Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson RS er byggður upp sem sportbíll, á lágbörðum og með litla veghæð. SKODA Octavia er bíll sem lætur lítið yfir sér. Hefur verið nánast óbreyttur frá því hann kom fyrst á markað vorið 1998 en þá strax var eftir honum tekið því þarna var á ferðinni vel smíðaður bíll á hag- stæðu verði. Síðan hefur merkið stöðugt verið að sækja í sig veðrið og sérstaklega átt upp á pallborðið hér á landi. Alls hafa nú selst um 800.000 Octavia víða um heim síðan hann var settur á markað. Svo virð- ist sem gamlir fordómar í garð Skoda séu loks á undanhaldi enda sjá flestir góð kaup í þessum vand- aða bíl sem byggir að stórum hluta á tækni og búnaði frá móðurfyr- irtækinu Volkswagen. Sportbíll — en þó fjölskyldubíll Skoda er þó í hugum flestra ein- göngu vel brúklegur fjölskyldubíll en í línunni leynast líka vakrir gæð- ingar eins og Octavia RS sem próf- aður var í langbaksgerð á dögun- um. Menn þekkja fjögurra strokka, 1,8 lítra vélina frá VW sem notuð er jafnt í VW, Audi, Seat og Skoda. Í Octavia RS er þessi þverstæða vél látin skila 180 hestöflum enda er hún búin bæði forþjöppu og millikæli. Stjórnboxið er síðan hægt að senda utan og setja í það kubb sem bætir við einum 30 hest- öflum þyki mönnum ekki nóg um aflið. Flestir láta sér þó duga hest- öflin 180 enda er bíllinn virkilega sprækur og skemmtilegur með þeirri vél. Að utan er RS aðgreindur frá venjulegum Octavia langbaki með 16 tommu álfelgum og lágum og breiðum börðum en ekki síst græn- máluðum bremsudæluklöfum. Þá er hann með stóru útblástursröri að aftan, þakbogum og prófunar- bíllinn var jafnframt með sóllúgu. Í þessari útfærslu er bíllinn sportleg- ur á að líta án þess að virka glaum- gosalegur. Þetta er í raun fjöl- skyldubíll, fimm sæta með drjúgu farangursrými, en jafnframt með miklar sportlegar tilhneigingar. Aksturinn er aðdráttaraflið Að innan er bíllinn með sport- sætum sem klædd eru leðri og slit- sterku áklæði á slitflötum. Þetta er kostur því margir þekkja það að hitna of mikið á vissum líkamsstöð- um í leðursætum. Gírstöngin er líka sportleg í laginu og á gólf- mottum og á gírstangarhnúð má sjá RS-merkið. Mælaborðið er ein- falt og stílhreint og mælarnir með rauðum nálum á silfurlitum skífum. Lítill armpúði er milli sætanna en hirslan er af minnstu gerð. Annað sportlegt bragð er að hafa pedalana úr glansandi stáli. Sætin skorða vel líkamann af og stýri og stjórntæki leika í höndum ökumanns. Aðdráttaraflið við þennan bíl er aksturinn sjálfur. Maður stendur sig að því að langa til að skreppa í smá bíltúr á ólíklegustu stundum og sjaldan hefur undirritaður verið jafn fús til að sendast og snatta fyr- ir aðra í fjölskyldunni. 1,8 lítra vélin er fjögurra strokka og liggur þvert í vélarrýminu. Þetta er fjölventlavél, fimm ventlar á hvern strokk og tveir yfirliggj- andi knastásar; vél sem hefur margsannað sig fyrir að vera skemmtilegur kostur hvort sem hún er í 150, 180 eða 225 hestafla útfærslunum. Mesta aflið í Octavia RS næst við 5.500 snúninga og tog- ið er jafnt á breiðu snúningssviði, eða 235 Nm allt frá 1.950-5.000 snúningum á mínútu. Togið er því mikið strax á lágum snúningi og því fljótlegt að láta bílinn vinna sig upp úr lágum snúningi þótt hann sé í háum gír. Upptakið mætti reyndar vera sneggra; samt er uppgefin tala átta sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið, en hver vill ekki ennþá meira af því góða. Undir eins og túrbínan kem- ur inn þeysist bíllinn áfram og spól- ar sé óvarlega gefið inn. Aflið fer nefnilega um fimm gíra handskipt- an kassa og allt til framhjólanna en bíllinn er líka fáanlegur með fjór- hjóladrifi. Staðalbúnaður er ESP- stöðugleikastýring. Lítið reyndi á þann búnað í reynsluakstrinum því sannast sagna er Octavia RS afar rásfastur bíll. Fjöðrunin er líka stíf og á lágbörðunum jafnvel höst þeg- ar farið er í ójöfnur og þegar farið er yfir hraðahindranir þarf að gæta að sér því bíllinn er fremur lágur. Malbikið heimavöllurinn RS-bíllinn er settur upp eins og sportbíll og er því hans heimavöllur malbikaðir vegir. Leiðin í reynslu- akstrinum lá hins vegar nokkuð um malarvegi og þar kom í ljós að hann hentar síður til aksturs við slíkar aðstæður á þessum dekkjum. Þegar upp er staðið er óhætt að segja að Octavia RS sé fjölskyldu- bíll en með sportlegri eiginleika en menn eiga að venjast í þeim flokki. Fjöðrunin er varla að skapi þeirra sem eru fyrst og fremst að leita að þægindum en þeir sem kunna að meta rásfestu og afl þá er Octavia RS áhugaverður kostur. Verðið er 2.590.000 krónur og þykir mörgum nóg um þar sem þetta er „bara“ Skoda. En í þessu viðhorfi felst líka það að menn telja Skoda síðri kost en aðra evrópska bíla sem er bara ekki raunin leng- ur. Octavia er að koma vel út hvað varðar lága bilanatíðni og það þarf ekki annað en umgangast bílinn til að sjá að hann er vel smíðaður og vandað er til efnisvals. Fyrir þess- ar tæpur 2,6 milljónir kr. fæst sem sé virkilega skemmtilegur aksturs- bíll og ágætlega búinn. Þar má nefna sportsæti, leðurklæðningu, loftkælingu, geislaspilara, aksturs- tölvu og ESP-stöðugleikastýringu. Fáir bílar eru til að bera saman og líklega enginn skutbíll. Þeir sem koma helst upp í hugann er fjór- hjóladrifinn Subaru Impreza Turbo, 225 hestafla, sem kostar 2.980.000 kr., Honda Accord Type S, sem er einhver bestu kaupin í fólksbílum í sínum stærðarflokki í dag. Þetta er 190 hestafla bíll og kostar 2.740.000 kr. og svo er það Toyota Corolla T Sport með afl- mikilli 192 hestafla vél og sex gíra handskiptum kassa sem kostar 2.490.000 kr. 180 hestöfl og gott veggrip gera RS að skemmtilegum akstursbíl. Sportlegt undir stýri — sportmælar og gljáandi stálpedalar. Sportlegur og afl- mikill Octavia RS REYNSLUAKSTUR Skoda Octavia RS Guðjón Guðmundsson Rauðar nálar á hvítri skífu. Álfelgur og grænmálaðir bremsu- klafar sem vekja athygli. gugu@mbl.is 4 B MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: 1.781 rsm, fjórir strokkar, 20 ventlar, forþjappa, millikælir. Afl: 180 hestöfl við 5.500 snúninga á mínútu. Tog: 235 Nm við 1.950— 5.000 sn. á mínútu. Hámarkshraði: 231 km/klst. Hröðun: 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Eyðsla: 8 lítrar í blönduðum akstri. Gírskipting: Framdrifinn, fimm gíra handskiptur. Hemlar: Diskar að framan og aftan, kældir að framan, ABS. Hjólbarðar: 205/55 R 16. Lengd: 4.513 mm. Breidd: 1.731 mm. Hæð: 1.444 mm. Eigin þyngd: 1.340 kg. Lægsti punktur: 11,5 cm. Farangursrými: 548/ 1.512 lítrar. Verð: 2.590.000 kr. Umboð: Hekla hf. Skoda Octavia Combi RS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.