Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 B 5 NVIÐSKIPTI KNATTSPYRNA króna og handbært fé frá rekstri var 3,2 milljónir króna um áramót. Eigið fé enn hjá Valsmönnum Stuðningsmenn Knattspyrnufélagsins Vals stofnuðu fjárfestingarhlutafélagið Valsmenn hf. 1. desember 1999. Boðið var út hlutafé fyrir 45 milljónir króna, að sögn Brynjars Harð- arsonar. Hann segir að Valsmenn hf. séu frábrugðnir hluta- félögum Fram og KR að því leyti að ekki hafi gengið á eigið fé nema að litlu leyti, hagnaður hafi verið á síðasta ári, en lítilsháttar tap árin þar á undan. Brynjar segir að Valsmenn hafi alls ekki átt að vera styrktarfélag fyrir Val. „Þetta átti að vera fjárfestingar- félag, sem tæki þátt í fjárfestingum tengd- um félaginu. Ætlun- in var til dæmis að fjárfesta í leikmönn- um, eins og var gert. Þá fjárfestum við líka í stóra auglýsinga- skiltinu sem er á Valssvæðinu,“ segir hann. „Við höfum gætt þess að fara ekki inn í rekstur knattspyrnudeildarinnar, heldur höfum við gert samninga við hana, um ákveðið eignarhald í leikmönn- um og annað slíkt,“ segir hann. Lægð um þessar mundir Að sögn Brynjars hefur starfsemi Vals- manna hf. verið í dálítilli lægð að undan- förnu. „Eins og staðan er núna er erfitt að stunda fjárfestingar. Það hefur sýnt sig að ekki eru miklar líkur á því að leik- menn seljist fyrir háar upphæðir, þannig að stjórnin er núna fyrst og fremst að reyna að ávaxta fé félagsins. Í því sam- bandi er meðal annars verið að skoða hvort Valsmenn hf. geti komið að breyttu skipulagi á Valssvæðinu, eða fjárfest í uppbyggingu í unglingastarfi.“ að greiða niður skuldir. Við reisum okk- ur ekki hurðarás um öxl. Við stefnum að því að greiða niður allar skuldir og erum á góðri leið með að ná því markmiði.“ Hann segist telja að lítið sé nú um að hlutabréf í félaginu gangi kaupum og sölum, enda séu flestir eigendur einstak- lingar sem vilji eiga bréf í sínu uppá- halds félagi í gegnum súrt og sætt. Hlutafélagið hefur skilað hagnaði þrjú ár í röð. Hagnaður ársins 2001, eftir skatta, nam rúmum 17 milljónum króna. Í fyrra var hagnaður- inn rúmlega 700 þús- und krónur. Rekstr- artekjur voru 24,7 milljónir króna, en rekstrargjöld 23,2 milljónir. Því var rekstrarhagnaður, án fjármagnsliða, um 1,4 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru 700 þúsund, þannig að hagnaður eftir skatta nam 700 þús- undum króna sem fyrr segir. Tekjur af mótum hæstar Kostnaðarliðir Fram Fótboltafélags Reykjavíkur hf. voru sem hér segir: Tekjur af knattspyrnumótum voru 10,5 milljónir, auglýsingatekjur 3,9 m.kr., framlög og styrkir 7,7 milljónir króna, tekjur af sölustarfsemi 617 þúsund krón- ur og aðrar tekjur 2 milljónir. Gjöld vegna leikmanna og þjálfunar voru 14,2 milljónir, yfirstjórnar 3,1 millj- ón, vegna „íþróttalegra viðskipta“ 2,6 milljónir, önnur gjöld voru 250 þúsund og afskriftir voru 3 milljónir. Eignir voru samtals 50,1 milljón, þar af veltufjármunir upp á 6,3 milljónir. Eigið fé var 32,3 milljónir króna og skuldir því samtals tæpar 18,9 milljónir. Þar af voru skammtímaskuldir 11,3 milljónir króna. Veltufjárhlutfall, þ.e. veltufjármunir sem hlutfall af skamm- tímaskuldum, var 0,56. Veltufé frá rekstri var 4 milljónir rekstur knattspyrnunnar í Grindavík, en á endanum hafi mikill meirihluti hluta- fjárins runnið í mannvirkjagerð, þ.e. byggingu stúku. Þó hafi hlutafélagið haft þrjá leikmenn Grindavíkurliðsins á launum; Albert Sævarsson, Grétar Hjartarson og Ólaf Örn Bjarnason. Jónas segir að GK’99 hafi ekki skilað hagnaði undanfarin ár. „Þegar farið var af stað voru áformin að geta alið upp betri knattspyrnumenn og selt þá frá fé- laginu, en svo hrundi þessi markaður. Arðsemin hefur því verið lítil sem engin og sjóðirnir nánast uppurnir. Skuldir fé- lagsins eru langtímalán upp á 18 millj- ónir króna. Fyrsta afborgunin er í haust,“ segir hann. „Arðsemin felst hins vegar kannski í betri manneskjum og betra umhverfi, sem við reynum að skapa hér. Svoleiðis verðmæti er erfitt að mæla eða meta til fjár.“ Jónas segir að félagið byggi afkomu sína á sölu auglýsinga á stúkuna. „Þann- ig hefur félagið getað borgað leikmönn- um,“ segir hann, en launagreiðslur eru stærsti kostnaðarliðurinn. Teflt á tvær hættur Hlutafjárútboð Fram Fótboltafélags Reykjavíkur hf. fór fram 14. desember 1998. Boðnar voru út 30 milljónir hluta á genginu 1,15. Finnur Thorlacius, stjórn- arformaður félagsins, segir að rekstur þess hafi gengið vel síðustu misserin. „Í upphafi, við stofnun hlutafélagsins, var má segja teflt á tvær hættur. Fjárfest var í mörgum leikmönnum og fyrstu tvö árin voru mjög dýr,“ segir hann. Finnur segir að töluverðu fé hafi verið eytt í þeirri trú að það myndi skila sér til baka í góðum árangri og auknum tekjum í kjölfarið. „Það gekk ekki eftir, en ný stjórn félagsins gerði miklar breytingar í fjármálum. Aðhald var aukið til muna og kostnaður skorinn niður eins og mögulegt var. Leikmannakostnaður okkar er t.a.m. sennilega með því lægsta sem þekkist í úrvalsdeild karla og hefur verið það í þrjú ár,“ segir hann. Hagnaður 3 ár í röð Finnur segir að mjög hafi gengið á skuldir síðustu ár. Nú séu þær um 14 milljónir króna, en hafi hæst farið yfir 40 milljónir. „Allur okkar rekstur miðar við króna og handbært fé til rekstrar rúm- lega 19 milljónir. Mest í stúkuna Grindvíkingar stofnuðu hlutafélagið Grindvíska knattspyrnu hf., GK’99, í lok árs 1999. Hlutafé var 90 milljónir króna og meðal helstu hluthafa voru Útgerðar- félag Grindavíkur og Grindavíkurbær. Ársreikningur félagsins var ekki tiltæk- ur, enda ekki búið að halda aðalfund þetta árið. Jónas Karl Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar, segir að félagið hafi upphaflega verið stofnað til að efla allan og afskriftir og niðurfærsla milljónir króna. KR-Sports námu 36,3 milljón- um síðustu áramót. Skuldir vegar samtals 53,6 milljónir þýðir að eigið fé var neikvætt illjónir króna. Skuldir lækk- m rúmlega 22 milljónir króna g skammtímaskuldir um rúma en þær voru 42 milljónir um Veltufjármunir voru rúmar 19 róna, sem þýðir að veltufjár- e. veltufjármunir sem hlutfall maskuldum, var 46%. til rekstrar var 2,3 milljónir r vonir í boltanum Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Kristinn ivarpall@mbl.is KJARTAN Sturluson, markvörður úrvals- deildarliðs Fylkis, ritaði lokaritgerð í við- skiptafræðum við Háskóla Íslands í fyrra- vor. Ritgerðin heitir „Hlutafélagavæðing og verðmat íslenskra knattspyrnufélaga“. Hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöllur fyrir fleiri en 1–2 fjársterk hlutafélög hér á landi. „Það lið sem kæmist áfram í Evrópu- keppni meistaraliða og drægist á móti sæmilega þekktu félagsliði frá Vestur- Evrópu myndi fá yfirburðastöðu hér á landi, vegna þeirra fjármuna sem þar er um að tefla,“ segir hann. Verðmat á KR-Sporti Hluti af verkefni Kjartans var verðmat á KR-Sporti hf. „Niðurstaðan var nokkuð undir útboðsgengi, sem var 1. Ég gerði svokallaða næmnigreiningu, en ef ég gerði 12% ávöxtunarkröfu fékk ég út gengið 0,6,“ segir hann. Kjartan gerði líka verðmat á ímynduðu yfirburðaliði á Íslandi. „Miðað við þær for- sendur fékk ég út verðmatið 2,3. Til þess að skila viðunandi ávöxtun hér á landi þarf félag að vera í Evrópukeppni nánast á hverju ári. Ef vel gengur í Evrópukeppni má líkja því við snjóbolta sem hleður utan á sig. Þá fá leikmenn mjög mikla athygli og seljast frekar, sem hefði í för með sér auknar tekjur fyrir félagið,“ segir hann, „en þessi stöðugleiki hefur ekki verið til staðar hér á landi undanfarin ár.“ Sérstæður rekstur Þá segir Kjartan að rekstur knattspyrnu- félags sé á margan hátt sérstæður. „Þótt reksturinn gangi í sjálfu sér vel þarf ekki nema einn tapleik til að rústa afkomuna. Þetta er áhættusamur rekstur og veltur að sumu leyti á utanaðkomandi þáttum sem ekki eru á valdi stjórnenda félaganna. Til dæmis er alltaf happdrætti hvaða lið koma upp úr hattinum í Evrópukeppnum.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Grundvöllur fyrir 1–2 sterk félög á Íslandi .................. N o k k u r í s l e n s k f é - l ö g s t o f n u ð u h l u t a - f é l ö g u m r e k s t u r m e i s t a r a f l o k k s , m e ð þ a ð a ð m a r k - m i ð i a ð f á i n n f j á r - m a g n , s e m s v o m y n d i á v a x t a s t m e ð s ö l u á l e i k m ö n n u m o g ý m s u m ö ð r u m t e k j u m . ..................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.