Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 36
36 C MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Vatnsleysuströnd — Hraunhamar fasteignasala er með í einkasölu núna húseignina Smáratún á Vatns- leysuströnd. Þetta er steinhús, byggt árið 1973, það er 140 fermetr- ar auk 30 fermetra bílskúrs. Húsið stendur á 1000 fermetra eignarlóð. „Þetta er fínt hús, smekklega inn- réttað að innan. Að utan er það klætt og við það falleg lóð með sólpöllum og tilheyrandi. Húsinu fylgir tveggja hesta hús sem þarfnast lagfæringa,“ sagði Þor- björn Helgi Þórðarson hjá Hraun- hamri. „Húsið skiptist í forstofu, eldhús með þvottahúsi inn af með útgangi í bakgarð, hol, stofa og borðstofa með útgangi á glæsilegan sólpall. Þá er gangur með þremur góðum barna- herbergjum, hjónaherbergi og bað- herbergi. Húsið stendur á mjög sér- stökum stað með útsýni yfir sjóinn. Því fylgir sem fyrr sagði hesthús fyr- ir tvo hesta og bílskúr. Óskað er eftir tilboðum í eignina.“ Smáratún Smáratún á Vatnsleysuströnd er 140 fermetra hús með 30 fermetra bílskúr. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 533 4300 564 6655 VINNA SAMAN - HE ILSHUGAR UM ÞINN HAG Salómon Jónsson | Löggiltur fasteignasaliwww.husid.is www.smarinn.is OPIÐ: MÁNUD. TIL FÖSTUD. KL. 9:00-18:00 - SMÁRINN LAUGARD. OG SUNNUD. KL. 13:30-17:00 Verslunarmiðstöðinni SMÁRALIND 201 Kópavogur smarinn@smarinn.is Bláu húsin v/Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík husid@husid.is HÖFUM ÖFLUGA ATV INNUHÚSNÆÐIS - OG FYR IRTÆKJADE ILD Vilhjálmur Bjarnason - sölustjóri - Húsið Hrafnhildur Helgadóttir - sölumaður - Húsið Gunnar Sverrir Harðarson - sölumaður - Húsið Jens Ingólfsson - sölustjóri fyrirtækjasölu - Húsið Agnar Agnarsson - sölustjóri atvinnuhúsnæðis - Húsið Óskar Sigurmundason - sölumaður atvinnuhúsnæðis - Húsið Hallmundur Hallgrímsson - sölumaður - Smárinn Þórunn Gísladóttir - sölumaður - Smárinn Kaupendur og seljendur Vantar ykkur aðstoð við greiðslumat, upplýsingar um hvernig er best að bera sig að við 90% lánin, aðstoð við að púsla sam- an kaupum ef eftir er að selja þína eign eða á hvern hátt er best að standa að kaupum og sölu eigna almennt. Verið vel- komin til okkar, hringið í 513 4305 eða sendið póst á villi@hus- id.is og við svörum öllum fyrirspurnum fljótt og vel. Við erum 16 manna samhentur hópur á tveimur fasteignasölum, Húsinu á Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík og Smáranum sem er stað- settur í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi, sem vinnur saman heilshugar um þinn hag og erum við tilbúin að veita þá bestu þjónustu í fasteignaviðskiptum sem völ er á. Stuðlasel - Rvík Snyrtilegt 230,9 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum 56,4 fm bílskúr og óskráðum ca 70 fm geymslukjallara. Húsið er innst í lokuðum, rólegum botn- langa. 4 herbergi og stofur. Garðurinn er með grasi og trjám. Bílastæði eru fyrir 4 bíla. Lítið áhv. Verð 18,4 m. KAUPENDALISTI VIÐSKIPTAVINA Vantar 2ja til 3ja í hverfum 101 til og með 108. VB Vantar 2ja og 3ja í Kópavogi. VB Vantar sérhæðir, parhús og raðhús í Rvík og Kóp. VB Vantar 3ja-4ra herb. íbúð í góðu húsi í vesturbæ Kóp. GA Vantar 2ja, 3ja og 4ra í Grafarvogi og Árbæ. VB Vantar einb. í Rvík með a.m.k. 4 sv.herb. Verð allt að 30 m. VB Vantar 3ja herb. íbúð á 1. hæð í austurbæ Kópavogs. GA Vantar 4ra herb. íbúð í Arahólum 2-4 eða Blikahólum 2-4. AA Vantar einbýli eða raðhús í Gbæ 120+ fm fyrir Ernu. GA. Vantar 2ja herb. íbúð á jarðhæð í Smára eða Hjallahverfi. GA Bráðvantar 2ja og 3ja herb. íbúð í Hraunbæ. HH Vantar einbýli með bílskúr í hverfi 104-105. HH Bráðvantar einbýli með lágmark 4 svefnherb. í grennd við Hvassaleitisskóla. Allt að 32 m. VH Vantar 3ja-4ra herb. íbúð í Lindahverfi. VH Sigtún - Kjalarnesi Sveit í borg. Einbýli á tveimur hæðum, byggt 1995, nýr bílskúr og hesthús á 2.500 fm lóð á ströndinni fyrir innan byggðina á Kjalarnesi. Ný suður tréverönd með heitum potti og skjólveggjum. Flott útsýni yfir borgina, sundin og Esjuna. Verð 23,8 m. ATHUGIÐ - ATHUGIÐ - ATHUGIÐ Vegna mjög mikillar sölu undanfarið vantar okkur íbúðir af öllum stærðum og gerðum í sölu. Fasteignasalan Smárinn og fasteignasalan Húsið hafa sameiginlegan opnunar- og símatíma um helgar í Smáranum, sem stað- settur er í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Opnunartím- inn hjá okkur um helgar er frá klukkan 13.30-17.00. Þegar þú setur eign í sölu hjá okkur, færðu tvær fasteignasölur sem vinna fyrir þig á verði einnar. Dimmuhvarf - við Elliðavatn Hesta- og útivistarfólk. Sérlega fallegt og skemmtilega hannað 193,6 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt sérbyggðum 59 fm bílskúr og 87 fm 8 hesta hesthúsi með hlöðu, hnakka- og spónageymslu, kaffi- stofu og góðu gerði, alls 339,6 fm innst í botnlangagötu á þessum frábæra stað. Lóðin er 1553 fm. Verð 40,9 m. Bjarkarheiði - Hveragerði 113,7 fm parhús á einni hæð ásamt 35,8 fm innbyggðum bílskúr. Húsið skilast full- búið að utan og grófjöfnuð lóð. Húsið skilast fokhelt. Verð 11,5 m. Lindasmári - Kóp. Mjög fallega teiknað og vel nýtt 205,7 fm endaraðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum 34,6 fm bílskúr á frábærum stað í lokaðri botnlangagötu. 4 svefnherbergi. Glæsilegur suðurgarður með hellulagðri suðurverönd og skjólgirðingum. 30 fm vestursvalir. Stutt í skólann, þjónustu og verslanir. Áhv. 7,9 m. Verð 25,4 m. Grettisgata - Rvík Mjög góð 136,5 fm 6 herb. íbúð á tveimur hæðum í hjarta borgarinnar, eikarparket á gangi, stofu, borðstofu, hjónaherb. og sjónvarpsholi. Fallegir gluggar, listar í loft- um. Snyrtilegur bakgarður. Húsið mikið endurnýjað. Nýtt rafmagn, ný rafmagns- tafla og nýlegt inntak frá orkuveitu. Fram- hlið hússins nýmáluð. Ásett verð 17,8 m. Kristnibraut - Rvík Ný og glæsileg, fullbúin og flott 5 herb. 141,2 fm endaíbúð á miðhæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt góðum 39,4 fm bílskúr, sam- tals 180,6 fm. Eikarinnrétting, skápar, hurðar og vandað eikarparket. Frábært út- sýni í vestur og norður yfir borgina, sundin, Esjuna og á Snæfellsjökul. Íbúðin er laus. Áhv. 9 m. Verð 22,9 m. Tómasarhagi - Rvík Glæsileg 116,3 fm íbúðarhæð á annarri hæð í fallegu þriggja hæða húsi ásamt 36,4 fm bílskúr. Borðstofa og stofa eru rúmgóðar og bjartar með góðu útsýni og gegnheilu parketi á gólfi. Eldhús með parketi á gólfi, fallegir viðarskápar. Bað- herbergi með flísum á gólfi og upp á miðja veggi. Snyrtilegur og fallegur sameiginleg- ur garður. Verð 22,0 m Álftamýri - Rvík Stórglæsileg 101,2 fm íbúð í góðu fjölbýli ásamt 23,1 fm bílskúr. Stór borðstofa og stofa með parketi á gólfi, útgangur á flísa- lagðar yfirbyggðar svalir. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, falleg inn- rétting. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og fataherbergi þar inn af. Eldhús með fallegri hvítsprautaðri innréttingu frá ALNO, vönduð tæki. Góður bílskúr með gryfju. Verð 15,9 m. 0 Breiðvangur - Hf. Rúmgóð 126,9 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í 4ra hæða vel viðhöldnu Steniklæddu fjöl- býli með aukaherb. í kjallara ásamt 24,8 fm Steniklæddum bílskúr með fjarstýringu, samtals 151,7 fm. Þvottahús og búr innan íbúðar. Parket á flestum gólfum. Ný kirsu- berjalit innrétting í eldhúsi. Austursvalir. Verð. 14,4 m. Ljósheimar - Rvík Góð og mikið endurnýjuð 91,2 fm 4ra her- bergja íbúð á annarri hæð. Stofa með plastparketi á gólfi, útgangur á svalir. Eld- hús með málaðri eldri innréttingu og plast- parket á gólfi. Baðherbergi með dúk á gólfi, nýr vaskur og blöndunartæki. Sam- eign er snyrtileg. Húsið virðist í góðu ástandi, búið er að setja nýtt gler í flesta glugga. Verð 12,9 m. Hrísrimi - Rvík 3ja herb. rúmgóð og björt 93,1 fm endaí- búð á jarðhæð í góðu litlu nýmáluðu fjölbýli ásamt 35,1 fm stæði í bílageymslu, sam- tals 128,2 fm. Stór og góð herb. Þvottahús innan íbúðar. Mögulegt að bæta við einu herb. í viðbót. Falleg innrétting í eldhúsi með gegnheilu graníti á bekkjum. Áhv. 7,6 m. Verð 13,6 m. Lækjasmári - Kóp. Mjög falleg og góð 3ja herb. 86,5 fm íbúð með sérinngangi ásamt stæði í bíla- geymslu og sér suðurgarði sem er hellu- lagður að hluta, viðarskjólgirðing. Gegn- heilt jatobaparket á stofu, gangi og eldhúsi. Náttúruflísar í forstofu. Falleg eldhúsinn- rétting úr kirsuberjaviði, stálháfur. Hús og sameign er afar snyrtileg og öll til fyrir- myndar. Ásett verð 13,9 m. Kaplaskjólsvegur - Rvík Vesturbær Reykjavíkur. Góð 61 fm tveggja herbergja íbúð á annarri hæð í nýlega við- gerðu og snyrtilegu fjölbýli. Góðar suður- svalir. Nýtt parket. Nýlegt þak og gler er nýtt að mestu. Íbúðin getur verið laus við samning. Verð 9,2 m. Grandavegur - Rvík Nýuppgerð 42,1 fm 2ja herb. íbúð í kjallara og að auki ca 10 fm herb. frammi á gangi ásamt litlu wc undir stiga. Eldhús með flís- um á gólfi og ljósri innréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa. Stofa með plastparketi á gólfi. Baðherb. með flísum á gólfi og við sturtu. Allar lagnir nýjar, þ.e. skolp, raflagn- ir, ofnalagnir, og neysluvatnslagnir, raf- magnstafla er ný, einnig gler og gluggar. Verð 7,5 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.