Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                                                          !"#$                                 !   "#$%&'()*+,-"#./.,(0 $%1 23*)$%-$1*!32 %%-4 &('5!!617*( (385)"5066 7        9  89     9 : ;   <    9  89  9        1 =(),6 17*) (,*) % (*+-+"*!,"06 %& %&                 ' ' (  (  (    ' ' )  (  (  *+ *+,   *+ *+,   BAUGUR hóf starfsemi í Banda- ríkjunum árið 1999 þegar fyrirtækið stofnaði Bonus Dollar Stores í félagi við Jim Schafer, sem varð forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis. Hann hafði áður verið svæðisstjóri hjá Wal-Mart í Bandaríkjunum og hafði starfað sem ráðgjafi hjá Baugi á Ís- landi frá árinu 1998. Bonus Dollar Stores ráku 19 verslanir í Flórída á fyrri hluta árs 2001 og ætlunin var að tvöfalda fjölda verslananna næsta árið. Ákveðið var að hraða uppbygging- unni með því að kaupa verslanakeðj- una Bill’s Dollar Stores, sem var um þetta leyti í gjaldþrotameðferð, svo- kölluðum Chapter 11. Baugur keypti nýju keðjuna, sem rak 410 verslanir, í samvinnu við Kaupþing í New York og marga minni fjárfesta á um 3 milljarða króna og í fram- haldi af því var ætlunin að Bonus Dollar Stores-verslanirnar á Flórída og Bill’s Dollar Stores-verslanirnar yrðu sameinaðar undir nafninu Bon- us Stores, sem er fyrirtækið sem keypti Bill’s Dollar Stores. Fjárfest- ingin í félögunum nam í heild sinni um 6 milljörðum króna. Hlutur Baugs í félaginu var í upphafi um 55%. Hallar undan fæti Síðla árs 2001 sendi Baugur frá sér fréttir um batnandi afkomu og hagnað af Bonus Stores, en til Bon- us Stores teljast Bill’s Dollar Stores verslanirnar. Í október í fyrra var svo send út tilkynning um veruleg frávik frá áætlun um afkomu Bonus Stores og á fyrstu sex mánuðum þess rekstrarárs færðist rúmlega 600 milljóna króna tap Bonus Stores í bækur Baugs. Tugum verslana var lokað og gripið til frekari aðgerða í því skyni að laga reksturinn. Í til- kynningunni kom fram að Baugur færði hlut sinn í Bonus Stores á 1.466 milljónir króna í lok águst sama ár. Í lok október í fyrra sömdu Bonus Stores um 40 milljóna dala lánalínu við Fleet Bank of Boston og á sama tíma var ákveðið að Baugur setti 9 milljónir dala, um 800 milljónir króna, til viðbótar inn í fyrirtækið í formi nýs hlutafjár. Við þetta hækk- aði hlutur Baugs í Bonus Stores og er hann nú 65%. Um svipað leyti var núverandi forstjóri, Jack Koegel, ráðinn til starfa, en fáeinum mánuðum áður hafði Jim Schafer verið sagt upp störfum. Ásakanir og stefnur gengu á víxl milli hans og Baugs, en í sept- ember í fyrra náðist samkomulag milli deilenda. Skömmu áður hafði Kaupþing sölutryggt eignarhlut Schafers í Bonus-verslununum í Flórída fyrir 2 milljónir dala, eða um 175 milljónir króna. Schafer hafði átt helmingshlut á móti Baugi í fyrirtækinu á Flórída og ætlunin hafði verið að hann eignaðist 7,5% í sameinuðu fyrirtæki. Á 1,28 milljarða króna í bókum Kaupþings Samkvæmt skráningarlýsingum sem Kaupþing gaf út í október og desember í fyrra átti Kaupþing 35,7% í Bonus Stores. Í mars á þessu ári var aftur gefin út skrán- ingarlýsing og þar kom fram að eignarhlutur Kaupþings væri 29,8% og að hann væri bókfærður á 1,28 milljarða króna. Ekki hefur fengist upplýst hve mikið Kaupþing hefur lagt í þessa fjárfestingu frá upphafi, en það er líklega nokkru hærri tala en bókfært virði fjárfestingarinnar í mars á þessu ári enda hefur rekstur Bonus Stores gengið þannig að sam- kvæmt íhaldssömu mati fjárfesting- arinnar ætti hún að hafa verið lækk- uð í bókum Kaupþings. Eins og áður sagði var ætlunin í upphafi að sameina reksturinn í Flórída við Bill’s Dollar Stores, en ekkert var úr því. Bonus-verslanirn- ar á Flórída hafa nú hætt rekstri og var leigusamningum við eigendur húsnæðis verslananna sagt upp fyr- ir rúmum þremur mánuðum. Að sögn talsmanna Baugs var þetta gert vegna þess að reksturinn gekk ekki nógu vel til að halda honum áfram. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Bonus Stores nú óskað eftir að verða tekið til gjald- þrotameðferðar, svokallaðs Chapter 11. Ákveðið hefur verið að selja 214 af verslunum fyrirtækisins og um það standa yfir viðræður við aðrar verslanakeðjur. Þá hefur dreifingar- miðstöð fyrirtækisins verið lokað. Eftir þessa fækkun verða verslanir Bonus Stores 97 í þremur fylkjum, en fyrir fækkunina eru verslanirnar í 12 fylkjum. Mikið tap á síðasta ári Baugur hyggst ekki setja meiri fjár- muni inn í rekstur Bonus Stores og ætlar að draga sig út af Bandaríkja- markaði. Einn af þeim möguleikum sem nú eru uppi er að forstjóri Bon- us Stores, Jack Koegel, og hópur fjárfesta kaupi þær 97 verslanir sem eftir verða í eigu Bonus Stores. Í maí síðastliðnum tók Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, þann- ig til orða að starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum hefði verið dýrt námskeið og að Baugur myndi ekki fara aftur þá leið að kaupa fyrirtæki sem hefði tvisvar farið í gjaldþrota- meðferð, og átti þar við Bill’s Dollar Stores, sem samkvæmt því er nú í sinni þriðju gjaldþrotameðferð und- ir merkjum Bonus Stores. Tap Baugs í Bandaríkjunum fyrir rekstrarárið 2002 nam 1.591 milljón króna og í maí sagði Jón Ásgeir að áhætta Baugs af fjárfestingunni væri 2 milljarðar króna. Hvort þess- ir milljarðar munu einnig tapast eða að hve miklu leyti veltur á því hvernig gengur að ná verðmætum út úr því sem eftir er af Bonus Stor- es. Ekki er óvarlegt að áætla að tap Baugs af starfseminni í Bandaríkj- unum verði að minnsta kosti 3 millj- arðar króna þegar upp verður stað- ið, en í öllu falli er ljóst að tapið mun hlaupa á milljörðum króna. Miðað við bókfært verð Bonus Stores hjá Kaupþingi í mars síðast- liðnum, 1,28 milljarðar króna, er einnig ljóst að Kaupþing tapar háum fjárhæðum á þessum viðskipt- um. Samanlagt tap þess verður væntanlega að minnsta kosti vel yfir einn milljarður króna, en hluti þess hefur að líkindum þegar komið fram. Við tap Baugs og Kaupþings bæt- ist tap annarra fjárfesta, sem einnig hlýtur að nema háum fjárhæðum, að minnsta kosti hundruðum milljóna króna. Milljarðatap af verslunar- rekstri í Bandaríkjunum Fjárfestar sem lögðu í víking vestur um haf undir forystu Baugs hafa ekki haft erindi sem erfiði. Milljarðar króna hafa tapast, aðallega vegna fyrirtækis sem nú er í sinni þriðju gjald- þrotameðferð. BANDARÍSKU bankarnir JP Morgan og Citigroup þurfa að punga út nærri 300 milljónum dollara eða sem svarar til 23 millj- arða íslenskra króna, fyrir aðild sína að Enron-hneykslinu. Fjármálaeftirlitið í Bandaríkjunum (SEC) segir bankana tvo, sem eru meðal stærstu banka landsins, hafa aðstoðað Enron við að útfæra flóknar fjárhagsfærslur sem voru til þess ætlaðar að hækka fjárstreymistölur fyrirtæk- isins og fela skuldir þess. SEC staðhæfir að bankarnir hafi vitað að Enron var reyna að fegra reikningana sína þegar fyr- irtækið rambaði í raun á barmi gjaldþrots. Tilkynnt hefur verið að JP Morgan muni greiða SEC 135 milljónir dollara (ríflega 10 millj- arða króna) fyrir sinn þátt en Citi- group muni greiða 101 milljón dollara (tæpa 8 milljarða). Féð verður notað til að greiða fórnar- lömbum Enron í fjársvikamálinu. Að auki þurfa bankarnir að greiða 50 milljónir dollara (tæpa 4 millj- arða króna) til New York-fylkis og New York-borgar og 3 milljónir dollara (rúmar 200 milljónir króna) vegna kostnaðar hjá sak- sóknara Manhattan. Greiða nærri 23 millj- arða í sekt vegna Enron SINGAPORE Airlines tapaði 312,3 milljónum singapúrdala, sem svarar til 13,8 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Er það í fyrsta skiptið sem félagið er rekið með tapi. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður Singapore Airlines 478,4 milljónum singapúr- dala. Í tilkynningu frá flugfélaginu er stríðið í Írak og áhrif bráðalungna- bólgunnar, SARS, helsta skýring verri afkomu félagsins. Tekjur félagsins drógust saman um 35% á milli tíma og námu 1.653 milljónum singapúrdala á tíma- bilinu apríl-júní 2003. Farþegum fækkaði á milli tímabila um rúm 49%. Samkvæmt tilkynningu Singa- pore Airlines hefur starfsfólk tekið á sig talsverða launalækkun og þóknun stjórnarmanna verður lækkuð um 50%. Jafnframt verður reynt að komast hjá uppsögnum með því að áhafnir flugvéla, aðrir en flugmenn, taki á sig viku launa- laust leyfi á tveggja mánaða fresti til ársloka 2004. Flugmenn munu hins vegar taka tveggja daga launalaust leyfi á mánuði. Í fyrsta sinn tap hjá Singapore Airlines

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.