Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarskóli Árnesinga Píanókennari Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa píanókennara í fullt starf á Þorláks- höfn og á Selfossi. Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 483 3488 eða 861 3884. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til tonar@sudurland.is . Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með starfsemi á 12 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 600 og starfa 30 kennarar við skólann. Verkstjóri Verkstjóra vantar í löndunarflokk á Austurlandi. Um er að ræða fyrirtæki í vexti sem hefur ný- hafið landanir úr fiskiskipum. Góð laun í boði fyrir rétta manneskju. Umsóknir ásamt meðmælum og uppl. um fyrri störf sendist til augl.deildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 5. ágúst merkt V—13957.                                                      !         "     #$   #       "              %        !        &              '''                                                      ! "   #$% &'       (  $  $     )      *   " %         +'&, -     .                                !   " ###$ Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa í Vesturgarði Um er að ræða 100% starf. Vinnutími er frá 8:30—16:30. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í Vesturgarði er veitt samþætt fjölskyldu- og skólaþjónusta fyrir alla íbúa í Vesturbæ Reykja- víkur. Markmið Vesturgarðs er m.a. að auðvelda íbúum svæðisins að nálgast og nýta sér þá þjónustu sem Reykjavíkurborg býður upp á. Starf þjónustufulltrúa felst m.a. í upplýs- ingagjöf, móttöku, símsvörun, skjalavörslu og vinnu við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða grunn- menntun, tölvukunnáttu og/eða starfsreynslu á þjónustusviði. Aðeins duglegt, lipurt og sjálfstætt fólk kem- ur til greina. Við ráðningu er jafnréttisstefna Reykjavíkur- borgar höfð til hliðsjónar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hjá forstöðumanni Vesturgarðs, sími 535 6100. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2003. Mosfellsbær Frístundasel eftir skóla Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfs- menn í frístundasel. Lausar eru tvær stöð- ur forstöðumanna, 75% hvor, og tvær hlutastöður. Frístundaselin bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir nemendur í 1.—4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýk- ur. Hæfniskröfur forstöðumanna: Uppeldismenntun og/eða reynsla af starfi með börnum. Almenn tölvukunnátta, skipulags- og stjórnunarhæfileikar. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Helsta verksvið forstöðumanns: Dagleg umsjón frístundaheimilis. Skipulagning á starfi frístundaheimilis í samráði við aðra starfsmenn. Samskipti við foreldra og starfsfólk skól- anna. Starfsmenn í hlutastörfum Uppeldismenntun og/eða reynsla af starfi með börnum. Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í samskiptum. Umsóknum skal skila fyrir 6. ágúst 2003. Umsóknum má skila inn á skrifstofu Mos- fellsbæjar, 1. hæð, Þverholti 2, 270 Mos- fellsbæ. Einnig er hægt að senda inn um- sóknir á: www.mos.is Allar nánari upplýsingar veita Edda Davíðs- dóttir, tómstundafulltrúi, sími 566 6058 frá kl. 10—12. Eftir 1.8.'03 Sigurður Guðmunds- son, íþróttafulltrúi, sími 566 6254. Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.