Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 14
14 C MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Sími 588 55 30 Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali. Fax 588 55 40 • Netfang: berg@berg.is • Heimasíða: berg.is • Opið virka daga frá kl. 9-17 MOSFELLSBÆR Krókabyggð - Endaraðhús Mjög fallegt 97 fm raðhús í einu vinsæl- asta hverfi Mosfellsbæjar. Merbau- parket og flísar á gólfum. 2 góð svefn- herb. með skápum. Mikil lofthæð í stofu og holi. Vandaður frágangur. Örstutt í leikskóla og óspillta náttúru með skógi og fallegum útivistarsvæðum. Áhv. 6 m. byggingarsjóður. V. 14,9 m. 5190 Í nágrenni Reykjalundar Í einkasölu fallegt 125,8 fm einbýlishús auk 36 fm bílskúrs á frábærum stað í Mosfellsbæ. Allt viðhald í toppstandi. Glæsilegur garður í góðri rækt umhverf- is húsið. Húsið stendur á einstökum stað í jaðri skógræktarsvæðis. Eign fyrir náttúrunnendur. V. 18,5 m. 5240 Miðbær - Mosfellsbæjar Falleg og vel skipulögð 114 fm íbúð. Tvö svefnherbergi ásamt stofu og borð- stofu. Fataherbergi innaf hjónah. Rúm- góð geymsla á hæðinni. Glæsilegur frá- gangur á baðherbergi. Parket og flísar. Athugið lækkað verð. V. 12,8 m. 5233 Búagrund - Kjalarnesi Vorum að fá í sölu 193 fm einbýlishús auk 45 fm bílskúrs. Falleg eldhúsinnrétting með gaseldavél. 3 baðherbergi ásamt 4 svefnherbergjum. Stofa og borðstofa. Parket og flísar á gólfum. Þetta er eign á rólegum stað í barnvænu umhverfi. V. 18,5 m. 5206 Sumarhús Við Skorradalsvatn Nýkomin í sölu afar glæsilegur sumarbústaður í skógi vöxnu landi. Bústaðurinn er með raf- magni, heitu og köldu vatni, 42,2 fm, 5,8 fm saunahús að auki auk geymsluhúss og 12,4 fm bátaskýlis. Allur frágangur mjög góður. V. 7,9 m. 5248 Hæðir Safamýri - M. bílskúr Vorum að fá í sölu 150 fm góða neðri sérhæð ásamt 26 fm bílskúr, hiti í plani og tröppum. For- stofuherbergi með eldunaraðstöðu, stór stofa, borðstofa, 3 herbergi, stórt eldhús, flísalagðar suðursvalir. FALLEG EIGN MEÐ GÓÐA STAÐSETNINGU. V. 21,5 m. 5209 Lindasmári Vorum að fá í sölu fallega 155,9 fm sérhæð á tveim hæðum, neðri hæðin er 108,4 fm og efri hæðin er 47,5 fm. Það eru 5 svefnherbergi, gólfefni eru parket og flísar. Þetta er falleg eign á góð- um stað, stutt er í alla þjónustu. V. 19,8 m. 5259 4ra-6 herb. Grandavegur - Lyftuhús Nýtt á skrá. Nýkomin glæsileg 104 fm endaíbúð á 1. hæð í þessu vinsæla lyftuhúsi. Allur frágangur og viðhald til sóma. 3 svefnher- bergi. Góð sameign. Fallegur garður og örstutt í leiksvæði fyrir börnin. Eign í sér- flokki fyrir vandláta. V. 15,6 m. 5252 Atvinnuhúsnæði Skeifan Vorum að fá glæsilegt 488,8 fm atvinnuhúsnæði á tveim hæðum. Mjög gott aðgengi er að efri hæð sem er með stórum tröppum og góðum gluggum. Neðri hæð er með lofthæð sem ca 3,50 ásamt góðum innkeyrsludyrum. Góð að- koma er að húsinu, næg bílastæði. V. 43 m. 5257 Þekking - öryggi - þjónusta Í smíðum Lómasalir Glæsileg og vel skipulögð 109,8 fm íbúð á 4. hæð auk geymslu 6,8 fm, svalir 12,5 fm, ásamt stæði í bíla- geymslu. Húsið verður fullklárað að utan og tilbúið að innan án gólfefna. Íbúðirnar verða til afhendingar í ágúst 2003. 5189 Landið Í Borgarnesi Nýtt í sölu. Vandað 209 fm einbýlishús auk 38 fm bílskúrs í afar fallegri götu í Borgarnesi. Stór og björt stofa með parketi. Fallegur arinn. 5 her- bergi. Falleg lóð í góðri rækt. V. 16,5 m. 5255 SKEGGJAGATA Reglulega falleg 174 fm íbúð á þremur hæðum í parhúsi á einum besta stað í Reykjavík. Stórar stofur og þrjú svefnher- bergi. Gott geymslupláss. Í kjallara er möguleiki á séríbúð. Þar eru tvö stór her- bergi, eldhúskrókur og salerni. V. 18,5 m. 5266 ARNARHÖFÐI Glæsilegt 190 fm endaraðhús á frábær- um stað í Mosfellsbænum. Húsið er á 2 hæðum. Vandaður frágangur. Parket og flísar. 4 svefnherbergi. 2 snyrtingar. Sól- pallur og svalir. Eign fyrir vandláta. 25 myndir á netinu. Allar nánari uppl. veitir Pétur. 5262 SVÖLUHÖFÐI - MOS. Vandað og vel byggt 157 fm parhús auk 39 fm bílskúrs í vinsælu hverfi. Húsið er fullbúið að utan en fokhelt að innan. Allir gluggar með tvöföldu gleri. Útihurðir og bílskúrshurð fullfrágengin. Klæddir þakkantar. V. 16,8 m. 5250 SUMARHÚS VIÐ HAFRAVATN Glæsilegur 64 fm sumarbústaður á bökkum Hafravatns. Frábært útsýni yfir vatnið. 2 góð herbergi. Rúmgóð stofa með kamínu. 50 fm sólpallur. Bátaskýli. Rúmgott eldhús með gaseldavél. Köld sólstofa. Falleg lóð í góðri rækt. Sláttu- traktor fylgir. Afgirt lóð. 5260 KRÓKABYGGÐ Eign fyrir vandláta. Í vinsælu hverfi í Mosfellsbæ er til sölu afar fallegt 2ja hæða 220 fm parhús með innb. bílskúr. Stórar stofur, þrjú til fjögur svefnherb., baðherb. og gestasnyrting. Sjónvarps- hol með kamínu. Góð gólfefni og inn- réttingar. Barnvænt umhverfi, stutt í óspillta náttúru. V. 23,5 m. 5265 BLÖNDUBAKKI Nýkomin í sölu falleg 94 fm íbúð á 3. hæð vel viðhöldnu fjölbýli. 15 fm auka- herbergi í kjallara. 3 góð svefnherbergi. Snyrtileg íbúð í vinsælu hverfi. 5254 STÓRAGERÐI Mjög skemmtileg 102 fm íbúð auk 19 fm bílskúrs. Stórar og bjartar samliggjandi stofur. 2 góð svefnherbergi. Gegnheilt parket á hluta íbúðar. Snyrtileg og vel umgengin eign í vinsælu hverfi. Örstutt í alla þjónustu. Frábært útsýni. V. 12,9 m. 5235 G reinarhöfundur vandist á námsárum í skandinav- ískri háskólaborg á að fara allra sinna ferða á reið- hjóli – eins og lunginn af 15–20 þús- und samstúdentum – og þótti það harla góður ferðamáti. Endurkominn til Reykjavíkur eftir sex ára útivist hef ég haldið uppteknum hætti þau 22 ár sem liðin eru og að mestu treyst á hjólið og í seinni tíð nokkuð á „hesta postulanna“ til þess að koma mér til og frá vinnustað. Um nokkurra ára skeið þýddi þetta 9 km hjólreiðar kvölds og morgna úr Breiðholti niður á Lauga- veg. Í dag býr greinarhöfundur við svipaðar aðstæður, um 8 km hjól- vegalengd úr Kópavogi niður í miðbæ Reykjavíkur. Eftir tilkomu brúar yfir Kringlumýrarbraut og göngu- og hjólreiðastígs vestur strandlengjuna meðfram Fossvogskirkjugarði og Reykjavíkurflugvelli er til staðar afar skemmtileg og jafnframt örugg leið sem í sívaxandi mæli er nýtt af hjól- andi, gangandi og skokkandi fólki. Hjólreiðar við „íslenskar aðstæður“ Hjólreiðasaga Reykjavíkur var þó lengi heldur óglæsileg sökum þess hve illa var búið að hjólreiðamönnum. Félagsskapur hjólreiðamanna, Frjálsir vegfarendur, leitaði fyrir einum 15 árum síðan til gatnamála- stjóra og benti embættismanninum á ýmsa farartálma er gerðu hjólreiða- mönnum erfitt að ferðast um borg- ina. Sumar þessara ábendinga voru teknar til greina og vissar úrbætur framkvæmdar, en eigi að síður er Reykjavík enn í dag afar óhjólvæn borg. Enn vantar heildstætt kerfi notendavænna hjólreiðastíga í borg- inni og vindasöm veðrátta dregur kjarkinn úr mörgum. Þá hefur sú skoðun verið útbreidd að hjólreiðar séu aðeins mögulegar á Íslandi á sumrin. Tilkoma nagladekkja fyrir reiðhjól veitir hjólreiðamönuum nú fullkomna vörn við hálku, auk þess sem nokkrir síðustu vetur hafa verið afar snjóléttir. Hjólreiðar almennings fara smátt og smátt vaxandi og þeim fjölgar sem nota reiðhjólið sem aðalferðamáta innan borgarinnar. Kannanir sýna þó engu að síður mikla yfirburði einka- bifreiðarinnar þegar heildarfjöldi ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins til og frá vinnu er skoðaður. Úti í Evrópu er það ekki aðeins í háskólabæjum sem reiðhjólið nýtur almennra vinsælda sem borgarfarar- tæki, mér er t.d. í fersku minni að hafa verið staddur að morgni dags í leigubíl í Kaupmannahöfn á leið út á Kastrup-flugvöll og mætt straum- þungu fljóti hjólreiðamanna á leið til vinnu sinnar í miðborginni. Í hjól- vænum evrópskum borgum má jafn- vel sjá prúðbúnar og virðulegar eldri konur á leið í leikhúsið eða óperuna, sitjandi keikar á álíka virðulegum og lífsreyndum reiðhjólum. Reykjavík sem reiðhjólaborg Ferðatími innan borgarinnar á reiðhjóli er mun minni en margir halda, þannig er ferðatíminn niður í miðbæ frá hverfum Reykjavíkur vestan Elliðaáa aldrei lengri en 20 mínútur. Minn ferðatími úr austur- hluta Kópavogs er t.d. minni en 30 mínútur og fer niður í 16–18 mínútur sé hjólað greitt. Innan Reykjavíkur tefst þó för hjólreiðamannsins óhjá- kvæmilega af ljósum á gatnamótum og töfum vegna þess að hann verður að hliðra til fyrir hinu ríkjandi far- artæki í borginni, einkabílnum. Eitt af því sem að mínu mati ber að gera í umferðarmálum Reykjavíkur er að byggja upp öflugt hjólreiða- stígakerfi sem er aðskilið frá bílaum- ferð. Ekki þarf að taka fram að allar „alvöruborgir“ á meginlandi Evrópu hafa fyrir löngu komið upp slíku stígakerfi sem gerir reiðhjólið að raunverulegum valkosti til vinnu- Hjólvæna borgin Morgunblaðið/Ómar Reykjavík sem reiðhjóla- borg er viðfangsefni Jóns Rúnars Sveinssonar fé- lagsfræðings í pistli hans um hjólreiðastíga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.