadía er líbönsk og hafði verið send frá Freetown í heimavist- arskóla í Bretlandi. Í fríi heima í Freetown hitti hún Alexander Miler- is og giftist honum. Meðan þau voru á Íslandi vann hún sem hárgreiðslu- kona á Hótel Loftleiðum. Þau bjuggu í Hafnarfirði og svo í Kópavogi, þar sem börnin tvö gengu í skóla. Nadía neitar því ekki að sér hafi fundist kalt á Íslandi og hún hafi haft heimþrá til hlýrri og ljúfari landa, svo þau fluttu aftur til Sierra Leone. En áður höfðu þau búið í Bretlandi, þar sem bæði börnin hennar eru fædd. Nadía segist eiga Íslandi líf sitt að þakka. Þar greindist hún með krabbamein í brjósti og fékk frábæra umönnun og lækningu. Og allt frítt, segir hún þakklát. Hún hefði örugg- lega dáið ef hún hefði verið í Sierra Leone, segir hún, þar sem heilbrigð- ismál eru í mesta ólestri. Vladimir sonur þeirra Alexanders hafði komið heim frá Englandi ásamt spænskri konu sinni Pilar þegar faðir hans féll frá til reka með henni Alex’s-veitingahúsið. Hann segir að þau systkinin hafi verið mjög ánægð í skólunum á Íslandi og minnist sér- staklega þeirrar elskulegu góðu kennslukonu Sigurlaugar í Hafn- arfirði. Í heimsókn hingað leitaði hann uppi bæði skólahúsin og heim- ilin þar sem þau bjuggu. Hann var nú aftur á förum frá Sierra Leone til að setjast til frambúðar að í Barcelona þar sem tengdaforeldrar hans eru, en systir hans Angelika Tanía var í staðinn komin heim með breskum manni sínum Keith Davis til að taka við af honum. Þau hitti ég öll í Alex’s- veitingahúsinu. Fjóla og Vladimir til Íslands Upp úr 1990 hrakaði heilsu Vlad- imirs, sem var orðinn hálfáttræður. Uppreisnarástand var byrjað í land- inu þótt það væri mest úti á landi og næði ekki enn til þeirra. Í Sierra Leone eru engar almannatrygg- ingar. Þau Fjóla ákváðu því að fara og setjast að þar sem væri betri læknishjálp. Vladimir vildi að þau settust að á Kanaríeyjum, þar sem þau höfðu ávaxtað sitt sparifé og áttu litla sumarleyfisíbúð í Las Palmas, sem Fjóla á raunar enn. Menn festu ógjarnan fé sitt í óörygginu í Sierra Leone. En Fjóla segir að sig hafi langað til Íslands, heimþráin hafi aukist með aldrinum. Og það varð úr. 1993 fluttu þau Vladimir Knopf- Mileris og Fjóla Steinsdóttir til Ís- lands og keyptu sér íbúð í Bústaða- hverfinu. Vladimir dó af krans- æðastíflu vorið 1999 og hvílir hér í kirkjugarðinum. Fjóla býr ein í íbúðinni í Skála- gerði og segist vera mjög ánægð með að vera á Íslandi, þó að það geti verið dálítið einmanalegt stundum, þar sem fjölskylda hennar er dreifð um önnur lönd. Þegar Alexander sonur hennar dó fyrir tveimur árum í Sierra Leone fór hún þangað í jarð- arförina og hitti fjölskylduna og Oleg elsta son sinn, sem þar býr með rúss- neskri sambýliskonu. Alexander hafði lent í sams konar rafmagnsslysi og bróðir hans Henry 30 árum fyrr, var að baksa við rafmagnsmótorinn, sem allir verða að hafa þar sem al- menningsrafmagn er ótryggt, stund- um ekkert. Þriðji sonur hennar Georg býr í Namibíu með danskri konur sinni Mariu Svenson, sem starfar þar á vegum danskra stjórn- valda. Hann er skilinn við tvær fyrri konur, sem líka hétu báðar María. Fyrsta konan Carmen Maria er nú gift íslenskum manni Ingþóri og býr á Kanaríeyjum. Þar býr líka son- arsonur hennar Georg David, sem lauk háskólanámi á Íslandi, en hann og Ana María í Hafnarfirði eru börn Georgs sonar hennar. Sonarsynirnir Georg og Vladimir komu báðir með sínar konur í stutt frí til Íslands nú í júní og heimsóttu ömmu sína í fyrsta sinni. Einnig sonur Önu Maríu frá Ameríku, þar sem hann býr hjá föður sínum. Það reyndist mér allflókið að átta mig á þessari dreifðu fjölskyldu þar til ég hafði hitt allflest þeirra. Á barnum hjá Oleg Oleg elsta son Fjólu hitti ég á barnum Cape Club úti við sjóinn. Þar er líka hægt að fá smárétti á útipalli. Þar sem Oleg átti erfitt með að fara frá barnum settumst við Sverrir Pét- ursson, sem starfar þarna hjá UNAMSIL friðargæsluliðinu, að við barinn þar sem voru margir fasta- kúnnar. M.a. hittum við þar tvo starfsmenn hins nýja Stríðsdómstóls í Sierra Leone. Oleg er sérstæður karakter, hrókur alls fagnaðar og segir skemmtilega frá. Hann kvaðst hafa talað íslensku fyrst þegar þau 1947 komu til Sierra Leone er hann var sex ára gamall. Þeir bræður áttu þarna góða æsku, voru sendir í góðan kaþólskan skóla í Freetown. Fjórtán ára gamall var hann farinn að hjálpa foreldrum sínum í veitingahúsunum og tók svo við Cape Club þegar for- eldrar hans fluttu til Íslands. Úr hátölurum glymur Bubbi Morthens, svo hátt að erfitt er að halda uppi samræðum. Oleg setti ís- lenska dægurmúsík á fullt þegar við komum. Hann segir að pabbi sinn hafi mörgum sinnum getað selt þess- ar eignir mjög vel, en hann vildi búa í haginn fyrir börnin sín og barna- börnin. Hann sá þó að vissu leyti eftir því þegar þau hjónin fluttu til Ís- lands. Þá voru óeirðirnar að byrja í landinu. Og þeir bræður Oleg og Al- exander áttu seinna eftir að lenda illa í því eftir að allt fór í bál og brand. Þegar óeirðirnar náðu hámarki, ribbaldar óðu uppi í borginni og unnu skelfileg hermdarverk 1997, neydd- ust bræðurnir Oleg og Alexander og fjölskyldur til að flýja með síðasta skipinu. Það var ekki auðvelt. Síminn virkaði ekki, ljósin farin og vatnið dræmt. Þau komust um borð í amer- ískt skip sem var á leið til Kanada, voru flutt um borð með þyrlu. Voru heppin, því að í sama mund voru að koma á vettvang til uppreisnar- manna 2–3 togarar fullir af hvítum og svörtum leiguhermönnum. Bretarnir beindu ljóskösturum að þeim og vörpuðu sprengjum úr þyrlum. Sökktu skipunum. Líkin flutu upp á alla ströndina, þar sem fiskimenn grófu þau. En bræðurnir og fjöl- skyldur þeirra komust fyrst til Con- acry í nágrannalandinu Gíneu og svo þaðan til Gambíu. Fjóla segir mér að meðan þau voru flóttamenn í Gambíu hafi þau hjónin sent sonum sínum Oleg og Alexander flugmiða til að koma í heimsókn til fæðingarlands síns Íslands. Þegar þau sneru aftur hafði öllu verið rænt í veitingahúsunum og heimilunum, en húsin stóðu uppi. Nadia segir mér að þau hafi skilið allt eftir í umsjá starfsmanns sem lengi hafði unnið hjá þeim, Nígeríumanns- ins Usmans, sem var eins gott því hann reyndist traustsins verður og bjargaði því sem bjargað varð. Þessi maður starfar enn á veitingahúsi Alex’s. Nadía kallaði á hann svo ég gæti heilsað upp á hann. Það var heppni að bardagarnir sjálfir náðu aldrei vestur í þetta úthverfi. Bræð- urnir sneru aftur eins fljótt og hægt var og lentu í skelfilegum hremm- ingum á leið sinni gegnum bardaga- svæðin. Fjölskyldan kom svo þegar friðsamlegt var orðið. Fyrir ófriðinn var þarna mikill ferðamannastraumur, sem auðvitað datt niður. T.d. slapp stór hópur danskra ferðamanna út viku áður en óeirðirnar náðu hámarki. Þá var farið að tala um íslenska ferðahópa, sem auðvitað varð ekkert af. Nadía segir að eftir að þau voru á Íslandi hafi Al- exander maður hennar viljað hafa ís- lenska fánann uppi og Oleg hafði leit- að eftir því að verða íslenskur ólaunaður ræðismaður í Sierra Leone, en var sagt að engin viðskipti væru milli landanna, svo þess þyrfti ekki. Oleg segir að nú sé allt í niður- níðslu, en ströndin og útsýnið af ver- öndinni á veitingahúsunum sé alltaf jafnfallegt, sólskin og 30 stiga hiti. Fyrst eftir að friður komst á og fjöl- mennt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna var komið á staðinn voru rífandi viðskipti í veitingarekstri, sem varð til þess að nú eru að rísa fjölmörg ný veitingahús, sem veita samkeppni. Oleg segir að unga fólkið vilji ekki taka við. Sjálfur er hann barnlaus og sonur sambýliskonu hans, sem fór í langskólanám, er sestur að í Tyrklandi. Ef hann gæti selt barinn og landskika á Toga- ströndinni, sem hann hefur leigt út til 30 ára, þá mundi hann helst vilja flytja til Íslands. En kaupendur séu ekki á hverju strái, enda engir túr- istar enn. „Það er allt annað ástand en þegar við komum og Bretarnir voru við stjórn,“ bætir hann við. Þegar for- eldrar hans Fjóla og Vladimir settust þarna að var Sierra Leone bresk ný- lenda, sem fékk frelsi 1961. Þá var stofnað þar lýðveldi. Fjóla kveðst una sér vel á Íslandi. Ennþá á hún hér eina systur á lífi, Herdísi sem er 88 ára. Hún býr skammt frá henni og þær systur fara stundum saman út að ganga þegar veður leyfir. En óneitanlega er ró- legra en það ævintýralega líf sem hún hefur átt lengst af ævinnar. Skipstjórinn Vladimir Mileris við stýrið á skút - unni á leið til Afríku. Vladimir um það leytisem faðir hans hvarf íbyltingunni og mæðgininflúðu til Litháen. Faðir Vladimirs, Alexander Majefski, læknir við rúss- nesku keisarahirðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.