Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÉR fer á eftir minnisblað sem embætti ríkislögreglustjóra sendi til fjölmiðla eftir fund með fulltrú- um Samkeppnisstofnunar í gær: „Efni: Fundur Haraldar Johann- essen ríkislögreglustjóra og Jóns H.B. Snorrasonar, saksóknara og yfirmanns efnahagsbrotadeildar embættisins, með Georg Ólafssyni, forstjóra Samkeppnisstofnunar, og Ásgeiri Einarssyni, lögfræðingi stofnunarinnar, haldinn mánudag- inn 28. júlí 2003, kl. 14.00 á skrif- stofu ríkislögreglustjórans. Þann 26. þ.m. boðaði ríkislögreglustjóri til fundarins. Samkeppnisstofnun hefur lýst því að ýmis atvik, sem fram hafa komið við athugun stofnunarinnar á málefnum sem varða ætlað sam- ráð olíufélaganna Skeljungs hf., Ol- íuverslunar Íslands hf. og Olíufé- lagsins hf., og til athugunar hafa verið hjá stofnuninni frá því 18. desember 2001, bendi til háttsemi og brota sem skulu sæta meðferð opinberra mála með rannsókn hjá lögreglu undir stjórn og ákvörð- unarvaldi ákæruvalds. Af hálfu Samkeppnisstofnunar hefur verið bent á að í gildandi lög- um um stofnunina og starfsemi hennar sé ekki kveðið á um það með hvaða hætti stofnunin eigi að gera lögreglu grein fyrir því sem stofnunin verður áskynja um í at- hugunum sínum og kann að varða einstaklinga og/eða lögaðila refsi- ábyrgð. Þá hafi heldur ekki mynd- ast um framsendingu mála frá Samkeppnisstofnun hefð eða verk- lag. Af hálfu saksóknara efnhags- brotadeildar ríkilslögreglustjóra er bent á að rétt sé að taka mið af starfsaðferðum og löggjöf annarra stofnana sem líkt og Samkeppn- isstofnun gegna eftirlitshlutverki á sérstökum sviðum og hafa til þess rúmar lagaheimildir líkt og skatta- yfirvöld og Fjármálaeftirlitið. Í grundvallaratriðum vísa þessar stofnanir málum til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjórans með formlegum hætti samkvæmt máls- meðferð sem mælt er fyrir um í lögum og reglugerðum sem um stofnanirnar gilda. Mál frá skatta- yfirvöldum berast með kæru, en samkvæmt lögum um Fjármálaeft- irlitið er gert ráð fyrir að stofnunin tilkynni um þá háttsemi sem hún hefur orðið áskynja um og talin er refsiverð. Þótt sá eðlismunur sé á að skattayfirvöld kæri en Fjár- málaeftirlitið tilkynni um háttsemi er í báðum tilvikum gerð grein fyr- ir kæru eða tilkynningu í skrif- legum erindum og með greinargerð sem fjallar um hina ætluðu refsi- verðu háttsemi og þau gögn sem fylgja og talin eru styðja mat á þeim atvikum sem um ræðir og er- indið varða. Þá er það mikilvægt að fram komi hvaða þýðingu það hafi fyrir meðferð málsins hjá Samkeppnis- stofnun að tilkynnt hafi verið til efnahagsbrotadeildarinnar. Koma þarf fram hvort þau atvik sem til- kynnt er um til efnahagsbrota- deildar verða áfram til frekari með- ferðar hjá Samkeppnisstofnun. Ríkislögreglustjóri hefur falið saksóknara og yfirmanni efnahags- brotadeildar embættisins að fara með samskipti við Samkeppnis- stofnun varðandi aðgerðir sem grípa þarf til, til þess að hefja megi opinbera rannsókn svo fljótt sem verða má, eftir því sem tilefni kann að gefast til. Að ósk ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara gerði saksóknari efnahagsbrotadeildar embættisins ríkissaksóknara í morgun grein fyrir fyrirhuguðum fundi með Sam- keppnisstofnun. Þar var ákveðið að saksóknari efnahagsbrotadeildar gerði ríkissaksóknara grein fyrir framvindu mála og því sem fram kom á fundinum. Að fundi loknum gerði saksóknari efnahagsbrota- deild ríkissaksóknara grein fyrir niðurstöðu fundarins. Fulltrúum Samkeppnisstofnunar var gerð grein fyrir því að fund- urinn sé formlegur og að greint verði frá honum opinberlega og þessari niðurstöðu hans. Engin gögn fóru á milli fulltrúa embætta. Fundi lauk kl. 15.05. Skrifstofu ríkislögreglustjóra, 28. júlí 2003. Jón H.B. Snorrason, saksókn- ari.“ Minnisblað embættis ríkislögreglustjóra Saksóknara falið að fara með samskipti við Samkeppnisstofnun RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur falið Jóni H.B. Snorrasyni, sak- sóknara og yfirmanni efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, að fara með samskipti við Samkeppn- isstofnun um meint samráð olíufé- laganna og varðandi aðgerðir sem grípa þurfi til, til þess að hefja megi opinbera rannsókn svo fljótt sem verða má, eftir því sem tilefni kann að gefast til. Þetta kom fram eftir fund ríkislögreglustjóra og fulltrúa Samkeppnisstofnunar í gær og er greint frá þessari niðurstöðu í fréttatilkynningu frá ríkislög- reglustjóra. Á fundinum var rædd sú staða sem komin er upp í málinu en Sam- keppnisstofnun telur að ýmislegt sé komið fram sem bendi til atvika sem ætla megi að geti varðað refs- ingu og beri því að fara með sam- kvæmt lögum um meðferð opin- berra mála. Þá var farið yfir lög og reglur sem gilda um kærur og til- kynningar frá stofnunum hins op- inbera til lögreglu í ljósi þess að staða Samkeppnisstofnunar hefur þótt óljós í þessu sambandi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vildu ekki tjá sig Hvorki Georg Ólafsson forstjóri né Ásgeir Einarsson, lögfræðingur Samkeppnisstofnunar, vildu tjá sig við fjölmiðla að loknum um klukku- tíma löngum fundi með Haraldi Jo- hannessen ríkislögreglustjóra og Jón H. Snorrasyni, yfirmanni efna- hagsbrotadeildar embættisins, í gærdag. „Fundurinn var gagn- legur,“ var hið eina sem Georg treysti sér til þess að segja en að öðru leyti vísaði hann til frétta- tilkynningar ríkislögreglustjóra sem ekki heldur vildi svara spurn- ingum fréttamanna að loknum fundinum. Morgunblaðið/Jim Smart Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við upphaf fundarins í gær. Hefji opinbera rann- sókn ef tilefni er til STAKKANESIÐ, björgunar- skipið sem áætlað er að nota til björgunar á flaki Guðrúnar Gísladóttur KE, er komið úr slipp í Noregi og hélt á strandstað síðdegis í gær. Haukur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Íshúss Njarð- víkur, eiganda Guðrúnar Gísladóttur, segir að björg- unaraðgerðir hefjist í dag og standi fram eftir vikunni. Björgun hefst í dag Guðrún Gísladóttir KE TILKYNNT var um innbrot í bíl við Tómasarhaga í gær- morgun. Meðal þess sem var stolið voru geisladiskar og þrjú aðgangskort að Hval- fjarðargöngum. Eitthvað hef- ur sá eða hinir óprúttnu sem þar voru að verki staldrað við í bílnum því þar fannst bæði reykingarlykt og aska. Braust inn í bíl og reykti sígarettu TVEIR bílar rákust saman á gatnamótum Baughóls og Upp- salavegar á Húsavík um miðjan dag í gær. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón varð í árekstrinum, að sögn lög- reglu. Skullu saman á gatna- mótum NÝTT Íslandsmet var sett á nýliðn- um Siglingadögum sem lauk á Ísa- firði um helgina þegar 41 kajak- ræðari myndaði stjörnu með bátum sínum á Pollinum á Ísafirði. Bát- unum, fjörutíu talsins, var raðað í hring, þar af var einn tveggja manna kajak. Að sögn Halldórs Sveinbjörns- sonar, sem stýrði aðgerðinni, hafa ekki svo margir kajakbátar raðað sér saman í hring áður á Íslandi og tæpast annars staðar í heiminum að því er hann best veit. Kajakræðar- arnir röðuðu sér fyrst hlið við hlið í bátum sínum og freistuðu þess síðan að tengja enda saman. Það tók kaj- akræðarana tæpan hálftíma að mynda stjörnu úr bátaflotanum en þegar því var lokið var kveikt í reyk- blysi í stjörnunni miðri sem var fal- legt á að líta séð ofan frá. Því miður urðu nokkrar skemmdir á tveimur bátanna af völdum hita frá blysinu. Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Mynduðu stjörnu úr 40 kajökum SVEINN Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir í grein á heimasíðu samtakanna að eftir því sem næst verði komist sé Ís- land eina aðildarríki OECD sem leggur vörugjöld á lagnaefni, gólf- efni og hreinlætistæki. Segir Sveinn að vörugjöld hafi lengi lagst með fullum þunga á hvers konar bygging- arefni á borð við steypu, þakjárn, gler og málningu. Þessari skattlagn- ingu hafi verið aflétt fyrir nokkrum árum en vörugjöld séu þó enn lögð á nokkrar vörur. „Það er með öðrum orðum talin sérstök ástæða til að skattleggja munaðarvörur á borð við baðker, klósett og gólfdúka,“ segir Sveinn. Í greininni segir Sveinn að und- anfarin ár hafa stór skref verið stigin í þá átt að lagfæra íslenska skatt- kerfið og færa það í átt við það sem tíðkast meðal annarra Evrópuríkja. Enn séu þó einkum þrír skattar á Ís- landi sem skeri sig verulega úr í samanburði við skattkerfi nágranna- ríkjanna. Þetta sé eignarskattur, þótt stigið hafi verið verulegt skref til lækkunar hans, stimpilgjöld sem mismuni lánsformum og lántakend- um og trufli viðskipti og séu öllum til óþurftar; og vörugjaldið sem sé sýnu verst þessara þriggja skatta. Vörugjöld aðalástæða hás matvælaverðs Sveinn segir að vörugjöld þekkist um allan heim að einhverju marki og það, sem skattlagt sé víðast hvar sé annars vegar bílar og eldsneyti en hins vegar áfengi og tóbak. Undan- farin ár hafi þróunin hins vegar verið sú að draga almennt úr sértækri skattheimtu af þessu tagi á aðrar vörur. Sveinn segir loks að í útgjöldum íslenskra heimila vegi vörugjöld af matvælum þó langþyngst. Menn hafi velt því mikið fyrir sér hvers vegna matvælaverð hér á landi sé svo miklu hærra en í nágrannalöndunum en af- ar sjaldan sé rætt um vörugjöld í því sambandi. Lausleg athugun, byggð á neyslukönnun Hagstofunnar frá árinu 1995 sýni að 17,4% af útgjöld- um vísitölufjölskyldunnar fóru til kaupa á matvælum. Þar af séu vöru- flokkar sem beri vörugjöld um 6,1% eða um 35%. Þar með sé því miður ekki öll sag- an sögð. Þegar matarskatturinn svo- kallaði, 14% virðisaukaskattþrep, var tekinn upp, hafi illu heilli verið ákveðið, að sælgæti, sykur, kakó og flestar drykkjarvörur skyldu áfram bera 24,5% virðisaukaskatt. Út úr þessari skiptingu í æðri og óæðri matvæli verði auðvitað til alls konar einkennilegar afleiðingar eins og til dæmis sú staðreynd að íslenskt vatn án sykurs, sem sett sé á flösku, er skattlagt með 8 króna vörugjaldi á lítra og síðan með 24,5% virðisauka- skatti. Sykruð mjólk á sams konar flösku beri ekki vörugjald og lendi í 14% virðisaukaskatti. „Nú er til umræðu að lækka virð- isaukaskatt af matvælum. Fyrsta skrefið í þeirri breytingu ætti að vera að feta í fótspor Svía sem lagt hafa af sérstaka vörugjaldtöku af óáfengum drykkjum og sætindum. Svíar og aðrar Norðurlandaþjóðir skattleggja einnig allt sem ætt er í einu og sama virðisaukaskattþrepi. Það er einföld og framkvæmanleg regla. Það er gersamlega úr takti við tímann að skattyfirvöld á Íslandi stjórni því með skattlagningu hvað landsmenn borða,“ segir Sveinn. Framkvæmdastjóri SI Gagnrýnir álagn- ingu vörugjalda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.