Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 4
FRJÁLSÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sólin skein við keppendum ogfjölmörgum áhorfendum á laugardeginum og Jón Arnar sigr- aði í langstökki, stangarstökki, 110 metra grindar- hlaupi, spjótkasti og var í 4x100 metra boðhlaupsveit Breiðabliks. Sunna var einnig á ferðinni með sigri í 100 hlaupi, var í 4x100 metra boðhlaup- sveit UMSS og kórónaði síðan dag- inn með því að stökkva 6,47 metra í langstökki en stökkið telst ekki því meðvindur var of mikill - var 2,1 metrar á sekúndu en má aðeins vera 2 metrar. Engu að síður vel að verki staðið hjá Sunnu og stutt í Ólympíulágmörkin, 3 sentimetrar. „Prinsinn“ fékk gull Hinn 18 ára Sigurkarl, sem kynntur var af orðheppnum vall- arþul sem „prins“ Borgnesinga í frjálsum íþróttum, vann sér gull í 400 metra hlaupi á 49,34 sekúndum. „Ég átti ekki von á þessum árangri í þessu roki, ég ætlaði að reyna við gullið og metið var bónus,“ sagði Sigurkarl eftir hlaupið. „Ég sleppti hundrað metra hlaupinu til að ein- beita mér betur að fjögur hundruð metrunum. Tugþrautin hefur alltaf heillað en áherslan er á hlaupin í dag og þar sem metin eru heldur góð í hundrað og tvö hundruð metr- unum hef ég einbeitt mér meira að 400 hundruð metrunum. Ég ætla að æfa sem mest í vetur en hugsa að ég verði meira í hlaupunum.“ Að sögn spekinga á vellinum er hann til marks um kynslóðaskiptin sem eru að eiga sér stað í frjálsum íþróttum. Af mörgum góðum er einnig hægt að nefna Jónas Hall- grímsson, sem sigraði í þrístökki. „Ég bætti mig spjótkasti og kringlukasti á þessu móti en hef bætt mig í öllum greinum í sumar,“ sagði Jónas, sem er við nám í Bandaríkjunum. „Ég er kominn með frábæran þjálfara og við ætl- um að vinna mikið saman næstu þrjú árin. Ég hef æft tugþrautina stíft í vetur og finn að þetta er allt að koma. Markmiðið er bæta sig og ná litlum skrefum í einu auk þess að hafa gaman af, ég er þolinmóður því það verður maður að vera í tug- þrautinni.“ Fríða Rún Þórðardóttir slær samt ekki slöku við og vann gull í 800, 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Veður var ekki eins hagstætt á sunnudeginum, meiri vindur og skúrir við og við. Það kom samt ekki í veg fyrir að Jón Arnar tæki gullið í kúluvarpi, 200 metra spretti og 4x400 metra boðhlaupi með Blikum. Sunna náði í annað sinn að hafa sigur á Silju Úlfarsdóttir, sem náði ekki að sýna sparihliðarnar en fékk þó gull í 400 metra grind- arhlaupi. „Ég er langþreytt en reyni að þrauka og vinna fyrir fé- lagið,“ sagði Silja eftir mótið. „Ég ætla nú að taka mér sex vikna hvíld, sem ég hef ekki gert síðan 1999 og þegar því lýkur tek ég sjálfa mig í gegn. Þetta hefur verið langt tímabil og ég verð að vinna einhvern veginn öðruvísi en ég hef gert. Í Bandaríkjunum er byrjað að keppa í janúar og þar sem ég er Morgunblaðið/Stefán Stefánss Kynslóðaskiptin virðast vera að eiga sér stað í frjálsum íþróttum o þessi mynd segir margt um það. Efstur á palli fyrir stangarstökk er Jó Arnar Magnússon en Kristján Gissurarson og Gauti Ásbjörnsson deild öðru sætinu. Á tveim síðastnefndu er rúmlega 30 ára aldursmunur. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Silja Úlfarsdóttir náði sér ekki á strik. Hún hefur keppt mikið að undanförnu og hyggst fara í langþráða 6 vikna hvíld. Meira skin en skúrir á meistara- mótinu SKIN og skúrir voru afgerandi á 77. Meistaramóti Íslands sem hald- ið var á Skallagrímsvelli í Borgarnesi um helgina. Sunna Gests- dóttir sigraði í 5 greinum en Jón Arnar Magnússon bætti um betur með því að keppa í 8 greinum og vinna þær allar. Hinsvegar fuku vonir Þóreyjar Eddu Elísdóttur um frækna sigra í stangarstökki og Magnúsar Arons Hallgrímssonar í kringlukasti út í vindinn á sunnu- deginum. Það var því aðeins eitt drengjamet slegið, heimamað- urinn Sigurkarl Gústavsson, sem kynntur var sem „prinsinn“ sló drengjamet í 400 metra hlaupi. Ekki náði allt afreksfólk að láta ljós sitt skína í Borgarnesi, Vala Flosadóttir og Einar Karl Hjaltason voru fjarri góðu gamni auk tíu afreksunglinga, sem voru að keppa er- lendis. FH vann stigakeppnina. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Sunna Gestsdóttir frá UMSS vann í fimm greinum á meist- aramótinu. Hér er hún að lenda í þrístökkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.