Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A DORTMUND HEFUR ÁHUGA Á JÓHANNESI KARLI GUÐJÓNSSYNI / B3 BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði í gær að hann hefði ekki enn sest niður með forráðamönnum enska 1. deild- arliðsins Nottingham Forest til þess að ræða samningsgerð en Brynjar hefur æft með liðinu undanfarna daga. „Ég fer á æfingu á morgun (í dag) og það verður síðasta æfingin hjá mér á þessum reynslutíma. Forráðamenn liðsins munu síðan gefa sér tíma í síðar í vikunni um hvert framhaldið verður og ég hef því ekki hugmynd um hvort mér verður boðinn samningur,“ sagði Brynjar Björn. „Það er óvissuástand sem bíður mín og ef ekkert verður úr þessu með Forest verð ég að gera aðrar áætlanir. Það er ekkert planað í vikunni um heimsóknir í önnur lið þar sem ég ætla að klára þetta verkefni með Forest og sjá til hvað verður,“ bætti Brynjar Björn við. Óvissuástand hjá Brynjari Jean-Patrick Nazon frá Frakk-landi vann síðustu sérleiðina en sérleiðirnar voru alls 20. Arm- strong, sem er 31 árs gamall og keppir fyrir US Postal-liðið, sagði við fjölmiðla að hann myndi mæta til leiks að ári til þess að verja tit- ilinn. „Ég er þreyttur en ánægður og þessi keppni er sú erfiðasta sem ég hef tekið þátt á mínum ferli. En ég mun örugglega mæta til leiks á næsta ári til þess að bæta við sjötta titlinum í safnið,“ sagði Armstrong. Ýmis önnur verðlaun voru af- hent í gær að loknum síðasta keppnisdeginum. Frakkinn Rich- ard Virenque var kosinn „konung- ur fjallanna“. Besti ungi keppend- inn kom frá Rússlandi, Denis Menchov. Alexandre Vinokourov frá Kasakstan var sagður vera ákafasti keppandinn en CSC-liðið frá Danmörku var besta liðið að þessu sinni. Armstrong bætti því við að hann vildi leggja áherslu á það hann væri fyrsti sigurvegarinn á þessu móti sem hafi barist við krabba- mein. „Í raun skiptir engu máli hve oft ég hef unnið á þessu móti. Það sem mestu skiptir er að ég hef sigrast á krabbameinsæxlum sem voru á heila, í lungum og í eista. Vonandi verður árangurinn hvatn- ing fyrir þá sem glíma við sama sjúkdóm og lagði mig næstum að velli,“ sagði Armstrong. Lance Armstrong kom í mark á 83 klukkustundum, 41 mínútu og 12 sekúndum. Annar varð Jan Ull- rich frá Þýskalandi, 1,01 mínútu á eftir Armstrong. Þriðji varð Alexander Vinokurov frá Kasakstan, 4,14 mínútum á eft- ir Armstrong. Armstrong að hlið Indurain LANCE Armstrong skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann tryggði sér sigur í Frakklandshjólreiðakeppninni, Tour de France, fimmta árið í röð. Aðeins Spánverjinn Miguel Indurain getur státað sig af álíka árangri en hann vann í keppninni fimm ár í röð, fyrst árið 1991 og síðast árið 1995. Þeir Jacques Anquetil, Eddy Merckx og Bernard Hinault hafa allir unnið fimm sinnum í þessari keppni en þeir náðu ekki að vinna fimm ár í röð líkt og Armstrong og Indurain. KNATTSPYRNULIÐ Skagamanna varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar ljóst var að Grétar Rafn Steinsson, miðvall- arleikmaður liðsins, er með slitið krossband í hné og rifinn liðþófa. Hann mun því ekki leika meira með liðinu á þessari leik- tíð. Grétar, sem er 21 árs gamall, meiddist í sig- urleik gegn Þrótti á fimmtudag. „Nú taka við sex til átta mánuðir af endurhæfingu. Ég er staðráðinn í að koma tvíefldur til baka. Ég hef aðgang að mjög hæfum lækni og svo er séð vel um mig hér á Akranesi. Þann- ig að ég hef engar áhyggj- ur af þessu og lít á þessi meiðsli aðeins sem enn eitt fjallið til að klífa,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, í samtali við Morgunblaðið en hann vonast til þess að fara í aðgerð á hnénu eftir eina til tvær vikur. Ólafur Þórðarson, þjálf- ari Skagmanna og ung- mennalandsliðs Íslands, sagði að vissulega væru meiðsli Grétars gífurlegt áfall fyrir bæði fyrir ÍA og ungmennalandsliðið en „maður kemur í manns stað“ eins og Ólafur orðaði það í samtali við Morgun- blaðið. Grétar Rafn er með slitið kross- band KYLFINGARNIR Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, létu ljós sitt skína í Vestmannaeyjum á Íslands- mótinu í höggleik þar sem þau fögnuðu Íslandsmeistaratitli í sín- um flokki. Birgir Leifur vann Ís- landsmótið í Eyjum árið 1996 í fyrsta sinn og bætti öðrum titli sín- um í safnið á sama stað sjö árum síðar. Ragnhildur hefur tvívegis áð- ur unnið á Íslandsmóti en hún setti glæsilegt vallarmet á þriðja keppn- isdegi mótsins. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Efst á palli í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.