Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ J OHN Benes starfar sem tökumaður og fréttaritari fyrir ástralska rík- issjónvarpið, ABC, en hefur verið búsettur í Lundúnum frá árinu 1990. Þaðan hefur hann sinnt ýms- um verkefnum á vegum ABC, nú síðast var hann í heimsókn hér á Ís- landi. Var verkefnið að búa til tvö fréttainnslög um land og þjóð, ann- ars vegar um það frumkvæði sem Íslendingar hafa tekið í vetnismálum og hins vegar um trú Íslendinga á álfa og tröll. Má með sanni segja að verkefnið hafi verið af öðrum toga en þau, sem einkum hafa sett mark sitt á starfs- feril Benes. Benes segist fyrst hafa kynnst vinnu á stríðs- átakasvæðum þegar átök brutust út á Balkan- skaga 1991. Hann kveðst hafa farið í 46 ferðir til ríkja fyrrum Júgóslavíu á þeim tíma, sem átökin stóðu yfir, í því skyni að taka fréttamyndir. Oft- ast vörðu þessar ferðir í tvær til þrjár vikur. „Ef dvölin varð eitthvað lengri, fór það að hafa sál- ræn áhrif á menn,“ segir Benes. „Þeir verða ónæmir fyrir því sem fer fram í kringum þá. Það springur kannski bílsprengja skammt frá þér og þú kippir þér ekkert upp við það. Slíkt er ekki eðlilegt,“ segir hann. Missti vin í Írak Og Benes hefur komið víðar við. Hann var í Sómalíu 1993 þegar allt fór þar í bál og brand og hann var líka við störf í Rúanda þegar þjóðar- morð var framið þar 1994. Þá hefur Benes mynd- að í Sierra Leone og raunar í flestum löndum Vestur-Afríku. Einnig í Ísrael, Líbanon, Afgan- istan og Írak. „Við vinnum fyrir fréttaþátt sem heitir „Af er- lendum vettvangi“; þetta eru sextíu mínútna þættir þar sem sýnd eru innskot frá fréttamönn- um ABC við störf erlendis. Stundum er um að ræða stríðsfréttir, stundum ekki. Það er ekki eins og ég hringi í menn heima og segist endilega vilja fara á eitthvert átakasvæðið. Við erum ein- faldlega sendir til slíkra staða þegar það á við.“ Hvers vegna verður þú svo oft fyrir valinu þegar þarf að senda menn til þessara hættulegu staða? „Ætli það sé ekki af því að ég vinn ódýrt og þeir telja sig geta misst mig! Nei, í alvöru talað þá spilar reynsla mín auðvitað þar inn í,“ svarar Benes. Hann er spurður hvort hann tilheyri þá ekki þeirri gerð fréttamanna sem kallaðir eru stríðsfíklar (e. war junkies). „Alls ekki,“ segir hann. „Ég tek hins vegar myndir, segi þannig sögu frá stöðunum sem ég heimsæki. Sumir þeirra eru vissulega meðal þeirra allra verstu á jarðríki. Ég leita hins vegar ekki viljandi eftir því að heimsækja slíka staði.“ Benes segir að þeir séu vissulega til, sem hafi sérstaka þörf til að vinna í löndum þar sem hætt- an er mikil og aðstæðurnar erfiðar. „Þeim fækkar hins vegar stöðugt, í réttu samræmi við fjölda blóðugra stríðsátaka. Ég hef sjálfur misst nokkra vini í gegnum tíðina og enginn þeirra var stríðsfí- kill. Endrum og eins hittir maður hins vegar slíka gaura en sjaldnast oftar en einu sinni.“ Hvar hefur þú misst vini? „Flestir þeirra dóu í stríðinu í Bosníu [1992– 1995]. Nokkrir biðu bana í Sarajevo á þeim tíma þegar leyniskyttur fóru þar hamförum. Nýlega gerðist það að við upphaf átakanna í Írak misst- um við einn upptökumanna ABC. Hann var við störf í Norður-Írak en fórst í sjálfsmorðs- sprengjuárás á fyrstu klukkustundum stríðsins og var fyrsti erlendi fréttamaðurinn sem dó í stríðinu.“ Söguleg för til Afganistans Benes var sendur til Afganistans um leið og ljóst var orðið haustið 2001 að þar myndi koma til hernaðarátaka milli talíbana og liðsmanna al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna annars vegar, og Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hins vegar. „Ég var í Islamabad í Pakistan og um hálftíma eftir að ég heyrði í breska útvarpinu, BBC, að stríðið væri byrjað hringdi síminn minn og ég var beðinn um að halda til Afganistans. Það var ekki auðvelt að skilja við þægindi Marriott-hótelsins til að halda þannig út í óviss- una. Og bara að komast inn í Afganistan tók okk- ur fimm daga. Við þurftum að fljúga til Dubai og þaðan til Tadjíkistan. Svo þurfti að ferðast til landamæranna að Afganistan, komast yfir þau með ferju og eiga við landamæraverðina. Síðan þurfti að ráða framúr því hvernig við kæmumst úr norðurhéruðum Afganistans til höfuðborgar- innar Kabúl.“ Bætir Benes því við eftir nokkra umhugsun að Afganistan sé örugglega einn af ótrúlegustu stöðum á jarðríki. Og þá kannski ekki síst þegar þar er verið að heyja stríð? „Einmitt. Fyrst vissum við lítið hvert við vor- um að fara. Maður er mikið upp á annað fólk kominn við svona aðstæður. Það beið einn ástr- alskur myndatökumaður bana í Afganistan en hann lenti í því að afganskir glæpamenn gerðu árás á bílalestina sem hann var í. Við lentum í svipuðum hlutum næstum dag- lega. Þetta er alltaf mikið hættuspil og heppnin spilar oft inn í það hvernig fer fyrir manni. Þá skiptir engu máli hvort staðurinn er Afganistan eða Kosovo eða Bosnía. Þú getur verið í bryn- vörðum bíl en það bjargar ekki alltaf öllu.“ Inni á yfirráðasvæði talíbana Benes segir að hann og samstarfsmenn hans hafi komist alla leiðina til Charikar, um 25 km ut- an við Kabúl. Þú hefur þá verið að störfum á svæði sem þá laut enn yfirráðum talíbana? „Mikið rétt. Við vorum komnir langt inn á þeirra yfirráðasvæði. Og fréttirnar okkar sner- ust oftast um það hvar Bandaríkjamenn hefðu gert mistök og varpað sprengjum sínum á vitlaus skotmörk. Við gátum séð B-52 sprengjuvélar Banda- ríkjahers þar sem þær flugu í um 45 til 50 þús- und feta hæð. Vélarnar sjást reyndar ekki sjálfar heldur reykurinn eftir þær. Það heyrist hins veg- ar í þeim yfir höfðinu. Síðan heyrist skyndilega ekki neitt um nokkra hríð þar til sprengjurnar byrja að lenda á jörðinni og hávaðinn verður ær- andi. Þá heyrist hver sprengjan falla á eftir ann- arri; þeir „teppalögðu“ hreinlega landið með sprengjum. Ég man að við stóðum einu sinni hátt uppi á hæð og sáum hvar Bandaríkjamenn gerðu árás á lítið þorp í um mílu [1,6 km] fjarlægð. Við tókum myndir af þessu og markmið okkar var oftast að reyna að geta okkur til hvar sprengjurnar lentu, til þess að við gætum komist eins nálægt og hugsast gat.“ En þó væntanlega án þess að lenda í miðju sprengjuregninu?! „Já, einmitt. Einn daginn var ég að mynda og varð skyndilega var við hljóð sem líktist skips- flautu. Ég man að ég hugsaði með mér að þessi [sprengja] væri nú kannski heldur of nálægt mér. Og viti menn, hún lenti í um 100 metra fjar- lægð frá mér. Þá hugsaði ég með mér að ég væri kominn með nóg myndefni fyrir daginn. Það væri kominn tími til að pakka saman. Maður vill ekki fórna lífinu fyrir þessar myndir, síst af öllu í svona skítaholu.“ Var engum erfiðleikum bundið að vera við störf á svæði sem talíbanar réðu? „Nei. Þeir ákváðu einfaldlega að aðhyllast frjálst markaðskerfi, þ.e. kenninguna um fram- boð og eftirspurn. Þeir spurðu kannski: nú viltu fara þangað? Það mun kosta þig 1.000 dollara. Þegar þú síðan værir kominn á staðinn myndu þeir segja: nú viltu fara aftur til baka? Það kostar þig 2.000 dollara. Margir hafa lýst því hversu gott fólk Afganir séu og hversu hlýja skapgerð þeir hafi. Mér fannst þeir hins vegar býsna vestrænir í hugs- unarhætti. Þeir vita hvernig á að hafa af manni drjúgan skilding.“ Urðuð þið ekkert févana? Það er varla líklegt að finna hraðbanka á þessum slóðum til að taka út reiðufé? „Ég man ekki til þess að hafa séð nokkurn ein- asta banka þegar ég var þarna,“ segir Benes kíminn. „Dollarinn er einfaldlega það sem virkar í þessum heimshluta. Ég var með um 50 þúsund Bandaríkjadali á mér. Ég fel þá hins vegar alltaf á mismunandi stöðum. Hluta peninganna fel ég í skónum mínum, annað seðlabúnt í myndavélinni. Maður þarf að vera með nógu mikið geymt ein- hvers staðar til að geta komið sér burt ef eitt- hvað fer úrskeiðis. Maður kemur kannski að landamærahliði og vopnaður vörður skipar manni að afhenda eina af töskunum. Þá veistu að sú taska er glötuð og um leið þeir peningar sem þar voru. En þú rífur ekki kjaft út af 1.000 dollurum. Ef einhver vill taka af þér myndatökuvélina þá neitarðu ekki. Þú deilir ekki við mann sem heldur á byssu. Að vísu er hugsanlegt að sýna megi fullorðn- um manni fram á hvað er rétt og eðlilegt. En tólf ára strákur með byssu sem ákveður skyndilega að hann vilji sólgleraugun þín, hann er ekki lík- legur til að vita hvað er rétt og rangt. Það er best Ég er ekki stríðsf Hvers konar menn eru það sem samþykkja að fara til allra verstu átakasvæða í heiminum til upptökustarfa svo að við hin, sem sitjum í makindum fyrir framan sjónvarpið, getum fengið okkar daglega skammt af fréttum? Davíð Logi Sigurðsson ræddi við einn slíkan mann, Ástralann John Benes. Ástralinn John Benes mundar tökuvélina undir bláma himinsins, en himinninn er eins í Ísrael og Rúanda og á Íslandi þótt ólíkt hafist íbúarnir að. Úr ævintýralegu ferðalagi Johns Benes um Afg ýmissa annarra miðla. Myndin er fengin af heim ’’Ef einhver vill taka af þér myndatökuvélina þá neitarðu ekki. Þú deilir ekki við mann sem heldur á byssu. ‘‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.