Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 47
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 47 6 # &                                                  786 3".) )"93:7;<7 =>?<93:7;<7 @3AB=.C><7        ! "#$ %  #" & #'   #2 9  ( $ ) ) ) 9# (  $ 9  (   ( ( $ 9#  (    $ # ! ( # 2  ! *% ((& #! (%& , # 2 (  (        * *  9  $  ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )       +," " ##  " --.#"  !" #'" /"   #0   / 1 (& 1##--.#"  !" #')  .#"!"   (        +#  2 * !  "#$ %& '    ()    * +( ,-,$  ).        +#  2 5  2(# &2$ 23""--.#" , !& #'( DE .% DE .% DE .% 7%'+ 2+ 1# 2+ "+%' 8 #((&   +5 +# 3 F '% G+ G (( (( H I(- % % /(# $  0 4! /" ##' 14.  4.  0 4! /" ##' 4.  0' 14.  4.  4.  40 14.  4.  &1++#$ 4%#( + @# ># ( 1J ?1 *1 B 2( "$(&%* $ 9 +& 4 $1 %#2 .2 "# % 4.  "#(/(4( 4.  14.  4.  4.  4.  4/  F # ? ( B #$ (  K%#1 F ##1K 7$ 9% %'  0 % F1 &% # 4 #  L G%J 61+ E K 1 C# *1   4/  14.  14.  14.  4/  4/  14.  4.  "##" 4.  9 $$&*  5 ")* %!" "##" 4)#4  # #'( + ") . #!  #* !" # #'( 9-(&*  6!   #!" "##"/   ( +  ") . ## # #'(        F  +*    #* %)# *%  # #'#(7"##") #4## #*!" # #'( + ") . #!  # #'( ,/,/ 000 00"            RÁS2 FM 90,1/99,9 00.10 Ljúfir næturtónar. 01.00 Veðurspá. 01.10 Glefsur. Brot af því besta úr morgun- og dægurmálaútvarpi gærdagsins. 02.05 Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Næt- urtónar. 06.05 Einn og hálfur með Magnúsi R. Einarssyni. 07.30 Morgunvaktin. Fréttir og fróðleikur. Stjórnandi: Óðinn Jónsson. 08.30 Einn og hálfur með Gesti Einari Jónassyni. 10.03 Brot úr degi. Umsjón: Guðrún Gunn- arsdóttir. 11.30 Íþróttaspjall. 12.45 Popp- land. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson og Guðni Már Henningsson. 16.10 Dægurmála- útvarp Rásar 2. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 18.24 Aug- lýsingar. 18.26 Spegillinn. Fréttatengt efni. 19.00 Sjónvarpsfréttir og Kastljósið. 20.00 Gott kvöld með Ragnari Páli Ólafssyni. 22.00 Fréttir. 22.10 Rokkland. (Endurtekið frá sunnudegi). LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2. Útvarp Norðurlands kl. 18.26–19.00 Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 22.00 og 24.00. BYLGJAN FM 98,9 07.00-09.00 Ísland í bítið 09.00-12.00 Ívar Guðmundsson 12.00-12.20 Hádegisfréttir 12.20-13.00 Eitíshádegi Bylgjunnar 13.00-13.05 Íþróttir eitt 13.05-16.00 Bjarni Arason 16.00-18.30 Reykjavík síðdegis Þorgeir Ást- valdsson, Sighvatur Jónsson og Kristófer Helgason 18.30-19.30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Bylgj- unnar 19.30-24.00 Bragi Guðmundsson 22.00-24.00 Þriðjudagskvöld – Lífsaugað með Þórhalli Guðmundssyni miðli Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur www.nowfoods.com NÝLEG rannsókn sýnir að banda- rísk ungmenni verja meiri tíma í net- gláp en sjónvarpsgláp. Undirrituð- um þykir þetta engar fréttir, enda sjálfur af þeirri kynslóð sem nýtir Netið óspart, bæði til fræðslu og af- þreyingar. Netið er fjölhæfur miðill þar sem bæði er hægt að spjalla við fólk í öðrum heimshornum, lesa fréttir, horfa á kvikmyndir og sjón- varpsþætti og hlusta á tónlist. Það er því ekkert sjálfsagðara en að ljós- vakinn sé í dag tileinkaður Netinu. Netið hefur þó þann eiginleika umfram útvarp og sjónvarp að vera gagnvirkur grasrótarmiðill því að léttur leikur er fyrir einstaklinga að koma sér á framfæri þar með góðri vefsíðu eða einhverjum uppátækj- um. Sumir fara hins vegar illa út úr þeirri skyndifrægð sem Netið býður upp á og verður hér sögð saga eins þeirra, saga Ghyslain Raza. Stjörnustríðsstrákurinn Ævintýrið hófst með því að hinn fimmtán ára pattaralegi Ghyslain var að leika sér í myndveri skólans síns í Quebec. Hann tók upp atriði þar sem hann bregður á leik með kústskaft og lætur eins og bardaga- kappinn Darth Maul úr Star Wars; snýst og skoppar og sveiflar prikinu góða svo hann fellur nærri því um koll. Móður og másandi af áreynsl- unni býr hann til sín eigin leikhljóð til að herma eftir rafsuði í geisla- sverði. En hann gleymdi spólunni í mynd- verinu og einhver ódæll prakkari fann hana, setti á tölvutækt form og dreifði gegnum forritið Kazaa sem deilir gögnum milli fólks. Upptakan fékk nafnið „Star Wars Kid“ og kom því upp í leit hjá þeim fjölmörgu sem leituðu að efni tengdu Stjörnustríðs- myndum George Lucas. Fyrr en varði var Stjörnustríðs- strákurinn orðinn að hálfgerðri stjörnu í netheimum. Fólk út um all- an heim sótti upptökuna af honum og skemmti sér konunglega yfir klaufalegum tilburðum Ghyslains litla. Fljótlega fóru lunknir mynda- smiðir að bæta við upptökuna. Skeytt var við hljóðum, kústskaftinu breytt í tvíeggjað geislasverð og síð- an bætt við stemmningstónlist og söguþræði til að gera klippuna enn fyndnari. Í dag eru heilu vefsíðurnar tileink- aðar Stjörnustríðsstráknum og fer þar fremst síðan www.jedimaster- .net. Þar hefur verið safnað saman upplýsingum um æðið í kringum Ghyslain og má meðal annars finna á síðunni 38 útgáfur af myndbandinu. Í sumum er spunnið út frá Star Wars, í öðrum út frá Matrix og enn öðrum er þemað Benny Hill eða Hulk. Kominn á geðdeild Milljónir manna hafa skoðað upp- tökurnar af Ghyslain og æðinu virð- ist seint ætla að linna. Sjálfur Ghyslain, hins vegar, á ekki sjö dag- ana sæla. Foreldrar hans lögðu á dögunum fram kæru þar sem fjórir unglingar sem taldir eru ábyrgir fyrir hrekkn- um eru sakaðir um að hafa valdið Ghyslain stórfelldum andlegum miska. Í kærunni er sagt að niðurlæging- in samfara birtingu myndbútsins hafi verið Ghyslain um megn. Hann hefur sætt einelti og áreiti vegna myndarinnar og þurft að leita sér að- stoðar geðlækna í kjölfarið. Honum var strítt svo mjög í skólanum sínum að hann hætti námi og lauk miss- erinu í sérkennslu á barnageðdeild. Það má því segja að Netið hafi gleypt vesalings Ghyslain með húð og hári. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ein vefsíðan sem tileinkuð er Ghyslain hélt fjáröflun til að hressa strákinn við og söfn- uðust um 250.000 krónur sem meðal annars verður ráðstafað í iPod- ferðaspilara og gjafabréf. Undir- skriftarsöfnun er einnig farin af stað um að Ghyslain fái aukahlutverk í næstu Star Wars-mynd. Heimildir herma að aðstandendur myndarinn- ar hafi tekið vel í uppátækið og því aldrei að vita nema Kanadabúinn pattaralegi fái að slást í för með þeim Hayden Christensen og Ewan McGregor í baráttunni við að bjarga heiminum. Að athlægi í netheimum LJÓSVAKINN Ásgeir Þ. Ingvarsson Morgunblaðið/Arnaldur Svipmyndir úr myndbandinu sem sló í gegn á Netinu. ÚTVARP/SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.