Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 B 7 NFRÉTTIR finn talsverðan mun milli Íslands og Bretlands en minni mun á milli Íslands og Bandaríkjanna. Kannski aðallega vegna ólíks vinnuumhverfis þar sem í Bretlandi vann ég mjög mikið inni á stofnunum þar sem allir hlutir eru í föstum skorðum. Annars gilda sömu reglur hér sem og annars staðar; það eru ákveðnir þættir sem nauðsynlegt er að séu í lagi í rekstri hvers fyrirtækis.“ Hvernig var að flytja heim aftur? „Mjög gott og mér sýnist á öllu að það hafi átt sér stað jákvæðar breytingar á Íslandi á undanförnum árum. Opnara samfélag, fleiri fyrirtæki og meiri möguleikar í öllum viðskiptum. Þegar maður er búinn að búa jafnlengi erlendis eins og ég hef gert þá er ákaflega gott að komast nær fjöl- skyldunni og vinum. Við Guðrún eignuðumst son nú í júní og vildum að hann myndi alast upp á Íslandi, ekki í London eða á Miami. Það er því mjög gott að vera kom- inn heim.“ Hvað með áhugamálin? „Ég hef mikinn áhuga á viðskiptum og kvikmyndum. Ég hleyp töluvert og síðan spilaði ég veggtennis þegar ég bjó úti.“ Í hverju felst starf þitt hjá Nýherja? „Ég stýri markaðsdeildinni en til hennar teljast fimm starfsmenn. Við sjáum um ímyndarmál, áætlanagerð, al- mannatengsl og allar auglýsingar fyrirtækisins.“ Hvernig er að starfa á upplýsinga tæknimarkaði í dag? „Það er alveg jafn spennandi og það var fyrir þremur árum þegar uppgangurinn var sem mestur. Að vísu meiri barátta, en ég starfa hjá mjög traustu og faglegu fyrirtæki með góða ímynd. Nýherji hefur siglt tiltölulega lygnan sjó yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað hjá upplýsingatæknifyrirtækjunum undanfarin ár. Enda er starfsemin mjög fjölbreytt og er það í raun eina upplýs- ingafyrirtækið á Íslandi sem getur boðið upp á heildar- lausnir á þessu sviði.“ Nú starfaðir þú áður hjá Strax Holding sem er á síma- markaði. Er mikill munur á Nýherja og Strax? „Strax framleiðir og dreifir farsímum og fylgihlutum fyrir farsíma, allt frá heyrnartólum til hleðslutækja, og starfar því á afmarkaðri hluta upplýsingatæknimark- aðarins en Nýherji. Nýherji er hins vegar töluvert rót- grónara fyrirtæki sem býður uppá mjög fjölbreytt fram- boð lausna.“ Hvernig er að koma til Íslands ef ir 12 ára dvöl er- lendis? „Ég bjó fyrst í Bandaríkjunum og síðan í London í 7 ár. Þegar ég vann fyrir Strax var ég fyrst staðsettur í London en flutti síðan til Miami í Bandaríkjunum. Ég Gott að koma heim aftur Morgunblaðið/Golli FRIÐRIK Þór Snorrason tók við starfi markaðs- stjóra Nýherja fyrir tveimur mánuðum síðan. Friðrik Þór er fæddur árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990 og námi í alþjóða- samskiptum frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkj- unum 1994. Þaðan fór hann til London til þess að nema alþjóðasamskipti við London School of Econom- ics og lauk því námi 1996. Eftir það hóf hann störf hjá breska lottóinu við þróunarvinnu og starfaði þar í 1½ ár. Á sama tímabili skrifaði hann fyrir breska við- skiptatímaritið The Economist Intelligence Unit um Ís- land. Friðrik stofnaði ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtæki í London árið 1998 en seldi sinn hlut árið 2000 er hann hóf störf fyrir Strax Holding. Friðrik er kvæntur Guðrúnu Guðbjörnsdóttur sem starfar hjá bandaríska símafyrirtækinu iBASES. Sonur þeirra er Baldvin Orri. alltaf á föstudögum ÍSLANDSBANKI hf. og Mens Mentis hf. hafa gengið frá samn- ingum um notkun á Genius upplýs- inga- og greiningarkerfinu hjá Ís- landsbanka. Áður hafði Mens Mentis lokið hliðstæðum samn- ingum við Tölvumiðstöð Sparisjóð- anna og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Íslandsbanki hyggst nýta Genius til þess að dreifa upplýsingum úr viðskiptakerfum sínum til starfs- manna í höfuðstöðvum jafnt sem útibúum. Upplýsingarnar sem um ræðir eru m.a. um innlán og útlán viðskiptavina, samskiptasögu þeirra, uppgjör fyrirtækja vegna lánshæfismats, almennar hagtölur og markaðsupplýsingar frá Kaup- höll Íslands. Gísli Heimisson frá Mens Mentis og Hákonía Guðmundsdóttir frá Íslandsbanka undirrituðu samning fyrirtækjanna. Íslandsbanki og Mens Mentis semja ● FORSVARSMENN Svars hafa skrif- að undir samstarfssamning við Acer um umboð og sölu á vörum fyrirtæk- isins á Íslandi. Acer er einn af 5 stærstu tölvuframleiðendum í heim- inum. Fyrirtækið starfar á öllum helstu markaðssvæðum Evrópu, Mið-Austurlanda, Ameríku og Afríku. Svar hf. selur borðtölvur, fartölvur, netþjóna, skjálausnir og fleira frá Acer. Svar og Acer í samstarf KAUPHÖLL Íslands hefur kynnt breytingar á skilyrðum fyrir vali á þeim 15 fyrirtækjum sem mynda úr- valsvísitölu aðallista. Helstu breytingarnar eru í fyrsta lagi að markaðsvirði er leiðrétt fyrir floti. Með floti er átt við þau bréf sem eru að öllu jöfnu aðgengileg fjárfest- um til kaups. Undanskilin floti eru bréf í eigu eftirtalinna aðila að því til- skildu að þeir séu meðal 10 stærstu hluthafa: Opinberra aðila. Hlutir í eigu sveitarfélaga takmarka þó ekki flot. Ráðandi hluthafa. Hlutir teljast í eigu ráðandi hluthafa sé eign við- komandi aðila 30% eða hærri. Þá telst hlutur yfir 10% einnig til ráð- andi hlutar ef tveir slíkir hlutir fara yfir 40%. Yfir 10% hlutafjáreign fé- laga í sömu atvinnugrein og viðkom- andi félag telst einnig til takmörk- unar á floti. Innherja, þar með talið félagsins sjálfs. Hér er byggt á lista yfir frum- innherja hjá Fjármálaeftirlitinu. Ef tvö félög eiga í hvort öðru er það takmarka flot. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að með þessu eru eign- arhlutir sem ólíklegt er að viðskipti verði með þannig undanskildir. Á þann hátt eru minni líkur á að félag veljist í vísitöluna einkum á grund- velli markaðsverðmætis þótt við- skipti með félagið séu í minna lagi. Í öðru lagi felur breytingin í sér að verðbil, það er munur hagstæðasta kaup- og sölutilboðs, verði ekki meira en 1,5% í lok dags. Eins að tilboð liggi fyrir í viðskiptakerfinu í lok dags að lágmarki 95% allra viðskiptadaga. Að fréttaflutningur verði samtímis á íslensku og ensku eftir að félag er komið í úrvalsvísitöluna. Í Kauphallartíðindum Kauphallar Íslands kemur fram að markmiðið með breyttri aðferðafræði við val í úrvalsvísitöluna er að hvetja til auk- ins seljanleika hlutabréfa og treysta þar með verðmyndun. „Þannig mið- ar skilyrðið um að verðbil sé innan ákveðinna marka að því að lækka óbeinan kostnað við hlutabréfavið- skipti sem oft er mun meiri en beinn kostnaður, svo sem þóknanir fjár- málafyrirtækja. Að sama skapi er aðlögun markaðsvirðis fyrir floti ætlað að tryggja að verðmyndun bréfa í úrvalsvísitölunni fari fram á sem breiðustum grunni,“ að því er segir í Kauphallartíðindum. Breytingar á vali í úrvalsvísitölu ● OG Vodafone hóf nýverið að bjóða íbúum á Selfossi upp á ADSL- tengingar um eigið kerfi félagsins. Um DSL-kerfið er meðal annars boð- in SDSL- og ADSL-þjónusta sem eru tvær gerðir hraðvirkrar sítengingar við Netið. Við þessa viðbót stækkar dreifikerfi Og Vodafone fyrir þessa þjónustu en félagið hefur rekið eigið dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og í Reykjanesbæ. Frekari stækkun á kerfinu á landsbyggðinni er fyrirhuguð á næstu vikum, að því er segir í fréttatilkynningu. Og Vodafone á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.