Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 B 5 bílar Audi A6 2.8 Quattro f.skr.d. 11.05.2001, ek. 31 þús. km., 4 dyra, sjálfskiptur, 16“ álfelgur, leðurinnrétting, sóllúga, skriðstillir, loftkæling o.fl. Verð 4.290.000 Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM ÞRIÐJA umferð Íslandsmótsins í rallakstri var haldin í Skagafirði um helgina. Það var Bifreiðaklúbbur Skagafjarðar sem stóð fyrir keppn- inni í samvinnu við Shell Sport á Sauðárkróki. Ekið var fjórum sinn- um um Mælifellsdal og einu sinni um Nafir. Samtals voru eknir 195 km, þar af 102 km á sérleiðum. Á fyrstu sérleiðinni náðu bræðurn- ir Rúnar og Baldur Jónssynir á Sub- aru bestum tíma og voru með 20 sek- úndum betri tíma en helstu keppinautar þeirra, þeir Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guð- jónsson á Metró. Guðmundur Guð- mundsson og Jón Bergsson lentu í vandræðum og hættu eftir tvær sér- leiðir, eftir að stýrisvél virðist hafa bilað. Á annarri sérleið náðu bræð- urnir að auka forskot sitt um 93 sek- úndur, þegar Sigurður og Ísak sprengdu dekk á miðri sérleið. Voru úrslitin þá nærri ráðin, því erfitt er að ná upp forskoti sem þessu. Bræðurn- ir juku forskot sitt enn frekar á þriðju sérleið og aftur á síðustu leið um Mælifellsdal, en á þeirri leið opnaðist vélarhlífin á Metró Sigurðar og Ísaks til hálfs svo vegurinn sást illa. Urðu þeir því að fara út úr bílnum til að festa hlífina niður og töpuðu við það miklum tíma. Sighvatur Sigurðsson og Úlfar Eysteinsson á Jeep hættu keppni strax eftir fyrstu sérleið, en jeppinn neitaði að fara lengra er mót- orinn stöðvaðist vegna rafmagnsleys- is. Baráttan um þriðja sætið varð því á milli Hlöðvers Baldurssonar og Halldórs Jónssonar á Toyota og Daníels Sigurðssonar og Sunnevu Lindar Ólafsdóttur á Honda. Á fyrstu leið náðu þeir Toyotu-menn 19 sekúndum betri tíma en Honda parið, þótt þau skötuhjú svöruðu pent fyrir sig með því að ná 30 sekúndna betri tíma á annarri leið. Á þriðju leið var tíminn jafn hjá þessum áhöfnum, en Daníel og Sunneva sprengdu dekk á þeirri fjórðu og töpuðu skiljanlega miklum tíma við það óhapp, svo þriðja sætið féll þeim Hlöðver og Halldóri í skaut. Það voru þó ekki nema tvær sekúndur sem skildu lokatíma bílanna tveggja að. Rúnar Jónsson var að vonum kampakátur eftir sigurinn á laugar- dag og sagðist sjaldan hafa verið jafn þreyttur eftir eina keppni, því mjög erfitt hafi verið að aka leiðina um Mælifellsdal. Sérstaklega á fyrstu leið, þar sem þoka lá yfir öllu fyrstu 7–9 km. Einnig sé leiðin mjög krefj- andi, bæði löng, þröng og með enda- lausar beygjur. Þrátt fyrir mikið for- skot í lokin hafi sigurinn því aldrei verið öruggur fyrr en eftir fjórðu leið. Ekkert megi bregða út af á leið sem þessari. Næsta keppni í rallakstri verður haldin fyrstu helgina í september, en sú keppni er alþjóðleg og er því von á nokkrum erlendum þátttakendum. Hefur því heyrst fleygt að eigendur nokkurra mjög öflugra bíla hafi verið að kanna möguleika á að mæta til leiks. Einnig má vænta að margar ís- lenskar áhafnir skrái sig í keppnina, því menn hafa keppt sjaldnar í sumar til að geta mætt í þessa stóru þriggja daga keppni. Íslandsmótið í rallakstri – þriðja umferð Rúnar og Baldur sigurvegarar Bræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir á ofsaferð á Subaru-bíl sínum. Þeir bræður báru sigur úr býtum í þriðju umferð Íslandsmótsins í rallakstri.                                  ! " ##  $  # %  & #"$'     %(   )*  $  +    '   '   , -#  ##   +#   . "'* #           /   #   . #0"   #   '  "  12  3  #   4 1 0 5 6 2 7 8 9 4: :;68;44 4;:0;14 4;:7;14 4;:7;10 4;45;:0 4;47;55 4;15;51 4;12;08 <- =  #> =   #  = ,# 3 * #   3 * # 3 * # 3=   ? = @# Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á rauðum Metró- bíl sínum lentu í öðru sæti á mótinu sem fram fór í Skagafirði um síðustu helgi. FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.