Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 14
Gáta Hvað eyðileggjum við með því að tala um það? Þögnina. ÞAÐ er stundum sagt að vinnan skapi manninn en með því er átt við það að vinna fólks hafi mikil áhrif á það hvernig það er. Hafið þið hugsað um hvað það hvað það skiptir miklu máli hvar maður vinnur? Hvað það hlýtur t.d. að hafa mikil áhrif á líf bakara hvað þeir þurfa að vakna snemma á morgn- ana til þess að brauðin verði tilbúin þegar við hin förum á stjá? Svo eru aðrir eins og til dæmis leikarar sem þurfa oft að vinna um helgar og á kvöld- in þegar aðrir eru í fríi. Til að allir hinir komist í leikhúsið! Vinna fólks ræður því líka hvað það getur verið mikið með fjöl- skyldum sínum. Þannig verða sjómenn til dæmis að vera mikið í burtu frá fjölskyldum sínum á sama tíma og flestir bændur hafa vinnuna alveg við heimilið þannig að öll fjöl- skyldan getur tekið þátt í störfum þeirra. Siggi var úti — að vinna! Það hefur því mikil áhrif á líf barna hvaða störf foreldrar þeirra vinna. Þannig taka sveitakrakkar örugglega meiri þátt í störf- um foreldra sinna en flestir aðrir krakkar. Störf barna í sveitum hafa þó breyst mikið á undanförnum árum eins og reyndar störf allra barna á Íslandi. Foreldrar ykkar fóru sennilega flestir að vinna sumarstörf við hlið fullorðinna strax eftir fermingu og margir byrjuðu að vinna miklu fyrr annað hvort með foreldrum sin- um eða við barnapössun og önnur störf á heimilunum. Afar ykkar og ömmur hafa líka örugglega tekið meiri þátt í þeirri vinnu sem vinna þurfti á heimilunum þegar þau voru börn. Hafa þau kannski sagt ykkur frá því og jafn- Krakkar í sumarvinnu Börnin í sögunni Börnin í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren sjást hér taka til hendinni. vel hneykslast á því hvað krakkar gera lítið gagn nú til dags? Hafa þau sagt ykkur þjóð- sögur af börnum sem þurftu að vinna mikið? Hafa þau bent ykkur á það að kvæðin „Sigga litla systir mín“, „Sáuð þið hana systur mína“, „Siggi var úti“ og „Tumi fer á fætur“ fjalla öll um börn sem eru í vinnunni? Í gamla daga hefur krakka örugglega oft langað til að eiga meiri frítíma. En hvað með ykkur? Finnst ykkur stundum sumarfríið vera svolítið langt? Langar ykkur ekki stundum til að hjálpa til á heimilinu? Eða jafnvel vinna ykkur inn smá peninga? Ánægðari foreldrar Það er ekki alltaf auðvelt að finna vinnu en sniðugir krakkar geta fundið ýmislegt upp. Krakkar hafa til dæmis boðist til að þrífa bíla og reyta arfa fyrir fólk og svo finnst litlum krökkum yfirleitt gaman að fá að leika við stóra krakka og það getur komið sér vel fyrir foreldrana sem geta þá sinnt öðru á meðan. Svo má auðvitað alltaf hjálpa til á heimilinu, taka til í herberginu eða ganga frá eftir matinn! Gleymið því ekki að þó þið fáið ekki endilega beinharða peninga að launum þá getur verið að þið fáið annars konar laun, til dæmis ánægðari foreldra eða foreldra sem hafa meiri tíma til að gera eitt- hvað skemmtilegt með ykkur. HÉR fáið þið mynd af henni Huldu sem er að passa litla bróður sinn. Litið listavel  Jónas Hjartarson er 10 ára og býr í Víðigerði í Eyjafjarðarsveit. Jón- as tekur þátt í sveita- störfunum á bænum og fer t.d. á hverju kvöldi í fjósið þar sem hann hjálpar til við að mjólka kýrnar. Á sumrin hjálpar Jónas líka til við hey- skapinn. Hann segist þó vera of ungur til að vinna úti á túni en að hann hjálpi til inni í hlöðu þegar heyið er tekið inn. Í Víðigerði er lausu heyinu blásið inn í hlöð- una með sérstökum blásara og Jónas segir að stundum stíflist heyið í blásaranum og að þá losi hann stífluna. Þá hjálpar hann líka til við að dreifa úr heyinu inni í hlöðunni svo það lendi ekki allt á sama stað. Morgunblaðið/Kristján Hjálpar til í heyskapnum  Helga Ásta Ólafs- dóttir, sem er tólf ára, er í vist við að passa tveggja og sex ára bræður sína í sumar. Hún segist oftast passa þá frá átta á morgnana til fjögur á daginn. Hún byrji á því að koma þeim á fætur og gefa þeim að borða en síðan fari þau oftast út og þá yfirleitt á róló. Stundum kemur svo mamma þeirra heim í hádeginu og gefur þeim að borða en annars gefur Helga Ásta bræðrum sínum hádegis- mat. Þau fara svo yfirleitt út aftur eftir að yngri bróðirinn hefur lagt sig eftir hádegið. Helga Ásta segir að það sé fínt að passa bræðurna. Þeir séu mjög stilltir og hún kunni vel á þá. Þá segist hún fá laun og vera ánægð með kaupið. Hún mælir sér líka stundum mót við aðrar stelpur sem eru að passa en hún segist þó ekki þekkja margar stelpur sem eru í vist allt sumarið eins og hún. Morgunblaðið/Arnaldur Fínt að passa bræðurna Fjör að föndra ÞAÐ getur verið gaman að búa til verndargripi bæði handa sjálfum sér og öðrum. Hér er hugmynd að flott- um indíána-verndargrip. Hann er bú- inn til úr hlutum sem er auðvelt að finna og er svo lítill að hann rúmast vel í vasa þannig að það er hægt að taka hann með sér svo til hvert sem er. Það sem þarf: Lyklahringur Garn í nokkrum litum Perlur Lím Skæri Það sem þið gerið: Klippið dágóðan spotta af garni og festið annan enda þess í rifuna á lyklahringnum. Vefjið garninu utan um hluta lykla- hringsins og strengið síðan garnið þvert yfir hringinn. Vefjið því í nokkra hringi og látið síðan afgang- inn af garninu hanga niður úr hringn- um. Límið annan bandspotta á hringinn þar sem þið hættuð að vefja þeim fyrri og haldið síðan áfram að vefja bandi í nýjum lit utan um hringinn. Strengið síðan bandið þvert yfir hringinnn, vefjið því í nokkra hringi og látið síðan afganginn hanga niður. Endurtakið þar til hringurinn er allur vafinn bandi og athugið að bönd- in sem fara þvert yfir hringinn eiga að vefjast saman eins og á myndinni . Bindið perlur eða annað skraut í endana sem hanga niður úr hringn- um. Vasaverndargripur Sumarkrossgáta HÉR fáið þið eina lauflétta krossgátu að glíma við. Setjið orðin hér að neðan inn í reitina og athugið að það er best að byrja á því að koma lengstu orðunum fyrir þar sem þau passa bara á einn stað. Þegar þið eruð búin að koma orðunum fyrir getið þið svo glímt við að finna leyniorðið – sem á að fara í litaða reitinn. Ef þið eigið í erfiðleikum með það þá getið þið leitað að orðinu í viðtalinu við strákinn hér til hliðar. Orðalisti: Ferðalag Hlaða Passa Róla Sjóferð Öngull Ýsa Leyniorð: Heyskapur ÞAÐ hafa engar tvær manneskjur sömu fingraför og því eru fingraför oft notuð til að hafa uppi á glæpamönnum og til að rekja slóðir horfinna einstaklinga. Þið getið skoðað fingraför ykkar með stækkunargleri eða tekið afrit af þeim og borið þau saman við fingraför vina ykkar. Hægt er að prenta fingraför með því að stinga fingri ofan í blek og þrýsta honum síð- an á hvítt blað en það er bæði hreinlegra og skemmtilegra að þekja hvítt blað með blýi úr blýanti, þrýsta síðan fingrinum ofan í blýið og strax á eftir á klístruðu hliðina á glæru límbandi. Límbandið er síðan límt á hvítt blað og þá kemur fingrafarið í ljós. Viltu verða rannsóknarlögga?  Arnar Logi Ólafsson er tíu ára strákur sem fór með afa sínum á sjó á trillunni Sæfara í tvær vikur í sumar. Arnar Logi segist hafa verið í nokkra daga með afa sínum á sjó í fyrra en þá hafi afi hans farið með hann í land um miðjan dag. Nú var hann hins vegar með afa sínum á sjó allan daginn, fór með honum frá Arnarstapa á Snæfellsnesi á morgnana og kom ekki aftur í land fyrr en á kvöldin. Arnar Logi segir þá aðallega hafa veitt þorsk og ufsa, pínulítið af ýsu og slatta af karfa og hans starf hafi verið að taka fiskana af önglunum, setja þá í körin og blóðga þá. Hann segir að þetta hafi verið mjög gaman og ekkert sérstaklega erfitt. Hann hafi þó ver- ið svolítið sjóveikur og ansi þreyttur þegar hann kom í land á kvöldin. Arnar Logi segist ekki vita um aðra krakka sem hafi farið á sjó og að hann hafi ekki sagt vinum sínum mikið frá sjómennskunni. Þá segist hann ekki ætla að verða sjómaður heldur dýralæknir. Hann hlakkar engu að síður til að fara aftur á sjóinn en hann fer bráðum aftur til afa síns og verður þá með honum á netabát í nokkra daga. Sjómennskan erfið en skemmtileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.