Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. Fjarstýrð módel í miklu úrvali Glaciar Motorsport • Tómstundahúsið - Nethyl 2 Sími 5870600 • www.glaciar.is BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðirÁrmúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Hurðir til á lager Smíðað eftir máli SMÁRÉTTINGAR NÝTT Á ÍSLANDI ! EINFÖLD OG FLJÓTLEG RÉTTINGAÞJÓNUSTA Er bíllinn dældaður? Fjarlægjum dældir - lagfærum á staðnum Þú hringir - við komum 898 4644 - 895 4544 • Lægri viðgerðarkostnaður • Engin fylliefni • Engin lökkun • Gerum föst verðtilboð Bílskúrs og Iðnaðarhurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir í öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytt litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur Gluggasmiðjan hf Viðarhöfða 3 Sími 577-5050 ÞAÐ hlýtur að hafa komið eins og köld vatnsgusa framan í andlit stjórnenda Mercedes-Benz í Stutt- gart þegar niðurstöður gæðakönn- unar JD Power í Bandaríkjunum voru birtar á síðasta ári. Þá hrapaði merkið úr 16. sæti í 26. sæti sem er átta sætum undir meðaltalinu. Frá þessu var greint nýlega í tímaritinu Business Week og orsakir vanda- mála Mercedes-Benz í Bandaríkjun- um greindar. Mercedes-Benz var fyrir neðan Chrysler, Ford og Plymouth í könn- uninni en árið 1990 trónaði merkið á toppi þessarar árlegu gæðakönnun- ar hins virta fyrirtækis JD Power. Í skýrslunni sem fylgdi könnuninni kom fram að það var einkum ólag á hemlum, aksturseiginleikum, demp- urum og fjöðrunarkerfi, stjórnrof- um fyrir rafmagnsrúður og óná- kvæmir eldsneytismælar sem orsakaði slæma útkomu Mercedes- Benz í könnuninni. Við fyrstu sýn myndu flestir frek- ar tengja slík vandamál við bíla frá Chrysler, systurfyrirtæki Merced- es-Benz, sem hefur þótt talsverður gallagripur í gegnum tíðina. En bæði Chrysler og einnig Dodge komu betur út úr könnuninni en Mercedes-Benz. Í grein Business Week segir að gæðavandamál hjá Daiml- erChrysler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz og Chrysler, veki spurningar um áhrif sameiningar fyrirtækjanna árið 1998 á gæðaímynd Mercedes-Benz. Síðan fyrir- tækin sameinuðust hefur Jürgen E. Schrempp, aðal- forstjóri DaimlerChrysler, sent nokkra af annáluðustu yfirmönnum fyrirtækisins til Detroit til þess að koma Chrysler á réttan kjöl. Spurningin er sú hvort Mercedes-Benz blæði vegna þess. Gæðavandamálin sem fram koma í skýrslu JD Power eiga þó einkum við um þrjár gerðir Mercedes-Benz sem framleiddar voru á árinu 2000. Einn þeirra er E-bíllinn sem er helsti sölubíll Mercedes-Benz. Hann hefur reyndar verið leystur af hólmi með nýrri kynslóð sem fengið hefur afar lofsamlega dóma hjá bílablaða- mönnum. M-jeppinn fékk síðan mikla andlitslyftingu í september 2001 þar sem skipt var meðal ann- ars um 1.100 hluti í bílnum. Veikleiki Mercedes-Benz Engu að síður virðist sem viðhorf bílkaupenda til Mercedes-Benz sé að gæðum tegundarinnar hafi farið hnignandi. Þótt Mercedes-Benz hafi brugðist fljótt við vandamálum sem upp hafa komið í bílum fyrirtæk- isins virðist það ekki hafa nægt til þess að halda á lofti því viðhorfi sem eitt sinn ríkti meðal bílkaupenda að allir Mercedes-Benz bílar séu gæða- bílar. Veikleiki Mercedes-Benz kom berlega í ljós á tíunda áratugnum þegar Toyota og Nissan hófu inn- reið sína á Bandaríkjamarkað með ódýrum gæðabílum. Til þess að keppa við framleiðslu Japana varð Mercedes-Benz að endurskoða allt hönnunarferli sinna bíla. Í stað þess að láta hönnunina ráða kostnaði bílsins þurftu verkfræðingar Merce- des-Benz nú að hanna bíla innan ákveðins kostnaðarramma. Sér- fræðingar segja að þarna hafi veik- leiki Þjóðverjanna komið í ljós. Eldri gerð E-bílsins var fyrsti bíll- inn sem hannaður var innan kostn- aðarramma og hann ber þess merki ef niðurstöður gæðakönnunarinnar eru hafðar að leiðarljósi. M-jeppinn sem könnunin byggðist á var fórn- arlamb niðurskurðar á framleiðslu- kostnaði og flýtingu á framleiðslu til þess að mæta harðri samkeppni frá japönskum jeppum. Gallar leyndust í viðarklæðningu bílsins að innan, lakk á flötum að innan hafði til- hneigingu til að flagna af og mæla- borðið þótti ekki standast sam- keppni frá keppinautunum. „Þegar Mercedes-Benz kemur með innréttingu sem er ekki í takt við framleiðslu þeirra vekur það spurningar um hve langt fyrirtækið er tilbúið að fara til að draga úr framleiðslukostnaði,“ segir Paul A. Eisenstein, útgefandi TheCarConn- ection.com. Annað upp á teningnum í Evrópu Gæðavandamál af þessu tagi eru sögð geta haft áhrif á endursöluverð á Mercedes-Benz bílum sem lengi hefur verið eitt hið hæsta. Business Week hefur það eftir stjórnendum hjá Mercedes-Benz að gæðavandamál eins og þau sem fram koma í könnun J.D. Power heyri sögunni til og að niðurskurður á kostnaði hafi ekki áhrif á gæða- mál hjá fyrirtækinu. Í sams konar JD Power gæðakönn- un í Evrópu lenti E-bíll Mercedes-Benz til dæmis í fyrsta sæti og segir Business Week ástæð- ur þess m.a. þær að í Evrópu séu japanskir keppinautar fáir auk þess sem Evrópubúar geri aðrar væntingar til bíla en Bandaríkjamenn. Í greininni er einnig bent á að í Evrópu verði ekki lengi öruggt skjól fyrir Mercedes-Benz því Toyota hafi nú hafið mikla markaðssókn með lúx- usmerki sitt Lexus og sömuleiðis hafi Yaris smábíllinn lent í efsta sæti í gæðakönnun TÜV í Þýska- landi. „Mercedes-Benz framleiðir, að sjálfsögðu, ennþá úrvals bíla. En tímarnir hafa breyst og nú er erf- iðara en nokkru sinni að halda for- skoti,“ segir í lok greinarinnar í Business Week. Slæm útkoma Mercedes-Benz í JD Power-gæðakönnun í Bandaríkjunum Úr fyrsta í 26. sæti í gæðum Mercedes-Benz árgerð 2000 hefur fallið í gæðakönnun í Bandaríkjunum. M-jeppinn leið fyrir niðurskurð á kostnaði og það að framleiðslu var flýtt. TENGLAR .............................................. Unnið upp úr BusinessWeek.com.  Mercedes-Benz hefur fallið niður listann í gæðakönnunum J.D. Power. Aðferðafræði könn- unarinnar, sem nær yfir þriggja ára gamla bíla, hefur breyst í gegnum tíðina. 1990: 1. sæti 1995: 3. sæti 2000: 6. sæti 2003: 26. sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.