Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MEÐ stöðugt meiri tækni og meiri búnaði hafa Bimmar nútímans verið að þyngjast og minnstu vélargerð- irnar tæpast haldið í við þyngdar- aukninguna. En BMW hefur vissu- lega á sama tíma sent frá sér athyglisverðar dísilvélar og stærri bensínvélar sem gleðja hvern bíla- áhugamann. Ein af þessum vélum er 3ja lítra línusexan sem er að finna í fjórhjóladrifsútgáfunni af 330xi. Við fengum afnot af 330xi í nokkra daga sem liðu allt of fljótt. Afl til allra hjóla Þessi sex strokka vél skilar feiknamiklu afli til allra hjólanna, alls 231 hestafli, og togar eins og meðaljeppi eða að hámarki 300 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. Af þessum tölum má ráða að hér er um virkilegt villidýr að ræða – en athugið, þetta villidýr er tamið með nýjustu tækni úr hillum BMW. Upptakið er skemmtilega kröftugt og fer bíllinn fyrstu 100 metrana úr kyrrstöðu á innan við sjö sekúndum eða nær 6,5 sekúndum. Þetta gerist þó á afar yfirvegaðan og fágaðan máta því aflinu er dreift í hlutföll- unum 38 til framhjólanna og 62 til afturhjólanna. Porsche fór sömu leið með sitt drifkerfi í Cayenne því þessi afldreifing gefur kost á sport- legri akstri en ef um alveg jafna dreifingu væri að ræða. Hún gefur líka færi á undirstýringu þegar við á og þegar DSC-kerfið er aftengt. Engu að síður er bíllinn í venjuleg- um akstri með tilþrifamikið veggrip sem kemur ekki síst í ljós þegar honum er ekið á malarvegi. Frábær sjálfskipting Annar skemmtilegur eiginleiki þessarar vélar er góð millihröðun sem gerir bílinn að ákjósanlegum kosti í þjóðvegaakstri þar sem skjótast þarf fram úr bílalestum á sem stystum tíma. Urrandi hljóðið frá vélinni, þegar henni er gefið inn, er síðan enn einn gleðigjafinn. Við vélina er tengdur fimm þrepa sjálfskiptur gírkassi og hann er með handskiptivali eins og útbreitt er orðið í mörgum bílum. Þar fyrir utan er hann með sportstillingu í sjálfskiptingunni sem svínvirkar og leyfir ökumanni að þenja bílinn mun meira en ella. DSC-kerfið, sem er af þriðju kynslóð, er í senn spól- vörn og stöðugleikastýring. Með það tengt tekur tölvubúnaður völd- in af ökumanni fari hann of geyst í beygjur og slær jafnt af aflinu og beitir hemlum. Fágaðir aksturseiginleikar Bíllinn hefur fágaða aksturseig- inleika fremur en sportlega. Stýrið er nákvæmt, með mikla svörun og ólíkt þeim stýrisbúnaði sem nú er að ryðja sér til rúms sem stýrt er af rafmótor. Fjöðrunin er stíf sem á sinn þátt í ómótstæðilegu veggripi bílsins en þó er bíllinn alls ekki hastur, jafnvel þótt prófunarbíllinn hafi verið á 17 tommu felgum og lágprófílbörðum. BMW 330xi er ekki stór bíll en hann er þokkalega rúmgóður fyrir fjóra fullorðna og eitt barn og allir ferðast í miklum þægindum þótt vissulega þrengist um fæturna ef farþegar eru há- vaxnir. Sérstaklega er vert að vekja athygli á ökumannssæti sem fá toppeinkunn. Þetta er sportsæti sem skorðar ökumann af en er um leið þægilegt, sérstaklega í lang- keyrslu þar sem hægt er að lengja í setunni. Prófunarbíllinn var leður- klæddur og með innbyggð hljóm- tæki frá BMW og Harman Kardon hátalara. Leðurklætt stýrið er lítið og sportlegt og leikur í höndum ökumanns. Þar er líka að finna stjórnrofa fyrir hljómtæki og skrið- stilli. Hönnun og staðsetning á stjórnrofum er til fyrirmyndar – takkar eru stórir og vel staðsettir og ekki þarf að líta af veginum þeg- ar þeir eru notaðir. Bíllinn er líka til án fjórhjóladrifsins og kostar þá 4.450.000 kr. en með fjórhjóladrif- inu bætast við 270.000 kr. Auka- búnaður í prófunarbílnum var m.a. leðurgírhnúður á sjálfskiptingu, sjálfskiptingin sjálf, 17" álfelgur, rafmagnsrúður aftur í, armpúðar milli sæta, þokuljós, aksturstölva, fjölrofastýri, viðarklæðning, raf- magnssæti með minni fyrir öku- mann, sportsæti, hiti í sætum, regnskynjari, Xenon ljós, sjálfvirk hitastillandi miðstöð, geislaspilari, Harman/Kardon hátalarakerfi. Af þessari upptalningu má sjá að mörgu hefur verið bætt við grunn- gerðina og ljóst að verðið er orðið hátt á sjöttu milljón króna, sem er vissulega verulega hátt verð fyrir ekki stærri bíl en aflið og aksturs- eiginleikana hefur hann. BMW 330xi – tamið villidýr REYNSLUAKSTUR BMW 330xi Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg BMW 330xi er aflmikill fjórhjóladrifinn lúxusbíll. Fremur lítið farangursrými . Vélin er sex strokka, línulaga. Klassískar línur BMW leyna sér ekki. Leður og viður og frábær sportsæti. Á HVERJUM degi þurfa rúðuþurrkur bílsins, eða vinnukonurnar eins og þær hafa verið kall- aðar, að kljást við ýmsa umhverfisþætti sem smám saman vinna á gúmmíinu og eyðileggja að lokum þurrkurnar. Þegar rignir breytist út- sýni ökumannsins mjög til hins verra þegar lé- legar rúðuþurrkur draga ennþá meira úr slæmu skyggninu og geta þær aðstæður hæglega orðið slysavaldur í umferðinni. Það getur því borgað sig að skipta um þurrkublöð einu sinni til tvisvar á ári án tillits til þess í hvaða ástandi þau eru. Eitt er að óþægi- legt er að aka um með þurrkur sem ekki vinna sitt verk skikkanlega, en annað er sú hætta sem skapast í umferðinni af slæmum rúðu- þurrkum. Langflestar ákvarðanir, eða um 90%, sem ökumaðurinn tekur í akstrinum byggjast á upplýsingum sem hann fær þegar hann fylgist með umferðinni út um framrúðuna. Góðar rúðu- þurrkur eru því afar mikilvægar. Sólskin og vindur vinna á rúðuþurrkunum, jafnvel þótt þær séu ekki notaðar. Gummíið harðnar í köldu veðri sem eykur líkur á að það springi og óhreinindi, þvottaefni, bensín, tjara og fleiri efni sem lenda á framrúðunni eru óheppileg fyrir þurrkurnar. Ef ekki er skipt reglulega um rúðuþurrkur og gúmmíið slitnar af fyrrgreindum völdum aukast jafnframt líkurnar á að þurrkublöðin rispi framrúðuna. Ráðlegt að skipta bæði um arm og þurrkublöð á eldri bílum Ef rúðuþurrkurnar virðast ekki skila sínu hlutverki eins og til er ætlast er þó ekki víst að skipta þurfi um þurrkublöð. Ástæðan getur ver- ið slæm fjöðrun í þurrkuarminum og þá bætir auðvitað lítið úr skák að skipta um þurrkublað- ið, heldur þarf að setja á nýjan þurrkuarm. Þá hefur skítug og máð rúða einnig áhrif á þurrk- urnar og nauðsynlegt að þrífa rúðuna vel. Framangreint á auðvitað einnig við um þurrk- urnar á afturrúðunni. Þegar farið er í sjálfvirkar þvottastöðvar þarf að fylgjast sérstaklega vel með þurrkunum á afturrúðunni, því slíkur þvottur getur haft skaðleg áhrif á afturþurrk- urnar. Hægt er að endurnýja þurrkurnar á tvennan hátt, annars vegar með því að skipta bara um þurrkublaðið og hins vegar að skipta um rúðu- þurrkuna alla, bæði blaðið og arminn. Ódýrast er að skipta bara um þurrkublaðið og sjálfsagt að gera það á nýlegum bílum. Á eldri bílum get- ur þó verið ráðlegra að skipta um þurrkuna alla. Gott að hafa í huga  Gott er að skipta um eina þurrku í einu og taka aldrei báðar af samtímis. Nota má gömlu þurrkuna til að bera saman við þá nýju og ganga úr skugga um að sú nýja sé rétt sett á.  Gæta þarf vel að öllum smáhlutum í fest- ingum þegar skipt er um þurrkublað því erfitt getur reynst að fá þá keypta ef þeir glatast.  Aldrei á að setja rúðuþurrkur í gang þegar rúðan er þurr og skítug. Þurrkurnar dreifa úr óhreinindunum og geta rispað rúðuna.  Ágætt ráð er að leggja ábreiðu yfir rúðuna þegar skipt er um þurrkur eða þurrkublöð. Ábreiðan ver rúðuna ef þurrkuarmurinn skellur óvænt til baka.  Mikilvægt er að nýja þurrkublaðið sé af réttri stærð, bæði hvað varðar lengd og breidd. Á bensínstöðvum og smurstöðvum er hægt að fá upplýsingar um rétta stærð þurrkublaða í allar bílategundir. Endurnýja þarf rúðuþurrkurnar reglulega Lélegar þurrkur auka hættu á slysum Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.