Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B FÓÐURBLANDAN hf. hefur keypt búrekstrarvörusvið Kaupfélags Árnesinga, eitt þriggja rekstrarsviða félagsins, og hefur Fóðurblandan þegar tekið við rekstrinum. Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, segir að þar sem búvörusviðið hafi verið dreifingaraðili á fóðri fyrir Fóð- urblönduna hafi það legið í hlut- arins eðli að taka við rekstr- inum. Katrín sagði að engar breytingar væru fyrirhugaðar á starfsemi sviðsins að svo stöddu. Fimm til átta prósent af framleiðslu Fóðurblöndunnar hefur farið í gegnum búrekstr- arsviðið árlega. Kaupverð viðunandi Kaupfélag Árnesinga er í greiðslustöðvun og salan á bú- rekstrarvörusviðinu er liður í þeim aðgerðum að koma skipan á slæma fjárhagsstöðu kaup- félagsins. Þegar hefur Olíufé- lagið sagt upp samningi við Kaupfélagið um rekstur fimm söluskála og þar með er aðeins eitt rekstrarsvið eftir, hótelsvið. Katrín vill ekki gefa upp kaupverðið á búrekstrarsviðinu en segir það viðunandi fyrir báða aðila. Hún sagði að ástæða kaupanna væri að félagið vildi halda áfram þjónustu við bænd- ur á Suðurlandi sem keypt hafi vörur Fóðurblöndunnar hingað til í gegnum búrekstrardeildina, og ætlunin væri að efla hana og auka. Katrín segir að kaupin séu jafnframt liður í því að Fóð- urblandan færi sig yfir í fleiri aðdrætti fyrir landbúnað svo sem girðingar- efni, plast, sáðvörur og fleira. Fyrsta skrefið í nýrri sókn Katrín segir spurð að kaupin gætu allt eins verið fyrsta skrefið í sókn Fóðurblöndunnar inn á breiðara svið í sölu bú- rekstrarvara víðar á landinu, en þessu tengt keypti Fóðurbland- an nýverið fóður og áburðar- framleiðslufyrirtækið Bústólpa á Akureyri. Bústólpi framleiðir fóður fyrir nautgripi, sauðfé, svín, hross, varp- og alifugla auk þess sem á boðstólum er úr- val af áburði, sáðvöru og öðrum vörum tengdum fóðrun og jarð- rækt. Samlegð með Lýsi hf. Katrín er einnig framkvæmda- stjóri Lýsis hf. sem er eigandi Fóðurblöndunnar. Spurð segir hún að samlegð gæti orðið með búrekstrardeildinni, Lýsi og Fóðurblöndunni, t.d. í notkun á efnum og í innkaupum. Fóðurblandan er einn stærsti innflytjandi á fóðri til landsins með um 38% markaðshlutdeild. Fram kemur í tilkynningu frá KÁ og Fóðurblöndunni að auk þess að kaupa rekstur deildar- innar hafi félagið rekið fóðurbíl sem notaður er til að dreifa lausu fóðri til bænda og hann hafi einnig verið seldur til Fóð- urblöndunnar. Velta búrekstrarsviðs KÁ hefur verið um 400 milljónir króna á ári, þar eru sjö starfs- menn og fer starfsemin fram í 900 fermetra húsnæði á Selfossi og 500 fermetra húsnæði á Hvolsvelli. Engar breytingar verða á starfsmannahaldi bú- rekstrarvörusviðsins við söluna. Kaupfélag Árnesinga selur búrekstrarsviðið Fóðurblandan hefur fest kaup á búrekstrarsviði KÁ sem veltir um 400 milljónum króna á árlega. Sjö manns starfa við sviðið en engar breytingar verða á starfsmannahaldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útibú búrekstrarsviðs Kaupfélags Árnesinga á Hvolsvelli. Að mati framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar, Katrínar Pét- ursdóttur, áttu viðskiptin sér stað á viðunandi kjörum. Kaupverðið sjálft er þó ekki gefið upp.  Kaupfélag/B4–5 Katrín Pétursdóttir VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS GENGI krónunnar hefur veikst um rúmlega 1% síðastliðna viku og lokagildi vísitölu krónunnar var 215,15 stig í gær. Greiningardeild Kaupþings-Bún- aðarbanka segir í Hálffimm fréttum í gær að ekki virðist vera forsendur fyrir styrkingu krónunnar og að frekar séu líkur á að hún muni halda áfram að veikjast. Í Hálffimm fréttum segir að hluta af veikingu krónunnar megi líklega rekja til útgáfu Peningamála Seðlabankans, sem komu út fyrir viku, þar sem fjallað sé um að lengra geti orðið í vaxtahækkanir en fjárfestar hafi reiknað með og að vaxta- lækkun væri jafnvel hugsanleg. „Frá lokum maí hefur krónan veikst um 5,7% en fram að þeim tíma hafði krónan styrkst nær látlaust. Að mati Greiningardeildar var krónan þá of sterk miðað við undirliggjandi efnahags- forsendur og fyrirsjáanlegt innflæði fjár- magns og taldi Greiningardeild þá að krónan mundi veikjast. Helstu breyt- ingar á efnahagsumhverfinu síðan þá eru að óvissa varðandi stækkun Norðuráls hefur aukist og hugsanlegt er að Varn- arliðið fari af Keflavíkurflugvelli sem ekki var búist við þá,“ segir í Hálffimm fréttum. Þar segir einnig að útflæði fjármagns sé enn töluvert meira en innflæði og í kjölfar kaupa Seðlabankans á gjaldeyri telji greiningardeildin að bein stöðutaka í krónunni auk erlendrar lántöku þurfi að nema um 30 til 40 milljörðum króna til að vega upp misræmið. Á móti þessu vegi þó mikill raunvaxtamunur milli Ís- lands og viðskiptalandanna og fyr- irsjáanlegt sé að vaxandi innflæði fjár- magns vegna virkjanaframkvæmda muni setja ákveðinn þrýsting til stöðutöku með krónunni. Hugsanlegt ofmat á áhrif- um stóriðjuframkvæmdanna auk spá- kaupmennsku gætu að mati greining- ardeildar Kaupþings-Búnaðarbanka styrkt krónuna á næstunni. G E N G I K R Ó N U N N A R Veikara en fyrir viku Greiningardeild Kaupþings- Búnaðarbanka telur líkur á að krónan veikist áfram S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I British Airways í vanda Slæm afkoma vegna verkfalls starfsmanna 6 Samið um Skeljung Eigendur vilja halda öllum leiðum opnum 3 DAGAR KÁ TALDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.