Morgunblaðið - 08.08.2003, Page 1

Morgunblaðið - 08.08.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 211. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hann gýs ei meir Gosbrunnurinn í Tjörninni úr- skurðaður ónýtur 16 Svala þorstanum Rúnar og félagar vilja drykkjarhlé vegna hitanna Íþróttir 45 Fjör í mið- bænum Gleðiganga samkynhneigðra verður á morgun Fólkið 51 LINNULAUS dauðsföll meðal bandaríska her- námsliðsins í Írak og bílsprengjutilræði sem framið var í gær við jórdanska sendiráðið í Bagdad gætu orðið til þess að Bandaríkjastjórn endurskoði öryggismálahlutverk Bandaríkja- manna í Írak og flýti því að koma meiri ábyrgð á öryggismálum í hendur heimamanna. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að stjórnvöld hygðust beita „hvaða aðferð- um sem við eiga“ gegn fylgismönnum Saddams Husseins og öðrum sem taka þátt í vopnaðri baráttu gegn Bandaríkjaher í Írak. Hann sagði skynsamlegt að láta gæzlu staða og bygginga í auknum mæli í hendur heimamanna. Öflug bílsprengja sprakk fyrir utan sendiráð Jórdaníu í Bagdad í gærmorgun. A.m.k. ellefu manns létu lífið og 57 særðust. Bæði Ricardo Sanchez, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og jórdanski upplýsingamálaráðherrann Nabil al- Sharif sögðu það hafa verið hryðjuverkaárás. Tveir bandarískir hermenn létu lífið í skot- bardaga í Bagdad í fyrrinótt, samkvæmt upp- lýsingum talsmanna Bandaríkjahers. Þar með hafa 55 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir 1. maí að meiriháttar hernaðaraðgerðum væri lokið. Reuters Bandarískur hermaður skoðar bifreið sem eyðilagðist í bílsprengju framan við jórd- anska sendiráðið í Bagdad í gær. Ellefu manns létust í sprengingunni. Endurskoða öryggis- málin í Írak Bagdad, Washington. AP, AFP.  Öflug/14 ÞÓTT heldur drægi úr hitanum á nokkrum stöðum á meginlandi Evrópu í gær segja veðurfræð- ingar að hitabylgjan, sem þar hefur verið í sumar, geti hugs- anlega varað út septembermán- uð. Ítalskir veðurfræðingar sögðu að hitabylgjan væri ein af þeim fimm verstu sem komið hefðu í álfunni á síðustu 150 árum en miklu monsúnveðurkerfi í Afríku, suður af Sahara, er að hluta til kennt um steikjandi hitann. Ský og rigningarúði komu í veg fyrir að hitinn færi yfir 40°C á nokkrum stöðum í Belgíu í gær, jörðinni muni breytast í framtíð- inni. Segir hún að þessir miklu hitar stafi augljóslega ekki af eðlilegum orsökum. Íbúar í Suður-Evrópu eru van- ir miklum hitum en í Norður- Evrópu hefur stundum þurft að grípa til óvenjulegra ráðstafana vegna hitanna. Þannig hefur verslunin Bijenkorf í Amsterdam í Hollandi þurft að skila vaxmynd af leikkonunni Elísabetu Taylor til vaxmyndasafns Madame Tussaud’s þar sem hætta var tal- in á að styttan myndi bráðna vegna hitans. Hundruð manna í þorpum í út- jaðri hafnarborgarinnar Genúa á Ítalíu þurftu að yfirgefa heimili sín í gær þegar skógareldar sem þar geisa nálguðust borgina. Þurftu að skila vaxmynd af Elísabetu Taylor Rajendra K. Pachauri, yfir- maður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, segir að hitabylgjan í Evrópu virðist hafa skollið á vegna áhrifa frá losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og að hún sé viðvörun um hvernig loftslag á eins og spáð hafði verið. Hitamet féllu þó í þremur borgum og búist er við heitu veðri áfram. Þá breyttist vindátt yfir Bretlandi og við það lækkaði hitinn heldur. Enn voru hraðatakmarkanir í gildi hjá breskum járnbrautum af ótta við að teinarnir svignuðu í hitunum en það gerðist fyrr í vik- unni. Í norðausturhluta Frakk- lands hafa lestarferðir verið stop- ular frá því á þriðjudag vegna þess að teinar hafa ekki þolað þunga lestanna. Þar sem teinarn- ir eru 53° heitir hefur ekki verið hægt að laga þá. Hitabylgjan gæti var- að fram í september Brussel, París. AP, AFP. Reuters Þyrla sprautar vatni á skógarelda í Portúgal í gær. 2.500 slökkviliðsmenn berjast við eldana en þegar hafa 15 látist vegna þeirra. Nær 100.000 hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð eða 3% skóga í landinu. VEGNA hitabylgjunnar í Evr- ópu hafa starfsmenn söluskrif- stofu Icelandair í Frankfurt í Þýskalandi ákveðið að hefja auglýsingaherferð í þarlendum fjölmiðlum í næstu viku. Her- ferðinni er ætlað að vekja sér- staka athygli á Íslandi sem áfangastað þannig að ferða- menn geti farið þangað til að flýja hitann og kælt sig niður. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að hitabylgjan í Evrópu geti sann- arlega verið markaðstækifæri fyrir félagið, ekki síst ef hitinn haldist þetta hár næstu vikurnar og fram í september. Sölu- og markaðsfólk Icelandair erlendis muni nýta sér þetta veðurfar út í ystu æsar. Um þessar mundir sé hins vegar háannatími hjá flug- félögum, fullbókað í flestar ferð- ir hvort eð er og hótel hér á landi sömuleiðis. Evrópskir ferðamenn „kældir niður“ á Íslandi MIKIL eftirspurn erlendra fjár- festa eftir húsbréfum hefur ein- kennt fjármálamarkaðinn á Ís- landi á árinu og hefur það ýtt verði þeirra upp á við þrátt fyrir mikið framboð. Í fyrra fóru afföll húsbréfa hæst í rúmlega 12% en sl. vor fór að myndast yfirverð á húsbréfum í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins 2000 og hefur það farið hækkandi undanfarið. Ávöxtunarkrafa á nýjasta 40 ára húsbréfaflokknum (01/2) fór í gær í 4,35% en það þýðir 5,46% yf- inn.“ Björn Þorri er hins vegar ekki sannfærður um að þetta valdi mestu í fasteignaviðskiptum. „Það var líka jöfn og góð hreyfing þeg- ar afföllin af húsbréfum voru til staðar. Mér sýnist sem þetta valdi engum straumhvörfum en auðvit- að er þetta góður tími fyrir fólk sem er í söluhugleiðingum.“ hefur blásið af vaxtahækkanir al- veg á næstunni.“ Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir að yfirverð á húsbréfum hafi al- mennt séð jákvæð áhrif og virki hvetjandi fyrir kaupendur og selj- endur. „Seljendur sem taka við húsbréfum fá jafnvel allt að 400 þúsund í yfirverð og kaupendur sem taka 8 milljóna króna hús- næðislán eru í raun að greiða með því 8,4 milljónir. Þetta er auðvitað jákvætt fyrir fasteignamarkað- irverð á bréfunum. Yfirverð hús- bréfa myndast þegar ávöxtunar- krafan fer undir 4,75% en hækki krafan myndast afföll. Hreiðar Bjarnason, sérfræð- ingur hjá Landsbanka Íslands, segir ávöxtunarkröfuna ekki hafa farið þetta lágt síðan 1998–9. Um hvort búast megi við frekari lækk- unum segir hann að svo virðist sem áfram verði mikil eftirspurn eftir húsbréfum. „Það sem meðal annars veldur þessu er að stýri- vextir eru lágir og Seðlabankinn                         Yfirverð húsbréfa að nálgast 5,5% Ávöxtunarkrafan hefur ekki verið lægri síðan 1999 ENN syrtir í álinn fyrir fiskeldinu í Færeyjum en lánastofnanir þar neita nú fiskeldisfyrir- tækjunum um frekari fyrirgreiðslu nema gegn veði í fiskeldisleyfunum. Til þess þarf sam- þykki Lögþingsins en stærsti flokkurinn, Þjóð- veldisflokkurinn, er algerlega andvígur heim- ild af þessu tagi. Fiskeldið, annar stærsti útflutningsatvinnu- vegur Færeyinga, á í miklum erfiðleikum og eigið fé margra fyrirtækja er uppurið. Kemur aðallega tvennt til, annars vegar mikið verðfall á alþjóðlegum markaði og hins vegar ILA- veikin, skæður veirusjúkdómur í laxinum. Hef- ur þessi staða komið illa niður á bönkunum, Føroya Banka og Føroya Sparikassa, en þeir eru nú reknir með tapi í fyrsta sinn frá 1993. Fólkaflokkurinn sem einnig er í stjórn, hef- ur ekki tekið afstöðu til kröfu bankanna um veð í fiskeldisleyfunum en leiðtogi hans og lög- maður Færeyja, Anfinn Kallsberg, sagði er hann setti Lögþingið 29. júlí, að taka yrði af- stöðu til þessarar kröfu og einnig að hve miklu leyti ætti að leyfa útlendingum að fjárfesta í greininni. Jafnframt lagði hann áherslu á, að landsstjórnin myndi ekki veita fiskeldinu neinn fjárhagslegan stuðning. Vilja veð í fisk- eldisleyfum Þórshöfn. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.