Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EYJÓLFUR Sverrisson skoraði eitt marka Herthu Berlín í kveðjuleik hans og Michaels Preetz gegn tyrkneska lið- inu Galatarasay í Berlín í dag en leikn- um lauk með sigri heimamanna, 4:1. Eyjólfur skoraði þriðja mark Herthu eftir undirbúning Preetz en rúmlega 20 þúsund áhorfendur voru á leiknum. Eyjólfur hefur enn ekki gert upp hug sinn hvað varðar knattspyrnuiðk- un sína á Íslandi en hann hefur verið orðaður við Fylki, Grindavík og KR. Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sig- urvinsson og Logi Ólafsson hafa rætt margoft við Eyjólf á undanförnum vik- um og lýst yfir áhuga á því að hann leiki með íslenska liðinu gegn Fær- eyjum og tvívegis gegn Þjóðverjum í haust en Eyjólfur hefur enn ekki svar- að því kalli. Eyjólfur skoraði í kveðjuleiknum Eyjólfur Sverrisson ÉG missti taktinn og þá sérstaklega við flatirnar,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson, fráfarandi Íslandsmeist- ari, svekktur í lok fjórða dags Ís- landsmótsins. „Ég var að missa högg með þrípútti og þess háttar og var að missa boltann ýmist til hægri eða vinstri og þegar Birgir Leifur gaf eftir var algjör synd að ná ekki að setja meiri pressu á hann og það hefði verið gaman að hafa þetta jafnt á lokaholunum.“ Sigurpáll sagði að vissulega hafi opnast tæki- færi fyrir hann á lokadeginum en hann hafi ekki náð að nýta sér þau. „Ég fékk tækifærin í dag en náði ekki að nýta þau, það var kominn full mikill munur hérna eftir fyrri níu holurnar, sex högg, en svo kem- ur hann inn á fjörutíu höggum seinni níu og ég hefði þurft að vera einn til tvo undir á seinni en ég var ekki að slá nærri því eða pútta til þess að ná slíku skori.“ Sigurpáll var grimmur á flötunum og nánast undantekningarlaust fór hann tals- vert framyfir holuna ef hann hitti ekki. „Ég púttaði grimmt og ákveð- ið en yfirleitt púttaði ég of ákveðið, boltinn náði ekki að leka í brotið og þá fara þær ekki í. Kannski voru mistök hjá mér að vera svona ákveðinn í púttunum, kannski átti ég bara að halda mínu striki þar en ég ákvað að sækja svolítið grimmt en það gekk bara engan veginn.“ Hann sagði þó að þegar öllu væri á botninn hvolft gæti hann unað sinni stöðu í öðru sæti nokkuð vel. Ég get verið sæmilega sáttur við niður- stöðuna þótt það hafi verið gremju- legt að vita að maður átti séns á síð- asta degi en náði ekki að nýta það, það er nokkuð sem maður vill forð- ast.“ „Missti taktinn“ Sigurpáll Geir Sveinsson Það var helst vallarstjórinn semvar að hrella kylfinga enda höfðu brautirnar verið þrengdar og röffið var þungt og auðvelt að týna bolt- um. Þetta gerði það að verkum að spilið gekk hægar og ekki óalgengt að menn væru að skila sér í hús á rúmum fimm klukkustundum. Þátttaka í mótinu olli vonbrigðum en aðeins 98 kylfingar skráðu sig til leiks í karlaflokki en í fyrra komust færri að en vildu en hámarksþátt- taka er 150 keppendur. Í kvenna- flokki voru aðeins átján keppendur. Mótshald gekk vel fyrir sig og fengu forsvarsmenn Golfklúbbs Vest- mannaeyja góðar kveðjur frá forseta GSÍ, Júlíusi Rafnssyni, í mótslok. Eftir tvo daga hafði Birgir Leifur þriggja högga forystu á Magnús Lárusson, stórefnilegan kylfing úr GKJ. Sigurpáll Geir Sveinsson, Ís- landsmeistari í fyrra kom þar skammt á eftir og fóru þeir þrír út á þriðja degi. Magnús náði ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku fyrstu tvo dagana og slæm byrjun á þriðja degi kom honum um koll en hann datt niður í fjórða sætið þrátt fyrir góðan endasprett á hringnum, tveir fuglar á tveimur síðustu hol- unum og fimm yfir par í heildina. Birgir Leifur aftur á móti byrjaði gríðarlega vel og var kominn þrjá undir par eftir fjórar holur og sam- tals ellefu undir. Sigurpáll spilaði fyrri níu á einu yfir pari og því var munurinn á milli hans og Birgis sjö högg þegar komið var á seinni níu holur vallarins. Birgir Leifur tapaði þá tveimur höggum á fyrstu þremur holunum og alls fjórum höggum og því munurinn þegar lagt var af stað í síðasta hringinn aðeins þrjú högg og allt gat gerst. Frábær byrjun Birgis á lokahringnum lagði grunninn að glæsilegum sigri en eftir fjórar hol- ur var hann búinn að auka forskot sitt í fimm högg og þegar síðasti hringurinn var hálfnaður voru sex högg á milli hans og Sigurpáls. Mestu munaði þar um Birgir Leifur fékk fugl á áttundu sem alla jafna er ein auðveldasta hola vallarins en Sigurpáll fékk skolla. Hann fékk svo gullið tækifæri til að saxa á forskot Birgis Leifs á tíundu og elleftu holu en náði ekki að nýta sér það og virt- ist það fara saman það sem eftir lifði leiks að ef Birgir Leifur var að klúðra þá gerði Sigurpáll slíkt hið sama. Birgir Leifur var með örugga forystu til enda en þegar á leið hringinn magnaðist baráttan um annað sætið en Örn Ævar Hjartar- son sótti hart að Sigurpáli og munaði aðeins einu höggi á þeim frá tólftu til átjándu en Örn Ævar náði ekki að jafna Sigurpál og endaði því í þriðja sæti. Er þetta í annað skiptið sem Birgir Leifur Hafþórsson verður Ís- landsmeistari en síðast var það 1996 einmitt í Vestmannaeyjum. Birgir ætlar að reyna sig á bandarísku mótaröðinni Birgir Leifur Hafþórsson hefur látið það vera að taka þátt í Íslands- móti síðan hann sigraði síðast í Vest- mannaeyjum árið 1996, nú mætti hann til leiks á ný og það var ekki að sökum að spyrja, öruggur sigurveg- ari, eftir glæsilegt og mjög stöðuga spilamennsku alla fjóra dagana sigr- aði Birgir Leifur Hafþórsson með fimm högga forystu eftir að hafa gefið lítillega eftir á lokaholunum. Birgir Leifur var eini kylfingurinn á Íslandsmótinu sem sigraði á skori undir pari vallarins. Hann sagðist himinlifandi með titilinn og að loka- hringurinn hafi verið nokkuð þægi- legur hjá sér. „Ég byrjaði mjög vel og náði sex högga forystu eftir fyrri níu, þá var þetta orðið nokkuð þægi- legt. Svo fór reyndar aðeins að halla undan fæti en við vorum báðir að klúðra, ég og Siggi Palli (Sigurpáll Geir Sveinsson), þannig að munur- inn hélst. Þetta var svo orðið nokkuð þægilegt í restina og ég var orðinn heldur afslappaður í lokin og má kannski segja að aðeins hafi vantað upp á einbeitinguna á lokaholunum.“ Birgir segist kunna vel við sig á vell- inum í Eyjum, enda sýni árangurinn það. „Ég kann mjög vel við mig í Vestmannaeyjum, enda hálfur Eyja- maður og fæ alltaf hlýjar móttökur þegar ég kem hingað. Ég á mikið af ættingjum hérna og það hjálpar til, það er gaman að finna hlýja strauma.“ Aðspurður um fram- haldið sagði Birgir Leifur að allt væri óráðið með það en staðfesti að hann væri að hugsa um að reyna fyrir sér á bandarísku móta- röðinni. „Mig hefur lengi langað að prófa og hef verið að hugsa um þetta alvarlega, ég held að golfið mitt henti vel í bandarísku móta- röðinni en það verður bara að koma í ljós, maður veit alla vega ekkert fyrr en maður prófar,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson. Birgir Leifur Hafþórsson og Ragnhildur Sigurðardóttir fögnuðu titlinum á ný eftir langa bið Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var í efsta sæti eftir 18 holur og leit aldrei um öxl sér eftir það. MÖNNUM ber saman um það að frábærar aðstæður, erfiður völlur og ótrúlega gott veður hafi einkennt mjög vel heppnað Íslandsmót í höggleik sem haldið var í Vestmannaeyjum. Það leit ekkert of vel út með veðrið framan af vikunni en veðrið spilar stóran þátt á golfvell- inum í Eyjum og því ekkert óeðlilegt við það að menn hefðu áhyggj- ur. Þær reyndust svo ástæðulausar, enda blíðskaparveður alla fjóra keppnisdagana og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ragnhildur Sigurðardóttir GR stóðu sig best í baráttunni við völlinn og hvítu kúluna. Birgir fagnaði sigri á ný eftir sjö ára bið og Ragnhildur Sig- urðardóttir eftir fimm ára hlé, en bæði unnu þau Íslandsmeist- aratitla síðast í Vestmannaeyjum, Birgir árið 1996 og Ragnhildur árið 1998. Sigursveinn Þórðarson skrifar Meistararnir kunna vel við sig í Eyjum HALLGRÍMUR Júlíusson, faðir Júlíusar Hallgrímssonar kylfings úr Eyjum ákvað á sjöundu braut að leysa kylfu- svein sonar síns af og dreif sig í vesti þar að lútandi til að allt væri nú löglegt. Júlíus var þá löngu lagður af stað og Hall- grímur flýtti sér á eftir honum með settið. Ottó Sigurðsson kylfingur úr GKG horfði skrýtnum svip á eftir Hall- grími þar sem hann stóð og beið eftir að fá að slá en kall- aði svo á hann og benti honum á að hann væri með settið sitt en ekki Júlíusar. Vakti þetta kátínu viðstaddra og kannski sérstaklega í ljósi þess að poki Ottós er svartur á lit en poki Júlíusar hvítur. Hallgrímur „stal“ sett- inu af Ottó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.