Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Adonia kemur og fer í dag. Hanse Duo og Freri koma í dag. Baldvin fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Lokað vegna sum- arleyfa frá 1. júlí til 12. ágúst. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sum- arleyfa. Kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13.30 létt ganga. Pútt- völlur opinn mánudag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótsnyrting. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað, hár- greiðslustofan opin, kl. 10 samverustund. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 er handavinnustofan op- in, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 er verslunin opin, kl. 13.30 mynd- band. Félagsstarfið, Hæðargarði 31. Kl. 9– 16 opin vinnustofa, leikfimi byrjar aftur 2. sept., kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 12 hárgreiðsla. Bókabíllinn er í fríi til 9. sept. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttæf- ingar á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Föstudaginn 1. ágúst verður innan- félagspúttkeppni á Hrafnistuvelli. Mæting kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–12, kl. 14 ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðslustofan og fótsnyrtingarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia. Fótsnyrting og hársnyrting. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa og tréskurður lokað frá 3. júlí til 5. ágúst. Kl. 10–11 boccia. Fótsnyrtingarstofan er lokuð frá 21. júlí til 5. ágúst. Hárgreiðslu- stofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótsnyrting og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 14 félagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333, og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikum fyrir krabbameinssjúka og langveika fást í síma 587 5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er þriðjudagur 29. júlí, 210. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.)     Á Múrnum veltir Hug-inn Freyr Þor- steinsson því fyrir sér hvernig á því standi að Leikskólar Reykjavíkur hafi varið sjö milljónum króna í það verkefni að bæta ímynd sína og bendir á að kostnaðurinn sé langt fyrir ofan þau viðmiðunarmörk sem notast er við þegar meta skuli hvort tiltekin verk- efni eigi að fara í útboð. Reglan sé sú að verkefni sem kosti meira en 500.000 fari í útboð.     Huginn gerir þó ekkiaðeins athugasemd við að verkið hafi ekki verið boðið út: „Fleira er hrollkennt við málið. Fyrirtækið sem fékk verkið er GSP almanna- tengsl, sem hefur séð um ímyndarmál þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hvernig sem á því stend- ur að ákveðið var að brjóta útboðsreglur Reykjavíkurborgar, er ljóst að tengsl borgar- stjóra við GSP eru afar óheppileg, svo ekki sé kveðið fastar að orði.“     Huginn gagnrýnir þessivinnubrögð harð- lega: „Í nýafstaðinni kosningabaráttu varð Ingibjörgu Sólrúnu tíð- rætt um betri starfshætti í opinberri stjórnsýslu, heiðarleika stjórnmála- manna, valdníðslu o.s.frv. Ingibjörgu var svo umhugað um þessi mál að tvisvar fór hún í Borgarnes til að flytja sömu ræðuna. Allt voru þetta málefni sem voru góðra gjalda verð en ein- hvern veginn efaðist maður um að hugur fylgdi máli hjá Ingi- björgu Sólrúnu. Til að mynda þegar hún velti fyrir sér heiðarleika stjórnmálamanna í við- tali við Morgunblaðið og viðraði áhyggjur sínar af því hvernig stjórn- málamenn ganga á bak orða sinna. Sjálf hafði hún nokkrum mánuðum áður lofað kjósendum í Reykjavík að hún yrði borgarstjóri næstu fjög- ur ár og færi ekki í framboð til Alþingis árið 2003. Allir þekkja hversu orðheldin hún reyndist.“     Huginn segir að í máliLeikskóla Reykjavík- ur og GPS almanna- tengsla sé að finna annað dæmi þar sem orð og gjörðir Ingibjargar fari ekki saman. Hann spyr hvort kannski sé það þannig „að Samfylkingin sé orðin það framsækinn og nútímalegur stjórn- málaflokkur að orð og gjörðir þurfi ekki að fara saman.“ Að lokum veltir Hug- inn fyrir sér þeirri áleitnu spurningu hvort augslýsingamennska og almannatengsl séu orðin yfirþyrmandi í stjórn- málum úr því að leik- skólarnir virðist nú þurfa á slíkri þjónustu að halda. Hann spyr hvort e.t.v. sé það þetta „sem þessi frægu „umræðu- stjórnmál“ snú[i]st um.“ STAKSTEINAR Töff og kúl leikskólar Víkverji skrifar... ÞAÐ er nokkuð annar blær yfir mið-borginni á sunnudagsmorgnum en flesta aðra morgna vikunnar. Víkverji og fjölskylda hans nota sunnudaginn gjarnan til gönguferða og er þá stefnan yfirleitt tekin niður í bæ. Yfir vetrarmánuðina er bærinn oft nær tómur á þessum tíma, jafnvel þótt komið sé fram undir hádegi. Ferð um Reykjavík á sunnudögum minnir oft á gönguferð eða ökuferð um draugabæ. x x x MEIRA er um líf í miðborginni ásunnudagsmorgnum á sumrin. Það eru hins vegar aðallega erlendir ferðamenn sem þá eru á vappi. Lítið fer fyrir Íslendingum á þessum tíma og helstu vegsummerki um heima- menn eru yfirleitt brotnar bjórflöskur og annar óþverri sem sjá má á víð og dreif um bæinn. Minnisvarðar um þá sem voru úti að „skemmta sér“ kvöld- ið áður. Þótt hreinsunardeild borg- arinnar sé yfirleitt búin að fara yf- irreið sína er alltaf eitthvað eftir. x x x MÖRG kaffihús og flestir veitinga-staðir eru lokuð í hádeginu á sunnudögum en þó virðist sem þeim fjölgi sem hafa opið. Og þar sem var opið var yfirleitt mikið að gera nú um helgina. Á Sólon og Kaffi París sat fólk og sötraði kaffi og spjallaði og á hinni sí- vinsælu Jómfrú í Lækjargötu virtist nær fullt út úr dyrum af jafnt Íslend- ingum sem útlendingum. Það sama mátti segja um Kaffibrennsluna þar sem setið var við flest borð. And- rúmsloftið á Brennslunni dregur greinilega fólk að enda er gott að setjast þar niður og fá sér kaffi eða mat og alls ekki dýrt. Hamborgarar Kaffibrennslunnar eru þannig ein- hverjir þeir bestu í bænum. Það sem helst spillir fyrir er reykjarmökkurinn sem stundum verður fullyfirþyrm- andi. Í mörgum ríkjum er sterk hefð fyrir því að fjölskyldur fari saman út í há- deginu á sunnudögum, setjist niður á veitingastað og njóti samvista. Því miður hefur sá siður ekki náð að festa rætur hér á landi og jafnvel „sunnu- dagssteikin“ sem var fastur liður í til- veru flestra í hádeginu á sunnudögum fyrir nokkrum áratugum virðist heyra sögunni til. Á Austurvelli hefur í sumar verið komið fyrir sýningu á stórum ljós- myndum, sem sýndar eru á stórum, steyptum flekum. Þetta eru stórkost- legar myndir og hægt að skoða þær aftur og aftur og alltaf hafa jafngaman af. Hins vegar þykir Víkverja sem steypuflekarnir setji fullmikinn svip á Austurvöll þetta sumarið. Þeir eru langt í frá fagrir og hreinlega klunnalegir. Hefði ekki verið hægt að koma sýningunni fyrir annars staðar eða með öðrum hætti til að Aust- urvöllur fái að njóta sín í sumarskrúð- anum? Morgunblaðið/Jim Smart Klunnalegir flekar. Átt þú föt í stórum stærðum? MIG langar að vita hvort einhver kona lumi ekki á föt- um í stórum stærðum, því að ég hef þyngst töluvert mikið og er rétt komin yfir hundraðið. Ef einhver vill losa sig við föt sem eru of stór, þá vinsamlegast hring- ið í Stellu í síma 551 8727 eða 891 8727. Tapað/fundið Barnahjól í óskilum BLÁTT barnareiðhjól fannst í Hverafold í Grafar- vogi, föstudaginn 25. júlí sl. Upplýsingar í síma 567 2402. Saknar þú giftingarhrings? GIFTINGARHRINGUR fannst fyrir utan Haukahús- ið í Hafnarfirði. Upplýsing- ar í síma 555 0018. Hjól hvarf HJÓL hvarf frá Hraunbergi 19 (111 Rvk.) eða frá rólu- vellinum við hliðina á hús- inu, líklega þann 22. júlí s.l. Hjólið er nýtt, svart og gult með svörtum lás, svörtum vatnsbrúsa og gulri bjöllu. Stærðina er ég ekki með á hreinu, en það er fyrir ald- urinn 5–7 ára. Hjólsins er sárt saknað. Finnandi hjóls- ins er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 567 0432 eða 864 0640. Íþróttapoki tapaðist í Hafnarfirði Á SUMARHÁTÍÐ íþrótta- og leikjanámskeiðanna á Thorsplani í miðbæ Hafnar- fjarðar þann 24.júlí, tapaðist dökkblár íþróttapoki merkt- ur Góu. Í honum eru tveir regngallar og svört FH- húfa merkt: Harpa María. Pokans er sárt saknað og er skilvís finnandi beðin um að hringja í síma 869 8412. Tókst þú jakka í misgripum? EINHVER tók vitlausan flauelsjakka föstudaginn 25. júlí sl. á skemmtistaðnum Sólon, kl 3 eða 4 um nóttina. Jakkinn er dökkbrúnn að lit og í honum voru skilríki og veski. Nú sit ég uppi með jakka hins aðilans sem er svartur að lit, einnig úr flaueli og er með bíllyklum og húslyklum í. Finnandi vinsamlegast hringi í Guð- mund í síma 848 6189 eða 567 2260. Myndavél tapaðist á Kleifarheiði MYNDAVÉLIN mín, sem ég tapaði á Kleifarheiði, hef- ur enn ekki fundist. Finn- andi vinsamlegast hafi sam- band í síma 552 2248. Frístælhjóli stolið HINN 27. júlí sl. var appels- ínugulu frístælhjóli stolið í Hlíðunum. Sá sem hefur hjólið undir höndum eða veit hvar það er niðurkomið er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 896 3109. Dýrahald Fjörugir kettlingar fást gefins FJÖRUGIR og kassavanir kettlingar fást gefins. Um er að ræða 3 læður og 1 fress. Upplýsingar í síma 892 4504. Brandur fæst gefins FRESSKÖTTURINN Brandur er 9 mánaða gam- all norskur skógarköttur. Hann fæst nú gefins vegna sérstakra aðstæðna á nú- verandi heimili. Brandur er geldur og honum fylgir heilsubók. Að sögn kunn- ugra er kötturinn sá blíður og góður. Upplýsingar í síma 554 3087 eða 693 7907. Gári tapaðist GULHVÍTUR gári tapaðist í vesturbæ Hafnarfjarðar að kvöldi 25. júlí sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 848 5820. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 stafsetningarvillan, 8 tuskan, 9 rotnunar- skán, 10 úrskurð, 11 steinn, 13 hinn, 15 rabb, 18 saurgaði, 21 rekistefna, 22 lina þjáningar, 23 gamli, 24 ritleiknin. LÓÐRÉTT 2 vinnan, 3 finna að, 4 klatti, 5 skynfærin, 6 má til, 7 at, 12 spil, 14 óþrif, 15 þunnur drykkur, 16 innheimti, 17 fell, 18 bleytunnar, 19 mannsnafn, 20 dugleg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kátur, 4 tæpur, 7 nefnt, 8 liðug, 9 töf, 11 drag, 13 árar, 14 askur, 15 vigt, 17 spik, 20 val, 22 gutla, 23 Jótar, 24 renna, 25 neita. Lóðrétt: 1 kennd, 2 tyfta, 3 rétt, 4 tólf, 5 púður, 6 ragur, 10 öskra, 12 gat, 13 árs, 15 vígur, 16 gætin, 18 patti, 19 kerra, 20 vaka, 21 ljón. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.