Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar SALA á nýjum fólksbílum jókst um 43,2% fyrstu sjö mánuði ársins. Alls seldust 6.435 nýir bílar á tímabilinu en 4.493 bílar fyrir sama tímabil í fyrra. Söluhæsta tegundin er sem fyrr Toyota sem hefur 27,2% markaðshlutdeild en athygli vekur mikil söluaukning á Honda, tæp 247% aukning miðað við sama tíma í fyrra.                       !                                                                                               "#$%" &'( '$" )*+ )$' )++ ),& ),) +(" +'$ +)" "$+ ")& ")" *( %$+         Bílasala eykst um 43,2% fyrstu 7 mánuðina ÞAÐ er mikið að gerast á markaði fyrir millistóra bíla þessa dagana. Stutt er síðan VW sýndi fyrstu myndir af Golf, einum söluhæsta bíl Evrópu, og nú hefur Opel sent frá sér fyrstu myndir af nýjum Astra sem keppir í sama stærð- arflokki. Opel Astra hefur ávallt selst vel í Evrópu en núverandi gerð er farin að reskjast. En strax í næsta mánuði frumsýnir Opel nýjan Astra á bílasýningunni í Frankfurt. Eins og sjá má af myndunum er nýi bíllinn mun nú- tímalegri í útliti. Fimm dyra hlað- baksgerð Astra kemur á markað næsta vor en langbakurinn og þriggja dyra hlaðbakurinn koma seinna. Eins og nánast allir nýir bílar verður nýr Astra stærri en núver- andi gerð. Hann verður 14 cm lengri, 2 cm breiðari og 4 cm hærri. Stærstu breytingarnar, að frá- töldu útlitinu sjálfu, eru þær að bíllinn fær sömu rafeindatækni og er að finna í nýjum Vectra. Þar má m.a. nefna IDS Plus, búnað sem stöðugt fylgist með virkni högg- deyfanna og stillir þá eftir þörfum. Með því að þrýsta á einn hnapp í mælaborðinu getur ökumaðurinn breytt aksturseiginleikum bílsins úr því að hafa aksturinn þægilegan upp í það að vera meira sportleg- ur. Nýr Astra fær annan bylting- arkenndan búnað sem eru framljós með aðlögunarhæfni, þ.e.a.s. ljós sem lýsa upp beygjur áður en beygt er. Bíllinn verður fáanlegur með fimm gerðum bensínvéla og þremur dísilvélum með for- þjöppum. Tvær af þessum dísil- vélum eru splunkunýjar, þ.e. 1,9 lítra, 150 hestafla og 2,0 lítra, 170 hestafla. Þær, ásamt 2ja lítra bensínvélinni, verða með nýhönn- uðum sex gíra handskiptum gír- kassa. Nýr Opel Astra næsta vor Fimm dyra hlaðbaksgerð Astra kemur á markað næsta vor. Nýr Astra verður 14 cm lengri, 2 cm breiðari og 4 cm hærri en núverandi gerð. V eitingastaður Renault á frægustu götu Parísar var opnaður fyrir nokkrum ár- um. Það vakti athygli þegar gengið var inn að dyraverðir vilja skoða í skjóður og innkaupapoka gesta. Þetta lýsir þeirri ógn sem hryðjuverk hafa vakið út um allan heim. Í anddyri Renault-veitinga- hússins er glænýr Scenic. Renault hefur ávallt nýjustu framleiðslubíla sína í fordyrinu og þar eru á vappi sölumenn sem taka niður pantanir. Á vinstri hönd er gengið upp tröppur og þá eru gestir komnir inn á sjálfan veitingastaðinn. Þar er hægt að panta sér léttan málsverð, kaffi eða vínglas og horfa á nýjustu fram- leiðslubílana á skjám á veggjum. Talisman Inn af salnum á neðri hæðinni eru hins vegar sérstæðustu hugmynda- bílar Renault. Þarna mátti sjá Tal- isman sem frumsýndur var á bíla- sýningunni í Frankfurt árið 2001. Mjúk og ávöl form einkenna þennan bíl en höfundur hans er Patrick le Quément, yfirmaður hönnunardeild- ar Renault. Hann segir að Talisman sé lýsandi dæmi um framtíðarsýn fyrirtækisins, hvernig það sjái fyrir sér að innanrými bíla í framtíðinni verði. En það er einmitt innanrými sem allt snýst um í þessum bíl. Dyrn- ar á honum opnast eins og vængir með raf- og vökvastýrðum búnaði. Innanrýmið er einfalt og enginn hurðarpóstur er í miðjunni til þess að brjóta upp rýmið. Þrjár mynda- vélar koma í stað baksýnisspegils og varpa myndum af umhverfinu fyrir aftan bílinn upp á fjölnota raddstýrð- an skjá ofan á mælaborðinu. Hæð á framsætum er stjórnað með því að þrýsta á hnapp sem hleypir lofti inn á púða undir sætunum. Vélin er 4,5 lítrar að slagrými, V8, 32 ventla og bíllinn er afturhjóladrifinn. Hann er á Michelin PAX-kerfisdekkjum, sem hægt er að aka á þótt þau missi loft- þrýsting. Initiale og Koleos Eldri gerð lúxusbíls er Initiale sem er eiginlega forveri Vel Satis- lúxusbílsins sem nú er kominn á markað. Initiale var frumsýndur í Frankfurt árið 1995. Initiale er stór- glæsilegur, fernra dyra fólksbíll sem byggist á ríkri hefð franskrar fólks- bílagerðar. Framrúðan á Initiale endar í raun ekki fyrr en kemur að afturenda bílsins, svo ekki ætti að verða skuggsýnt í bílnum. Framsæt- unum tveimur er hægt að snúa 20 gráður til hliðar til að auðvelda að- gengi að bílnum. Vélin kemur frá Renault Sport- hönnunardeildinni og er 3,5 lítra, V10-vél sem skilar 392 hestöflum við 8.000 snúninga á mínútu og togið er 360 Nm við 6.200 snúninga. Aflið fer jafnt til hjólanna fjögurra og bíllinn er að sjálfsögðu með ABS og flestu öðru tilheyrandi. Koleos-jeppinn er einn af óvenjulegri hugmyndabílum seinni ára, og hann var frumsýndur á bílasýningunni í Genf árið 2000. Koleos er blanda af lúxusbíl og kraftalegum torfærujeppa og er þar að auki með tvinnvél; bensínvél og rafmótor. Yfirbygging bílsins er að mestu leyti úr trefjaplasti. Le Quement kvaðst á sínum tíma ekki geta stað- hæft að Koleos yrði framleiddur en tæki Renault á annað borð ákvörðun um að fara inn á lúxusjeppamarkað þá yrði þetta bíllinn sem yrði boðinn fram. Þegar hönnun hófst á Koleos hafði Renault ekki aðgang að fjór- hjóladrifstækni sem dygði bílnum og því var gripið til þess ráðs að hafa 2ja lítra bensínvél til að knýja framhjól- in og rafmótor til að knýja afturhjól- in. Eftir tengslin við Nissan hefur Renault nú aðgang að hátækni- væddri fjórhjóladrifstækni og líklegt má telja að Koleos yrði boðinn með stórum V6- og V8-vélum. Hjá Renault á Champs Elysées Á veitingastaðnum er hægt að matast meðan bílar eru skoðaðir á skjám. Initiale er með afar stórt glerþak. Elypse er kassalaga borgarbíll með tvinnvél. Initiale varð aldrei meira en hugmyndabíll. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Koleos, hugmynd Renault um jeppa. Á Champs Elysées í París eru margir fallegir veitingastaðir. Einn vekur þó meiri athygli bílaáhugamanna en aðrir — þetta er Renault-veitingastað- urinn. Guðjón Guðmundsson fékk sér þar kaffi og skoðaði hugmyndina að baki staðnum og hugmyndabílana sem draga gesti að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.