Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ...í útileguna N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia .is / N M 0 6 8 2 1 næði á Selfossi og 500 fermetra hús- næði á Hvolsvelli. Sagði Jón að rekst- urinn væri í þokkalegu horfi eins og hann orðaði það, en fóðursala er uppi- staðan í rekstrinum. Sagði Jón að lögð yrði áhersla á við- ræður við samstarfsaðila félagsins, Fóðurblönduna, til að tryggja áfram- haldandi rekstur. Þær viðræður væru hafnar og væru í vinsamlegum far- vegi. Þriðja svið Kaupfélags Árnes- inga, hótelsvið, fer með daglegan rekstur hótela á Flúðum, Selfossi, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Ársvelta sviðsins er um 400 millj- ónir króna og hefur reksturinn að því er fram kom í máli Jóns verið undir áætlunum þetta árið og vegur rekstur Hótel Selfoss þar þungt. Hann segir að horfur í rekstri Hótel Selfoss séu ágætar í júlí og ágúst en ljóst sé að rekstararáætlanir fyrir hótelið hafi verið full bjartsýnar. Hann sagði að fjárhagserfiðleikar KÁ og Brúar, eignarhaldsfélagsins sem á hótelið, hafi haft áhrif á hótelsviðið og skoða þeirri stöðu sem komin er upp. Á fundinum kom fram að takast mun að greiða allar veðkröfur í félag- ið, alls að upphæð 585 milljónir króna, og forgangskröfur, sem eru launa- tengd gjöld að mestu, alls að upphæð 55 milljónir króna. Hins vegar væru almennar kröfur í uppnámi, en þær nema 790 milljónum króna. Í máli Einars Gauts Steingríms- sonar hrl. aðstoðarmanns á greiðslu- stöðvunartíma á fundinum kom fram að 96 milljóna króna innlán í Kaup- félaginu væru tryggð og kæmust inn- lánseigendur skammlaust frá borði eins og hann orðaði það, en innlán eru á meðal almennra krafna. 300 kröfuhafar Kröfuhafar í Kaupfélag Árnesinga eru alls um 300 talsins, stærstur þeirra er Íslandsbanki með rúmar 514 milljónir króna og annar stærsti kröfuhafinn er Sparisjóður Hafnar- fjarðar með 67 milljónir alls. Helstu almennar kröfur eru frá Sýslumanninum á Selfossi vegna virðisaukaskatts,130 milljónir króna, frá Innlánsdeild þar sem krafan er áðurnefndar 96 milljónir og þar á eftir eftirlaunaskuldbinding upp á 55 millj- ónir króna. Alls skuldar Kaupfélag Árnesinga 1.429 milljónir króna. Séu ábyrgðir sem talið er að gætu fallið á Kaupfélagið taldar með nema skuld- irnar rúmum 1.807 miljónum króna. Þó er talið ólíklegt að ábyrgðir að fjárhæð um 80 milljónir króna falli á félagið. Miðað við það eru skuldir fé- lagsins ásamt ábyrgðum 1.727 millj- ónir og skuldir félagsins umfram eignir eru um 320 milljónir króna. Á fundinum var áréttað að mögu- lega gæti enn vantað einhverjar fjár- hæðir eða að fjárhæðir gætu verið rangar. Ennfremur var minnt á að eignir félagsins væru misseljanlegar og virði þeirra réðist á markaði. Á fundinum var rakin afkoma þriggja meginsviða Kaupfélagsins, skálasviðs, búrekstrarsviðs og hótel- sviðs. Sagði Jón Steingrímsson rekstrarráðgjafi sem fenginn var til að endurskipuleggja fjármál félags- ins, að skálasvið hefði verið ágætlega rekið að undanförnu. Velta þess væri 955 milljónir króna á ári og þar ynnu nú um 80 starfsmenn. Velta búrekstr- arsviðs er um 400 milljónir króna á ári, þar eru sjö starfsmenn og fer starfsemin fram í 900 fermetra hús- KAUPFÉLAG Árnesinga mun sækja um áframhaldandi greiðslu- stöðvun til allt að þriggja mánaða og leita nauðasamninga við lánardrottna sína, en félagið hefur verið í greiðslu- stöðvun síðan 14. júlí sl. vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Áframhaldandi greiðslustöðvun og nauðasamningar tryggja að félagið heldur áfram daglegum rekstri með eðlilegum hætti. Þetta kom fram á kröfuhafa- fundi sem haldinn var á Hótel Selfossi í gær. Félagið skuldar 320 milljónir króna umfram eignir og vega kaup og endurbætur á Hótel Selfossi þungt í þurfi vel framhald reksturs hótel- sviðsins og grípa til viðeigandi að- gerða. 200 milljóna skekkja Kaupfélag Árnesinga á talsvert af fasteignum eins og fram kom á fund- inum. Langstærst þeirra er húsið að Austurvegi 3–5 á Selfossi, KÁ-húsið, en það er að mestu í útleigu. Stærsti leigutaki hússins, Kaupás, er með óuppsegjanlegan samning til ársins 2009. Jón sagði að raunvirði eignar- innar væri óljóst á þessu stigi, en sé tekið mið af arðsemi gerðra leigu- samninga gæti skeikað allt að 200 milljónum króna í mati á húsinu, en það var metið fyrir tveimur árum á 620 milljónir króna. Húsið væri því mögulega mun verðminna en áður var talið. Sagði Jón að næsta mál á dagskrá væri að finna raunverðmæti eignar- innar og ræða við stærsta kröfuhaf- ann, Íslandsbanka, en hann er með veð í húsinu að upphæð 436 milljónir króna. Hlutabréfaeign Kaupfélags Árnes- inga er nokkur. Ber þar hæst hluta- bréfaeignin í Brú ehf. en þar á KÁ 63% hlut, sem er að nafnvirði 141 milljón króna. Sá hlutur ásamt við- skiptakröfum félagsins á Brú voru ekki höfð með í kröfulýsingu sem lögð var fram á fundinum auk þess sem gert var ráð fyrir í lýsingunni að allar ábyrgðir vegna Brúar falli á KÁ. Jón sagði að skuldir Brúar væru 900 milljónir króna, þar af næmu veð- skuldir 450 milljónum króna. Þá kom fram að enn er ólokið framkvæmdum að andvirði 75–100 milljónum króna við hótelið. Sagði Jón að væntanleg væri sérstök skýrsla um Brú þar sem fram komi að Brú ráði við afborganir af skuldum að andvirði 400–600 millj- ónir króna. Félög sem Kaupfélagið á stóra hluti í og eru í verulegum rekstrarerf- iðleikum eru Áburðarsalan Ísafold en þar liggur gjaldþrotabeiðni fyrir, Áleiningar hf. á Hvolsvelli en starf- semin hefur verið innsigluð, gjald- þrotabeiðni liggur fyrir hjá HK-bú- vélum og Vélsmiðja KÁ er í nauða- samningum. Ennfremur liggur fyrir gjaldþrotabeiðni vegna fyrirtækisins X föt. Einnig eru fyrirtækin Búað- föng sem KÁ á 50% hlut í, og Hótel Flúðir, sem KÁ á 61% hlut í, í erfiðum rekstri. Kröfuhafafundur Kaupfélags Árnesinga var haldinn á Hótel Selfossi í gær Áframhaldandi greiðslu- stöðvun og nauðasamningar SEGLSKÚTAN Elding er komin til landsins eftir siglingar sumars- ins og mun hún að líkindum hafa vetursetu í Kópavogshöfn í vetur, segir Hafsteinn Jóhannsson skip- stjóri. Elding er víðförulasta íslenska skútan, en Hafsteinn smíðaði hana og sigldi henni einsamall í kringum hnöttinn árið 1991. Síð- an hefur hún siglt víða á slóðir víkinga, meðal annars til Vín- lands og Miðgarðs, og hafði vet- ursetu á Spáni síðasta vetur. Sigling sumarsins gekk vel að sögn Hafsteins. Siglt var frá Spáni til Gíbraltar, og svo norður með vesturströnd Spánar. Þaðan var farið til Rotterdam og svo siglt um Kílar-skurðinn milli Dan- merkur og Þýskalands. Þaðan lá leiðin i heimahöfn í Harðang- ursfirði í Noregi. „Svo héldum við áfram til Shetlands, Færeyja og Íslands. Nú eru svo allar siglingar búnar í ár.“ Elding var í samfloti með 17 feta (5,2 metra) vélbáti á ferðinni frá Noregi og varð hann viðskila við skútuna mitt á milli Noregs og Hjaltlandseyja, en þar er olíu- vinnslusvæði. „Við fórum fyrir vestan það [olíuvinnslusvæðið] og hann fyrir austan og svo ætluðum við að mætast hinum megin við það,“ segir Hafsteinn. „Af ein- hverjum ástæðum þá fundum við hann ekki og hann ekki okkur. Þegar við fundum hann ekki töl- uðum við við menn á olíu- borpallinum og athuguðum hvort þeir hefðu séð hann. Þegar svo reyndist ekki vera tilkynntum við bátinn týndan. Þá var komið myrkur svo þyrlan gat bara verið á lofti í 15 til 20 mínútur, svo það var eiginlega ekki byrjað að leita fyrr en morguninn eftir.“ Báturinn sem leitað var að var talstöðvarlaus, og rafhlöðurnar í GPS-staðsetningartækinu klár- uðust. Báturinn fannst svo fljót- lega um 60 mílur frá Eldingunni á leið til Hjaltlands. „Það var engin hætta sem steðjaði að hon- um, þetta er sami bátur og ég kom með hingað fyrir fjórum ár- um. Þá fékk ég sama veður og það hafði ekkert að segja.“ Norsk fjölskylda í áhöfn Sex voru í áhöfn Eldingar á leiðinni frá Noregi til Íslands, þrír Íslendingar og þriggja manna norsk fjölskylda, auk Haf- steins sjálfs: „Hann [fjölskyldufað- irinn] sigldi með mér þegar hann var 15 ára, 1985.“ Norðmönn- unum líkaði siglingin vel og eru nú á ferðalagi um Ísland. Elding mun líklega liggja við bryggju fram á næsta sumar, að sögn Hafsteins: „Það er meiningin að sigla í kringum Ísland næsta sumar. Það er næstum tveggja mánaða túr.“ Hann segir að ekk- ert sé farið að áætla hvað verði skoðað, það bíði betri tíma. Elding hefur vetur- setu í Kópavogshöfn Ljósmynd/Rúnar Ármann Arthúrsson Hafsteinn Jóhannsson skipstjóri á haug eina víkingsins sem fundist hefur í Frakklandi. Haugurinn er á eyjunni Groix undan suðurströnd Bretagne. Enginn veit með vissu hver þarna var heygður en þó er vitað að sá var mik- ill höfðingi og var lík hans í útförinni brennt með skipi hans og öðru verð- mæti, ásamt frillum, áður en haugnum var lokað. VALUR Oddsteinsson, stjórn- arformaður Kaupfélags Ár- nesinga, segir í samtali við Morgunblaðið að leitað hefði verið að þeirri niðurstöðu sem kæmi best út fyrir alla hlut- aðeigandi. Nú var fundurinn átakalítill, hvað lestu út úr því? Ég met það svo að kröfuhaf- ar telji málið í góðum farvegi og í góðum höndum þeirra starfsmanna sem vinna nú hjá félaginu, þeirra Einars Gauts og Jóns. Ertu bjartsýnn á að hægt verði að bjarga félaginu? „Maður getur svo sem ekki verið bjartsýnn í þessari stöðu. Ég tel að þetta hafi farið í þann farveg að við náum að vinna úr því á besta hugs- anlegan veg. Við erum samt kannski ekkert sérlega sáttir við að þetta fór í þetta far.“ Leitað góðrar niðurstöðu BRÚÐHJÓN sem héldu upp á brúð- kaup sitt á hóteli í Reykjavík á laug- ardag urðu fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að óboðinn gestur laumaði sér í veisluna. Þrátt fyrir að vera ítrekað vísað frá náði gesturinn að stela farsíma brúðgumans. Hann komst einnig burt með myndavél og myndbandsupptökutæki sem höfðu að geyma allt myndefni úr brúð- kaupinu. Nýbökuðu hjónunum var því mikið í mun að endurheimta tæk- in, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Eftir mikla leit á hót- elinu fannst þýfið og minningunum var bjargað. Í dagbók lögreglu kemur fram að helgin hafi verið með rólegasta móti. Fá útköll voru báðar nætur og ekki alvarleg. Nokkuð margir voru á ferli í miðbænum á laugardagskvöld og fram eftir nóttu enda veður gott. Stal myndum úr brúðkaupi TILKYNNT var um innbrot í gæslu- völl við Njarðarholt í Mosfellsbæ í gærmorgun. Sá eða þeir sem þar voru að verki brutu sér leið gegnum rúðu á útidyrahurð og höfðu á brott með sér ferðaútvarpstæki og skiptimynt. Þá var í gærmorgun tilkynnt um innbrot í hús við Bjargarstíg. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var farið inn um glugga og stolið hljómtækjum og tveimur gíturum. Lögregla fékk einnig tilkynningu um að veski hefði verið stolið frá starfsmanni Hótels Aldar við Njáls- götu en í því voru lítilsháttar peningar og skilríki. Hljómtækjum stolið Innbrot við Bjargarstíg BÍLL valt á Vatnsnesi um hádegis- bilið í gær. Tvennt var í bílnum, bæði erlendir ferðamenn. Að sögn lög- reglunnar á Blönduósi urðu engin al- varleg meiðsl á fólkinu. Bílvelta á Vatnsnesi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.