Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Sigurðssonfæddist í Hrauns- ási í Hálsasveit í Borgarfirði 26. jan- úar 1919. Hann lést á Elli- og dvalarheim- ilinu Grund 19. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigurð- ur Bjarnason, bóndi í Hraunsási, f. 21. apr- íl 1870, d. 27. desem- ber 1959, og Magnes Signý Jónsdóttir, f. 28. apríl 1876, d. 28. apríl 1921. Alsystkini Gísla voru Þorgeir, f. 3. nóvember 1913, d. 20. janúar 1933, og Þóra, f. 18. júní 1917, d. 22. júní 1917. Systkini Gísla, sam- feðra voru Bjarni, f. 30. apríl 1901, d. 30. júlí 1974, Jón, f. 27. janúar 1904, d. 11. maí 1957, og Helga, f. 9. apríl 1908, d. 25. októ- ber 1982. Gísli missti móður sína á unga aldri og var þá tekinn í fóstur af móðursystkinum sínum í Stóra- Ási í Hálsasveit þar sem hann var til 8 ára aldurs. Eftir það ólst hann upp hjá föður sínum í Hraunsási, dvaldist þar óslitið til 1942 og oft á sumrum, næstu árin. Hann lærði flugvéla- og svifflugu- smíði í Þýskalandi og Svíþjóð, á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina og var eini lærði svif- flugusmiðurinn á Ís- landi, en þau rétt- indi fékk hann með ráðherrabréfi. Hann tók einnig C-próf í svifflugi 1955. Gísli starfaði fyrir Svif- flugfélag Íslands frá 1941-1980, sat í stjórn félagsins 1949-1978 og var gerður heiðurs- félagi árið 1963. Hann starfaði á tré- smíðaverkstæði Flugmálastjórn- ar frá 1980-1988, en frá 1988 og fram til síðasta dags vann hann fyrir Flugsögufélagið við að gera upp gamlar flugvélar. Meðal þeirra véla sem Gísli gerði upp á ferli sínum var Klemminn svo- kallaði, mótorvél sem þýskur svif- fluguleiðangur kom með til Ís- lands, rétt fyrir seinna stríð. Einnig starfaði hann um árabil við blómaskreytingar fyrir blómabúðina Flóru. Útför Gísla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verð- ur frá Stóra-Ási á morgun, mið- vikudaginn 30. júlí klukkan 16. Kveðja frá Svifflugfélaginu Heiðursfélagi í Svifflugfélagi Ís- lands er látinn. Gísli Sigurðsson verð- skuldaði þann titil manna best og bar hann með sóma. Enginn hefur helgað sviffluginu krafta sína jafnríkulega og hann. Svifflugíþróttin barst hingað til lands á millistríðsárunum og var félag stofnað árið 1936. Svifflug verður ástríða þeim sem á annað borð ná að tileinka sér þá himnesku íþrótt, Gísli fór ungur að fljúga og segja má að hann hafi trúlofast fluginu. Hann gekk í Svifflugfélagið árið 1941. Svo mikill var áhuginn og eljusemin hjá Gísla að eftir stríð fór hann til Þýska- lands og lærði þar svifflugusmíði. Eft- ir það sá hann meira og minna um all- ar viðgerðir á flugvélum félagsins. Má nærri geta hvort þessi mikli áhugi og sérþekking hafi ekki gefið félaginu byr undir báða vængi. Gísli var starfsmaður félagsins í áratugi og bjó þá á Sandskeiði á sumrin. Hann var bæði sérstakur maður og minnisstæður félagi. Gísli helgaði sig fluginu allt frá ungum aldri og fram í andlátið. Síðustu tvo áratugina vann hann við að gera upp gamlar flugvél- ar, fyrst fyrir Flugmálastjórn og síð- ar með Flugsögufélaginu og liggja þar eftir hann ómetanleg verk. Við svifflugsfélagar vottum að- standendum Gísla samúð okkar vegna fráfalls hans. Við kveðjum hann með virðingu og þökk fyrir öll hans góðu störf í þágu flugsins. Kristján Sveinbjörns- son formaður. Kveðja frá Flugmálafélagi Íslands Góðvinur úr fluginu, Gísli Sigurðs- son, er allur á aldarafmæli flugs í heiminum. Það er í sjálfu sér tákn- rænt fyrir þennan öðling því flugið var líf hans og yndi. Örlögin höguðu því svo til að eitt af tveimur aðalhlutverkum Gísla í flug- sögu þjóðarinnar var að verða flug- vélasmiður, en á því sviði var hann al- gjörlega sjálfmenntaður. Örlaga- valdarnir í lífi Gísla voru flug- málastjórarnir Agnar Kofoed-- Hansen og Pétur Einarsson, og á milli þessarra valinkunnu manna myndaðist eftirtektarvert traust og virðing. Starfsævi sinni eyddi Gísli sem trésmiður hjá Flugmálastjórn Íslands og lagði gjörva hönd á mörg flugsamgöngumannvirki. Þeir Agnar og Pétur vissu að hægt var að virkja hæfileika Gísli á fleiri sviðum þar sem maðurinn var hvoru- tveggja í senn, þúsundþjalasmiður og listasmiður. Þeir vissu að það var hægt að leggja traust sitt á Gísla Sig- urðsson. Því fólu þeir Gísla hið vanda- sama starf að endurbyggja gamlar flugvélar og á því sviði liggja eftir hann sannkölluð listaverk. Og þó Gísli vinur okkar sé nú horfinn á braut skil- ur hann eftir sig slíka kjörgripi að ómetanlegt má teljast fyrir flugsögu þjóðarinnar. Hitt aðalhlutverk Gísla í flugsög- unni var fórnfúst starf hans á sviði svifflugmála en Gísli var jafnórjúfan- legur hluti Sandskeiðsins og sjálft Vífilfellið. Í mörg sumur um áratuga skeið fluttist Gísli beinlínis búferlum upp á Sandskeið og vann þar óeigin- gjart starf við að dytta að svifflug- unum, draga þær á loft með drátt- arspilinu góða og síðast en ekki síst gegndi hann afar mikilvægu uppeldis- hlutverki fyrir nýliðana. Þar fundu þeir félagarnir í Svifflugfélagi Íslands það sama og vinnuveitendur hans – það var hægt að leggja allt sitt traust á Gísla Sigurðsson. Allir sem áttu samleið með Gísla vissu að hann var einstaklega góður vinur vina sinna, víðlesinn og slíkur hafsjór af fróðleik um allt er laut að fluginu að hrein unun var á að hlýða, lífsspekin var einföld þegar flugið var annars vegar: Fyrst kemur flugið og svo kem ég sjálfur. Það væri full ástæða til þess að minnast starfa Gísla Sigurðssonar að svifflugmálum Íslands með því að reisa smekklegan minnisvarða á Sandskeiði er myndi vera táknrænn fyrir þennan góða dreng: Listasmíði, einfaldur, látlaus og traustur. Það er vel við hæfi að síðasta ferð þessa mikla flugáhugamanns í jarð- nesku lífi verði með flugvél en að- standendur hans og vinir sýna honum þann sóma að fljúga með Gísla á æskustöðvar sínar í Borgarfirði að lokinni útför hans hér í Reykjavík. Flugmálafélag Íslands óskar Gísla góðrar hinstu flugferðar heim í Borg- arfjörðinn með innilegu þakklæti og djúpri virðingu fyrir heilladrjúg störf að íslenskum flugmálum. Við biðjum þessum vini okkar og aðstandendum hans Guðs blessunar. F.h. Flugmálafélags Íslands Arngrímur B. Jóhannsson, forseti. Í dag kveðjum við kæran vin og frænda, Gísla Sigurðsson. Gísli var alltaf hjá okkur um jól og áramót, hafði sitt sæti við matarborðið og í stofunni og var fastur þáttur í hátíð- arhöldunum. Það eru margar góðar minningar sem börnin okkar eiga um Gísla frænda. Alltaf voru tekin fram spil á jóladag og um áramót, en nú verður sætið hans autt. Það er ljúft fyrir börn að eiga slíkar minningar. Við hjónin áttum þess kost að vera í ferðahóp með Gísla. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast, var fróður um land og þjóð og miðlaði þeim fróð- leik til ferðafélaganna. Frá árinu 1988 dvaldi Gísli á dval- arheimilinu Grund þar sem hann fékk að sjá um bókasafnið og var þar rétt- ur maður á réttum stað, og um tíma sá hann einnig um fánann. Við kveðjum Gísla með ljóði Guð- rúnar Jóhannsdóttur frá Brautar- holti: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Fjölskyldan Njálsgötu 98. Einn af öðrum hverfa af sjónarsvið- inu æskufélagarnir sem við áttum samleið með bæði í leik og starfi. Nú hefur Gísli í Hraunsási kvatt. GÍSLI SIGURÐSSON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR GARÐARSSON, Krókatúni 4a, Akranesi, (áður Hlíðarbyggð, Garðabæ), verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn 30. júlí kl. 13.30. Svava Birgisdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Guðrún Birgisdóttir, Guðlaugur Jakob Ragnarsson, Einar Björgvin Birgisson, Ágústa H. Bárudóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÝÐUR BOGASON, Ásvegi 21, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 22. júlí síðastliðinn, verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 30. júlí kl. 13.30. Erla G. Magnúsdóttir, Antonía M. Lýðsdóttir, Sigurður Hermannsson, Elín M. Lýðsdóttir, Atli Sturluson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STURLAUGUR JÓHANNSSON, frá Ísafirði, Dalbraut 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mið- vikudaginn 30. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans láti heimahlynningu Krabbameinsfélgsins njóta þess. Anna M. Gísladóttir, Páll Sturlaugsson, Emma Rafnsdóttir, Sigríður Sturlaugsdóttir, Ómar Þorbjörnsson, Bragi Benediktsson, Guðrún Sturlaugsdóttir, Karl Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til hinna fjölmörgu sem á marg- víslegan hátt sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, bróður, tengdasonar og afa, PÉTURS EINARSSONAR byggingameistara, Þrastarási 4, Hafnarfirði. Hildur Jónsdóttir, Jón Ragnar, Kristín Erla, Einar Pétur, Guðbjörg Hildur Pétursbörn, Einína, Ólöf Unnur, Guðrún og Gyða Einarsdætur. Auður Albertsdóttir, Jón R. Steindórsson, Aron Bjarki. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI ÞORGEIRSSON fyrrv. kaupmaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 31. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Brynfríður Halldórsdóttir, Þorgeir Gíslason, Steinunn G. Lórenzdóttir, Vilmundur Þór Gíslason, Hrafnhildur K. Óladóttir, barnabörn og langafabörn. ÁGÚST BJÖRGVINSSON bifreiðastjóri, lést laugardaginn 12. júlí. Útförin hefur farið fram. Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, SIGRÚN EDDA GESTSDÓTTIR, Furugrund 42, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 31. júlí og hefst athöfnin kl 13.30. Líney Marinósdóttir, Karl Magnússon, Bent Marinósson, Sif Á. Guðbjartsdóttir, Líney Bentsdóttir, barnabörn og systkini. Faðir minn og afi okkar, KRISTINN GUÐLAUGSSON, Karlsbraut 6, Dalvík, lést sunnudaginn 27. júlí. Útför hans verður gerð frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Atli Rafn Kristinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.