Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 B 7 bílar TOYOTA hefur hafið innflutning á Avensis sem smíðaður er í Burnaston í Englandi til Japans. Alls voru fluttir út 350 bílar af þessari gerð og er þetta í fyrsta sinn sem Toyota-bílar sem smíðaðir eru í Evrópu eru fluttir út til Japans. Ný gerð Toyota Avensis kom á markað í Evrópu í mars síðast- liðnum. Shuhei Toyoda, stjórnarformaður Toyota Motor í Evrópu, segir að nýr Avensis hafi verið hannaður og þró- aður sérstaklega fyrir Evrópu og það sé því mikil viðurkenning að bíllinn muni keppa á kröfuhörðum bílamark- aði í Japan þar sem aðaláherslan er lögð á gæði. Toyota ráðgerir að selja 790.000 nýja bíla í Evrópu á þessu ári. Á fyrri helmingi ársins nam salan hins vegar 435.770 bílum sem er 6% söluaukn- ing miðað við sama tímabil í fyrra. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í Evr- ópu á þessum tíma fór í 4,7% en var 4,5% á sama tímabili í fyrra. Fyr- irtækið sló sölumet í júní þegar seld- ust 81.269 bílar sem er 18% aukning miðað við júní 2002. Avensis frá Bret- landi til Japans Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Avensis verður fyrsti Toyota-bíllinn sem fluttur er út frá Bretlandi til Japans. TUTTUGU og þrír félagar í Sér- sveitinni, ferðahóp frá Akranesi, hélt í fimm vikna reisu á átta sérútbúnum jeppum og fellihýsum til Evrópu í byrjun júní. Ferðinni var heitið til meginlands Evrópu og var farið með nýju Norrænu til Hanstholm í Dan- mörku. Gísli Björnsson, deildarstjóri sjúkraflutninga á Akranesi, var með í förinni ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Hallsdóttur, og barna- barninu, Tönju Rós, átta ára. Allir breyttir fyrir 38 tommur „Undirbúningur er búinn að standa yfir í tvö ár. Ferðahópurinn Sérsveitin hefur ferðast mikið sam- an. Þetta er hópur innan Vestur- landsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4. Við höfum ferðast mikið innanlands. Þegar við heyrðum minnst á að það ætti að smíða nýja Norrænu kom upp sú hugmynd að við færum með henni þegar hún yrði tekin í gagnið. Það frestaðist síðan í eitt ár að skipið yrði tekið í notkun en við drifum okk- ur síðan af stað í sumar,“ segir Gísli. Jepparnir átta eru allir sérútbúnir og breyttir fyrir 38 tommu dekk; þrír Nissan Patrol, tveir Toyota, einn Isuzu og einn stór Ford. Allir voru með stór fellihýsi að auki. Frá Hanstholm lá leiðin til Hirtshals og hópurinn ferðaðist talsvert um Jót- land í um viku tíma. Leiðin lá síðan suður Jótland til Þýskalands alla leið til Svartaskógar. Dvalist var í þrjár vikur í Þýskalandi Þarf ekki að undirbúa ferð af þessu tagi rækilega? „Við gerðum það. Þetta var stór hópur og við bjuggum til ferðaáætl- un og létum hana að mestu leyti standast. Að vísu ferðuðumst við minna en til stóð vegna mikillar hita- bylgju sem gekk yfir. Hitinn fór upp í 40 stig og það var heitt fyrir þá sem ekki höfðu loftkælingu. En við höfð- um hjól með okkur og notuðum þau mikið. Vöktu athygli í Þýskalandi Hersingin vakti mikla athygli í Þýskalandi. „Menn botnuðu ekkert í því hvað við værum að þvælast á þessum bílum. Fjórir bílanna voru á 38 tommu dekkjum og við vorum nú hræddir um að dekkin myndu splundrast í þessum hitum. En það reyndust óþarfa áhyggjur. Þegar við komum á tjaldsvæðin vöktum við jafnan mikla athygli. Bílarnir og fellihýsin tóku mikið pláss og við fengum alls staðar úthlutað einum bás og búin var til ein gata fyrir okk- ur. Það tók okkur hálftíma að tjalda og menn skildu ekkert í þessu enda ekki vanir fellihýsum. Þarna eru flestir með hjólhýsi sem lagt er yfir sumarið á tjaldsvæðunum. Aðrir á tjaldsvæðunum spurðu okkur mikið út úr; vildu fræðast um bílana, felli- hýsin og Ísland. Það er mikill Ís- landsáhugi í Þýskalandi,“ segir Gísli. Hópurinn gerði ferðaáætlanir og keyrði eftir tölvu með ferðaforriti sem kallast McPoint. Tölvan var tengd við GPS-kerfi þannig að hóp- urinn vissi alltaf um staðsetningu sína hverju sinni. „Við stoppuðum einna lengst í Svartaskógi þar sem er mjög ynd- islegt umhverfi. Við vorum við vatn inni í dal þar sem var feykilega fal- legt umhverfi. Þarna notuðum við reiðhjólin mun meira en við höfðum reiknað með að gera. Aðstaða til hjólreiða er til fyrirmyndar þarna.“ Kostar svipað og sólarlandaferð Gísli segir að ferðalag af þessu tagi sé ekki dýrara en venjuleg sól- arlandaferð þegar upp sé staðið. Svipað kostar að nota tjaldsvæðin í Evrópu og hér á Íslandi en á móti kemur að á öllum tjaldsvæðum er rafmagn og aðstaðan til fyrirmyndar og ekki sambærileg við það sem er hér á landi. „Við keyptum bók um tjaldsvæðin í Evrópu og völdum betri tjaldsvæðin upp úr henni. Þarna eru sturtur, þvottavélar, leik- vellir og víða einnig sundlaugar. Þarna eru líka veitingahús, krár og fleira. Það er nóg pláss á tjaldsvæð- unum á þessum tíma en mesta um- ferðin byrjar víst upp úr 20. júlí þeg- ar Evrópubúar flykkjast á tjald- svæðin. Ég mæli eindregið með svona ferðalagi,“ segir Gísli. Sérsveitin: Sölvi, Gísli, Helga, Ellen, Ellert, Sigga, Edda, Svanhildur, Valdimar, Tanja, Ragnheiður, Jónas Kári, Þröstur, Kristín, Hjalti, Guðríður, Sunna Rós, Sigmundur, Valdís, Guðjón, María, Pétur og Eiríkur. Komin á tjaldstæði í Þýskalandi. Fólk skoðaði mikið bílana og fellihýsin og var fróðleiksfúst um Ísland. Hjólin voru óspart notuð í ferðinni og eftir á að hyggja eru þau nauðsynlegur hlutur í svona ferð. Gert var merki fyrir Sérsveitina sem var límt á bílana og fellihýsin. Einnig var útbúinn fáni sem flaggað var á tjaldstæðunum. Evrópuferð með íslenskum formerkjum Menn ráku upp stór augu þegar átta sérútbúnir ís- lenskir fjallajeppar birtust á hraðbrautum Þýskalands. Þarna voru á ferð félagar í Sérsveitinni. Guðjón Guð- mundsson ræddi við Gísla Björnsson um ferðalagið. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.