Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 8
   !  -../01 .2345 6-7 .8.1-. 59:. 9-. 5 3;.1'.<= 09921               ?     ?? ?? ?    0  9 . //. 1' ) /@ !' 3)  34+ 11315 605678 >5'953 9.';>1?5 604 319 11 37+ 9%1.2'21    30: :. 9-. 5 9?@/AB.:' Í UMFJÖLLUN um íslenska hlutabréfamarkaðinn ber nokk- uð á efasemdum um að hann sé nægilega virkur til að verð- myndun sé skilvirk og eðlileg. Þetta á vafalítið oft við þegar um minni fyrirtæki er að ræða, eða fyrirtæki þar sem stærstur hluti bréfanna er í eigu þeirra sem ætla sér alls ekki að selja og er því í raun varla á mark- aði. Viðbrögð markaðarins við uppgjörum þremur fyrstu úr- valsvísitölufyrirtækja þessarar uppgjörslotu gefa hins vegar ástæðu til að ætla að virk verð- myndun sé með þau hlutabréf og þá ef til vill annarra sam- bærilegra fyrirtækja. Össur hf. skilaði milliupp- gjöri ársins á fimmtudaginn í síðustu viku og álit greining- ardeilda bankanna var allt á einn veg; uppgjörið var undir væntingum þeirra. Bæði hagn- aður Össurar og hagnaður fyrir afskriftir voru ríflega 10% und- ir meðalspá greiningardeild- anna, og viðbrögð markaðarins voru þau að gengi bréfa Öss- urar lækkaði um 5,6% sama dag og uppgjörið birtist og um 2,5% daginn eftir, samtals um 8%. Uppgjör Bakkavarar Group hf. var birt degi á eftir uppgjöri Össurar og skoðun greiningar- deildanna á því uppgjöri var einnig neikvæð. Hagnaður Bakkavarar var tæpum 2% undir meðalspá, en meira máli skipti að EBITDA var tæpum 9% undir meðalspánni og að EBITDA-hlutfallið, þ.e. hlutfall hagnaðar fyrir afskriftir af tekjum, olli vonbrigðum. Gengi bréfa Bakkavarar lækkaði um 2,8% daginn sem uppgjörið birtist. Í fyrradag birti Íslandsbanki hf. uppgjör sitt og þá kom í ljós að hagnaður bankans á fyrri helmingi ársins var rúmum 12% hærri en greiningardeildir hinna bankanna tveggja höfðu spáð að meðaltali. Markaðurinn tók tíðindunum vel og gengi bréfa bankans hækkaði um 2,9% sama dag og uppgjörið birtist. Í gær gekk hækkunin lítillega til baka en bréf Ís- landsbanka lækkuðu um 0,9% í 311 milljón króna viðskiptum. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði í gær um 0,21%. Þessi viðbrögð íslenska hlutabréfamarkaðarins við þremur uppgjörum sanna auð- vitað ekkert um skilvirkni verð- myndunar á honum. Þau gefa engu að síður vísbendingu um að verðmyndun stórra fyrir- tækja, þar sem nægt hlutfall hlutabréfa er í raun á markaði, sé virk. Þetta skiptir fjárfesta miklu máli og raunar mun meira máli en að á markaðnum sé mjög mikill fjöldi skráðra fé- laga. Markaðsvirði Skeljungs Í dag mun Skeljungur birta sex mánaða uppgjör sitt. Bankarnir þrír; Íslandsbanki, Kaupþing Búnaðarbanki og Landsbank- inn, spá því að hagnaður Skelj- ungs verði á bilinu 190–322 milljónir króna. Ef tekið er meðaltal af spám bankanna eru væntingar um 235 milljóna króna hagnað hjá Skeljungi á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það töluvert minni hagnaður en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs er hagnaður félagsins var 595 milljónir króna eftir skatta. Þrátt fyrir að bankarnir spái því að hagnaður Skeljungs muni dragast saman milli tíma- bila hefur verð hlutabréfa í Skeljungi hækkað töluvert á síðustu tólf mánuðum. Engin viðskipti voru með Skeljung í Kauphöll Íslands í gær en dag- inn áður var lokaverð félagsins 15,0. Á sama degi fyrir ári var það 13,40. Ef af fyrirhuguðu yf- irtökutilboði í Skeljung verður, sem Burðarás, Kaupþing Bún- aðarbanki og Sjóvá-Almennar ræða sín á milli, verður það á genginu 15,9, að því er fram kemur í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands sl. mánudag. Það svarar til 87% hækkunar frá árslokum 2000. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á þriðjudag hefur verð hlutabréfa í Skeljungi hækkað um rúm 70% frá árslokum 2000. Til samanburðar hækkaði verð bréfa í Keri, áður Olíufélagið, um 11% frá þessum tíma fram að yfirtöku í vor en Olíuverzlun Íslands hefur hækkað um 18% á sama tímabili. Í Morgunkorni Íslandsbanka á þriðjudag kemur fram það mat Greiningar Íslandsbanka að gengi bréfa Skeljungs sé of hátt og vandséð hvernig rekst- ur félagsins á að skila því sjóð- streymi sem þarf til að standa undir markaðsverði félagsins. Það er hægt að taka undir þessi orð Greiningar Íslands- banka. Því ef skoðuð eru þau viðskipti sem átt hafa sér stað með Skeljung í Kauphöll Ís- lands að undanförnu þá er það Kaupþing sem hefur staðið að baki þeim kaupum, að undan- skildum þeim utanþingsvið- skiptum sem áttu sér stað 30. júní sl. þegar Burðarás og Sjóvá-Almennar keyptu hlut Shell Petroleum og Haukþings í Skeljungi. Það er því Kaup- þing Búnaðarbanki sem hefur haldið verði Skeljungs jafn háu og raun ber vitni. En á meðan markaðurinn er tilbúinn til þess að greiða jafn hátt verð og Kaupþing Bún- aðarbanki virðist vera í þessu tilviki þá er virði félagsins met- ið samkvæmt því. Hvort sem rekstur þess í dag bendi til þess að um sanngjarnt eða óeðlilegt verð er að ræða. Ljóst er að Kaupþing Búnaðarbanki telur að um eðlilegt verð sé að ræða enda myndi bankinn, sem er hlutafélag í eigu almennings, varla kaupa hlutabréf í félagi á verði sem þeir teldu óeðlilegt miðað við rekstur og framtíðar- horfur fyrirtækisins. Það er markaðurinn sem býr til verðmiða á almenningshluta- félög. Svo lengi sem einhver er tilbúinn til að greiða það verð sem boðið er hlýtur að vera um eðlilegt verð að ræða. Þetta er lögmálið um framboð og eftir- spurn í hnotskurn. Viðbrögð markaðarins Innherji skrifar innherji@mbl.is BRESKI bankinn HBOS (Hali- fax Bank of Scotland) er best rekna fyrirtækið í Evrópu um þessar mundir samkvæmt lista sem birtur er í nýjasta hefti bandaríska viðskiptatímaritsins Business Week. Við gerð listans var miðað við fleiri en eina kenni- tölu úr rekstri fyrirtækjanna bæði frá síðasta ári og svo samanlagt frá síðustu þremur árum, svo sem tekjur, verð hlutabréfa, arð- greiðslur á hlut, hagnað, arðsemi eiginfjár og fleira. Samkvæmt tímaritinu var staðfesta og úthald fyrirtækjanna á þeim erfiðu tím- um sem ríkt hafa í evrópsku efna- hagslífi síðustu misseri, leiðarljós- ið í útreikningum fyrir gerð listans. Í Business Week segir að evr- ópskt efnahagslíf sé með versta móti um þessar mundir. Hagvöxt- ur í álfunni er lítill, neysla al- mennings með minnsta móti, sveiflur eru í gengi gjaldmiðla sem koma niður á útflutningi, og hlutabréfamarkaðir eru í lægð. Business Week segir að af þessum ástæðum sé listinn þeim mun raunsannari; á honum séu einung- is fyrirtæki sem geta aflað tekna, óháð árferði. Fyrirtæki eins og HBOS, sem er í 1. sæti, Electrab- el, sem skipar 4. sæti listans, og H&M, sem vermir 8. sætið, eiga það þannig sameiginlegt að hafa í slæmu árferði náð að auka tekjur og hagnað og skila fyrirtaks ávöxtun til hluthafa. Bresk fyrirtæki áberandi Við skoðun listans er áberandi bresk slagsíða. 17 fyrirtæki af þeim 50 efstu eru bresk og sex þeirra eru á meðal tíu efstu. Er ástæðan að mestu sögð vera að í Bretlandi er umhverfi fyrirtækja hagstæðara en víðast hvar annars staðar í Evrópu og þar eru einnig flest almannahlutafélög á markaði sem eykur þar með líkur breskra fyrirtækja á að komast á listann. Engin íslensk fyrirtæki ná inn á listann að þessu sinni, né eru þau inni á lista 350 efstu sem einnig er birtur í blaðinu. HBOS best rekna fyrirtæki Evrópu /#45 6 +.' .") 7 8#"  %59 '" 2)9'*) -' . 7-5 :)"'.9 /;</)"");<.'= > ))8 ?)9 1  /8  #/@#..' " 1)6' 5" %.358"' )* @)) ' A."9. B*)  1)' 7)" #.'. -+).9"? *99 #<> #"9@  ) .A) " ? ' 5'' . -'" 0)'9 )@ ' @ 9 ) 21B 5 )?" ';? ." 1 . 1'. ". ?"9 @)" 7.9 :)% -'=)")9 #"9 @ 2"  7) C@ -.) B. #"  ?B< 7 80'9 @)' 7)9 .''#)"9 .) < ;5)"9)  0  # 8) B" .')6 59 ''. ;5 ' )"2")8 ><< . "5)+ )' 5()" :) D5:-E /5#:/  ." 0" )#" 1'50 8.'& .         /". <.F$".)(                                                                                                    7 . #)'" #)'" #)'" #)  5"" !'  #)'" 5( GF$ #)'" #)'" 1 ) #)'" #)'"  "  "  " 5"" 5(.  " #)'" HI " !'   " 1 ) HI " HI " HI " !'  #)'" .""" #)'"  "  " #)'" 5"" 5"" !" !'  / " #)'" #)'" 5""  " 5"" #)'" #)'" 5( GF$ #)'" 0"+ 5"" 5&'. ?) F <.F$".)(                                                                  SAMKVÆMT bráðabirgðatöl- um frá Seðlabanka Íslands hafa kaup erlendra aðila á innlendum skuldabréfum fyrstu 6 mánuði ársins numið alls um 16 millj- örðum en á sama tíma í fyrra námu kaupin 6,7 milljörðum. Bein fjárfesting erlendra aðila í inn- lendum skuldabréfum hefur því aukist um rúmlega 9 milljarða frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum Kaup- þings Búnaðarbanka. „Hins vegar voru erlendir að- ilar ekki jafnhrifnir af innlendum hlutabréfamarkaði og voru nettó seljendur á innlendum hlutabréf- um upp á 4,5 milljarða á fyrstu 6 mánuði ársins. Hreint fjárstreymi vegna kaupa erlendra aðila á inn- lendum verðbréfum nam því tæp- um 12 milljörðum á fyrri helmingi ársins og má ætla að það hafi haft þó nokkur áhrif til styrkingar krónunnar en mikill raunvaxta- munur milli Íslands og viðskipta- landanna dregur að erlenda fjár- festa á innlendan skulda- bréfamarkað,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. Einungis toppurinn Skilvirkni íslensks skuldabréfa- markaðar og tengsl hans við þró- un á alþjóðlegum skuldabréfa- markaði hefur vaxið mikið með tilkomu erlendra fjárfesta að markaðnum. Í hálf fimm fréttum kemur fram að á meðan raun- vaxtamunurinn er jafnmikill og raun ber vitni mun undirliggjandi þrýstingur bæði vera til lækk- unar innlendra raunvaxta og styrkingar krónunnar. „Hafa verður þó í huga að bein kaup erlendra aðila á innlendum skuldabréfum er aðeins toppurinn á ísjakanum en meginþorri kaupa erlendra aðila á innlendum skuldabréfum er í gegnum af- leiðusamninga og fara kaupin fram í nafni viðskiptabankanna. Í flestum tilfellum eru afleiðusamn- ingarnir að hluta eða að fullu varðir fyrir gengissveiflum krón- unnar og hafa þeir því lítil áhrif á gengi krónunnar. Ætla má að bein kaup erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfum muni stóraukast og leiða til lækkunar raunvaxta ef tillögur félagsmála- ráðherra um skráningu innlendra skuldabréfa hjá erlendum upp- gjörsfyrirtækjum munu ná fram að ganga,“ segir ennfremur í hálf fimm fréttum. Aukinn áhugi erlendis á íslenskum skuldabréfum Útlendingar keyptu skuldabréf fyrir 16 milljarða á fyrri hluta ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.