Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 1

Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B NÝIR eigendur Hans Petersen hf., eigendur Sjafnar hf. á Akureyri, hafa boðað til róttækra breytinga á starfsemi félagsins. Baldur Guðna- son, stjórnarformaður Hans Petersen, segir spurður að 15 starfsmönnum verði sagt upp, í öllum deildum fyrirtækisins. „Í yfirstjórn, verslunum, á lager og á skrifstofu,“ segir hann. Baldur segir að aðgerðirnar lækki rekstrar- kostnað um í kringum 100 milljónir króna á ári. Hann segir að samkvæmt áætlunum stefni í 50 milljóna króna hagnað fyrir afskriftir og fjár- magnsliði á þessu ári, að öllu óbreyttu, en tap- rekstur eftir skatta, vegna fjármagnsgjalda. Ef aðgerðirnar skili tilætluðum árangri verði hins vegar hagnaður af rekstrinum á árinu. Spurður segir Baldur að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að loka verslunum. „Sam- hliða þessu nýja skipulagi munum við endur- skoða alla þætti rekstrarins. Hvort við fækkum eða fjölgum verslunum verður að koma í ljós.“ Sameining skrifstofu og lagers Hann segir að verið sé að skoða að sameina skrifstofur og lager fyrirtækisins í nýjum höf- uðstöðvum, en skrifstofurnar eru nú á Suður- landsbraut og lagerinn í Skerjafirði. „Við erum að leita að framtíðarstaðsetningu fyrir þær,“ segir hann. Baldur segir að Akureyri komi þar ekki til greina, „en við ætlum aftur á móti að færa bakvinnsluna; bókhald og fjármál, norður yfir heiðar,“ segir hann. Baldur segir að félagið sé fjárhagslega sterkt, með yfir 60% eigið fé. „Það hefur hallað undan fæti í rekstrinum og við erum að bregð- ast við því. Við keyptum Hans Petersen 30. júní og þá gerðum við okkur grein fyrir því að félag- ið væri fjárhagslega sterkt, en aðgerða væri þörf í rekstrinum. Við sáum líka að mjög mik- ilvægt væri fyrir okkur að hrinda aðgerðunum í framkvæmd sem fyrst, til að eyða óvissu starfs- manna og annarra.“ Í fréttatilkynningu frá Hans Petersen segir: „Í kjölfar kaupa Sjafnar hf. á Akureyri á Hans Petersen hf. í síðastliðnum mánuði hafa verið mótaðar grundvallarbreytingar á skipulagi Hans Petersen hf. sem miða að því að styrkja reksturinn og ná um leið fram hagræðingu. Markmið breytinganna er að skilgreina nýtt skipulag sem eflir fyrirtækið til sóknar sem þjónustu- og markaðsdrifið fyrirtæki í þremur nýjum einkahlutafélögum í smásölu og heild- sölu í lausnum á ljósmyndavörum og tengdri þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir. Þessar breytingar voru kynntar starfs- mönnum Hans Petersen hf. í dag en þær taka gildi frá 1. ágúst næstkomandi. Unnið verður markvisst að þessum breytingum á næstu vik- um en afleiðing þeirra er fækkun starfsmanna og lækkun rekstrarkostnaðar.“ Sjöfn hf. á nánast 100% eignarhlut í félaginu í Hans Petersen hf. og er stjórn félagsins skipuð Baldri Guðnasyni stjórnarformanni og með- stjórnendunum Eiríki S. Jóhannssyni og Stein- grími H. Péturssyni. Þrjú svið Hans Petersen hf. verður eignarhaldsfélag sem á 100% eignarhlut í fyrirtækjunum þremur: Hans Petersen – Verslanir ehf. Rekstrarstjóri verður Jón Ragnarsson. Hans Petersen – Neytendavörur ehf. Rekstrarstjóri verður Karl Þór Sigurðsson. Hans Petersen – Rekstrarvara ehf. Rekstrarstjóri verður Ragnhildur Ás- mundsdóttir. Framkvæmdastjóri Hans Peter- sen hf. er Karl Þór Sigurðsson. Í stjórnum nýju einkahlutafélaganna þriggja verða Baldur Guðnason stjórnarformaður, og meðstjórnendur þeir Steingrímur H. Péturs- son og Karl Þ. Sigurðsson. Stjórnir einkahluta- félaganna munu mynda framkvæmdastjórn með viðkomandi rekstrarstjóra. Róttækar breytingar hjá Hans Petersen 15 starfsmönnum sagt upp. Rekstri skipt í þrennt. Aðgerðir sem spara hundrað milljónir á ári Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS VÆNTINGAVÍSITALA Gallup lækkaði um 5 stig í júlí frá fyrri mánuði. Eftir sam- fellda hækkun vísitölunnar síðustu mánuði lækkar hún nú annan mánuðinn í röð og mælist nú 112,6 stig. Vísitalan er nú 9,5 stigum hærri en í byrjun ársins. Í Markaðsyfirliti Landsbanka Íslands kemur fram að hugsanlega megi skýra lækkunina að einhverju leyti með árstíðar- sveiflu, en vísitalan hefur lækkað í júlí þau tvö ár sem hún hefur verið mæld. Það að Væntingavísitalan sé yfir 100 stig- um merkir að jákvæðir svarendur séu fleiri en neikvæðir. Vísitala væntinga til ástandsins eftir 6 mánuði lækkar um 12 stig á milli mánaða og mælist nú 125,2 stig. Þessi lækkun á stærstan þátt í lækkun heildarvísitölunnar. Mat á núverandi ástandi hækkar á hinn bóginn um 5,3 stig á milli mánaða og stend- ur nú í 93,6 stigum. Mat almennings á at- vinnuástandinu dróst saman um 8 stig á milli mánaða og er nú 85,3 stig en mat á efnahagslífinu hækkaði um rúm 4 stig og er nú 141,6 stig. Þrátt fyrir að væntingar til næstu sex mánaða hafi minnkað er ólíklegt að alla breytinguna megi skýra með árstíðasveiflu, að því er segir í Morgunkorni Íslands- banka. „Mögulega eru heimilin nú að átta sig á því að lengra er í hið mikla hagvaxtar- tímabil sem vænst hefur verið að skapist samhliða stóriðjuframkvæmdum. Ekki nema lítill huti framkvæmdanna fellur til á þessu ári og hápunktur þeirra verður á ár- unum 2005 og 2006. Þannig kann hækkun væntingavísitölunnar á fyrstu mánuðum ársins að hafa verið byggð á aðeins of mik- illi bjartsýni. Einnig kann umræða um varnarmál að hafa haft áhrif en samdráttur í starfsemi varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli getur haft talsverð og víðtæk áhrif á efnahagslíf landsmanna. Síðast en ekki síst hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð frá því í maí og er líklegt að neyt- endur upplifi það sem tekjuskerðingu,“ að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. V Í S I T A L A Væntinga- vísitala lækk- ar um 5 stig Annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Milljarða tap Eigendur Bonus Stores tapa milljörðum 2 Yfirtökutilboð í Skeljung Hlutabréfaeign Skeljungs nýtt sem greiðsla 6 BROSTNAR VONIR Í BOLTANUM I Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.