Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 15 FULLTRÚAR á svonefndri Fram- tíðarráðstefnu Evrópu, sem nýver- ið luku við að semja drög að stjórnarskrá hins stækkaða Evr- ópusambands, kölluðu verk sitt sögulegt. En samkvæmt niðurstöð- um nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn ESB virðast flestir borgarar ESB- landa láta sér fátt um það finnast. Yfir helmingur – 55 af hundraði – sagðist aldrei hafa heyrt minnzt á Framtíðarráðstefnuna, sem kom reglulega saman í Brussel í meira en heilt ár, en hún var skipuð alls 105 fulltrúum frá öllum núverandi og tilvonandi aðildarríkjum ESB. Þessi niðurstaða var þó framför frá því síðasta slíka könnunin var gerð í marz; þá könnuðust 70% að- spurðra ekki við ráðstefnuna. Um 49% sögðust hafa einhvern áhuga á að lesa stjórnarskrárdrög- in eða samantekt á þeim. „Vitneskja fólks um ráðstefnuna er að batna, en […] hún er eftir sem áður mjög þokukennd,“ sagði talsmaður framkvæmdastjórnar ESB er niðurstöður könnunarinn- ar, sem var unnin af óháðu fyr- irtæki, voru birtar. Samkvæmt niðurstöðunum var hlutfallið yfir þá sem höfðu heyrt um störf Framtíðarráðstefnunnar hæst í Grikklandi, sem gegndi for- mennskunni í ESB fyrri hluta þessa árs. Valery Giscard d’Est- aing, forseti ráðstefnunnar, afhenti leiðtogum ESB-landanna stjórnar- skrárdrögin með tilheyrandi fjöl- miðlaathygli. Hefðbundin ríkjaráðstefna ESB- ríkja verður kölluð saman í haust til að fjalla um stjórnarskrárdrög- in. Þar er stefnt að því að nýr stjórnarskrársáttmáli ESB verði endanlega samþykktur snemma á næsta ári, en tíu ný aðildarríki bætast í raðir ESB 1. maí 2004. Ný aðferð við uppfærslu stofnsáttmála ESB Þangað til Framtíðarráðstefnan var kölluð saman í fyrravor hafði endurskoðun stofnsáttmála ESB ætíð verið í höndum ríkisstjórna aðildarríkjanna eingöngu, og end- urskoðunarstarfið sjálft farið fram á ríkjaráðstefnum. Þar höfðu fulltrúar ríkisstjórna aðildarríkj- anna togast á um fyrirhugaðar breytingar unz málamiðlun varð náð milli ríkisstjórnaleiðtoganna, oftast á löngum samningafundum eins og á leiðtogafundinum í Nizza (Nice), þar sem síðustu breyting- arnar á stofnsáttmála ESB, Róm- arsáttmálanum, voru samþykktar í desember 2000. Viðkvæm málamiðlun Er Giscard d’Estaing, sem stýrði starfi Framtíðarráðstefn- unnar, færði stjórnarskrársátt- máladrögin í hendur Silvios Berl- usconis, forsætisráðherra Ítalíu sem nú fer með formennskuna í ESB, lagði hann áherzlu á að leið- togar aðildarríkjanna yrðu að hafa það hugfast er þeir tækju stjórn- arskrána á sína dagskrá í haust, að rekja ekki upp það viðkvæma jafn- vægi milli sjónarmiða allra sem að gerð draganna komu. Niðurstaðan væri viðkvæm málamiðlun og að spilla henni gæti „sundrað Evr- ópu“. Sögulegt starf í Evrópu á fárra vitorði Brussel, Róm. AP, AFP. Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Skúli Sigurðsson badmintonþjálfari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2003 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 5. ágúst - 18. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7400. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. NORSKA tannlæknafélagið krefst þess að sýrustigs gos- drykkja verði getið á umbúðum vegna þess hve drykkirnir hafa ætandi áhrif á tennurnar. Aften- posten greinir frá því að fjöldi norskra ungmenna með glerungs- eyðingu hafi meira en tvöfaldast á tíu árum eða hækkað úr 3% í 7%. Vegna þess hversu stóran þátt gos- og ávaxtadrykkir eiga í gler- ungseyðingunni vill forseti tann- læknafélagsins, Carl Christian Blich, að sjónum verði beint að slíkum drykkjum. „Ég skora á framleiðendur að merkja gos- flöskurnar með pH-gildi drykkj- arins. Þetta eru að verða mikil- vægar upplýsingar sem neyt- endur eiga rétt á að vita um,“ segir Blich. Samkvæmt rannsóknum tann- læknadeildar háskólans í Björgvin hefur kók pH-gildið 2,6 en til samanburðar má nefna að pH- gildi sítrónu er 2,4. Appelsínusafi hefur pH-gildið 3,8 og epladjús 3,3. PH-kvarðinn nær frá 1–14 þar sem 1 er súrast. „Þeim, sem halda að sykurlaus- ir gosdrykkir séu ekki hættulegir tönnunum, skjátlast hrapallega,“ segir Blich og bendir á að pH- gildið í sykurlausu Pepsí sé 3,3. „Allt sem hefur lægra pH-gildi en 4,5 er skaðlegt en skaðsemin ræðst einnig af því hversu oft þess er neytt. Fæstir vita, að kostnaðurinn við meðhöndlun glerungseyddra tanna getur farið upp í 50.000 [norskar] krónur og jafnvel meira,“ segir Blich, en upphæðin sem hann nefnir jafn- gildir rúmlega hálfri milljón ís- lenskra króna. Vilja að gosdrykkir verði merktir sýrustigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.