Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 B 11 bílar Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á Þjónustan gildir fyrir þrjá daga að lágmarki og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 02 1 0 7/ 20 03 Fáðu Morgunblaðið sent Við sendum blaðið innpakkað og merkt á sumardvalarstaði innanlands. Morgunblaðið bíður þín Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur. Fríþjónusta Ertu að fa ra í frí? Viltu vinna flugmiða? Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins tekið þátt í léttum spurningaleik um Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag eða Budapest með Heimsferðum. Taktu þátt! NORÐANMENN í Kappakstursklúbbi Akureyrar hafa lagt eina mest krefjandi mótorkrossbraut landsins í hlíðum Vaðlaheiðar gegnt Akureyri. Brautin er full af glæfralegum stökkpöllum og lúmskum þvottabrettum sem verða allt að metri að dýpt þegar brautin fer að grafast. Allir bestu ökumenn landsins voru mættir norður og máttu spýta í lófa og berja í sig kjark til að láta vaða fram af pöllunum. Unglingarnir komu mest á óvart Samhliða keppni í Meistaradeild og Baldursdeild, eins og nýliðadeildin er kölluð, var keppt í unglingadeild og kvennadeild. Unglingarnir sem þátt tóku í keppninni voru lifandi sönnun þess mikla blóma sem mótorkrosssportið er í um þessar mundir. Margir áhorfendur, flestir áhyggju- fullir foreldrar, fylgdust með snilldartöktum ungmennanna sem sýndu mikla flughæfni á stóru stökkpöllunum og áttu ekki í vandræðum með harða og skeinuhætta moldar- brautina. Aron Ómarsson var sem fyrr ósigrandi í 80cc flokki unglinga og virkaði mjög sannfærandi í forystunni. Í stærri flokki unglinga, 125cc flokki, hafði Gunnlaugur Karlsson góð tök á andstæðingum sínum. Gunnlaugur sigraði báðar umferðir flokksins mjög örugglega og án nokkurs vafa er hér á ferð einn af bestu efniviðum lands- ins í sportinu. Ekki lengur karlasport Stelpurnar létu svo sannarlega til sín taka á mótinu. Sara Ómarsdóttir er ný stelpa í sportinu og mætti fersk á sitt fyrsta mót. Sara er systir Arons sem sigraði 80cc unglingaflokkinn og fékk að sögn góða tilsögn frá litla bróður fyrir mótið. Það virtist skila góðum árangri því Sara sigraði kvennaflokkinn og skaut Aðalheiði Birgis- dóttur, sigurvegara síðasta móts, sem og hinni ungu og bráðefnilegu Anítu Hauksdóttur ref fyrir rass. Mikil fjölg- un hefur verið á keppendum í kvennaflokki í sumar og er von á enn fleiri stelpum í slaginn í næstu umferð. Flaug upp í fyrsta sætið Flugmaðurinn Gunnlaugur Björnsson hafði góða forgjöf á aðra nýliða í Baldursdeild, þar sem hann fann sig vel í flugferðunum fram af snarbröttum stökkpöllum braut- arinnar. Ósagt skal látið hvort flugskírteinið hafi skilað honum sigrinum frekar en þéttur og öruggur akstur, en Gunnlaugur hefur verið iðinn við æfingar í sumar og upp- skorið sigur í báðum umferðum Íslandsmótsins í flokki ný- liða. Stífar æfingar skiluðu Viggó sigri Viggó Örn Viggósson er reynslubolti í mótorkrossi. Viggó fann sig illa í síðustu umferð Íslandsmótsins en hafði dvalið á Akureyri síðustu dagana fyrir mótið og æft stíft. Það virðist hafa verið góð fjárfesting, því Viggó stóð uppi sem sigurvegari að móti loknu. Viggó átti góðar ræs- ingar og var mjög grimmur í þröngum beygjunum. Viggó skar jafnan beygjurnar mjög innarlega og fann línur sem leyfðu honum framúrakstur við erfiðustu aðstæður. Viggó var öruggur og sannfærandi í uppstökkum pallanna og hafði góðan hraða á beinu köflum brautarinnar. Jafnvel þvottabrettaköflunum, sem margir áttu í basli með, sporðrenndi Viggó eins og morgunmat! Viggó ekur spræku TM 300-tvígengishjóli og náði að stinga alla keppinauta af nema Ragnar Inga Stefánsson. Ragnar ekur Viggó Örn í banastuði Sigurvegarinn Viggó Örn með Ragnar Inga á hælum sér. Mikið gekk á þegar keppendur voru ræstir. Ragnar Ingi tekur flugið í einu af tilþrifastökkum keppninnar. Önnur umferð Íslandsmótsins í Mótorkrossi fór fram á Svalbarðsströnd um liðna helgi. Bjarni Bærings fylgdist með tilþrifamiklu móti. öflugu Honda CRF 450-fjórgengishjóli og þekking hans á demparastillingum kom honum hratt yfir erfiða þvotta- brettiskafla brautarinnar. Ragnar hékk lengi vel á aft- urdekki Viggós og ók af mikilli yfirvegun og hafði tækni- lega og stílhreina ökuleikni fyrir brautina. Viggó náði þó með herkjum að halda aftur af Ragnari og sigra með glæsibrag. Kappakstursklúbbur Akureyrar stóð fyrir mótinu með miklum myndarskap og áhorfendur sem fjölmenntu á svæðið kunnu vel að meta mögnuð tilþrifin í rjómablíðunni norðan heiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.