Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 C 9 SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknirinn Ólafur Ólafsson hefur hafið störf hjá félaginu undir handleiðslu Friðbjargar Óskarsdóttur sem sér um hópa- starf. Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðardótt- ir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9—13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Ungt fólk frá Youth With A Miss- ion verður með drama, dans og vitnisburði. Allir velkomnir. www.kristur.is . Sannleikurinn Snorrabraut 54 Þá er komið að hápunkti sum- arsins hjá okkur. Raðsamkomur verða haldnar frá mán—fim kl. 20 og þessa viku verður einnig frábær kennsla um hina nýju sköpun. Kennslan fer fram frá þri.—fim. kl. 16.30—19. Gestir okkar þessa viku verða Lars Kraggerud frá Osló, Kristne Senter og Åsbj- ørn Heggvik frá Fíladelfíu, Álasundi. Allir hjartanlega velkomnir. „Ef einhver er í kristi er hann nýsköpun“. 2. KOR 5. 17. Almenn samkoma kl. 20:00. Ræðumaður Arnór Már Másson. Mið. Biblíulestur og bæn kl. 20:00. Fim. Eldur unga fólksins kl. 21:00. Fös. Unglingasamkoma kl. 20:30. Lau: Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Í kvöld kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Hanna Kolbrún Jónsdóttir stjórnar. Margrét Hróbjartsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. Lynghálsi 3 Verslunarmennahelgin Vakningarsamkomur verða haldnar með Mike Carriere: Miðvikudaginn 30./7 kl. 19.30 Föstudaginn 1./8 kl. 19.30 Laugadaginn 2./8 kl. 19.30 Sunnudaginn 3./8 kl. 11 og 19.30. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma í dag kl. 16.30. Gunn- ar Þorsteinsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20.00. Samkomur falla niður um versl- unarmannahelgina. Við stefnum fólki á Kotmót. Hittumst heil og hress þriðjudaginn 5. ágúst kl. 20.00. www.krossinn.is LAX og silungur veiðist miklum mun víðar heldur en í frægu laxveiðiánum, en e.t.v. hafa borist færri fregnir frá mörgum þeirra svæða vegna þess að þau hafa farið hægar í gang vegna þurrka. Eitthvað stendur vonandi til bóta í þeim efnum eftir vætusama daga, sem reyndar hafa ekki alls staðar verið jafn- blautir. Allt um það fer hver að verða síðastur á sumum þessara veiðisvæða því stutt er í ágúst, sem sagt seinni hluta vertíðarinnar. Daufar ár Gljúfurá hefur t.d. alls ekki náð sér á strik, enda hefur hún verið afar vatnslítil eftir að sá tími rann upp að laxar eru vanir að ganga í hana. Bergur Steingrímsson hjá SVFR sagði að fyrir skömmu hefðu aðeins 5 laxar verið bókaðir þar, en menn vissu af miklum laxi niður í Hvítá. „Við verðum að vera bjartsýn og vona að ágúst verði bara þeim mun betri. Þetta jaðrar við náttúruhamfarir í Gljúfurá,“ sagði Bergur. Fljótaá í Fljótum er að sama skapi slök og í vikunni höfðu aðeins fimm laxar verið skráð- ir í veiðibók, a.m.k. tveir þeirra af silunga- svæðinu. Rétt yfir 100 bleikjur hafa verið dregnar á þurrt, það er í minna lagi, en bleikjan hefur verið að gefa eftir í ánni síð- ustu ár. Á móti kemur að allur silungurinn er vænn. Vatnsá hefur líka verið dauf, en hún er síð- sumarsá og hennar tími er að koma. Í gær veiddust tveir laxar í ánni, sem var vatnsmikil og veiðileg. Skógá á undan sér Þrír laxar eru komnir úr Skógá undir Eyja- fjöllum, 11 punda og tveir 14 punda og allir úr sama hyl, Stóra-Ármótahyl. Þetta er 3–4 vikum fyrr en lax er vanur að veiðast í ánni. Silungsveiði hefur verið á köflum góð fram að þessu og nokkrar risableikjur í aflanum, allt að 9 og 10 punda, en auk laxanna hafa smáir sjóbirtingar verið í aflanum síðustu daga, sem einnig er óvenjusnemmt. Ýmsar fréttir Straumarnir í Borgarfirði hafa skilað feiknaafla, í gærdag voru komnir 185 laxar á land, 50 löxum meira en alls síðasta sumar sem þótti þó gott. Þetta er í beinu samhengi við þurrkana, en þá liggur laxinn lengur á þessum fornfræga veiðistað við ármót Hvítár og Norðurár. Svipaða sögu er að segja frá Brennu, þar sem Þverá skilar sér í móðuna miklu. Að vísu gæti veiði farið að dala á báð- um stöðum því Borgarfjarðarárnar hafa vax- ið nokkuð í vætunni og veiði verið að aukast. Við höfum fyrir nokkru sagt frá laxaskot- um á svæðum SVFR í Soginu. Í ánni eru fleiri veiðisvæði sem einnig hafa verið að gefa, t.d. veiddust fyrir skömmu 5 laxar á einum degi á Torfastöðum og í fyrradag voru þrír grálús- ugir dregnir á land af Þrastarlundarsvæðinu. Er ljóst að fiskur er að ganga austur í Sogi. Á sjöunda tug fiska hafa og veiðst af Pallinum í Ölfusá. Fréttir héðan og þaðan – góðar og slæmar Hress veiðimaður með stóran fallegan birting úr Laxá í Kjós. Pétur Örn Hjaltason með vænar sjóbleikjur úr Breiðdalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.