Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 1
31. júlí 2003 Kræklingarækt í Hrísey heimsótt, þúsundasta skipið í Skipalyftu Vest- mannaeyja og staðan í kvótanum. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu GAMLA Hríseyjarferjan, Sævar, hefur nú fengið nýtt hlutverk. Hún er notuð af félögunum í Norðurskel við kræklingarækt við Hrísey og Dagverðareyri og til hvalaskoðunarferða, sjóstangaveiði og kræklingaskoð- unar. Mikið líf hefur verið í firðinum að undanförnu og hvalir tíðir gestir þar. Hvalaskoðun á Eyjafirði UMTALSVERÐ aukning varð í útflutningi á ferskum fiski með flugi fyrstu sex mánuði ársins. Helstu kostir þess að flytja fiskinn út í flugi eru tíðnin og þ.a.l. ferskleiki vörunnar. Verðmæti útflutningsins er þó minna en vænta mætti vegna sterkrar stöðu krónunn- ar. Fyrstu sex mánuði ársins varð 16% aukn- ing á magni miðað við síðasta ár í útflutningi á ferskum fiski hjá Flugleiðum frakt, segir Steingrímur Sigurðsson, sölustjóri útflutnings hjá félaginu. Flutningar til Norðurlandanna jukust um 11,4%, til meginlands Evrópu um 7,4%, flutningar til Bretlands jukust um 22,1% og til N-Ameríku um 16,7%. Styrkleikinn felst í tíðninni Flugleiðir frakt er stærsti farmflytjandi í flugi frá Íslandi. Félagið flýgur til margra áfangastaða bæði austan hafs og vestan. Fé- lagið hefur yfir að ráða einni Boeing 757- 200F fraktflutningavél en auk þess er frakt flutt með öllum farþegaflugvélum Flugleiða. „Okkar styrkur felst í tíðninni,“ segir Steingrímur og nefnir sem dæmi að til Bret- lands séu tuttugu og tvö flug á viku en aðeins sé um að ræða eitt skip þangað á viku. Frakt- flugvél Icelandair Cargo ber fjörutíu tonn af frakt. Að sögn Steingríms skiptist ferskfisk- markaðurinn í tvo hluta, annars vegar eru það framleiðendur, kvótaeigendur sem eru í ferskfiskvinnslu, eins og Samherji, ÚA o.s.frv. og þeir skila vörunni á pöllum og hins vegar eru það fiskkaupmenn, sem Steingrím- ur kallar „tradera“, sem láta vinna fyrir sig fisk úti um allt land. Þeirra fiskur kemur til Keflavíkurflugvallar þar sem starfsmenn Ice- landair Cargo útbúa fiskinn til útflutnings. Þannig að hamagangurinn getur verið mikill þegar vélarnar eru um það bil að fara í loftið. „Það getur verið mikil umstöflun og talning,“ segir Steingrímur. Hann segir að fraktflug með fisk geti verið afar köflótt. Ef það komi bræla á miðunum berist minni af fiski á land og þar af leiðandi minna af ferskum fiski í flugi. Það vanti meiri stöðugleika en menn bindi vonir við að ef vel gangi með fiskeldið berist fiskurinn jafnar og flutningarnir verði jafnari. Sveigjanleikinn er einn kostur flugflutn- inga og segir Steingrímur til marks um hann að aðalferskfisksmarkaðurinn í Bretlandi sé á Humber-svæðinu og þá sé fiskinum flogið á Humberside-flugvöll í næsta nágrenni við markaðinn. Fiskurinn sé þá oft ekki nema um dagsgamall þegar hann berist til kaupenda en Norðmenn t.d. flytji sinn fisk með flutninga- bílum og þ.a.l. sé um þriggja til fjögurra daga gamlan fisk að ræða. Ferskleikinn sé því styrkur íslenskra fiskútflytjenda. Ágætiseftirspurn á mörkuðum Níels Rafn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tross ehf. í Sandgerði, sem er í eigu SÍF- samstæðunnar, segir að ágætiseftirspurn sé á mörkuðum frá því í vor. Upphaf ársins hafi verið daufara vegna meira framboðs á fiski frá Noregi og Danmörku en það sé töluverð spurn eftir fiski frá Íslandi. Það sé þó mis- munandi eftir tegundum. Töluverð spurn hafi verið eftir þorski, minni eftir karfa vegna meira framboðs á honum sem hafi leitt til verðlækkunar, ýsan hafi verið þyngri í sölu vegna meira framboðs, eftirspurn hafi verið alveg þokkaleg en verð hafi lækkað í kjölfar aukins framboðs. „Almennt myndi ég segja að eftirspurn hafi verið þokkaleg á árinu og að útflutningur hafi verið í svipuðu fari og í fyrra a.m.k. hvað okkur áhrærir,“ segir Níels. Tros selur mest á fjóra markaði, Ameríku, Bretland, Þýskaland og Frakkland. Allur fiskur sem Tros flytur út fer með flugi. Að sögn Níelsar er magn útflutnings fyrir- tækisins svipað og í fyrra en verðmætið er minna vegna sterkrar stöðu krónunnar. Tíðnin og ferskleikinn styrkurinn Útflutningur fersk- fisks með flugi eykst Flugleiðir Frakt eða Icelandair Cargo eru umsvifamestir í flutningi fersks fisks til útlanda. YFIR 8.000 tonnum af sjófrystri síld hefur verið landað í frysti- geymslu SVN í sumar. Huginn VE landaði á þriðjudag um 430 tonnum af sjófrystum síld- arflökum í Neskaup- stað. Aflinn fékkst á veiði- svæðinu norð- ur af Sval- barða, en um þriggja sólarhringa sigling er á miðin. Huginn landaði síðast í Nes- kaupstað fyrir rúmum hálfum mán- uði eða 14. júlí. Guðmundur Ólafur ÓF kom síðan inn í gær með sjó- frysta síld og Hákon EA er vænt- anlegur í dag. Í sumar hefur fjöldi vinnsluskipa nýtt sér þá aðstöðu sem Síldar- vinnslan býður upp á varðandi los- un og geymslu á frystum afurðum í frystigeymslu fyrirtækisins í Nes- kaupstað. Þar er búið að taka á móti um 8.300 tonnum af sjó- frystum síldarflökum það sem af er sumri. Frá Neskaupstað eru afurðirnar fluttar beint á markað með flutningaskipum. Og það er líflegt við höfnina, en Barði NK er væntanlegur til Nes- kaupstaðar fyrir helgina og Bjartur NK sömuleiðis. Svo verður tunnu- skip einnig á svæðinu fyrir helgi, þannig að það er mikið um að vera hjá Síldarvinnslunni. Mikið af sjófrystri síld í frystigeymslur SVN BRETAR kaupa stöðugt minna af sjávarafurðum frá Noregi. Á nokkr- um árum, eða frá 1998 hefur magnið fallið úr um 18.000 tonnum í 8.000 og verðmætið úr 26 milljörðum ís- lenzkra króna í um það bil 19. Á fyrri helmingi þessa árs hefur þessi þróun enn haldið áfram. Kaup Breta á fiski frá Noregi hafa stöðugt dregizt saman og á fyrstu sex mánuðum þessa árs er samdrátt- urinn nær 4 milljarðar króna miðað við sama tímabil í fyrra. Samdrátt- urinn er meðal annars í sölu á ýsu og þorski og telja Norðmennirnir að- alskýringuna vera ódýr flök frá Kína, en mikið framboð af þeim hafi leitt til verðlækkunar. Þessi sam- keppni hefur reynzt norskum fram- leiðendum afar þung í skauti og segir Gustav Eidsune, sölustjóri Nordic Group, að verð á flakabitum úr ýsu hafi lækkað um ríflega 200 krónur á kíló frá síðasta ári. Hann telur að skýr- ingin á því að Kínverjar séu orðnir svona öflugir á markaðnum sé hin mikla samþjöppun stórmarkaða, en það sé nauðsynlegt fyrir framleiðendur að koma afurðum sínum inn í þá. „Til að fá hillupláss verður maður að bjóða ódýrasta fiskinn.“ Hinar fimm stóru stórmarkaða- keðjur í Bretlandi ráða þremur fjórðu hlutum markaðsins fyrir dagvöru, en þetta eru Tesco, Sains- bury, Asda, Safeway og Morrisons. Norðmenn telja möguleika sína á brezka markaðnum einkum felast í íhaldssemi Breta, sem kjósi helzt að borða þorsk og ýsu, þrátt fyrir að miklum fjárhæðum sé varið til mark- aðssetningar á lýsingi og hokinhala. Annar möguleiki er sá að hlutar markaðsins vilja ekki tvífrystan fisk, og þá hluta láta Kínverjarnir í friði. Það eru helzt veitingahúsin sem taka einfrystan fisk fram yfir tvífrystan. Loks hefur gengið verið Norð- mönnum hagstæðara að undaförnu. Frá því í janúar 2002 lækkaði gengi punds gagnvart norsku krónunni nær stöðugt, en í sumar er þessi þró- un farin að ganga til baka. Bretar kaupa minna frá Noregi RÆKJUFRAMLEIÐENDUR á Grænlandi hafa gert tillögu um að tekin verði upp stjórn á sölu rækju á markaðina. Um yrði að ræða svipað fyrirkomulag og OPEC notar við stjórn olíusölu aðildarlanda þess. Útgerðarmenn grænlenskra rækjutogara hafa lýst yfir að þeir muni styðja slíkar aðgerðir. Nefndar ráðstafanir myndu þó naumast duga til þess að hækka rækjuverðið þó að samdráttur yrði í offramboði kaldsjávarrækju en ættu þó að geta haft einhver áhrif. Jensine Berthelsen, sem er í forsvari fyrir fiskveiðinefnd grænlensku landstjórnarinnar, segir að þörf sé alþjóðlegra að- gerða til þess að stemma stigu við ofveiði á rækju. Áður hafa verið gerðar til- raunir um samráð framleiðenda á kaldsjávarrækju til að stjórna framboði, en þær hafa ekki skilað árangri. Helzta skýringin á miklu framboði nú, er gífurleg aukning veiðanna við Kanada. Rækja þaðan streymir inn á mark- aðinn og hefur of- framboðið lækkað verðið. Bretland er stærsti markaðurinn fyrir kaldsjávarrækju og þar er rækjukokteill vinsælasti tilbúni fiskrétturinn. Grænlendingar hvetja til aðgerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.