Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 22
Minjasafn Akureyrar Leiðsögn um sýningar Á MINJASAFNI Akureyrar standa yfir þrjár sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu, Akureyri – bærinn við Pollinn og Dansi, dansi dúkkan mín. Í fyrrnefndu sýningunum tveimur er leitast við að gera sögu fjarðarins og bæjarins skil á sem bestan hátt. Leikfangasýningin Dansi, dansi dúkkan mín er sumarsýning Minja- safnsins á brúðum og leikföngum í eigu Guðbjargar Ringsted. Laugardaginn 2. ágúst verður leiðsögn um sýninguna Akureyri – bærinn við Pollinn. Sýningarvörður veitir sýningargestum innsýn í líf bæjarbúa fyrr á tíð og bregður upp mynd af litríkum sögupersónum úr bæjarlífi þess tíma. Leiðsögnin hefst kl. 15 og er aðgangseyrir 400 krónur. Sunnudaginn 3. ágúst verður far- ið í sögugöngu um Oddeyrina á Ak- ureyri. Skoðuð verða gömlu húsin í suðurhluta Oddeyrarinnar milli Strandgötu og Eiðsvallagötu. Leið- sögumaður verður Guðrún María Kristinsdóttir. Lagt verður upp frá Gránufélags- húsunum á Strandgötu 49 kl. 14. Þátttökugjald er 300 kr. LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRIAN FRIEL (f. 1929) er eitt af helstu leikskáldum Íra og bætist nú í þann ágæta hóp landa sinna sem kynntir hafa verið í íslensku leikhúsi á undanförnum árum (nefna má Marie Jones, Martin McDonagh og Enda Walsh, að Beckett ógleymd- um). Það er ágætlega til fundið hjá leiklistarnemunum sem mynda Reykvíska listaleikhúsið að sýna verk eftir þennan írska meistara þótt það samræmist kannski ekki alveg yfirlýstu markmiði hópsins: „[…] að vekja fólk til umhugsunar um um- hverfi sitt og þann raunveruleika sem það býr við“ (sbr. leikskrá). Það er varla margt í reynslu hins írska, kaþólska farandlíknara, ástkonu hans og umboðsmanns, sem verkið fjallar um, sem hefur tengingar við íslenskan raunveruleika í dag nema að því leyti að segja má að mannlegar tilfinningar og mannleg samskipti séu alltaf söm við sig, óháð stað og stund. Líknarinn (Faith Healer) var frumsýnt 1979 þegar höfundur þess stóð á fimmtugu og hafði átt glæstan feril bæði í heimalandinu sem og er- lendis allt frá frumsýningu fyrsta leikrits síns, Philadelphia here we come (sýningar þess á Broadway urðu á fjórða hundrað talsins). Líkn- arinn þykir með bestu verkum Friels, þótt hann láti flestar reglur um „góða“ uppbyggingu leikverks lönd og leið. Verkið samanstendur af fjórum eintölum sem flutt eru af þremur persónum: farandlíknaran- um Francis Hardy (Sveinn Ólafur Gunnarsson), ástkonu hans Grace (Birgitta Birgisdóttir) og umboðs- manni hans Teddy (Stefán Hallur Stefánsson). Hvert um sig segja þau frá lífi sínu og samvistum sem spanna tvo áratugi og með hverri frá- sögn verður áhorfandinn einhvers vísari um líf þeirra þriggja; hvert þeirra bregður nýju sjónarhorni og nýju ljósi á þá atburði sem lýst er. Tæknin minnir á hið fræga japanska verk Rashomon sem Kurosawa kvik- myndaði með eftirminnilegum hætti 1950. Þremenningarnir eiga það sameig- inleg að hafa beðið skipbrot í tilver- unni, líf þeirra hefur öðru fremur ein- kennst af ósigrum og brostnum draumum í bland við ofbeldi og of- drykkju. En saga þeirra er einnig saga ástar og tryggðar, og kannski síðast en ekki síst er fjallað um þýð- ingu þess að búa yfir náðargáfu, sem eins og kunnugt er getur fært mann- eskjunni hvort heldur er blessun eða bölvun. Francis Hardy býr yfir náðargáfu, hann getur læknað sjúka með bæn- um sínum og handayfirlagningu – eða hvað? Er gáfa hans kannski bara tilviljunarkennd heppni og líf hans byggt á lygi og loddaraskap? Slíkar hugsanir leita m.a. á hann þegar hann lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér köllun sinni og refilstigu lífs síns. Sagan sem hann segir okkur passar ekki alveg við frásögn ástkon- unnar, Grace, sem yfirgaf „öruggt“ millistéttarlíf sitt kornung til að fylgja manninum sem hún trúði á og treysti fram í rauðan dauðann, þótt oft brygðist hann því trausti. Ýmsir draugar fortíðarinnar ásækja Grace en hún reynir af veikum mætti og með hjálp drykkjunnar að bægja frá sér sárustu minningunum. Þau Sveinn Ólafur og Birgitta fóru bæði eins vel með hlutverk sín og bú- ast mátti við – og jafnvel ívið betur en það. Hlutverkin eru skrifuð fyrir mun eldri og lífsreyndari leikara og varla á færi kornungra leiklistar- nema að koma á framfæri þeim sárs- auka í bland við æðruleysi sem brostnir draumar persónanna hafa fært þeim. Eðli málsins samkvæmt skorti nokkuð á trúverðugleika í túlkun og textaflutningur var ómark- viss á stundum og barst illa. Hér get- ur einnig verið við erfitt leikrými að sakast, þótt kirkjan væri viðeigandi umgjörð fyrir verkið að mörgu leyti. En Sveinn Ólafur og Birgitta hafa bæði sterka nærveru og ástæða er til að búast við miklu af þeim í framtíð- inni. Sama má segja um félaga þeirra Stefán Hall en túlkun hans á um- boðsmanninum Teddy var mjög fín; hann gæddi persónuna nauðsynlegu mótvægi við hinar tvær með glað- værð hins að því er virðist ódrepandi bjartsýnismanns, umboðsmannsins sem trúir (ekki síður en Grace) á gáfu skjólstæðings síns hvað sem á dynur og stendur með honum í blíðu og stríðu. En vera kann að það sé önnur, flóknari og persónulegri ástæða fyrir því að Teddy yfirgefur ekki þau skötuhjú, kannski á hann ekki eins auðvelt með að aðskilja viðskipti og einkalíf og hann vill vera láta. Sveinn Ólafur, Birgitta og Stefán Hallur eru öll nemendur á 2. ári í Leiklistardeild Listaháskóla Íslands og leikstjóri þeirra Ólafur Steinn Ingunnarson er þar nemi á 3. ári. Fyrir tilstuðlan Hins hússins (rekið af Reykjavíkurborg fyrir ungt fólk) hafa þau getað sinnt leiklistinni í sumar og afraksturinn er þessi sýn- ing sem sýnd verður á næstunni í Nýlendunni, Nýlendugötu 15A. Sýn- ingin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ólafs Steins og hlýtur að vera honum ómetanleg reynsla að fá að takast á við þetta form leiklistarinnar svo snemma. Líknarinn er athyglisvert leik- verk; það er fengur fyrir áhugamenn um leikhús að sjá það sviðsett og fyr- ir leiklistarnemana sem setja það upp er það mikil áskorun sem þau leysa prýðilega. Brostnir draumar Morgunblaðið/Jim Smart Sýningin, Líknarinn, er áskorun sem leiklistarnemarnir leysa prýðilega, segir Soffía Auður Birgisdóttir í umsögn sinni um sýninguna. LEIKLIST Reykvíska listaleikhúsið Höfundur: Brian Friel. Íslensk þýðing: Leikhópurinn. Leikstjóri: Ólafur Steinn Ingunnarson. Leikarar: Birgitta Birg- isdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Búningar og grafísk hönnun: Elma Backman. Verk- efnið er styrkt af Hinu húsinu og Fríkirkj- unni í Reykjavík. Fríkirkjan, 25. júlí 2003. LÍKNARINN Soffía Auður Birgisdóttir HOLLENZKI fiðluleikarinn, kennarinn og sérfræðingurinn í upp- haflegum flutningsmáta forntónlist- ar, Jaap Schröder, er kominn til landsins í 13. sinn. Erindi hans í Skálholti nýliðinn laugardag kl. 14 um verk Haydns á tónleikunum kl. 15, Sjö orð Krists á krossinum, var stutt en hlaðið innsæjum fróðleik. Þetta sérkennilega pöntunarverk fyrir litla sinfóníuhljómsveit vegna helgitónleika í Cadiz á Spáni um dymbilviku 1785 átti að ósk Spán- verja allt að vera mjög hægt, nánast 7 adagioþættir í röð leiknir á milli upplesinna ritningastaða, og vínar- klassísku tónskáldi upplýsingar- aldar varla auðtekin áskorun. Engu að síður þótti verkið heppnast það vel, að Haydn sá sig innan árs knú- inn til að draga það saman fyrir strengjakvartett til að auðvelda því víðari útbreiðslu. Fljótlega leit pí- anóútgáfa dagsins ljós, gerð af öðr- um en með samþykki höfundar, og áður en lauk einnig útgáfa fyrir kór. Af kynningu Schröders kom fram að strengjakvartettinn stæði sér á parti og væri gjörólíkur öðrum verk- um Haydns sömu greinar í anda „kurteislegra samræðna fjögurra manna í tónum“. Þó væri hann ekki fluttur á Íslandi í fyrsta sinn, því sami hópur og hér átti í hlut – nú uppnefndur Ultima Thule – hefði leikið hann áður í Skálholti fyrir sjö árum, og stæðu til hljóðritun og flutningur erlendis. Strengjakvartett Haydns var síð- an fluttur kl. 15 að viðstöddu fjöl- menni, og las séra Egill Hallgríms- son úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar milli þátta. Með allri virðingu fyrir afreki Haydns í stöð- unni sló það mann kannski mest hvað tónrænt „sakleysi“ 18. aldar virðist hafa dagað uppi í tímans rás og hrifmáttur nýjunga dofnað. Eitt sinn nægði ofurlítið óvenjuleg módúlasjón til að reka áheyrendur úr sætum. Núorðið þarf nánast að framkalla hálfgerða hryllingsmar- tröð með yfirgengilegum hljóð- effektum til að ná sambærilegum hughrifum. Í ljósi síðrómantískra og módernískra verka 20. aldar, að ógleymdri kvikmyndatónlist seinni áratuga, stóð klukkustundar langt tónverk Haydns manni sem allt að því annarlega kliðmjúk kammer- músík aftan úr öldum sem varla nema sögumeðvituðustu þekkingar- menn gætu að fullu meðtekið fyrir það sem hún er – innilega upphafn- ingu heittrúaðs kaþólsks tónskálds á píslarsögu Drottins. „Afrek“ er að vísu ekki ofmælt um oft snjalla meðferð Haydns á við- fangsefninu, þegar tillit er tekið til þess hvað honum var þröngur stakk- ur skorinn í hraðavali. Þar við bætt- ist fersk og loftkennd upphafstúlkun Ultima Thule-kvartettsins er lyfti víða verkinu á flug – t.d. í 2. orði þeg- ar skyndilega er skipt yfir í sólbjart- an C-dúr („Paradís“); ekki ósvipuð hugmynd og í 2. þætti í Sköpuninni („und es ward Licht!“). Einnig var tremólóað hraustlega í eftirspils- þættinum, Jarðskjálftanum, enda þurftu margir hlustendur auðsjáan- lega að halda aftur af sér að leiks- lokum í ríkjandi klappbanni staðar- ins. En þrátt fyrir lauflétt vínar- klassískt yfirbragð og verulegt hugvit Haydns við nauðsynlega and- stæðuöflun er hætt við að „Sjö orð Krists“ verði í heild að teljast flest- um nútímaeyrum þungur biti. Hljómborðskonfekt úr fjölskyldualbúminu Meðan tónleikagagnagrunnur er ótiltækur og treysta verður á frum- stætt mannlegt minni væri auðvelt að slá því fram og undrast hvers vegna helztu svítuverk Bachs fyrir sembal heyrast jafnsjaldan leikin (líka á píanó) og raun virðist bera vitni. Samt sem áður eru ekki nema 6 vikur síðan Franska svítan í G-dúr, er síðust var á dagskrá Guðrúnar Óskarsdóttur á tónleikum hennar kl. 17 í Skálholtskirkju, var leikin á slaghörpu í Salnum. Ástandið kann því að reynast skárra en halda mætti við fyrstu sýn. Alltjent hefur endingargildi hljómborðsgimsteina á borð við Frönsku svíturnar sízt minnkað frá því er þær voru í miklu uppáhaldi í hópi fjölskyldu, vina og nemenda Bachs á fyrstu Leipzig- árum hans, og ætti því fátt að standa í vegi fyrir tíða flíkun. Nema ef vera skyldi að nútímapíanistum finnist orðið jafnvel þessi sígildustu verk barokkskeiðsins tilheyra landhelgi upphafshyggjutúlkenda. Af Frönsku svítunum sex BWV 812–17 lék Guðrún þrjár – nr. 3 í h-moll, nr. 2 í c-moll og nr. 5 í G-dúr. Fyrstu þrjár svítur safnsins eru í moll og þykja (burtséð frá klissjuni um þyngri blæ moll-tónkyns, sem gildir fráleitt heldur um öll verk Bachs) almennt alvarlegri í fasi en seinni þrjár sem allar eru í dúr. Nokkuð bar á „tilfinningasamri“ mótun í h-mollinum umfram seinni svíturnar en ekki til vanza, og yf- irleitt sat flest mjög vel og sannfær- andi. Flúrun Guðrúnar var líka fis- létt og óþvinguð, t.d. afar þokkafull í h-moll Saraböndunni (er minnir í upphafsfrumi á seinna stef a-molls „sinfóníu“ (3ja radda invensjón) Bachs). Á almennt tempóval Guð- rúnar í menúettum var aftur erfið- ara að fallast; þeir verkuðu jafnan of hraðir, og sá í c-moll svítunni hljóm- aði fyrir vikið nánast eins og bull- andi gigue. Annars var fátt fingrum fettandi úr aftursæti. Það langversta fannst manni heljarlöngu forslögin í Loure- þætti G-dúrsins (6/4) er voru ná- kvæmlega jafnlangar og fjórða- partsnóturnar og féllu því þung- lamalega til jarðar. Einnig er spurning hvort sérkennilega hornóttur lokagikkur c-moll svít- unnar – eins og siciliano á útopnu – hefði ekki náð meiri sveiflu með minna stakkatói á 3. slagi. Nánast allt annað var túlkað af öruggum þokka og ágætri sveiflu þegar það átti við, ekki sízt í tindil- fættri gikkfúgu G-dúr svítunnar er Guðrún flutti á flottu tempói með óþvinguðum glæsibrag, þó að Bourréeið tveim þáttum fyrr væri svolítið stirt. Mótunin var oftast þroskuð og hugulsöm (t.d. í af- bragðsvel heppnuðu c-moll allemöndunni) með bráðfallegri syngjandi í saraböndunum án þess að glata þrískiptri takttegundinni – m.a.s. í hinni formrænt óþjálu c-moll saraböndu. Ljóst var af heildinni að Guðrún hafði fullt erindi við þennan mjög svo krefjandi, en líka afar umbunandi, meistara meistaranna. Meðferð hennar bar vott um bæði markvissa heildarsýn og skáldlegt næmi – en líka nauðsynlegt skap og snerpu til að harka af sér smáörður á leiðinni áður en verra hlauzt af. Á klafa tímans TÓNLISTSkálholtskirkja J. Haydn: Strengjakvartettinn Sjö orð Krists á krossinum Op. 51. Jaap Schröder& Rut Ingólfsdóttir barokk- fiðlur, Svava Bernharðsdóttir barokk- víóla, Sigurður Halldórsson barokkselló. Upplestur: Sr. Egill Hallgrímsson. Laug- ardaginn 5. júlí kl. 15. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson J. S. Bach: Franskar svítur í h, c & G, BWV 814, 813 & 816. Guðrún Ósk- arsdóttir semball. Laugardaginn 26. júlí kl. 17. SEMBALTÓNLEIKAR Sýningu lýkur SÝNINGU Kristjáns Davíðssonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði lýkur á fimmtudag 31. júlí kl. 18. Að sögn sýningarstjóra hefur sýn- ingin verið einstaklega vel sótt, en henni lýkur á fimmtudaginn. Safnið stóð fyrir útgáfu á sýningarskrá sem hægt er að nálgast í safninu, með grein um listamennina á íslensku eft- ir Ólaf Gíslason, og einnig í enskri þýðingu Jay D’arcy. Safnið er opið alla daga milli kl. 12 og 18. Aðgangur er ókeypis. Pakkhúsið, Ólafsvík Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu sem er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.