Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI KNATTSPYRNA Dregið hefur úr áhuga Bandaríkjamanna á að spila golf og eyða meiri tíma með börnunum. De Beers er enn helsti söluaðili dem- anta í heiminum þó heldur hafi dregið úr hlutdeild fyrirtækisins. Verða golfkúlur framtíðarinnar skreyttar demöntum eða hvað? GOLF er eyðilegging á góðum göngutúr, sagði Mark Twain á seinni hluta nítjándu aldar þeg- ar golfíþróttin sótti mjög á í Bandaríkjunum. Íþróttin hefur síðan farið í gegnum hæðir og lægðir, en aðallega hæðir þó. Lægð var til að mynda á tímum kreppunnar miklu og vöxtur íþróttarinnar náði miklum hæðum eftir það, sérstaklega á síðasta áratug. Það virðist vera nokkurt samhengi á milli efnahagsástands og golfáhuga í Bandaríkjunum, enda er golf meira en bara íþrótt þar í landi. Ef til vill vegna þessa samhengis varð golfið illa úti þegar netbólan sprakk fyrir um þremur árum. Vöxtur tíunda áratugarins snerist við og síðan hefur ríkt samdráttur. Samkvæmt við- skiptaritinu Barron’s voru skráðir golfhringir 518,4 milljónir árið 2000 en voru komnir niður í 502,4 milljónir í fyrra. Í ár stefnir í samdrátt þriðja árið í röð. Svipaða sögu má segja um opnun nýrra golfvalla. 220 vellir voru teknir í notkun í fyrra, sem er ögn minna en árið 1990, en miklu minna en árið 2000, þegar bjartsýnin fékk menn til að taka til notkunar 398,5 velli – en rétt er að benda á að níu holu völlur telst hálfdrættingur í þessum samanburði. Loks hefur þróunin verið þannig, að eftir áratuga- vöxt er iðkendum líka hætt að fjölga og þeir hafa verið rúmar 25 milljónir síðastliðin sex ár. Þetta hefur haft sín áhrif á þá sem veita golf- urum þjónustu, hvort sem er framleiðendum sláttuvélanna eða rekstrarfélögum golfvall- anna. Fjöldi þekktra framleiðenda er orðinn gjaldþrota eða byrjaður að feta sig í þá átt, og fjöldi golfvalla á í fjárhagserfiðleikum. Í bjartsýninni sem fylgdi netbólunni á síð- asta áratug hóf einn hlutabréfasérfræðingur- inn útgáfu fréttabréfs um fjárfestingar á golf- markaði og fjallaði um 50 skráð fyrirtæki á því sviði. Hann gafst upp á útgáfunni fyrir þremur árum og Barron’s hefur það eftir honum að þetta hafi verið „alger hryllingur“. Börnin og golfið Hægt er að velta vöngum yfir því hvað veldur þessum umskiptum í golfáhuga Bandaríkja- manna. Efnahagslífið er augljósasta skýringin og getur verið eitthvað á þá leið að einstakling- ar hafi minna fé milli handanna til að leika sér og fyrirtæki haldi fastar um budduna og skeri niður allan óþarfa kostnað. Ef þetta er rétt skýring mun golf væntanlega ná sér aftur á strik í Bandaríkjunum þegar efnahagslífið réttir úr kútnum – hvenær sem það verður. Aðrir halda því fram að fólk vilji ekki lengur eyða heilu og hálfu dögunum á golfvellinum en vilji þess í stað nota tímann til að vera með börnunum. Mikill tími fari nú orðið í að fylgjast með börnunum spila íþróttir eða iðka aðrar tómstundir, og það sé meðal annars á kostnað golfsins. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta á við rök að styðjast eða ekki. Fyrir íslenska golf- áhugamenn virðist þó engin ástæða til að ótt- ast áhugaleysi á næstunni, því hér er – ennþá að minnsta kosti – stöðugur vöxtur. Sam- kvæmt upplýsingum frá Golfsambandi Íslands hefur iðkendum golfs fjölgað um 10% milli ára síðustu fimm árin og í aðildarfélögum sam- bandsins eru um 11.000 félagsmenn. Sam- kvæmt könnunum Gallup eru iðkendur nær 30.000, og þá er miðað við golfara sem slá kúl- urnar fimm sinnum á ári eða oftar. ll TÓMSTUNDIR ll Haraldur Johannessen Er golfkúlan bara netbóla? haraldurj@mbl.is Eftir áratugavöxt golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum er tekið að halla undan fæti. Hér á landi dafnar golfið sem aldrei fyrr UM það bil tveir af hverjum þremur demöntum sem seldir eru í heiminum fara um sölukerfi De Beers. Markaðshlutdeildin var enn meiri fyrir nokkrum árum, nálægt 4⁄5, en síðastliðinn áratug hefur fyrirtækið ekki mátt markaðssetja dem- anta sína beint á stærsta demantamarkaði heims, Bandaríkjamarkaði, svo ekki þarf að koma á óvart þótt nokkuð hafi dregið úr mark- aðshlutdeild De Beers. Fyrirtækið á líka nú orðið í harðri keppni við demantaframleiðendur í Rússlandi. Einn þeirra, ríkisfyrirtækið Alrosa, er stór og vaxandi og framleiðir nú um fjórðung allra demanta heims- ins. Áætlað er að sölutekjur Alrosa á þessu ári muni nema sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. De Beers framleiðir ekki alla demanta sem fyrirtækið selur, hluti af sölunni er markaðs- setning á demöntum annarra. De Beers er engu að síður langstærsti demantaframleiðandi í heimi og um 43% heimsframleiðslunnar fer fram í námum fyrirtækisins. Lægri vextir auka sölu Markaðsfyrirtæki De Beers, Diamond Trading Co., gekk vel á fyrri hluta þessa árs og jók söl- una um 2,8% frá sama tímabili í fyrra. Ein af ástæðum þessarar aukningar munu vera lægri vextir, en demantaslíparar eru reiðubúnir til að liggja með meiri birgðir en venjulega vegna lægri vaxtakostnaðar. Aukningin nú kann þess vegna að koma niður á sölunni síðar. Í krónum talið nam salan á tímabilinu jafnvirði meira en 220 milljarða og hagnaður jókst um ríflega þriðjung og nam um 32 milljörðum króna. Ef einhverjum þykja þessar tölur lítilfjörlegar geta þeir þó huggað sig við að bestu mánuðir ársins eru eftir. Um 40% sölunnar fer fram á síðasta fjórðungi ársins og því má gera ráð fyrir drjúg- um hagnaði fyrir árið í heild. Anglo American, sem er skráð félag á mark- aði, er ráðandi eigandi De Beers með 45% hlut. Aðrir eigendur eru Oppenheimer-fjölskyldan og ríkisstjórn Botsvana. Anglo American er í fjöl- breyttri námavinnslu og er gríðarlega stórt, sem sést vel á því að í fyrra kom innan við fimmt- ungur af hagnaði Anglo American frá De Beers. Aftur til Bandaríkjanna? De Beers gerir sér vonir um að viðhorf Banda- ríkjastjórnar til fyrirtækisins muni fljótlega taka breytingum og að það muni á næsta ári geta opnað verslun í New York í samvinnu við fyrirtækið LVMH, sem selur lúxusvarning. Þessi áform eru þó ýmis konar óvissu háð, meðal annars því hvort Evrópusambandið mun sam- þykkja samning milli De Beers og Alrosa um kaup þess fyrrnefnda á umtalsverðu magni af demantaframleiðslu hins síðarnefnda, eða hvort litið verður svo á að samningurinn brjóti í bága við samkeppnislög. Og það eru raunar ásakanir um slík brot sem hafa komið í veg fyrir að De Beers geti selt framleiðslu sína milliliðalaust í Bandaríkjunum og hafa orðið þess valdandi að stjórnendur fyrirtækisins hætta á handtöku ferðist þeir til Bandaríkjanna. ll FYRIRTÆKI De Beers og demantarnir haraldurj@mbl.is De Beers reynir að ná sáttum við Bandaríkin en stjórnendur fyrirtækisins eiga yfir höfði sér handtökur þar í landi því var hagnaðurinn eftir skatta 0,8 milljónir. Auglýsingatekjur stærstar Rekstrartekjur á síðasta ári skiptust þannig að miðasala nam 13,5 milljónum króna, auglýsingatekjur voru 22,5 millj- ónir, sala á útsendingarrétti gaf 3,7 milljónir, félagaskipti 7,3 milljónir, sölu- varningur og veitingar 1,3 milljónir og aðrar rekstrartekjur 9,7 milljónir. Stærsti rekstrargjaldaliðurinn var laun og launatengd gjöld, upp á 37,7 milljónir króna, en vörunotkun var 1,5 milljónir, annar rekstrarkostnaður 14,6 Á ÁRUNUM 1998–2000 ríkti mikil bjartsýni í fjármála- heiminum og ekki síst á hlutabréfamarkaði. Knatt- spyrnuheimurinn fór ekki varhluta af því og þenslan var mikil í við- skiptum með leikmenn, sem gengu kaupum og sölum fyrir miklar upphæðir. Erlendis hafði færst í vöxt að knatt- spyrnufélög hefðu farið á hlutabréfa- markað. Þekktasta dæmið var enska úr- valsdeildarliðið Manchester United, en það hafði í lok árs 1998 fimmfaldað veltu sína síðan árið 1990. Með auknu fjár- magni tókst félaginu að komast í fremstu röð liða í Evrópu, stækka leik- vang sinn og hefja umfangsmikla versl- un með hinar ýmsu vörur tengdar félag- inu. Á Norðurlöndunum höfðu félög gert slíkt hið sama, með góðum árangri. Bröndby í Danmörku hafði náð að festa sig í sessi sem hlutafélag og einnig félög í Noregi og Svíþjóð. Hlutafé uppurið Það var í þessu umhverfi sem menn sáu sér leik á borði hér á landi. Nokkur ís- lensk félög stofnuðu hlutafélög um rekstur meistaraflokks, með það að markmiði að fá inn fjármagn, sem svo myndi ávaxtast með sölu á leikmönnum og ýmsum öðrum tekjum í framtíðinni, svo sem af þátttöku í Evrópukeppnum. Núna, nokkrum árum seinna, blasir við að mestallt þetta hlutafé er uppurið og hlutabréfin í félögunum eru verðlítil og illseljanleg. Markaður með leikmenn hefur verið í mikilli lægð og verð leik- manna hrunið víðast hvar. Stærstu hlutafjárútboðin voru fjögur talsins, eftir því sem komist verður næst. Í Grindavík var stofnað hluta- félagið Grindvísk knattspyrna, GK-’99, í lok árs 1999. Boðið var út hlutafé fyrir 90 milljónir króna. Næststærsta útboðið áttu KR-ingar, sem stofnuðu KR-Sport hf. Þeir seldu 50 milljónir hluta á geng- inu 1. Framarar stofnuðu Fram Fót- boltafélag Reykjavíkur hf. og buðu út 30 milljónir hluta á genginu 1. Valsmenn stofnuðu Valsmenn hf. og söfnuðu hlutafé fyrir 45 milljónir króna. Mikil eftirspurn Hlutafjárútboð í KR-Sport hf. fór fram 21. desember 1998. Sem fyrr segir voru boðnar út 50 milljónir hluta á genginu 1. Mikil spurn var eftir bréfum og skráðu rúmlega 1.100 aðilar sig fyrir hlut í fé- laginu, alls fyrir rúmlega 67,4 milljónir króna, sem þýðir að umframeftirspurn var 35%. Sigurður Helgason, framkvæmda- stjóri KR-Sports, segir að staða hluta- félagsins hafi lagast mjög síðustu tvö ár- in. Aðspurður segir hann að hlutabréf í félaginu gangi eitthvað kaupum og söl- um. „Mér skilst að gengið sé núna í kringum 0,8,“ segir hann. Samkvæmt ársreikningi KR-Sports fyrir árið 2002 varð 0,8 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2002, samanborið við 8 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur voru tæpar 58 milljónir króna, en rekstr- argjöld tæplega 51 milljón. Því var rúm- lega 7 milljóna króna hagnaður af reglu- legum rekstri félagsins, en fjármagnsgjöld námu 6,4 milljónum og milljónir o rúmlega 3 m Eignir K um króna voru hins v króna, sem um 17,3 mi uðu þó um milli ára og 31 milljón, áramótin. V milljónir kr hlutfall, þ.e af skammtí Veltufé t Brostnar Fyrir 4–5 árum, þegar bjartsýnin var sem mest á fjármálamörkuðum, stofnuðu nokkur íslensk knattspyrnufélög hluta- félög um rekstur meist- araflokks karla. Ívar Páll Jónsson spjallaði við mann og annan og kynnti sér afdrif og stöðu stærstu hlutafélaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.