Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. • Lágmúla • Sporhömrum Grafarvogi • Sta›arbergi Hafnarfir›i Opi› allan sólarhringinn í: • Akureyri HANN Þór Ævarsson, 4 ára, frá Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit, æfir kálfinn sinn af kappi þessa dag- ana. Tilefnið er kúasýningin Kýr 2003, sem fara mun fram 8. ágúst næstkomandi að Hrafnagili í Eyjafirði. Þar munu börn og ung- lingar sýna kálfa sína, sem þau hafa tamið í sumar. Keppt verður í barna- og ung- lingaflokki. Kálfarnir verða að vera eldri en mánaðargamlir og kvígukálfar yngri en 12 mánaða og nautkálfar yngri en 4 mánaða. Gripirnir verða að vera leiðitamir og snyrtilegir, segir í frétta- tilkynningu hátíðarinnar, sem sjá má á www.bugardur.is. Þetta er í fyrsta sinn sem keppni af þessu tagi er haldin norðan heiða. Einnig verður keppt í flokki mjólkurkúa og fyrsta kálfs kvígna. Bændur og búalið úr Skagafirði og Eyjafirði, ásamt Þingeyingum, munu leiða saman gripi sína og keppa um besta gripinn í hverjum flokki. Sýningin er haldin í samvinnu við Handverkshátíðina á Hrafna- gili og hefst klukkan 13, 8. ágúst, með ávarpi landbúnaðarráðherra undir berum himni. Aðra daga handverkssýning- arinnar verða sýningargripir á staðnum, ásamt léttum fróðleik um nautgripi og kúabúskap á Ís- landi. Þjálfar kálfinn fyrir keppni KAUPFÉLAG Árnesinga (KÁ) er nú í greiðslustöðvun og leitar nauðasamninga við lánardrottna sína. Miklir fjárhagsörðugleikar steðja að fyrirtækinu um þessar mundir. Kaupfélagið skuldar nú alls um 1.429 milljónir króna, en það eru um 320 milljónir króna umfram eignir. Séu mögulegar ábyrgðir sem falla kunna á félagið teknar með eru skuldir félagsins rúmar 1.807 millj- ónir króna. Kröfuhafar í KÁ eru alls um 300 talsins, og er Íslandsbanki stærstur þeirra með rúmar 514 milljónir króna í kröfur. Skálasvið mögulega lagt niður Þrjú meginsvið eru innan rekstr- ar kaupfélagsins, hótelsvið, bú- rekstrarsvið og skálasvið. Rekstur hótelsviðs hefur verið undir áætl- unum á þessu ári, en rekstur bú- rekstrarsviðs þokkalegur. Skála- svið, sem stendur fyrir nærri helmingi tekna Kaupfélags Árnes- inga, mun að óbreyttu verða lagt niður í haust, en Olíufélagið ehf. hefur sagt upp samningi sínum við Kaupfélagið um rekstur skálanna. Ástæða uppsagnarinnar er óvissa um rekstur Kaupfélagsins og veik fjárhagsstaða þess, en viðræður milli félaganna standa nú yfir. Valur Oddsteinsson, stjórnarfor- maður KÁ, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vera sátt- ur við að rekstur fyrirtækisins hefði farið í þetta far, en úr því verði unn- ið á besta hugsanlega veg. Leitar nauðasamn- inga við lánardrottna Kaupfélag Árnesinga áfram í greiðslustöðvun  Áframhaldandi/6 BLOSSAR stóðu út úr rafmagns- töflum, ljós kviknaði á aflögðum ljósastaur, innstungur sviðnuðu og hross trylltust í þrumuveðrum sem hafa gengið yfir í Biskupstungum og við Öxarfjörð á síðustu tveimur sólarhringum. Högl á stærð við bláber sem féllu víða á Suðurlandi voru því ekki einu kynstrin sem fylgdu þrumuskýjunum. Jóhann Pálsson, kennari að Lundi við Öxarfjörð, segir að elstu menn muni ekki slíkt þrumuveður og gekk þar yfir síðdegis í gær. Eldingarnar hafi bæði verið miklu fleiri en venjulega og mun nær. Einni sló niður í gamla skólahúsið og segir Jóhann að höggið hafi verið líkast öflugri sprengingu. Hús hafi leikið á reiðiskjálfi og raf- magn sló út. Í sumarbústað í ná- grenninu brotnuðu allar ljósaperur og illa gekk að koma dælunum við sundlaugina aftur í lag. Við bæina Miðdalskot og Ketil- velli, austan við Laugarvatn, gekk mikið á þegar kolsvartur skýja- bakki nálgaðist skyndilega úr austri um kvöldmatarleytið á sunnudag. Mestu lætin urðu við Miðdalskot en svo virðist sem eld- ingu hafi slegið niður í miðjan hóp hestamanna. Talsverðar skemmdir urðu einnig á raftækjum og -leiðslum. „Það er svolítið óhugn- anlegt hvað þetta er krassandi, að þetta geti farið inn í öll kerfi í hús- inu. Síminn er allur í jörð og samt brann þar sem hann er tekinn inn í húsið. Þar var allt kolsvart og svið- ið,“ sagði Karl Eiríksson, bóndi í Miðdalskoti, í samtali við Morgun- blaðið. Nærast á heitu lofti Þórður Arason, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að að sumarlagi verði þrumuveður yfirleitt síðdegis á hlýjum dögum. „Þrumuskýin nærast á lofti sem er mun heitara að neðan en ofan. Heita loftið stígur hratt upp og við það verður hleðsluaðskilnaður í skýjunum og eldingar myndast,“ segir hann. Gjarnan koma skúrir úr slíkum skýjum og jafnvel haglél þegar dropar rísa mjög hátt til himins. Miklar skruggur og háskalegar eldingar við Öxarfjörð og í Biskupstungum Ljós kviknaði á peru á ótengdum ljósastaur Morgunblaðið/Kári Jónsson Hermann Karlsson heldur á lekaliðanum sem brann yfir í rafmagnstöflunni á bænum Miðdalskoti. Símalínur, magnarar og fleira skemmdist.  „Þetta/4 „Veður- fræðingar velkomnir“ Í NAUTHÓLSVÍK var hið besta veður í gær og af tilefni veðurblíðunnar voru veður- fræðingar sérstaklega boðnir velkomnir á Kaffi Nauthól, að því er fram kom í útvarpsaug- lýsingu frá kaffihúsinu. Að sögn Haralds Eiríkssonar, rekstraraðila Nauthóls, var verið að auglýsa spákonu stað- arins sem er alltaf til tals á mánudögum og miðvikudögum. „Þegar það er svona gott veður þá elskum við veðurfræðingana og viljum allt fyrir þá gera. En svo þegar það er rigning bölsót- umst við út í þá. Það var sú til- finning sem var að hrærast í brjósti okkar.“ Í dag verður hæg suðvestan- átt en léttir til austanlands. Víðs vegar verða smáskúrir en hiti verður 12–18 stig, hlýjast á Austurlandi. Á morgun er von á suðaustanátt og rigningu. KAUPÞING Búnaðarbanki, Burðar- ás og Sjóvá-Almennar eiga í viðræð- um um yfirtöku á hlutabréfum í Skelj- ungi. Ekki liggur enn ljóst fyrir hver eða hverjir þessara þriggja gera yfirtökutilboð í bréf annarra hluthafa, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins má búast við að dragi til tíðinda í kjölfar birtingar á sex mán- aða uppgjöri Skeljungs síðar í vik- unni. Ef af yfirtökutilboði verður mun það hljóða upp á gengið 15,9. Það myndi þýða 87% hækkun á verði hlutabréfa í Skeljungi frá árslokum 2000. Miðað við lokagengi í gær nemur hækkunin frá þessum tíma 73%. Til samanburðar hækkaði verð bréfa í Keri (Esso) um 11% frá þess- um tíma fram að yfirtöku í vor en Olís hefur hækkað um 18% á sama tíma- bili. Gengið hækkaði í 14,7 í gær Geri Kaupþing Búnaðarbanki tilboð í bréf Sjóvár-Almennra og Burðaráss getur það þýtt a.m.k. 300 milljóna króna söluhagnað fyrir hvort síðar- nefndu félaganna um sig. Þá er ein- göngu miðað við sölu á þeim hlutabréf- um í Skeljungi sem keypt voru af Shell Petroleum á genginu 12 fyrir mánuði. Gengi hlutabréfa í Skeljungi hækk- aði á markaði í gær úr 14 í 14,7 í kjöl- far frétta af viðræðunum en bréfin hafa nú verið sett á athugunarlista hjá Kauphöllinni á meðan á viðræðum stendur. Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 73% Tíðinda vænst í yfirtökuviðræðum eftir birtingu uppgjörs í vikunni  Viðræður um yfirtöku/12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.