Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRAMUNDAN er verslunarmanna- helgin, þessi fræga ferðahelgi okkar Íslendinga. Þess má vænta að þá bregði þorri landsmanna undir sig betri fætinum og fari í ferðalag. Veg- ir liggja til allra átta og möguleikar á áfangastað, afþreyingu og fé- lagsskap eru fjölbreyttir. Úrvalið er mikið fyrir þann sem hefur frelsi til að velja. Svo mikið að það getur reynst óhörðnuðum ung- lingi ofviða. Alþekkt er að um fyrri verslunarmannahelgar hafa margir þeirra lent í ógöngum vegna neyslu vímuefna. Á Íslandi miðast sjálfræðisaldur við 18 ár. Fram að þeim aldri bera foreldrar ábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna. Í því felst meðal annars að ákveða með þeim hvernig versl- unarmannahelginni verður varið. Fjölskyldan hefur SAMAN frelsi til að velja og best er að valið sé vel ígrundað. Niðurstöður rannsókna sem gerð- ar hafa verið meðal unglinga benda til að því meiri tíma sem unglingur ver með fjölskyldu sinni því minni líkur eru á því að hann neyti vímu- efna. Upplýst og meðvituð ákvörðun um hvernig verslunarmannahelgi fjölskyldunnar verður varið gæti byggst á upplýsingum sem þessum. Hvort sem er uppi á fjöllum, á útihá- tíð, heima í rólegheitum eða hvar sem er annars staðar er það góður kostur fyrir fjölskyldur unglinga að verja verslunarmannahelginni SAM- AN og safna góðum minningum. ÞORGERÐUR RAGNARSDÓTTIR, framkvæmdastjóri áfengis- og vímuvarnaráðs hjá Lýðheilsustöð. Frelsi til að velja Frá Þorgerði Ragnarsdóttur Fjölskyldan hefur saman frelsi til að velja hvernig verslunarmanna- helginni verður varið og best er að valið sé vel ígrundað. EVRÓPUSAMBANDIÐ má sem best skilgreina sem rómverska kast- alaborg, umlukta múrum á alla vegu. Þeir sem innan múranna búa þurfa leyfi stjórnenda kastalans til þess að hafa samskipti við þá sem lifa fyrir utan. Það er frelsið sem boðið er upp á. Heimur þeirra sem búa innan múranna tekur aðeins mið af því sem þar er. Til þess eru múrar að skilja á milli, halda sumum fyrir innan og öðrum fyrir utan. Sjaldnast gengur þó slíkt til lengdar. Kínamúrinn átti að halda svokölluðum óþjóðum frá menningarlandinu mikla og veita því fulla vörn. Mongólar, sem áttu að vera fyrir utan, lögðu Kína samt undir sig. Berlínarmúrinn átti að vera einhverskonar verndarveggur fyrir ríki Ulbrichts og félaga. Fólkið skildi þá ráðstöfun hvorki né vildi og að því kom að það muldi þann múr niður og hafnaði aðgreiningu hans. Maginotlínan átti að halda Þjóðverj- um utan Frakklands en þeir hlógu sig framhjá henni og marséruðu í gegnum Sigurbogann. Múrar ættu að vera úrelt fyrirbæri nú á tímum því hlutverk þeirra getur aldrei farið saman við vonir manna um frjálsan heim. Fólk vill almennt fá að ráða því sjálft nú til dags við hverja það hefur samskipti. Það vill ekki að einhver gamaldags kastalastjórn ráðskist með líf þess og byggi um það múra með reglugerðum og margflóknum miðstýringarkvöðum. Það er samt verið að byggja upp rómverska kastalaborg í Brussel og múrarnir verða hærri og stærri með hverju árinu. Það er verið að lengja í fulltrúalýðræðinu og draga saman völd svo þau geti þegar þar að kemur sem best legið í eins manns hendi. Evrópumúrinn er byggður með það í huga. Það er sjáanlega beðið eftir keis- aranum sem Paul Henri Spaak, for- maður undirbúningsnefndar að stofnun Evrópusambandsins, talaði svo fjálglega um á sínum tíma: „Sendið okkur mann sem er nógu öflugur,“ sagði hann, „hvort sem hann er guð eða djöfull, við munum taka við honum!“ Þegar beðið er um valdhafa með þessum hætti og allt undirbúið fyrir komu hans með því hugarfari sem lýsir sér í þessum orð- um formanns undirbúningsnefndar- innar, þá er ekki von á góðu. Slíkur valdhafi mun þurfa á múrum að halda, því hann er líklegur til að að- greina fólk með þeim hætti sem aldr- ei hefur verið gert fyrr á þessari jörð. En þrátt fyrir það dragast þeir samt að múrunum sem þrá völd, upphefð og frama í eigingjörnum draumum sjálfselsku sinnar. Það eru til menn í öllum löndum Evrópu sem vilja þjóna undir kastalastjórnina í Brussel og eru reiðubúnir að draga þjóð sína þar á fórnarstall. Þeir sjá ekki ófrelsið sem því fylgir og skilja ekki að þeir eru að þjóna þeim sem síst skyldi. Öll þeirra viðleitni er sókn eftir vindi, því ágóði þeirra verður enginn þegar upp er staðið. Þeim verður fórnað í fyllingu tímans, þegar þeir verða orðnir gagnslausir fyrir það vald sem gleypti þá og not- aði. Enginn heldur til lengdar náð keisarans. Allra síst náð þess keisara sem Brussel-kastalinn, múraveldið mikla, bíður eftir í öfugsnúinni til- beiðslu sinni. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Sókn eftir vindi Frá Rúnari Kristjánssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.