Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 22
22 B ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir H já skipulagsnefnd Kópa- vogs, bæjarráði og bæj- arstjórn var nýlega sam- þykkt endanlegt deiliskiplag að nýrri 2.800 manna byggð í 1.064 íbúðum á Hörðuvöll- um, á svæði sem er um 70 hektarar að flatarmáli að meðtöldu íþrótta- svæði sem er um 8 hektarar. Í fjöl- býlum, sérbýlum og sambýlum verða 904 nýjar íbúðir en 160 þjón- ustuíbúðir. Gert er ráð fyrir þremur íbúum í almennum íbúðum en 1,5 íbúum í þjónustuíbúðunum. Gert er ráð fyrir um 17 íbúðum á hvern hektara. Þetta atriði er misjafnt eft- ir landslagi m.a. Í nágrenni við Elliðavatn er t.d. gert ráð fyrir 6 íbúðum á hektara, en í Salahverfinu eru 22 íbúðir á hverjum hektara. Verð lóðanna fer eftir rúmtaki þeirra og sérstakri gjaldskrá sem bæjarráð samþykkir hverju sinni. „Gert er ráð fyrir að úthlutun lóða á þessu nýja byggingarsvæði hefjist í haust,“ sagði Smári Smárason arktitekt sem skipulagt hefur þetta svæði fyrir Kópavogsbæ. „Þessi fyrirhugaða íbúðarbyggð á Hörðuvöllum hefur verið í bígerð allt frá því um 1980. Þá kom fyrst fram í aðalskipulagi að þarna væri ráðgert framtíðarbyggingarsvæði Kópavogs. Hörðuvellir eru gamalt nafn. Suð- vestan við þá taka við Kjóavellir, flata landið fyrir neðan hesthúsa- byggðina, Hörðuvellir eru svæðið sem er á milli Rjúpnahæðarinnar og Vatnsendahlíðarinnar. Þetta er mjög gott byggingasvæði sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð á. Þessi byggð telst ekki vera hluti af Vatnsendabyggð heldur miklu frekar framhald Salabyggðar. Það er öðruvísi byggðamunstur þarna heldur en þeirri sem er næst vatni. Hörðuvellir eru gott byggingarland Það hefur verið meginhugsun hjá okkur að reyna að létta á byggðinni næst Elliðavatni, vera þar með lág- reistari byggð, en auka bygginga- magn á Hörðuvöllum. Þar verða há- reistari hús og þéttari byggð en samt sem áður ekki eins þétt byggð og meðaltal byggðar er á höfuðborg- arsvæðinu yfirleitt. Á Hörðuvöllum eru móar og melar. Búið er að gera „stikkprufur“ um jarðvegsþykkt og fleira og þær hafa komið mjög vel út. Þarna, er má segja, óskadýpt niður á fast, ekki mýri og ekki þarf að sprengja mikið að því er virðist. Mikill áhugi virðist vera á byggingarlóðum þarna eins og á Vatns- endasvæðinu. Í skipu- lagningunni drógum við fjölbýlishúsin hæfilega langt frá vatni en þó þannig að fallegt útsýni sé frá þeim. Nöfn á götum samsett með kór sem seinni lið Í miðri byggðinni á Hörðuvöllum er torg sem ber nafnið Baugakór en flest götunöfnin eru þarna kennd við kór, safngata hverfisins ber nafnið Kóravegur. Nefnd á vegum Kópa- vogsbæjar velur nöfn á götum og fleiru fyrir ný hverfi. Í henni eiga sæti valdir menn undir forystu Björns Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra fræðslu- og menning- arsviðs. Í Kópavogi hefur verið farin ótróðin slóð í nafngiftum í nýjum hverfum og það hefur reynst vel,“ segir Smári og sýnir blaðamanni um leið tölvumyndir af hinni fyrirhugðu byggð, þrívíddarmyndir sem hægt er að þræða á milli eins og ekið sé í bíl. Byggðin sýnist vera afar vel skipulögð, sjálfri sér næg en um leið fjölbreytt. „Næsta ráðgerð byggð verður kennd við þing og hér heitir Þing- mannaleið – milli Kórahverfis og Þingahverfis, sem verður á svoköll- uðu Suðursvæði“ segir Smári enn- fremur. „Oft hefur fólki fundist skorta miðju í ný hverfi en í Kórahverfi er slík miðja fyrir hendi, milli leikskólanna tveggja og í beinni línu við íþróttasvæðið verður hjarta gönguáss hverf- isins. Hverfið er skipu- lagt þannig að það sé að mestu sjálfu sér nógt. Auk leikskólanna tveggja fyrrnefndu er þar heildstæður grunnskóli með góðri tengingu við íþrótta- svæði og íþróttahús. Þá er miðstöð fyrir verslun og þjónustu og aðstaða fyrir aldraða. Byggðin er blönduð sem fyrr sagði en tenging verður svo við Vatnsendabyggð og þar einnig er þjónustusvæði fyrir hendi. Lykillinn að vinsældum skipulags í Kópavogi er að hverfin byggjast tiltölulega hratt upp og innihalda all- ar þessar stofnanir. Hverfin byggj- ast upp á það stuttum tíma að þau eru orðin virk á þremur til fjórum árum, götur og göngugötur, leik- svæði og þjónustukjarnar. Engir lausir endar eru eftir furðu stuttan tíma. Byggingarlóðunum á Norður- svæðinu var úthlutað að meðaltali á um 4,5 millj.kr. en þetta verður auð- vitað að standa undir sér, greiða þarf yfirtöku, gatnaframkvæmdir og fleira. Ekki er mikil byggð á Hörðuvöll- um nú en Kópavogur þurfti að kaupa landið. Á Norðursvæðinu var haft samráð við eigendur um að fella byggð sem fyrir var að hinu nýja skipulagi og slíkt hið sama er nú verið að vinna við á Hörðuvöllum, en það eru ekki margir íbúar þar miðað við Norður- svæðið. Aukinn áhugi á að fara ótroðnar slóðir í gerð bygginga Ég finn fyrir auknum áhuga hjá fólki að fara ótroðnar slóðir hvað gerð bygginga snertir. Bygginga- skilmálar eru talsvert frjálsir, bygg- ingareitir nokkuð stórir og ekki margar kvaðir á Norðursvæðinu yfirleitt. Þar var mænistefna gefin frjáls og svo verður einnig á Hörðu- völlum, þó má búast við í auknum mæli að gert verði ráð fyrir flötum þökum, ekki síst á fjölbýlishúsum sem eru þrjár hæðir eða meira. Flöt þök gefa t.d. möguleika á að hafa svalir m.a.þar sem hús eru byggð í halla. Góð reynsla er komin á slík þök. Við sækjum aðallega fyrirmyndir í það sem við þekkjum, einkum hér í Kópavogi, við hönnun þessa hverfis en reynum að gera enn betur en áð- ur. Einnig veljum við húsagerðir sem henta landinu hverju sinni. En líka þarna erum við að bregða út af venju, t.d. hvarð snertir fyrrnefnda hringgötu, þannig fær hverfið ákveðinn „karakter“. Við erum með skipulagsskilmála þar sem við í grundvallaratriðum reyndum að staðsetja húsin þannig að ef þau eru fyrir ofan götu og snúa í suður þá gefum við leyfi fyrir lengri vega- lengd heim að húsum. Almennt séð eru byggingaskilmálarnir sem fyrr sagði frekar rúmir. Mikill áhugi á húsum á einni hæð Ég hef fundið fyrir áhuga fólks á húsum á einni hæð, en þar sem lóð- irnar eru í hæðóttu landslagi verður ekki hægt að verða við þeirri ósk alls staðar. Þó verða þó nokkuð margar götur þarna sem þetta verður hægt. Annars staðar henta t.d. pallahús betur. Í hinni blönduðu byggð verða ein- býlishús, tvíbýlishús, parhús, rað- hús, hin svokölluðu keðjuhús (nokk- uð sjálfstæð hús sem tengjast saman), fjórbýlishús, fjölbýlishús og háhýsi – við erum með alla „flór- una“. Einnig vinnum við með gróð- urinn og verðum með töluvert af svæðum þar sem við skipuleggjum Ný byggð á Hörðu- völlum í Kópavogi Í haust er gert ráð fyrir að úthlutun hefjist á lóðum á Hörðuvöllum í Kópavogi, en deili- skipulag hverfisins hefur þegar verið sam- þykkt hjá skipulagsnefnd bæjarins og hjá bæjarráði og bæjarstórn. Smári Smárason arkitekt segir hér Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá skipulagi hverfisins, landinu sem það verður reist á og fleiru. Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppdráttur af byggingarsvæðinu á Hörðuvöllum með götunöfnum. Smári Smárason arkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.