Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ROBERTSON lávarður,framkvæmdastjóriAtlantshafsbanda-lagsins, átti í gær fund á Þingvöllum með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Hall- dóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra. Robertson kom hingað til lands í boði forsæt- isráðuneytisins og var um kveðjuheimsókn að ræða þar sem hann lætur af störfum í lok árs- ins. Hann hélt aftur af landi brott síðdegis og hélt þá til New York þar sem hann mun eiga fundi hjá Sameinuðu þjóðunum. Robertson ræddi við blaða- menn að loknum fundinum og var hann spurður hvernig hann mæti hugmyndir Bandaríkjastjórnar um að kalla F-15-orrustuþotur sínar burt frá Keflavík. Hann lagði áherslu á að viðræður um það hvort herþotur Bandaríkj- anna yrðu kallaðar frá Íslandi væru tvíhliða mál Íslands og Bandaríkjanna en ekki mál Atl- antshafsbandalagsins. „Auðvitað höfum við áhuga á þeim við- ræðum sem eiga sér stað milli Ís- lands og Bandaríkjanna en þessi mál hafa ekki enn komið inn á borð bandalagsins þar sem ekki hefur fengist endanleg nið- urstaða varðandi framtíð F-15- vélanna eða annars viðbúnaðar Bandaríkjanna, sem er all- verulegur viðbúnaður, í Kefla- vík.“ Þakkaði framlag Íslands Hann sagðist að hluta vera kominn til Íslands til að þakka ís- lensku ríkisstjórninni fyrir fram- lag hennar til NATO. Hann hefði fyrir skömmu heimsótt Pristina í Kosovo en þar tók Íslenska frið- argæslan fyrr á árinu við stjórn alþjóðaflugvallarins í borginni. Robertson sagði friðargæslu- verkefni NATO í Kosovo vera hið umfangsmesta sem bandalagið hefði ráðist í og í Pristina sæist greinilega að jafnvel lítil ríki gætu lagt mikið af mörkum. Hann sagði Íslendinga gegna hlutverki á Balkanskaga jafnt sem annars staðar þar sem NATO léti til sín taka og eftir því væri tekið. Aðspurður hvort hann teldi lík- ur á að NATO kæmi inn í rekstur Keflavíkurstöðvarinnar sagði hann að enn hefði engin formleg ákvörðun verið tekin af hálfu Bandaríkjastjórnar varðandi Keflavík. Þessi mál væru nú til umræðu á tvíhliða vettvangi Ís- lands og Bandaríkjanna á grund- velli varnarsamningsins frá 1951 og ekki komin inn á borð banda- lagsins. „Þetta hefur ávallt verið mikilvæg stöð með herfræðilega mikilvæga legu. Keflavík hefur því verið mikilvæg fyrir banda- lagið. Við fylgjumst grannt með því sem gerist í þessum tvíhliða viðræðum og hvort að á ein- hverjum punkti geti bandalagið lagt sitt af mörkum. Þá erum við auðvitað reiðubúnir að aðstoða ef hægt er.“ Mun ræða við bandaríska embættismenn Hann sagði að hann myndi ræða þessi mál á næstunni við bandaríska embættismenn. „Ég hef, líkt og komið hefur fram, rætt málefni Íslands við George W. Bush Bandaríkjaforseta er við áttum fund á skrifstofu hans í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Hann fylgist áfram grannt og af áhuga með málinu og auðvitað mun ég kynna honum niðurstöður minna viðræðna. Ég ítreka hins vegar að þetta eru tvíhliða viðræður sem stendur,“ sagði Robertson. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Ísland geta komist af án bandarískra varna sagðist hann ekki hafa neina persónulega skoðun á því. Hann væri fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins og endurspeglaði því viðhorf þeirra átján ríkja er nú ættu aðild. „Ísland er í þeirri einstöku aðstöðu að vera með tví- hliða varnarsamning við Banda- ríkin. Viðræður eiga sér stað inn- an ramma þess samkomulags. Ég vona að sátt náist um niðurstöð- una því ég veit að það er vilji til að viðurkenna það hlutverk sem Ísland hefur gegnt í fortíðinni og hið mikilvæga hlutverk sem það mun gegna í framtíðinni.“ Treyst af báðum Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að ekki hefði verið farið fram á að Robertson eða bandalagið beitti sér með form- legum hætti. „Við töluðum við hann sem framkvæmdastjóra NATO og mann sem er treyst bæði hér á landi af okkar utanrík isráðherra og eins af Bandaríkja mönnum. Við fórum yfir okkar sjónarmið en erum ekki að biðja um eitt eða neitt í því sambandi, sagði forsætisráðherra. Hann sagði við Morgunblaðið að fundurinn hefði verið hugs- aður sem kveðjufundur með framkvæmdastjóranum þótt von andi ættu menn nú eftir að hitta hann seinna áður en hann léti af embætti. „Við tókum vissan tíma í að ræða viðræður okkar við Bandaríkin og stöðuna í þeim. Hann hefur fylgst vel með þeim málum, nýtur trausts beggja að- ila en er ekki formlegur milli- göngumaður í málinu og það er Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalags Ekki farið fram Robertson lávarður ræddi stöðu varnarsam- starfs Íslands og Bandaríkjanna á fundi með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í gær. Robertson segist fylgjast grannt með málinu en það sé ekki formlega á borði Atlantshafsbandalagsins. George Robertson lávarður, fra Ásgrímssyni utanríkisráðherra GEORGE Robertson, sem ver-ið hefur lávarður af PortEllen frá 1999, var skip-aður framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, í ágúst 1999 og tók formlega við starf- inu í október sama ár. Eining ríkti meðal öflugustu þjóða bandalagsins um Robertson lávarð. Hann þótti hafa staðið sig afar vel í embætti varnarmálaráðherra Bretlands sem hann tók við þegar Tony Blair mynd- aði fyrstu ríkisstjórn sína 1997. Frammistaðan þótti ekki síst athygl- isverð vegna þess að hann hafði enga sérstaka þekkingu á varnarmálum er hann tók við. En Robertson, sem margir lýstu áður sem harla litlaus- um stjórnmálamanni, var fljótur að setja sig inn í málin. Landlæg tor- tryggni margra hershöfðingja í garð Verkamannaflokksins hvarf end- anlega þegar Robertson reyndist skeleggur og taugasterkur yfirmaður breskra varnarmála í Kosovostríðinu vorið 1999, eina stríðinu sem háð hefur verið í nafni NATO. Breytingar sem gerðar voru á skipulagi breska heraflans í tíð hans þóttu takast afar vel og tryggja Bretum öfluga stöðu í umræðum manna um varnir Evrópu. Varla hefur spillt fyrir Robertson að hann hefur ávallt verið talinn hægrisinni í Verkamannaflokknum og oft hefur hann verið gagnrýndur fyrir að vera of „amerískur“ í við- horfum sínum. Sjálfur segir Robert- son að öryggi komandi kynslóða verði sem fyrr best tryggt með sam- starfi yfir Atlantshafið. Samtökum herskáustu afvopnunarsinna í Verka- mannaaflokknum, Miltant, líkti hann eitt sinn við krabbamein sem þyrfti að fjarlægja, að sögn BBC. Robertson er harður stuðnings- maður evrópskrar samvinnu og hefur Við stýrið á tímum upp Robertson vill tryggja varnarsamstarfið við Bandaríkin og efla einingu Evrópu Robertson lávarð stjóri NATO. Í ba lagsins. AGALEYSI OG ÓÞOLINMÆÐI Kristín Sigurðardóttir, slysa- ogbráðalæknir á Landspítalan- um í Fossvogi, sagði í Morgun- blaðinu í gær, að alltof mikið aga- leysi og óþolinmæði einkenndi íslenzka umferðarmenningu. Þetta eru orð að sönnu eins og skýrt kemur fram í ársskýrslu lögregl- unnar í Reykjavík. Þar kemur fram að umferðar- lagabrot í því umdæmi voru um 32 þúsund á síðasta ári og fjölgaði um 23%. Hraðakstursbrotum fjölgaði um 41% en að hluta til er skýringin aukið eftirlit í Hvalfjarðargöngum með hraðamyndavélum. Það er í rauninni óhugnanlegt að umferðarlagabrotum fjölgi um nær fjórðung í Reykjavík einni á einu ári. Svo mikil fjölgun umferðar- lagabrota er vísbending um, að við séum alls ekki að ná tökum á um- ferðinni. Rögnvaldur Jónsson, sem sæti á í Rannsóknarráði umferðarmála, upplýsir í Morgunblaðinu í gær að um 70% banaslysa verði í um 50 km radíus út frá höfuðborginni. Jafn- framt segir Rögnvaldur að tæplega helmingur banaslysa í umferðinni í fyrra hafi orðið vegna framaná- aksturs. Fengin reynsla sýnir að í vissum tilvikum á hönnun umferðarmann- virkja verulegan þátt í umferðar- slysum. En meginástæðan er tví- mælalaust agaleysi í umferðinni. Hvernig á að koma á auknum aga í umferðinni á Íslandi? Sennilega er engin leið til þess nema auka mjög og þyngja refsingar vegna umferð- arlagabrota. Þær reglur um öku- leyfissviptingu sem nú gilda virðast ekki duga til að koma í veg fyrir ölvun við akstur. Þær refsingar, sem í gildi eru virðast ekki duga til að koma í veg fyrir hraðakstur og svo mætti áfram telja. Agaleysið í umferðinni er ekkert grín. Það er grafalvarlegt mál. Banaslys í umferðinni eru of mörg. Og jafnvel þótt ekki verði um að ræða banaslys er talið að fyrir hvern einn, sem deyr séu tíu slas- aðir og þrír af þeim varanlega skaddaðir á einn eða annan hátt til æviloka. Kristín Sigurðardóttir læknir segir í Morgunblaðinu í gær: „Mið- að við það að það eru um 20–30 manns á ári, sem láta lífið í umferð- arslysum þá eru 60 til 90 sem sitja eftir með varanleg örkuml. Þessi hópur gleymist oft.“ Á allmörgum undanförnum árum hefur mikið átak verið gert í því að bæta umferðarmenningu þjóðarinn- ar og auka aga í umferðinni. Því miður hafa þær aðgerðir ekki skil- að nógu góðum árangri. Nú er tímabært að taka þessi mál enn fastari tökum m.a. með því að þyngja verulega refsingar við um- ferðarlagabrotum. ÞÁTTUR ROBERTSONS Aðkoma Robertsons lávarðar,framkvæmdastjóra NATO,sem kom í kveðjuheimsókn til Íslands í gær, skiptir miklu máli í þeim viðræðum sem nú eiga sér stað milli Íslands og Bandaríkjanna um framtíð varnarstöðvarinnar í Kefla- vík. Robertson sjálfur lagði að loknum fundi sínum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra á Þingvöllum í gær áherslu á að um tvíhliða við- ræður Íslands og Bandaríkjanna væri að ræða. Málið væri ekki form- lega á borði Atlantshafsbandalags- ins. Engu að síður er það svo að Ro- bertson hefur nú þegar gegnt mik- ilvægu hlutverki í þessum viðræð- um. Þótt hann ræði sjálfur af hófsemi um þátt sinn þá liggur fyrir, líkt og fram kemur í samtali við Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í blaðinu í dag, að málið komst inn á borð forseta Bandaríkjanna fyrir milligöngu framkvæmdastjóra NATO. Fram að því höfðu ráðuneyti utanríkismála og varnarmála í Washington farið með forystuna í málinu. Hvíta húsið og þjóðarörygg- isráðið hafa nú tekið forystuna í þessum viðræðum sem er mikilvægt, líkt og fram kom á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra með fréttamönnum í síðustu viku. Hvíta húsið er líklegra til að leggja mat á málið í víðara og pólitískara sam- hengi en ráðuneytin. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur haft tilhneigingu til þess í gegnum árin að meta varnarþarfir Íslands út frá tæknilegum varnarþörfum Banda- ríkjanna. Nú þegar hefur það gerst, líkt og utanríkisráðherra bendir á, að málið er „komið af því stigi að endanleg ákvörðun hafi verið tekin líkt og okkur var tilkynnt fyrir kosningar“. Robertson mun áfram fylgjast með málinu og hann sagði í gær að hann myndi ræða það við banda- ríska embættismenn á næstunni. Sé litið til sögunnar er ljóst að fram- kvæmdastjórar Atlantshafsbanda- lagsins hafa ávallt gegnt lykilhlut- verki þegar spennuástand hefur ríkt í varnarsamstarfi Íslands og Banda- ríkjanna. Þar má minna á þátt Jos- ephs Luns, sem var fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands. Hann kom mikið við sögu við lausn á land- helgisdeilum á áttunda áratugnum. Davíð Oddsson benti í gær á að framkvæmdastjóri NATO gæti gegnt hlutverki þótt hann kæmi ekki að málinu með formlegum hætti. Hann nyti trausts beggja að- ila og gæti átt þátt í að „skýra línur á milli aðila og útskýra fyrir hvorum aðilanum sjónarmið hins“. Á fyrrnefndum fundi í síðustu viku sagði forsætisráðherra m.a.: „Bandaríkjamenn telja að þeir geti varið landið með öðrum aðferðum með fullnægjandi hætti en við höfum talið að svo sé ekki. Þannig að það er einhvers staðar á þessu breiða svæði sem þarna er á milli sem menn þurfa að finna niðurstöðu.“ Aðkoma framkvæmdastjóra NATO verður vonandi til að auð- velda leitina að þeirri niðurstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.