Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 203. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Af sál og sælu Áheyrnarpróf fyrir Motown- sýningu í Broadway Fólk 44 Meistara- kylfingar Justin Rose ánægður með Keilisvöllinn Íþróttir 38 Ísland í heiðurssæti Ljósmyndasýning um hafið í Bretagne 8 BANDARÍSKI leikarinn og skemmtikraftur- inn Bob Hope er látinn aðeins tveimur mán- uðum eftir að hafa náð 100 ára aldri. Hope lést í gær í svefni af völdum lungnabólgu og var fjölskylda hans hjá honum er hann lést. George Bush Bandaríkjaforseti vottaði leikaranum virðingu sína í gær og þakkaði honum þrotlaust starf í þágu margra kyn- slóða bandarískra hermanna, sem m.a. leiddi hann hingað til Íslands í nokkur skipti til að skemmta varnarliðsmönnum, fyrst í septem- ber 1943 og einnig um jólin 1955 sem varð til- efni til sérstakrar myndafrásagnar í tímarit- inu National Geographic. „Bob Hope fékk okkur til að hlæja og létti okkur lundina,“ sagði forsetinn. „Bob Hope þjónaði þjóð sinni með því að fara á orrustu- svæði til að skemmta þúsundum hermanna.“ Bob Hope fæddist á Englandi árið 1903 en flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna aðeins fjögurra ára gamall. Hann var kvænt- ur konu sinni Dolores Hope í 69 ár og eign- uðust þau fjögur börn og fjögur barnabörn. National Geographic Joseph Smith, yfirmaður flutningadeildar bandaríska hersins, kynnir Bob Hope fyrir bandarískum varnarliðsmönnum á Keflavík- urflugvelli um jólin 1955. Hope heldur á hvalbeini sem varnarliðsmenn hér færðu honum að gjöf. Bob Hope allur Los Angeles. AFP.  Bob Hope/43 HUNDI sem býr með eiganda sínum í norður- hluta Englands var nýverið boðið kreditkort til eigin afnota og hefði hann nýtt sér boðið hefði hann haft heimild til að nota kortið fyrir allt að 10.000 pund eða ríflega 1.240.000 íslenskar krón- ur í hverjum mánuði. Bréf sem stílað var á hundinn Monty barst inn á heimili eiganda hans, Raymond Slater, og inni- hélt bréfið umsóknareyðublað um kreditkort frá Royal Bank of Scotland. Þannig bauðst Monty að verða gullkortshafi hjá bankanum ásamt þeim fríðindum sem því fylgir. Talsmaður bankans sagði í gær að milli- göngumaður sem sér um að afla bankanum nöfn mögulegra kreditkortahafa hafi útvegað nafn Montys. „Við höfum fjarlægt nafn hundsins úr gagnasafni okkar og munum senda hr. Slater gjafakörfu til að biðjast velvirðingar á þessu at- viki,“ sagði talsmaðurinn. Buðu hundi kreditkort Manchester. AFP. ROBERTSON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði að loknum fundi með forsætisráðherra og utanríkisráð- herra á Þingvöllum í gær að hann vonaði að lausn fyndist í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um framtíð varnarsamstarfsins. Hann hefði rætt málið við George W. Bush Bandaríkjafor- seta fyrr á árinu og myndi skýra honum frá viðræðum sínum hér. Robertson hélt áfram til Banda- ríkjanna frá Íslandi síðdegis í gær en hann var á leið til Sameinuðu þjóðanna í New York. „Við fylgjumst grannt með því sem gerist í þessum tvíhliða við- ræðum [Íslands og Bandaríkj- anna] og hvort að á einhverjum punkti geti bandalagið lagt sitt af mörkum. Þá erum við auðvitað reiðubúnir að aðstoða ef hægt er,“ sagði Robertson eftir fundinn í gær. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að farið hefði verið yfir sjónarmið Íslendinga á fundinum með Robertson en Íslendingar væru ekki að biðja um eitt eða neitt í því sambandi. Fram- kvæmdastjóri NATO gæti hins vegar gegnt því hlutverki að skýra línur á milli aðila og útskýra fyrir hvorum aðilanum sjónarmið hins án þess að vera formlegur milli- göngumaður. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði ljóst að málið yrði einungis leyst í tvíhliða viðræðum Íslands og Bandaríkjanna og þar yrðu Bandaríkjamenn að sýna meiri sveigjanleika. Hann væri hins vegar vongóður um að það gæti gerst og lausn fyndist. „Það eru ákveðnar lágmarksvarnir sem eru nauðsynlegar. Ef þær geta verið tryggðar með einhverjum öðrum hætti, erum við opnir fyrir að ræða það en við höfum ekki séð á þessu stigi neina lausn sem get- ur komið í staðinn fyrir vélarnar og þyrlurnar sem þeim fylgja,“ sagði utanríkisráðherra. Robertson fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra NATO er reiðubúið til að aðstoða ef hægt er  Ekki/24 ÞINGVELLIR skörtuðu sínu fegursta þegar Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, kom til kveðjufundar við þá Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í ráðherrabústaðn- um þar í gærdag. Morgunblaðið/Kristinn Góðra vina fundur BREYTT veðurfar af mannavöldum um allan heim er ekki minna gereyð- ingarvopn en kjarnasprengjur og efna- og lífefnavopn. John Houghton, sem var einn lyk- ilmaðurinn í veðurfarsnefnd Samein- uðu þjóðanna, segir, að afleiðingar aukins hita um allan heim væru svo alvarlegar, að „ég hika ekki við að lýsa þeim sem gereyðingarvopni“. „Þetta vopn þekkir engin landa- mæri, ekki fremur en hryðjuverkin,“ sagði Houghton. Hann sagði, að 562 skýstrókar hefðu herjað á Bandarík- in í maí og valdið dauða 41 manns. Verra væri þó ástandið víða í þróun- arríkjunum. Houghton sagði, að Bandaríkjamenn væru 5% jarðarbúa en bæru ábyrgð á 25% mengunar- innar, sem veldur gróðurhúsaáhrif- unum. Bandaríkjastjórn neitaði samt að horfast í augu við vandann og hann kvaðst óttast, að breska stjórn- in ætlaði að fara að hennar dæmi. Mesta ger- eyðingar- vopnið? London. AFP. BANDARÍKJAHER tilkynnti að tveir bandarískir hermenn hefðu fallið í Írak í gær. Annar hermaðurinn féll í árás sem gerð var á bílalest í grennd við al- Rashid-hverfið í Bagdad. Þrír hermenn slösuðust einnig í árás- inni en að sögn vitna köstuðu árásarmennirnir handsprengju á bílinn sem hermennirnir óku. Tala bandarískra hermanna sem fallið hafa í árásum í Írak frá því Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríðslokum 1. maí sl. er nú kom- in í 50. Hinn hermaðurinn lést í árekstri í suðurhluta Íraks. Bandarískir hermenn fundu í gær 40 jarðsprengjur, tugi sprengjuvarpa og hundruð kílóa af byssupúðri sem grafið hafði verið í jörðu í Tíkrit, heimaborg Saddams Husseins, fyrrum for- seta Íraks. Vopnin fundust í yf- irgefinni byggingu sem áður til- heyrði Fedayeen-sveitum Sadd- ams og sögðu hermennirnir að vopnabirgðirnar hefðu getað nægt skæruliðum til árása í heil- an mánuð. Einn hermannanna sem uppgötvuðu vopnin sagði að fundurinn hefði „bjargað nokkr- um mannslífum“. Framkvæmdaráð Íraks, sem skipað er 25 Írökum, hóf í gær að velja í ríkisstjórn landsins. Að loknum fundi ráðsins í gær sagði einn fulltrúi framkvæmdaráðs- ins, Shangul Sapuk, að búast mætti við að forseti ráðsins yrði tilnefndur í dag. Þá tilkynnti ráð- ið um áform um nýtt fyrirkomu- lag í rafmagnsmálum í Írak sem gerir ráð fyrir að flestar borgir landsins muni fá rafmagn í þrjá klukkutíma í senn á þriggja stunda fresti en auk þess gerir nýja áætl- unin ráð fyrir að tryggja mikilvæg- um stöðum á borð við sjúkrahús, vatnsveitur, skolpstöðvar og olíu- birgðastöðvar rafmagn allan sólar- hringinn. Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að 30 þjóðir hafi fallist á að leggja aðgerðum sem miða að því að koma á stöðugleika í Írak lið jafn- vel þótt sérstakt umboð til þess fá- ist ekki frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) eins og sumar þjóðirnar höfðu farið fram á. Alls 50 bandarískir hermenn eru fallnir í árásum í Írak Tíkrit. Bagdad. AP. AFP.  Mikið magn vopna finnst í Tíkrit  30 þjóðir vinna að stöðugleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.