Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ROBERTSON Í HEIMSÓKN Robertson lávarður, fráfarandi framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, kom til fundar við ut- anríkis- og forsætisráðherra í gær. Sagðist hann fylgjast með og vonast til að lausn fyndist í viðræðum Ís- lands og Bandaríkjanna um framtíð varnarsamstarfsins. KÁ leitar nauðasamninga Kaupfélag Árnesinga (KÁ) leitar nú nauðasaminga við lánardrottna sína. Félagið skuldar nú um 320 milljónir umfram eignir. Olíufélagið ehf., sem rekið hefur greiðaskála KÁ, hefur sagt upp samningi við fé- lagið, en skálasvið KÁ hefur staðið undir nær helmingi tekna félagsins. Yfirtökutilboð í Skeljungi Kaupþing-Búnaðarbanki, Burðar- ás og Sjóvá-Almennar eiga í við- ræðum um yfirtöku á hlutabréfum í Skeljungi. Ef af því verður mun það hljóða upp á gengið 15,9, en það er 87% hækkun á verði hlutabréfa í Skeljungi frá árslokum 2000. Gjörningaveður í Tungunum Eldglæringar, blossar og drunur dundu yfir Biskupstungum á sunnu- dagskvöld. Raftæki og raflagnir skemmdust vegna spennu í lofti og eldinga sem laust niður í hús. Kol- svartur skýjabakki hafði hlaðist upp yfir sveitinni, og úrhelli hófst um hálfáttaleytið um kvöldið. Að sögn ábúenda hafa þeir aldrei vitað aðrar eins eldingar. Tveir féllu í Írak Bandarískur hermaður féll og þrír særðust í árás skæruliða í Írak í gær. Þá lést annar bandarískur her- maður í bílslysi í landinu. Banda- rískt herlið fann enn fremur töluvert magn vopna í Tíkrit, heimaborg Saddams Husseins, sem hefði dugað til árása á Bandaríkjaher í heilan mánuð. Framkvæmdaráð Íraks hófst í gær handa við að skipa ríkis- stjórn landsins. Bob Hope látinn Bob Hope, fæddur Leslie Hope, lést í gær, 100 ára að aldri. Hope, sem var ástsæll leikari og skemmti- kraftur, fæddist á Englandi en flutti fjögurra ára til Bandaríkjanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Viðskipti 12/13 Viðhorf 28 Erlent 14/15 Minningar 28/32 Höfuðborgin 18 Bréf 34 Akureyri 18/19 Dagbók 36/37 Suðurnes 19 Sport 38/41 Austurland 20 Fólk 42/45 Landið 21 Bíó 42/45 Neytendur 21 Ljósvakar 46 Listir 22 Veður 47 * * * Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir Stúdentablaðið. Blaðinu verður dreift um allt land. ÁTTA sóttu um embætti hæstarétt- ardómara sem auglýst var laust á dögunum, en umsóknarfrestur rann út 25. júlí sl. Um embættið sóttu: Allan Vagn Magnússon héraðs- dómari, Eggert Óskarsson héraðs- dómari, Eiríkur Tómasson prófess- or, Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari, Jakob R. Möller hæsta- réttarlögmaður, Ólafur Börkur Þor- valdsson dómstjóri, Ragnar Halldór Hall hæstaréttarlögmaður og Sigrún Guðmundsdóttir hæstaréttarlög- maður. Dómsmálaráðuneytið hefur í sam- ræmi við 4. gr. dómstólalaga óskað eftir umsögn Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna dómaraembætti við réttinn. Forseti Íslands skipar í embættið sam- kvæmt tillögu dómsmálaráðherra að fenginni umsögn Hæstaréttar. Embætti hæsta- réttardómara Átta sóttu um starfið ÝMISLEGT bendir til þess að þó nokkuð af gasi sé að finna í setlög- um á Skjálfanda fyrir utan Húsa- vík. Ekki er enn vitað hverrar gerðar gasið er. Ein tilgáta vís- indamanna er sú, að um sé að ræða svonefnt olíugas, en slíkt gas er hægt að nota sem orkugjafa. Þessar upplýsingar hafa fengist í rannsóknarleiðangri sem Íslenskar orkurannsóknir, Raunvísindastofn- un Háskóla Íslands og bandarískir vísindamenn standa að. Bjarni Richter frá Íslenskum orkurannsóknum, sem er meðleið- angursstjóri í þessari ferð, slær þó marga varnagla og segir ekki enn búið að rannsaka þau sýni sem hafa verið tekin. Jafnvel þó um olíugas væri að ræða þá sé ekki vit- að í hve miklu magni það finnist og hvort gasið sé aðgengilegt svo hægt sé að vinna það. „Þetta eru fyrstu skref rannsóknarinnar,“ segir Bjarni. Kortleggja gasuppstreymi „Í framhaldinu munum við vinna úr þessum upplýsingum og taka saman kort sem við erum með. Eft- ir að gögnum hefur verið safnað saman reynum við að kortleggja nokkurn veginn útbreiðslu á þessu gasi sem við sjáum – ef þetta er gas. Og þá að reyna að finna út hvernig gas þetta er,“ segir Bjarni. Kjarni er tekinn úr botninum, hann efnagreindur og þannig fund- in út tegund gassins. Bjarni segir þetta taka sinn tíma en vonast til að niðurstöður liggi fyrir innan hálfs árs. Þegar rannsóknaskipið Árni Friðriksson var við dýptarmæling- ar í fyrra komu í ljós merkileg för á hafsbotni sem bentu til gasupp- streymis á tilteknum hafsvæðum. Bjarni segir gasuppstreymi að finna rétt utan við mynni Eyja- fjarðar en aðeins lítið svæði hafi verið kortlagt. Næsta sumar er stefnt að því að kortleggja Öxar- fjörðinn, sem liggur við hlið Skjálf- anda, þar sem leiðangur Bjarna er nú staddur. Fyrsti gasleiðangurinn Þetta er í fyrsta sinn sem sendur er út leiðangur til að leita að gasi og olíu í kringum Ísland og borgar iðnaðarráðuneytið Orkustofnun fyrir mælingarnar. Rannsóknasvið Orkustofnunar, Íslenskar orku- rannsóknir, framkvæma rannsókn- irnar og leigja rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson af Hafrann- sóknastofnun til verksins. Leiðang- ursstjóri er Bryndís Brandsdóttir. Með í för eru bandarískir vís- indamenn frá Woods Hole Ocean- graphic Institution og Scrips In- stitution of Oceangraphy og útvega þeir tæki til mælinga. Vísindamenn Raunvísindastofnunar eru um leið að rannsaka botninn og hvernig Húsavíkur- og Flateyjarmisgengi tengist upp á land. Í leiðangrinum eru notaðar grunnhljóðsendur- varpsmælingar, sónar og ljós- myndir. Bjarni segir þessum hluta leiðangursins ljúka á föstudaginn en svo verður haldið áfram í átta daga eftir verslunarmannahelgi á sjómælingabátnum Baldri. Vísindamenn í rannsóknarleiðangri á Bjarna Sæmundssyni úti fyrir Norðurlandi Hugsanlegt að olíugas streymi upp úr setlögum FRAMKVÆMDIR við mislæg gatnamót Stekkjar- bakka, Reykjanesbrautar og Smiðjuvegar ganga sam- kvæmt áætlun. Í gærmorgun voru settir upp stöplar úr ryðfríu stáli sem eiga að bera uppi ökubrúna yfir Reykjanesbrautina og var umferð lokað í um klukku- stund um tvær akgreinar brautarinnar á meðan stöpl- arnir voru settir upp. Er þetta í fyrsta skipti sem ryð- frítt stál er notað í brúarstöpla á Íslandi en þeir eru framleiddir af stálsmiðjunni Teknís og segir Jón Þór Sigurðsson framkvæmdastjóri að rúm 70 tonn af stáli hafi farið í þá. Um fimmtíu manns vinna nú við brúar- gerðina en stefnt er að því að hleypa umferð yfir hana 1. nóvember. Öllum frágangi á síðan að vera lokið næsta sumar. Morgunblaðið/Kristinn Stálstöplar undir Stekkjarbakkabrú BRANDUGLA tyllti sér á grind- verk fyrir framan matskálann í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi við Eyrarvatn að kvöldlagi í síðustu viku. Halldór Reynir Halldórsson, foringi í sumarbúðunum, sagði ugl- una hafa verið ótrúlega spaka á meðan hún hvíldi sig, líklega eftir annríki dagsins. Engin styggð hafi komið að henni þrátt fyrir einungis tæplega tveggja metra návígi við menn. Halldór sagði tvær uglur hafa heiðrað um sig í námunda við Vatnaskóg í sumar. Ekki hafi áður sést til uglu á þessu svæði. Hann sagði að það heyrðist í þeim á kvöldin þegar þær færu á stjá. Að öllum líkindum hafist þær við í trjá- vöxnu umhverfi Vatnaskógar enda sé dýralíf þar fjölskrúðugt. Morgunblaðið/Halldór Reynir Halldórsson Brandugla sást í Vatnaskógi BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra telur að huga þurfi að framtíð sýslumannsembættanna ef stækka eigi lögregluumdæmin í góðri póli- tískri sátt. Hann segir að hugmyndir um fækkun lögregluembætta séu ekki nýjar af nálinni og hafi verið lengi til umræðu. Hann telur það jafnframt ágætt að lögreglustjórinn í Reykjavík haldi fram þessum sjón- armiðum, en í Morgunblaðinu í gær komu fram skoðanir Böðvars Braga- sonar, lögreglustjóra í Reykjavík, um að með fækkun lögregluembætta niður í þrjú til fjögur sé mögulegt að ná fram hagkvæmari rekstri en nú er. Björn bendir á að fækkun lög- regluembætta megi ekki leiða til þess að grafið sé undan embættum sýslumanna um landið. „Það er ekki markmið í sjálfu sér að sýslumenn hverfi þótt lögregluumdæmum sé fækkað því þeir gegna mikilvægu hlutverki og skipta máli fyrir mann- lífið hver á sínum stað. Ég held að það sé nauðsynlegt, til að unnt sé að vinna að stækkun lögregluumdæma í góðri pólitískri sátt, að hafa svör við öllum spurningum um framtíð sýslu- mannsembættanna. Það þarf að skoða þetta sameiginlega,“ segir hann. Hann telur það eðlilegt að vinna áfram að því að stækka lögreglu- embættin. „Það þarf líka að huga að því að lögreglumenn og aðrir nálgist lausn viðfangsefna í samræmi við verkaskiptingu, sem byggist á verk- efnum og viðfangsefnum lögreglunn- ar, en ekki endilega á landafræðinni. Það er aðalatriðið að búa þannig um hnúta að skipulagið sé með þeim hætti að það sé alltaf unnt að takast á við þau verkefni sem við blasa hverju sinni hvar sem er á landinu og lög- reglan sé skipulögð með það í huga.“ Björn bendir á að lögreglustjórinn í Reykjavík sé að hreyfa við máli sem hafi verið lengi á döfinni og skýrslur hafi verið skrifaðar um. Það sé sjálf- sagt að ræða þessi mál áfram því hagkvæmni í löggæslunni sé mikil- væg. Stækkun lögregluumdæma eðlileg segir dómsmálaráðherra Má ekki grafa undan sýslumannsembættum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.