Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 29
ALLT ætlaði um koll að keyra þegar Leik- félagið Ofleikur frumsýndi leikritið Date (eða Stefnumót á íslensku) fyrir fullum sal gesta í Iðnó síðastliðinn fimmtudag. Óhætt er að segja að sýningin hafi fallið í kramið hjá áhorfendum og í lok sýningar var leikendum klappað lof í lófa svo um munaði. Höfundur Date, sem fjallar um misheppnuð stefnumót, er Jón Gunnar Þórðarson en hann er jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Jón Gunnar stofnaði Ofleik upphaflega sem skólaleikfélag Hagaskóla árið 2000. Leik- endur hafa elst með félaginu og þátttak- endur í sýningunni Date, alls ellefu talsins, eru á aldrinum 17-20 ára. Um fjörutíu manns hafa tekið þátt í sýningum Ofleiks frá upp- hafi. Á vefsíðu leiksýningarinnar, www.date.is, má finna upplýsingar um hvaðeina sem sýn- ingunni tengist, upplýsingar um leikendur, leikstjóra og tilurð verksins. Næsta sýning á Date verður morgun, þriðjudaginn 29. júlí. Morgunblaðið/Jim Smart Það ætlaði bókstaflega allt vitlaust að verða í lok frumsýningar Ofleiks á Date. Áhorf- endur gerðu engar tilraunir til að halda aft- ur af hrifningu sinni, enda engin ástæða til. Ofleikur vekur lukku í Iðnó Kristín Lind Andrésdóttir og Elín Vigdís Guðmundsdóttir (t.h.) leikkonur fagna í lok vel heppnaðrar frumsýningar ásamt leik- stjóranum Jóni Gunnari Þórðarsyni. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16 ÁRA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. SG. DV KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6.15 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. b.I. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 29 BÚIÐ er að tilkynna hverjir koma fram á Djasshátíð Reykjavíkur, sem fram fer 5.–9. nóvember í þrettánda sinn. Alls koma 80 djassleikarar og söngvarar, sem koma fram á hátíðinni, frá Banda- ríkjunum, Kanada, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Færeyjum, Hollandi og svo auðvitað Íslandi. Lokatónleikaranir verða með hinum vinsælu Grammy-verð- launahöfum New York Voices, sem syngja með Stórsveit Reykja- víkur undir stjórn Darmons Mead- er. Þessi kvartett frá New York hefur hvarvetna hlotið góða dóma og má segja að tónleikarnir verði hápunktur hátíðarinnar í ár. Annars verður boðið upp á djass af ýmsu tagi, hefðbundinn, kúbverskan, þjóðlegan, gítardjass og norræna ástaróða. Borgarstjórinn í Reykjavík setur hátíðina á opnunartónleikum í Ráðhúsinu miðvikudaginn 5. nóvember þar sem fjórar sveitir koma fram og gefa sýnishorn af því sem í vænd- um er það sem eftir lifir viku. Síðan eru tvennir tónleikar það sama kvöld og eins á fimmtudag og föstudag, fernir tónleikar á laugardag, þar með talinn hinn vinsæli hádegisdjass og sérstakur djasshátíðardansleikur og fernir tónleikar á sunnudag, þar með taldir kirkjutónleikar í Breið- holtskirkju og hinn sívinsæli „Pönnukökudjass“ um eftirmiðdag. Lokatónleikarnir verða svo í Austurbæ, gamla Austurbæjarbíói, á sunnudags- kvöld. Flestir tónleikarnir fara fram á skemmti- staðnum Nasa við Austurvöll. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru kanadíska djasssöngkonan og rithöfundurinn Martha Brooks, sem stígur á svið ásamt píanó- leikaranum David Restivo, Mike Downes á bassa og Ted Warren á trommur, en allt eru þetta mjög virtir djassleikarar í sínu heima- landi, að því er segir í tilkynningu. Breska sendiráðið á Íslandi styrkir hátíðina með tríói frá Bret- landi þetta árið. Leiðtogi þess er píanóleikarinn Alex Wilson en með honum eru Paul Jayasinha á blásturshljóðfæri og David Giov- annini á slagverk en þeir leika djass með kúbönsku ívafi. „Ný- jazzinn leiðir Hilmar Jensson gít- aristi og kynnir nýjan disk sinn Ditty Blei sem kemur væntanlega út í haust á vegum Sunlines. Með honum er ein- valalið heimsþekktra djassleikara í þessum geira, galdramaðurinn Jim Black á trommur, Herb Ro- bertson á trompet, Andrew D’Angelo á saxófóna og Trevor Dunn á bassa,“ segir í tilkynningu. Ennfremur fær Björn Thoroddsen gítarleikari í heimsókn bandarísku söngkonuna og gítarleik- arann Leni Stern, ásamt föstum meðleikurum hennar Paul Socolow á bassa og Keith Carlock á trommur, svo eitthvað sé nefnt. Allar nánari upp- lýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðu hátíðarinnar. Aðalstyrktaraðili hátíðarinnar er Reykjavíkur- borg. Flugleiðir veita einnig stuðning og ætla að bjóða djasshátíðarpakka í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem farþegum með 2–4 daga ferð til Íslands með flugi, hóteli og öllum tónleikum. New York Voices heim- sækja djasshátíð. Djasshátíð Reykjavíkur haldin 5.–9. nóvember Raddir frá New York hápunkturinn www.newyorkvoices.com www.reykjavikjazz.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.