Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 211. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hann gýs ei meir Gosbrunnurinn í Tjörninni úr- skurðaður ónýtur 16 Svala þorstanum Rúnar og félagar vilja drykkjarhlé vegna hitanna Íþróttir 45 Fjör í mið- bænum Gleðiganga samkynhneigðra verður á morgun Fólkið 51 LINNULAUS dauðsföll meðal bandaríska her- námsliðsins í Írak og bílsprengjutilræði sem framið var í gær við jórdanska sendiráðið í Bagdad gætu orðið til þess að Bandaríkjastjórn endurskoði öryggismálahlutverk Bandaríkja- manna í Írak og flýti því að koma meiri ábyrgð á öryggismálum í hendur heimamanna. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að stjórnvöld hygðust beita „hvaða aðferð- um sem við eiga“ gegn fylgismönnum Saddams Husseins og öðrum sem taka þátt í vopnaðri baráttu gegn Bandaríkjaher í Írak. Hann sagði skynsamlegt að láta gæzlu staða og bygginga í auknum mæli í hendur heimamanna. Öflug bílsprengja sprakk fyrir utan sendiráð Jórdaníu í Bagdad í gærmorgun. A.m.k. ellefu manns létu lífið og 57 særðust. Bæði Ricardo Sanchez, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og jórdanski upplýsingamálaráðherrann Nabil al- Sharif sögðu það hafa verið hryðjuverkaárás. Tveir bandarískir hermenn létu lífið í skot- bardaga í Bagdad í fyrrinótt, samkvæmt upp- lýsingum talsmanna Bandaríkjahers. Þar með hafa 55 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir 1. maí að meiriháttar hernaðaraðgerðum væri lokið. Reuters Bandarískur hermaður skoðar bifreið sem eyðilagðist í bílsprengju framan við jórd- anska sendiráðið í Bagdad í gær. Ellefu manns létust í sprengingunni. Endurskoða öryggis- málin í Írak Bagdad, Washington. AP, AFP. Öflug/14 ÞÓTT heldur drægi úr hitanum á nokkrum stöðum á meginlandi Evrópu í gær segja veðurfræð- ingar að hitabylgjan, sem þar hefur verið í sumar, geti hugs- anlega varað út septembermán- uð. Ítalskir veðurfræðingar sögðu að hitabylgjan væri ein af þeim fimm verstu sem komið hefðu í álfunni á síðustu 150 árum en miklu monsúnveðurkerfi í Afríku, suður af Sahara, er að hluta til kennt um steikjandi hitann. Ský og rigningarúði komu í veg fyrir að hitinn færi yfir 40°C á nokkrum stöðum í Belgíu í gær, jörðinni muni breytast í framtíð- inni. Segir hún að þessir miklu hitar stafi augljóslega ekki af eðlilegum orsökum. Íbúar í Suður-Evrópu eru van- ir miklum hitum en í Norður- Evrópu hefur stundum þurft að grípa til óvenjulegra ráðstafana vegna hitanna. Þannig hefur verslunin Bijenkorf í Amsterdam í Hollandi þurft að skila vaxmynd af leikkonunni Elísabetu Taylor til vaxmyndasafns Madame Tussaud’s þar sem hætta var tal- in á að styttan myndi bráðna vegna hitans. Hundruð manna í þorpum í út- jaðri hafnarborgarinnar Genúa á Ítalíu þurftu að yfirgefa heimili sín í gær þegar skógareldar sem þar geisa nálguðust borgina. Þurftu að skila vaxmynd af Elísabetu Taylor Rajendra K. Pachauri, yfir- maður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, segir að hitabylgjan í Evrópu virðist hafa skollið á vegna áhrifa frá losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og að hún sé viðvörun um hvernig loftslag á eins og spáð hafði verið. Hitamet féllu þó í þremur borgum og búist er við heitu veðri áfram. Þá breyttist vindátt yfir Bretlandi og við það lækkaði hitinn heldur. Enn voru hraðatakmarkanir í gildi hjá breskum járnbrautum af ótta við að teinarnir svignuðu í hitunum en það gerðist fyrr í vik- unni. Í norðausturhluta Frakk- lands hafa lestarferðir verið stop- ular frá því á þriðjudag vegna þess að teinar hafa ekki þolað þunga lestanna. Þar sem teinarn- ir eru 53° heitir hefur ekki verið hægt að laga þá. Hitabylgjan gæti var- að fram í september Brussel, París. AP, AFP. Reuters Þyrla sprautar vatni á skógarelda í Portúgal í gær. 2.500 slökkviliðsmenn berjast við eldana en þegar hafa 15 látist vegna þeirra. Nær 100.000 hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð eða 3% skóga í landinu. VEGNA hitabylgjunnar í Evr- ópu hafa starfsmenn söluskrif- stofu Icelandair í Frankfurt í Þýskalandi ákveðið að hefja auglýsingaherferð í þarlendum fjölmiðlum í næstu viku. Her- ferðinni er ætlað að vekja sér- staka athygli á Íslandi sem áfangastað þannig að ferða- menn geti farið þangað til að flýja hitann og kælt sig niður. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að hitabylgjan í Evrópu geti sann- arlega verið markaðstækifæri fyrir félagið, ekki síst ef hitinn haldist þetta hár næstu vikurnar og fram í september. Sölu- og markaðsfólk Icelandair erlendis muni nýta sér þetta veðurfar út í ystu æsar. Um þessar mundir sé hins vegar háannatími hjá flug- félögum, fullbókað í flestar ferð- ir hvort eð er og hótel hér á landi sömuleiðis. Evrópskir ferðamenn „kældir niður“ á Íslandi MIKIL eftirspurn erlendra fjár- festa eftir húsbréfum hefur ein- kennt fjármálamarkaðinn á Ís- landi á árinu og hefur það ýtt verði þeirra upp á við þrátt fyrir mikið framboð. Í fyrra fóru afföll húsbréfa hæst í rúmlega 12% en sl. vor fór að myndast yfirverð á húsbréfum í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins 2000 og hefur það farið hækkandi undanfarið. Ávöxtunarkrafa á nýjasta 40 ára húsbréfaflokknum (01/2) fór í gær í 4,35% en það þýðir 5,46% yf- inn.“ Björn Þorri er hins vegar ekki sannfærður um að þetta valdi mestu í fasteignaviðskiptum. „Það var líka jöfn og góð hreyfing þeg- ar afföllin af húsbréfum voru til staðar. Mér sýnist sem þetta valdi engum straumhvörfum en auðvit- að er þetta góður tími fyrir fólk sem er í söluhugleiðingum.“ hefur blásið af vaxtahækkanir al- veg á næstunni.“ Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir að yfirverð á húsbréfum hafi al- mennt séð jákvæð áhrif og virki hvetjandi fyrir kaupendur og selj- endur. „Seljendur sem taka við húsbréfum fá jafnvel allt að 400 þúsund í yfirverð og kaupendur sem taka 8 milljóna króna hús- næðislán eru í raun að greiða með því 8,4 milljónir. Þetta er auðvitað jákvætt fyrir fasteignamarkað- irverð á bréfunum. Yfirverð hús- bréfa myndast þegar ávöxtunar- krafan fer undir 4,75% en hækki krafan myndast afföll. Hreiðar Bjarnason, sérfræð- ingur hjá Landsbanka Íslands, segir ávöxtunarkröfuna ekki hafa farið þetta lágt síðan 1998–9. Um hvort búast megi við frekari lækk- unum segir hann að svo virðist sem áfram verði mikil eftirspurn eftir húsbréfum. „Það sem meðal annars veldur þessu er að stýri- vextir eru lágir og Seðlabankinn             Yfirverð húsbréfa að nálgast 5,5% Ávöxtunarkrafan hefur ekki verið lægri síðan 1999 ENN syrtir í álinn fyrir fiskeldinu í Færeyjum en lánastofnanir þar neita nú fiskeldisfyrir- tækjunum um frekari fyrirgreiðslu nema gegn veði í fiskeldisleyfunum. Til þess þarf sam- þykki Lögþingsins en stærsti flokkurinn, Þjóð- veldisflokkurinn, er algerlega andvígur heim- ild af þessu tagi. Fiskeldið, annar stærsti útflutningsatvinnu- vegur Færeyinga, á í miklum erfiðleikum og eigið fé margra fyrirtækja er uppurið. Kemur aðallega tvennt til, annars vegar mikið verðfall á alþjóðlegum markaði og hins vegar ILA- veikin, skæður veirusjúkdómur í laxinum. Hef- ur þessi staða komið illa niður á bönkunum, Føroya Banka og Føroya Sparikassa, en þeir eru nú reknir með tapi í fyrsta sinn frá 1993. Fólkaflokkurinn sem einnig er í stjórn, hef- ur ekki tekið afstöðu til kröfu bankanna um veð í fiskeldisleyfunum en leiðtogi hans og lög- maður Færeyja, Anfinn Kallsberg, sagði er hann setti Lögþingið 29. júlí, að taka yrði af- stöðu til þessarar kröfu og einnig að hve miklu leyti ætti að leyfa útlendingum að fjárfesta í greininni. Jafnframt lagði hann áherslu á, að landsstjórnin myndi ekki veita fiskeldinu neinn fjárhagslegan stuðning. Vilja veð í fisk- eldisleyfum Þórshöfn. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.