Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 B 5 að afhenda honum einfaldlega gleraugun.“ Benes var átta vikur í Afganistan og sendi þaðan fréttamyndir. „Það er ekkert erfiðara í sjálfu sér að taka myndir í þessum heimshluta heldur en t.d. hér á Íslandi. Vandinn er frekar sá að þú býrð í tjaldi úti í óbyggðum, þarft að berj- ast við sand sem smýgur hvarvetna, t.a.m. þurft- um við að innsigla öll okkar tæki til að þau skemmdust ekki. Svo hefur maður auðvitað ekki rafmagn.“ En hvaða áhrif hafði það á andlegt ástand þitt að dvelja átta vikur á stað þar sem sprengjunum rigndi sífellt yfir þig? „Maður fer að hugsa svolítið mikið um heimilið manns, hvernig það væri nú að sofa eina nótt í rúminu heima, fara í góða sturtu,“ svarar Benes hreinskilnislega. „Auðvitað er þetta mann- skemmandi. Ég hef hins vegar verið í þessari vinnu svo lengi að ég er orðinn öllu vanur. Eftir þrjár eða fjórar vikur í verkefni veit ég samt að það fer styttast í að ég fari heim aftur. Ég gef mér í fyrstunni viku eða tíu daga til að komast á staðinn. Síðan mynda ég eins mikið og hægt er, en síðan fer að líða að brottför. Þegar ég hugðist yfirgefa Afganistan hafði snjóað í fjöllunum sem ég fór um á leiðinni til Charikar, þar sem við dvöldumst. Sú leið var því ófær til baka. Það var rætt um að við færum með þyrlu frá Kabúl en aðrir fréttamenn höfðu beðið í tíu daga eftir því að fá pláss. Ég ákvað því að ég myndi ekki bíða á flugvellinum í Kabúl eftir ein- hverju sem kannski myndi aldrei gerast. Ég leigði mér því fjóra hesta og hélt mína leið.“ Jafnvel þó að þú segist ekki sækjast sérstak- lega eftir því að starfa á stríðssvæðum þá hlýtur að fylgja þessu starfi ákveðin spenna, ákveðin spennuvíma? „Spennan felst aðallega í því að hafa farið út að mynda um morguninn og koma síðan heim í búð- ir um kvöldið á lífi. Ef maður horfir á þetta út frá sjónarmiði vinn- unnar þá er það auðvitað spennandi þegar þú finnur á þér að þú náðir góðum myndum – þá veistu líka að þetta eru bestu myndir í heimi og að þær munu sjást á sjónvarpsskjám milljóna manna. Oft er um afar áhugaverðar fréttir að ræða, fréttir sem vekja viðbrögð hjá fólki. Menn segja að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlambið í stríði en því miður er staðreyndin oftast sú að börn deyja unnvörpum í stríði. Það er sorgleg stað- reynd og það er alltaf erfitt að sætta sig við það. Sérstaklega þegar kannski er um að ræða átök sem fæstir vita einu sinni af.“ Þannig að það er ekki eins og þú verðir ónæm- ur fyrir þessum hlutum, þeir vekja enn hjá þér tilfinningar, menn verða ekkert tilfinningalausir og kaldir? „Neinei. Auðvitað fylgir þessu að verða kald- hæðinn. En ef þú ert kaldur fyrir viðfangsefni þínu þá geturðu auðvitað ekki tekið góðar mynd- ir. Og ef þú tekur ekki góðar myndir, hver er þá tilgangurinn með því að vera á staðnum? Tak- irðu hins vegar góðar myndir er hugsanlegt að einhver horfi og hugsi með sér; þetta verðum við að stöðva. Þú ert að sumu leyti að auglýsa upp eymd annars fólks í þeirri von að eitthvað gott leiði af því.“ Hættir mönnum ekkert til að slaka á í svona vinnu með því að drekka ótæpilega af áfengi eða öðrum vímuefnum? „Auðvitað fá menn sér í glas ef mikið hefur gengið á, jafnvel á „þurrum“ stöðum eins og Afg- anistan. Það er nefnilega ótrúlegt hvar er hægt að verða sér úti um viskýflösku. Margir kollega minna drekka og drekka mik- ið, það er rétt. Menn gera þetta til að slaka á eftir erfiðan vinnudag. Það getur orðið vandamál ef dvalið er of lengi á tilteknum stað. Þess vegna er best að mæta á staðinn, taka myndirnar og síðan koma sér á brott. Flestir gera þetta svona, klára bara verkefnin sín og koma sér í burtu. Það eru reyndar ekki nema svona 45 náungar sem vinna fyrir stóru sjónvarpsstöðvarnar. Og þetta er oft eins og að koma á samkomustað í litlu þorpi, maður hittir alltaf sömu mennina, hvert sem maður fer. Maður fer kannski til Bosníu eða Albaníu eða Kosovo, Sierra Leone eða Líberíu og hittir strax gamlan kunningja úr öðru stríði: blessaður vinur, á hvaða hóteli ertu? Við verðum að fá okkur bjór saman! Stundum hittir maður kunningja í þremur vinnuferðum í röð – en sér hann síðan ekki næstu tvö árin. Svo rekst maður kannski á hann fyrir framan Westminster í London, við allt aðrar og annars konar aðstæður.“ Kynni af þessum toga eru kannski eitthvað sem enginn annar getur ímyndað sér, enda part- ur af lífstíl sem ekki margir þekkja. „Alveg rétt. Það ríkir sérstakur andi meðal okkar sem vinnum svona störf. Við erum tengdir á alveg einstakan hátt, í mörgum tilfellum. Oft þarftu nefnilega að treysta þessum mönnum fyr- ir lífi þínu. Sumum finnst þetta kannski hljóma eins og eitthvert æsilíferni, mér hefur t.a.m. gefist tæki- færi til að heimsækja um helminginn af 191 við- urkenndu ríki í heiminum. Og jú, vinnan er vissu- lega oft áhugaverð og spennandi. Gallinn er hins vegar sá að oft verður hún of áhugaverð og of spennandi.“ Sómalía hrikaleg reynsla Benes segir það hafa verið hrikalega reynslu að vinna í Sómalíu. „Ég hef komið til nokkurra hættulegustu staða í heimi. Yfirleitt telst einhver hópur heimamanna bandamaður okkar eða vin- ur. Í Sómalíu var ekki um neitt slíkt að ræða, þar voru allir að reyna að klekkja á okkur. Menn litu einfaldlega á okkur sem aðskotadýr. Þarna voru nokkur gengi sem börðust innbyrðis og við aðra – allir eru vopnaðir og þá meina ég allir. Allar jeppabifreiðir voru útbúnar með vél- byssum og maður fór aldrei neitt án fylgdar- manna. Borgaði maður þeim ekki nóg eða reitti þá til reiði var allt eins líklegt að maður sneri ekki aftur heim að kvöldi.“ Benes segir illan anda hafa verið í loftinu þeg- ar sá atburður gerðist að átján bandarískir her- menn voru drepnir í Mogadishu, sem frægt er orðið. „Við yfirgáfum Sómalíu skömmu síðar.“ Lýsingar á blóðbaðinu í Rúanda voru einnig ljótar. „Úff já, Rúanda var helvíti á jörðu. Ef þú horfðir eftir veginum gat þér fundist sem það væri mikið rusl við hlið hans. Þegar nær dró varð hins vegar ljóst að um mannslík var að ræða, þeim hafði einfaldlega verið staflað meðfram veginum. Rotnunarlyktin yfirgnæfði síðan allt annað og varð óbærileg, lyktin af dauða smýgur inn alls staðar, fer upp í vitin og situr eftir í föt- unum þannig að hún fer aldrei úr þeim. Það skipti engu hversu oft þú þvoðir fötin þín, á end- anum neyddistu bara til að henda þeim.“ Þú hefur aldrei óttast um það á morgnana hvaða ósköp þú myndir nú sjá þann daginn? Hef- urðu aldrei óttast um líf þitt? „Ég hef eiginlega aldrei óttast um líf mitt. Samt hef ég verið í byggingum sem voru svo sundurskotnar að ég hélt á tímabili að endalokin væru að nálgast. En vissulega fer maður að hafa áhyggjur. Vin- ur minn sagði mér einu sinni að við slíkar að- stæður færi hann að rifja upp sætustu stelpurn- ar sem hann hefði sofið hjá. Ég geri nú að vísu ekki það sama og hann en maður reynir að halda ró sinni. Það er það sem skiptir mestu máli, þá eru bestar líkurnar á því að komast lifandi heim,“ segir Benes. „Sumir þessara staða sem ég hef komið til, og eru meðal þeirra hættulegri í heiminum, eru jafnframt þeir allra fallegustu. Sierra Leone er fallegt, Rúanda er undurfagurt land líka. Ég kemst ekki hjá því að harma hvernig menn hafa leikið þessa staði.“ Ferðaþráin hverfur ekki Sem fyrr segir býr Benes í Lundúnum. Eig- inkona hans vinnur hjá Associated Press en fyrir sex mánuðum eignuðust þau lítinn dreng. Benes hefur af þeim sökum ekki farið í nein hættuleg ferðalög undanfarna mánuði og sækir í staðinn heim lönd eins og Ísland. „Ég hef ágæta yfirmenn, þeir taka mið af heimilisaðstæðum manna. En ef eitthvað veru- lega stórt er að gerast einhvers staðar og það vantar menn þá er maður spurður.“ Segist Benes allt eins hafa átt von á því að verða sendur til Íraks í mars, þegar hernaðar- átök hófust þar. „Ég sagði þeim að láta mig vita í tæka tíð svo ég gæti frestað skírn sonar míns. Þá sögðu þeir mér hins vegar að fara hvergi, fjöl- skyldan væri mikilvægari. Fyrir það var ég afar þakklátur. Ég var síðan í Singapore þegar mér barst sím- hringing um að félagi minn hjá ABC hefði dáið í Norður-Írak. Minn sími tók að hringja stöðugt í kjölfarið, vinir og vandamenn að fullvissa sig um að það hefði ekki verið ég sem beið bana.“ Er þetta kannski orðið spurning um að hætta sem stríðsfréttaritari? „Það er vissulega möguleiki, eftir því sem fjöl- skyldan stækkar. Að fá vinnu við skrifborð ein- hvers staðar. Það væri þó synd að missa af tæki- færi til að koma til staða eins og Íslands. Ferðaþráin er mér í blóð borin. Hún hverfur ekki svo auðveldlega,“ sagði John Benes. fíkill Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart JOHN Benes að störfum sem sjónvarpsmyndatöku- maður við Árbæjarsafn. Með á myndinni eru þeir Geoff Hutchison, fréttamaður ABC, og viðmælandinn Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Var verið að spyrja Árna spjörunum úr um álfatrú Íslendinga. Innslög þeirra Benes og Hutchisons eru notuð í fréttaþætti á ABC-sjónvarpsstöðinni áströlsku en í Íslandsheimsókninni sinntu þeir tveimur verkefnum, annars vegar trú Íslendinga á álfa og tröll og hins vegar því frumkvæði sem Íslendingar hafa tekið í vetnismálum, ásamt almennri umfjöllun um umhverfismál á Íslandi. Í tengslum við síðara verkefnið ræddu þeir m.a. við þing- menn á Alþingi og ferðuðust um fjöll og firnindi, svo sem að virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. ganistan. Hann fór um í fylgd með fréttamönnum masíðu ABC. Benes sá þann kost vænstan að yfir- gefa Afganistan á hestbaki, enda aðr- ar leiðir seinfarnar eða ófærar. Reuters ’’Þú ert að sumu leyti að auglýsa upp eymd annars fólks í þeirri von að eitthvað gott leiði af því. ‘‘ „Sumir þeirra staða sem ég hef komið til, og eru meðal þeirra hættulegri í heiminum, eru jafnframt þeir allra falleg- ustu,“ segir John Benes. Hér blasir skriðdreki við gestum á átakasvæðum í Afganistan, í baksýn ljómandi fjallahringur. david@mbl.is Við störf á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.