Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 B 7 ferðalög VERIÐ er að vinna að flokkunar- kerfi fyrir tjaldsvæði hér á landi. Þeirri vinnu lýkur með haustinu og verður stjörnugjöfin þá kynnt fyrir almenningi. Að sögn Elíasar B. Gíslasonar, forstöðumanns upp- lýsinga- og þróunarsviðs Ferða- málaráðs Íslands, stendur einnig til að útbúa handbók fyrir þá sem eru að setja upp tjaldsvæði hér á landi. Þar kemur m.a. fram hvar æski- legt er að vera með tjaldsvæði á því landi sem um ræðir, hvað þurfi að vera á tjaldsvæðum og þess- háttar upplýsingar. Elías segir að stuðst sé við flokkunarkerfi sem notað er á tjaldsvæðum í Noregi og Dan- mörku. Hann bendir á að spjöld verði útbúin með upplýsingum um stjörnugjöf og svo sé það rekstrar- aðilum tjaldsvæða í sjálfsvald sett hvaða flokk þeir kjósa að velja fyr- ir sitt svæði. Það er síðan gesta að fylgjast með hvort skilyrði stjörnugjafar eru uppfyllt. Auk Ferðamálaráðs Íslands vinnur að flokkunarkerfinu fólk frá Ferðamálasamtökum Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónustu bænda og Félagi íslenskra farfugla. Þeir sem standa að rekstri tjaldsvæða sjá sjálfir um að flokka þau þegar þar að kemur. Stjörnugjöf að hætti Dana og Norðmanna Flokkunarkerfi fyrir íslensk tjaldsvæði væntanlegt í haust Ísland Namibía og Kosta Ríka meðal áfangastaða HAUST- og vetrarbæklingur Flug- leiða, Út í heim, er kominn út. Áhersla er þar lögð á heims- borgir Evrópu og Bandaríkj- anna og ekki síst fjölbreytt mann- líf borganna. Sérstakir kaflar eru um sérferðir og golfferðir. Í sérferðakafl- anum er fjallað um ferðir til Nam- ibíu, Kosta Ríka, St. Pétursborgar, Helsinki og Daytona á Flórída en boðið verður upp á ferð þangað á þakkargjörðarhátíðinni. Þá er einnig boðið upp á sérferðir til New York og Boston. Í golfkaflanum er greint frá golf- ferðum til staða á borð við Turn- berry í Skotlandi og Maryland í Bandaríkjunum. Ítarlegur kafli er um ferðir til Flór- ída en Flugleiðir bjóða upp á flug þangað þrisvar í viku í vetur. Golfferðir Úrvals-Útsýnar KOMINN er út bæklingur um golf- ferðir á vegum Úrvals-Útsýnar í haust og vetur. Þar er greint frá ferðum sem eru í boði til Portú- gals, Spánar, Flórída, Suður- Afríku og Taí- lands. Nokkrir nýir staðir eru í boði eins og Mojacar á Spáni og Lehigh í Flórída. Fyrr- nefndi staðurinn er við Miðjarð- arhafsströnd Spánar, á milli borg- anna Murcia og Almeria eða í um tveggja tíma akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante. Á Flórída er golfsvæðið í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Fort Myers í Flórída og frá flugvellinum í Or- lando tekur um þrjá tíma að aka að Lehigh. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Ítalía 17.205 kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Flórída 18.837 kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Spánn Alicante 13.109 kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, einn auka bílstjóri, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 16 61 0 7/ 20 03 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Ekkert bókunargjald. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.