Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 C 11 Þ EGAR eldfjallið Vesúv- íus gaus hinn 24. ágúst árið 79 e.Kr. klukkan tíu árdegis fylltist borg- in Pompei af ösku á mjög skömmum tíma, en ekki liðu nema 30 klukkustundir þar til öskulagið sem huldi borgina var orðið sjö metra hátt. Íbúar borgarinnar voru þá um 30.000 tals- ins og í stað þess að flýja í áttina til sjávar, gerðu íbúarnir þau mistök að leita skjóls í húsum sínum þar sem þeir fórust. Í kjölfar eldgossins féll Pompei í gleymskunnar dá og það var ekki fyrr en á 17. öld að hún var endur- uppgötvuð. En fornleifauppgröftur sem vakti mikinn áhuga evrópsks aðals og listamanna hófst í Pompei árið 1748 og stóð yfir fram á 19. öld. Pompei stendur um 30 metra yfir sjávarmáli og er um 66 hektarar að stærð, en einir 45 hektarar borgar- stæðisins hafa verið grafnir upp nú þegar. Margvíslegar fornminjar hafa litið dagsins ljós í kjölfar upp- graftarins, m.a. 180 silfurhlutir frá Spáni, sem fundust í einu húsanna. Það eru þó ekki hvað síst þær upp- lýsingar sem uppgröfturinn hefur veitt um daglegt líf borgarbúanna sem vakið hefa athygli, en vegna þess hve skjótt eldgosið bar að hafa fundist þar hundar og aðrar skepn- ur, sem og matvæli á borð við ný- bakað brauð. Pompei er þó mun eldri en endalok hennar og má rekja fyrstu heimildir um borgina allt frá lokum 7. aldar f.Kr., er fyrstu borgarmúrarnir, sem náðu í kringum 63,5 hektara svæði, voru gerðir. Á 1. öld e.Kr. var Pompei lífleg viðskiptaborg, þar sem út- flutningur á víni og ólífuolíu var að- alatvinnuvegur íbúanna. Vatnsveit- umálin voru þá í góðu lagi því strax árið 80 f.Kr. höfðu Rómverjar látið leggja vatnsleiðslur að öllum hús- um, en einir 42 mismunandi skreyttir vatnsbrunnar voru í borg- inni og hafði það vatn ferðast 44 km leið úr nærliggjandi fjöllum. Aðal- gata Pompei var þá Via della Abb- ondanza og mátti við götuna finna bari þar sem flestir Pompei-búa snæddu hádegisverð sinn. Lífið var þó ekki eintómur dans á rósum og árið 62 e.Kr. varð þar harður jarðskjálfti sem olli veruleg- um skemmdum á fjölda bygginga. Þó viðgerðum hafi verið lokið á nokkrum bygginganna árið 79 e.Kr., var engu að síður fjöldi húsa enn óviðgerður er Vesúvíus gaus. Hér á eftir fer lýsing á þeim stöð- um sem voru skoðaðir: Terme Suburbane. Gólfið er tal- ið vera frá tímabilinu 1. öld f.Kr.-1. aldar e.Kr. Þessi heilsulind, sem var í einkaeign, var staðsett á svölum sem snúa í áttina að sjónum, rétt utan borgarmúranna. Á jarðhæð- inni mátti síðan finna heilsulindir búnar heitri sundlaug með mynd- skreyttum veggjum og kaldri laug. Auk þess var gosbrunnur í mann- gerðum helli sem einnig geymir mósaíkverk. Í kalda herberginu var fataherbergi með myndskreyttum veggjum. Tempio della Fortuna Augusta. Í Róm, sem og í öðrum ítölskum borgum, lét Ágústus keisari byggja musteri á árunum 19–13 f.Kr. Í Pompei lét M. Tullius byggja, á sínu landsvæði, musteri til heiðurs Ágústusi keisara, en musterið var prýtt fjórum marmarasúlum að framan og tveimur til hliðanna. Casa dei Dioscuri. Húsið er með stærstu og íburðamestu húsunum í Pompei. Það var grafið upp á ár- unum 1828–1829 og er það frægt fyrir veggskreytingar sínar. Þakinu er haldið uppi af 12 súlum. Casa di Meleagro. Húsið ber heiti sitt af daufri veggmynd af þeim Meleagro og Atalanta vinstra megin í anddyrinu. Súlur hafa þá verið reistar inni í húsinu og er það sjaldgæft í Pompei. Casa del Poeta Tragico. Í and- dyrinu er hið fræga mósaíkverk Cave Camem (Passið ykkur á hund- inum) og er húsið dæmigert fyrir húsin í Pompei. Húsið var grafið upp á árunum 1824–1825. Terme Stabiane. Þetta er elsta heilsulind Pompei og var reist á 3. öld f.Kr. Heilsulindin geymir tvo búningsklefa og er annar ætlaður konum en hinn körlum. Þrjár laug- ar voru í heilsulindinni, ein köld, önnur volg og sú þriðja heit. Í heilsulindinni má þá finna tvo stein- gervinga. Teatro Grande. Þetta leikhús, sem er í laginu eins og skeifa, var byggt á 3. öld f.Kr. Leikhúsinu var skipt niður í þrjú svæði og sátu valdamestu íbúar borgarinnar á því neðsta sem gert var úr marmara. Alls er leikhúsið með sæti fyrir 5.000 áhorfendur, en þetta er ein- mitt ein af þeim byggingum sem skemmdust í jarðskjálftanum 62 e.Kr. og gert hafði verið við. Quadriportico dei Teatri. Þetta var ferningslaga súlnayfirbygging sem áhorfendur gátu gengið um á milli atriða og leitað sér skjóls í rigningu. Hún var þó ekki byggð fyrr en í kringum 80 f.Kr. og eftir jarðskjálftann 62 e.Kr var ráðist í að reisa aðra hæð ofan á. Teatro piccolo. Þetta „litla leik- hús“ var líklegast ætlað fyrir hljóm- leika og ljóðaupplestur. Leikhúsið var byggt í kringum 80 f.Kr. og var yfirbyggt, þannig að þar var mjög góð hljóðeinangrun. Casa dei Ceii. Talið er að L. Ceius Secundus hafi verið eigandi hússins þar sem það nafn er ritað utan á vegg hússins. Í húsagarð- inum má finna vegg prýddan mál- verki af veiðum. Húsið er á tveimur hæðum. Casa del Menandro. Húsið var byggt á þriðja áratug f.Kr. og er 1.800 fm að stærð. Húsið var gert upp á tímabilinu 2.–1. öld f.Kr. og var verið að gera upp heilsulind hússins er Vesúvíus gaus. Casa di Octavius Quartio. Hluti hússins, sem snýr að hringleika- húsinu, var gerður upp í kjölfar jarðskjálftans 63 e.Kr. Húsið var prýtt stærðarinnar garði, enda um að ræða villu í út- hverfi Pompei. Súlna- yfirbygging hússins var þá skreytt með styttum frá Egyptalandi. Þá voru gosbrunnar í garðinum, manngerðir hellar skreyttir freskum, sem og manngerð á sem talið er að fiskar hafi verið í. Casa della Venere in Conchiglia. Húsið, sem var í eigu dómara, eyði- lagðist í sprengjuregni sem féll á Pompei árið 1943. Húsið var grafið upp á ný árið 1952, en svo virðist vera sem að húsið sé reist á grunni annars húss. Herbergin eru næstum öll byggð í kring- um húsagarðinn og er húsið nefnt eftir málverki af fæðingu ástargyðj- unnar Venusar, sem sýnir gyðjuna í skel, sem þar er að finna. Anfiteatro. Hringleikahúsið var byggt í kringum 70 f.Kr. og rúmaði um um 20.000 áhorfendur. Veggmynd af veiðum í Casa dei Ceii. Yfirlitsmynd af Pompei. Steinrunninn líkami eins íbúa borgarinnar. Myndin af fæðingu Venusar í Casa della Venere in Conchiglia. Mósaíkverk í Terme Suburbane. Greinarhöfundur í einni hinna fornu bygginga. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu. Töfrar Pompei Borgin forna Pompei á Ítalíu er með þekktari forn- minjum landsins og vinsælli ferðamannastöðum. Bergljót Leifsdóttir Mensuali kynnti sér borgina fornu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.