Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 4
Fundur hins forna og nýja í Þrándheimi Þrándheimi. Morgunblaðið. DAGSKRÁ helguð ljóðabálki Matthíasar Johannessens Sálmum á atómöld var haldin hér á Ólafsdögunum í gærkvöldi. Auk þess að lesa upp úr sálmunum flutti Matthías kvæðið Í Niðarósi sem hann orti í tilefni af 850 ára afmæli Niðarósbiskupsdæmis sem haldið er upp á sam- hliða Ólafsdögunum. Í kvæðinu kallast Matthías á við helgikvæðið Geisla sem Einar Skúlason flutti við vígslu Niðarósdómkirkju árið 1153. Segja má að Matthías hafi flutt kvæðið úr sporum Einars Skúlasonar eins og fram kom í máli stjórnarmanns hátíðarinnar eftir að upp- lestri lauk en hann afhenti Matthíasi nýja út- gáfu á norskri þýðingu Knuts Ödegaards á Geisla og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir há- tíðina að fá íslenskt skáld að flytja ljóð í Nið- arósi nú eins og gert var við stofnun biskupsset- ursins. Matthías sagði í samtali við Morgunblaðið hafa lesið upp víða um lönd en það snerti sig sérstaklega að standa hér í bisk- upssetrinu í Niðarósi og lesa á íslensku. „Með því minni ég á að ég get vitnað í gömul íslensk skáld án þess að hatti fyrir. Ég held að menn séu farnir að gera sér grein fyrir því að það væri sárasta slys sem við gætum orðið fyrir ef við glötuðum tengslum okkar við þessi þúsund ár. Án þeirra yrðum við fljótt menningarlegt ut- angarðsfólk.“ Fjöldi manns fylgdist með dagskránni en þar las einnig Knut Ödegaard úr nýrri þýðingu sinni á Sálmunum á atómöld og Lars Roar Langslet rithöfundur og fyrrverandi mennta- málaráðherra Noregs hélt erindi um verkið. Hrafnagaldur fyrir fullu húsi Hrafnagaldur Óðins var fluttur í þriðja sinn fyrir fullu húsi í Þrándheimi í gærkvöldi af hljómsveitinni Sigur Rós, Schola Cantorum, kammerhljómsveitinni Trondheim Solistene, Steindóri Andersen, Páli Guðmundssyni frá Húsafelli og Hilmari Erni Hilmarssyni sem samdi verkið með Sigur Rós. Stjórnandi var Árni Harðarson. Hilmar Örn sagði á blaðamannafundi fyrir tónleikana að það væru engin takmörk fyrir því hvar væri hægt að flytja Hrafnagaldur Óðins þrátt fyrir illskiljanlegan og rammheiðinn kveð- skapinn. En segja mætti að samhengið hafi ver- ið eilítið sérstakt á tónleikunum í gær því þeir voru hluti af Ólafsdögunum í Niðarósi sem er kirkjuleg menningarhátíð. Sigur Rós flytur verkið, sem var tilnefnt til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári, aftur í kvöld en það hefur áður verið flutt í Barbican Centre í London og á menningarhátíð í Reykjavík á síðasta ári. Matthías Johannessen las upp í Eysteins- salnum í Erkibiskupsgarðinum í Niðarósi. Morgunblaðið/Þröstur Helgason Hrafnagaldur Óðins var fluttur í þriðja sinn í Ólafshöllinni sem er tónlistarhús Þrándheims. Ljósmynd/Björn Traustason Berjastór haglél féllu að Fjallabaki á sunnudag. ELDINGAR skutu mönnum og dýrum skelk í bringu og húsin nötruðu undan þrumunum í gjörningaveðri sem gekk yfir Biskupstungurnar á sunnudags- kvöld. Raftæki skemmdust, inn- stungur sviðnuðu í veggjum og á einum bæ kviknaði á peru í ljósa- staur, sem væri ekki óvenjulegt nema fyrir þá sök að staurinn er alls ekki tengdur við rafmagn. „Þetta voru fjórar eða fimm al- vöru bombur. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Karl Eiríksson í Miðdalskoti í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var ásamt fimm öðrum að koma heim úr útreiðatúr þegar ósköpin dundu yfir. Þau höfðu reyndar ætlað að vera lengur en sneru við þegar þau sáu kol- svartan skýjabakka nálgast úr austri. Þegar þau voru komin langleiðina að bænum kom skær blossi, að því er virtist inni í hópnum miðjum. Ein stúlkan rak upp óp og um leið hentist hestur hennar til hliðar þannig að hún flaug af baki. Hrossin ruku öll upp og hlupu hvert í sína áttina, stjórnlaus af ótta. Í sömu andrá heyrðist roknadruna. „Hávaðinn var svo óstjórnlegur. Þetta var rétt fyrir ofan okkur,“ sagði Karl. „Þetta var bara blossi og svo pæng!“ Krassandi eldglæringar Karl telur að 4–5 eldingar hafi farið verulega nálægt því enda heyrðust drunurnar nánast um leið og eldingarnar. „Og ekki bara einn hvellur heldur langur hvellur sem endaði í einhverri svakabombu,“ sagði hann. Einni eldingunni sló niður í þakið á fjósinu og úr því liðaðist reykur til himins. Þó ekki sjáist ummerki á þakinu er brunalyktin enn greinileg. Innandyra urðu tals- verðar skemmdir. Lekaliði og fleiri öryggi brunnu yfir og sviðn- uðu í rafmagnstöflu og nýtengdir sjónvarps- og útvarpsmagnarar eyðilögðust. Sími og sambyggt faxtæki hlutu sömu örlög. „Það hefur myndast skammhlaup í öllu draslinu,“ bætti Karl við. „Þetta er svolítið óhugnanlegt hvað þetta er krassandi, að þetta geti farið inn í öll kerfi í húsinu. Síminn er allur í jörð og samt brann þar sem hann er tekinn inn í húsið. Þar var allt kolsvart og sviðið.“ Karl segist oft hafa heyrt drun- ur og séð eldingar en þetta hafi ekki verið neinu líkt. „Ég vil helst ekki vilja upplifa þetta aftur. Þetta var hreinlega skelfilegt, þetta var svo nálægt,“ sagði Karl. Þrumuveðrinu fylgdi gríðarleg rigning og ofar í Biskupstung- unum féll haglél á stærð við blá- ber. Á bænum Ketilvöllum, vestan við Miðdalskot, fór heimilisfólk ekki varhluta af gerningunum þó ekki hafi gengið eins mikið á og við Miðdalskot. Þvílíkur úrhellir „Úrhellirinn var þvílíkur að hlaðið varð eins og stöðuvatn,“ sagði Guðný Grímsdóttir á Ket- ilvöllum. Veðrið hafði fram að því verið bjart og gott en Guðný hafði þó veitt kolsvörtum skýja- bakka í austri athygli. Bakkinn færðist skyndilega yfir um það leyti sem veðurfréttirnar voru að hefjast í Ríkissjónvarpinu. „Það fór aðeins að sletta en svo helltist úr með þessum látum. Fyrst komu eldingarnar og svo skruggurnar á eftir,“ sagði hún. Næsta hálftím- ann gekk mikið á. Inni í húsi var sjónvarpið í gangi og í því veð- urfréttir Ríkissjónvarpsins þegar rosasmellur kvað við. Við það drapst á viðtækinu sem hefur ekki lifnað við síðan. Gestur sem stóð inni í eldhúsi sá þegar snögg- lega kviknaði á peru í ljósastaur sem stendur á hlaðinu en staurinn hefur ekki verið tengdur við raf- magn í allangan tíma. „Það virtist vera svo mikið rafmagn í loftinu að það kviknaði á perunni. Það logaði ljós á honum en hann er samt ekki tengdur við rafmagn,“ sagði Guðný. Út úr rafmagnstöfl- unni komu ljósblossar, líklega um fimm talsins, og fylgdu þeim miklir hvellir og snark. Úti í fjósi ókyrrðust kýrnar, kindurnar leit- uðu í skjól og hrossin hlupu vítt og breitt um hagann. Loftið var svo sannarlega rafmagnað. Eldglæringar, blossar og roknaskruggur fylgdu gjörningaveðri í Biskupstungunum „Þetta var bara blossi og svo pæng!“ Morgunblaðið/Kári Jónsson Gróa og Guðný Grímsdætur, bænd- ur á Ketilvöllum, á bæjarhlaðinu. Fyrir aftan þær er ljósastaurinn sem lýsti í þrumuveðrinu þrátt fyrir að hafa ekki verið tengdur við raf- magn um langa hríð. FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is Glasgow www.icelandair.is/glasgow Skoða byggingar eftir arkitektinn Charles Rennie Mackintosh. Prófaðu þjóðarréttinn Haggis en ekki spyrja um innihaldið! Í Glasgow þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 7. nóv, 6. feb. og 5. mars. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 erston City Centre Premier Lodge Ramada Jarv Glasgow Townhead Merchant City St. Enoch Princess Square Gladgows Arts Centre Central Station Royal Concert HallSauchiehall Sauchiehall West George GeorgeSquare St. Vincent Ingram Street Waterloo Argyle Argyle Argyle West Regent Renfrew Renfrew Bath Gordon Bath Bu ch an an S t. Q ue en Bi sh op H ol la nd Pi tt D ou gl as s Bl yt hs w oo d W . C am be ll C am br id ge S tr ee t W el lin gt on H op e Bu ch an an S t. H ut ch en so n R en f. K in gs to n Br id ge K in g G eo rg eV Br id ge la sg ow B ri dg e The Millennium H Glasgow Thistle Hotel VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Verð frá 29.900 kr. VEITINGASTAÐURINN Við Tjörnina hefur verið auglýstur til sölu en staðurinn er einn fyrsti ís- lenski veitingastaðurinn til að sér- hæfa sig í fiskréttum. Sigríður Auð- unsdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda, hefur rekið staðinn í 17 ár og segir að tími sé til kominn að hleypa nýju fólki að og snúa sér að einhverju öðru. „Það er vissulega dá- lítið erfitt að fara héðan enda hefur þetta verið skemmtilegur tími en ég er búin að vera í þessum geira í fjöl- mörg ár og kannski er kominn tími til að yngra og ferskara fólk taki við,“ segir Sigríður. Hún segist helst myndu kjósa að þarna yrði áfram rekinn veitinga- staður í sama anda og verið hefur. „Ég tel að við höfum brotið blað í sögu fiskmenningar í veitingastöð- um á Íslandi þegar við byrjuðum og skilað okkar ágætlega. Í byrjun ætl- uðum við eingöngu að vera með fisk og það var ekki fyrr en við vorum með sjö Íslendinga á borði sem allir vildu kjöt að ég ákvað að setja lambakjötið á matseðilinn. Þótt mat- seðillinn hafi auðvitað breyst í gegn- um árin er fullt af réttum sem ekkert þýðir að hætta með því kúnnarnir taka það ekki í mál,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi kryddlegnar gellur og fisk með ávöxtum. Sigríður segir að reksturinn gangi vel þótt erfiðara sé að reka veitinga- stað nú en fyrir nokkrum árum. „Þetta er orðið mjög breytt og miklu fleiri veitingastaðir á markaðnum. Fyrir duglega manneskju sem er að byrja í þessu er þetta þó allt annað en fyrir einhvern sem er búinn að standa í þessu lengi og er tilbúinn að snúa sér annað,“ segir Sigríður. Við Tjörnina til sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.