Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 7 ÞAÐ er ekki rétta lausnin að tví- breikka Reykjanesbrautina og frekar ætti að leggja peningana í að bæta umferðaröryggi með ódýrari leiðum víðar í nágrenni höfuðborgarinnar, að mati læknis á bráðamóttöku Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi. Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir á Landspítala Foss- vogi, segir að þar sem peningar séu takmarkaðir sé nauðsynlegt að nýta þá sem best, og þá sé ekki endilega besti kosturinn að tví- breikka Reykjanesbrautina alla leið til Keflavíkur. Hún segir að þess í stað hefði átt að skoða betur möguleikann á því að leggja svokallaða 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum. Miðað við kostnað Svía við slíka vegi má áætla að kostnaður við slíka vegi yrði um þriðjungur af kostnaði við tvíbreikkun Reykja- nesbrautarinnar. Því hefði mátt nota þá upphæð sem eyrnamerkt er þeirri framkvæmd til að leggja 2+1 vegi frá Hafnarfirði til Kefla- víkur og frá Reykjavík til Hval- fjarðar annars vegar og Selfoss hins vegar. „Það ætti að byrja á þessu á öll- um stöðunum, ég trúi því að það mundi fækka slysum mikið,“ segir Kristín. „Fyrir þessa peninga mætti koma í veg fyrir mun fleiri slys heldur en við erum að gera.“ Hinir svonefndu 2+1 vegir eru með eina akrein í hvora átt og er þriðja akreinin á milli hinna þar sem skiptast á kaflar fyrir hvora átt þar sem hægt er að taka fram- úr. Í Svíþjóð og Noregi eru 2+1 vegirnir kaflaskiptir þannig að það skiptast á um 1,3 til 1,5 km kaflar þar sem er ein akrein og ekki hægt að komast framúr og jafn- langir kaflar með tveimur akrein- um þar sem hægt er að taka fram- úr. „Svíar og Norðmenn eru mjög ánægðir og telja að þetta hafi fækkað alvarlegum slysum geysi- mikið,“ segir Rögnvaldur Jónsson, sem er í Rannsóknarráði umferð- armála og er fyrrum formaður ráðsins. Svíar hafa mikla reynslu af 2+1 vegum og hafa þegar lagt um 800 km af vegum með þessu fyrir- komulagi, segir Rögnvaldur. Norð- menn eru einnig farnir að nota svipað fyrirkomulag. Báðir eru með þetta á leiðum með jafnmikla eða meiri umferð en er á helstu vegum í nágrenni Reykjavíkur. Ekkert vandamál tengt umferðar- teppum hefur komið upp á þessum vegum í nágrannalöndunum. Helmingur banaslysa vegna framúraksturs „Tæplega helmingurinn af bana- slysunum sem urðu í umferðinni í fyrra var framanáakstur og það mun verða til staðar þar til akst- ursstefnur eru aðskildar,“ segir Kristín. Tvöföldun Reykjanes- brautarinnar mun vissulega draga úr slysum vegna framúraksturs, segir hún, en óttast að aukinn hraði á brautinni þýði alvarlegri slys. „Vissulega væri þægilegt að vera með veginn tvöfaldan, en mér finnst það í raun ekki rétta lausn- in. Það eru víða götur erlendis þar sem er ekki meiri umferð en hjá okkur og þeir komast ágætlega af án þess að hafa tvíbreitt.“ Rögnvaldur, sem situr í Rann- sóknarnefnd umferðarslysa, segir að nefndin hafi komist að raun um að um 70% banaslysa í umferðinni verða í 50 km radíus út frá höf- uðborginni. Með því að aðskilja akstursstefnu á þessum vegum gætum við þannig komið í veg fyr- ir allt að 70% af banalsysum í um- ferðinni, segir Rögnvaldur. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Reykja- nesi, segir að þegar ákvörðun um að tvíbreikka Reykjanesbrautina var tekin hafi ekki verið komin jafnmikil reynsla á 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum og nú er raunin: „Ég tel hugsanlegt að ef menn væru að taka ákvörðun um þetta í dag myndu þeir velja 2+1. Það er orðið of seint núna, í öllu falli fyrir þann kafla sem nú er verið að leggja, og ég á ekki von á því að þessu verði breytt á seinni helmingnum á brautinni.“ Frekar kemur til greina að mati Jónasar að leggja 2+1 vegi til Selfoss eða upp í Hvalfjörð. Þeir sem lifa af gleymast Kristín segir að stundum vilji gleymast að fyrir hvern einn sem deyr í slysum almennt megi áætla að tíu séu slasaðir, og þrír af þeim séu varanlega skaddaðir á einn eða annan hátt það sem eftir er ævinn- ar. „Miðað við það að það eru um 20 til 30 manns á ári sem láta lífið í umferðarslysum þá eru 60 til 90 sem sitja eftir með varanleg ör- kuml. Þessi hópur gleymist oft.“ Kristín segir allt of mikið um agaleysi og óþolinmæði í íslenskri umferðarmenningu. Miðað við kostnað við tvíbreikkun Reykja- nesbrautarinnar, sem er um 125 milljónir á hvern kílómetra, er mjög ódýrt að halda uppi öflugri löggæslu við brautina. Hún segir að gróft áætlað mundi það kosta lögregluna um 50 milljónir á ári að vera alltaf með einn bíl með tveim- ur lögreglumönnum við eftirlit á brautinni. „Miðað við tæknina sem er til mætti lækka þá upphæð verulega með til dæmis mynda- vélum og gíra umferðarhraðan nið- ur. Ef sektargreiðslurnar rynnu til lögreglunnar myndu þær væntan- lega duga til að halda uppi kostn- aði við aukna löggæslu.“ Læknir á bráðadeild telur að peningum sem fara í breikkun Reykjanesbrautar sé betur varið í öryggismál annars staðar Hægt að auka öryggi mun víðar með sama tilkostnaði Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.