Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KARLMAÐUR um fertugt liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir slys við Sandá í Þistilfirði í gærmorgun. Maðurinn féll 10 metra í frjálsu falli fram af gilbrún við ána og lenti í stórgrýti fyrir neðan. Þaðan kast- aðist hann út í ána en var bjargað meðvitundarlausum á þurrt af fé- laga sínum. Eftir að hafa hagrætt sjúklingnum hraðaði félagi hans sér niður í veiðikofa mannanna og komst þangað á hálftíma og til- kynnti slysið. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir í sex manna hópi af höfuðborgarsvæðinu sem kom til laxveiða í ánni. Voru tveir þeirra saman á ferð þegar slysið varð. Ekki er ljóst hver aðdragandinn var, en samkvæmt frásögn lögreglu voru mennirnir að líta eftir laxi of- an af gljúfurbrúninni þegar annar þeirra féll fram af henni. Brúnin mun ekki hafa gefið sig undan þunga mannsins. Félaga hans sem varð vitni að slysinu tókst feta sig niður að ánni eftir einstigi til að bjarga hinum slasaða upp úr ánni. Slysið varð klukkan 7.30 við svo- kallað Fossbrot í Sandá, sem er innsta veiðisvæðið í ánni og liggur enginn vegur þangað. Björgunar- sveitin Hafliði var kölluð út kl. 8.14 og sendi 15 manns af stað sem komu á slysstað hálftíma síðar. Notuð var sérútbúin Hummer- jeppabifreið með aðstöðu fyrir sjúkrabörur og lækni. Fjallalína lögð út fyrir sjúkralið Lögreglubíll og sjúkrabíll kom- ust ekki á slysstaðinn sjálfan og voru því læknir og hjúkrunarfræð- ingur fluttir með björgunarsveitar- bílnum 6 km upp með ánni á leið- arenda. Björgunarsveitarmenn þurftu að leggja út fjallalínu niður gljúfrið til stuðnings fyrir lækninn og hjúkrunarfræðinginn sem hlúðu að hinum slasaða og settu hann á sjúkrabörur. Var sjúklingurinn hífður upp á börunum og fluttur í björgunarsveitarbílnum að TF- SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem kom á vettvang kl. 10.15. Flog- ið var með hinn slasaða til Þórs- hafnar þar sem sjúkraflugvél tók við honum og flutti hann til Reykjavíkur. Félagi mannsins fékk læknis- hjálp vegna áfallsins sem fylgdi slysinu. Siggeir Stefánsson, formaður Björgunarsveitarinnar Hafliða, segir björgunaraðgerðir hafa geng- ið vel, en aðstæður á þessum slóð- um kröfðust aðgátar björgunar- manna, þótt ekki sé um hættulegt svæði að ræða. Að sögn lögreglunnar eru sumir úr sex manna laxveiðihópnum kunnugir á svæðinu. Féll 10 metra ofan af gilbrún                                     !" # # $ % &'()& # *+ $ ( ,  (  &- .-#      15 ÁRA piltur var fluttur með sjúkraflugi frá Gjögri síðdegis í gær eftir alvarlegt slys í gömlu síldarbræðslunni í Djúpuvík á Ströndum. Grunur var um alvar- lega höfuðáverka og innvortis meiðsl og var læknir sendur með hinum slasaða í flugi til Reykja- víkur á Landspítalann í Foss- vogi, þar sem hann liggur á gjör- gæsludeild. Datt niður um gat á gólfi Pilturinn, sem var gestkom- andi á Djúpavík, fór inn í bræðsluna þar sem hann datt niður um gat á gólfi á annarri hæð hússins. Kom pilturinn nið- ur á steinsteypt gólf eftir 4–5 metra fall. Bræðslan er nú í einkaeign og er umferð þar bönnuð nema í fylgd með heima- fólki. Mörg göt eru í gólfinu á annarri hæð hússins en búið er að byrgja þau flest. Gatið sem pilturinn lenti í er í myrkum gangi í húsinu. Lögreglan á Hólmavík var kölluð út vegna slyssins og fer með rannsókn málsins. Pilturinn var með lítilli meðvitund þegar hann var flutt- ur á sjúkrahús. Piltur féll 4–5 metra niður á steinsteypt gólf NÝ OG endurbætt umferðarmerki hafa verið sett upp við Þrengslavega- mót á Suðurlandsvegi. Merkin eru stærri en venjuleg umferðarmerki og eru lýst upp með lituðum perum í þeim lit sem einkennir umferðar- merkin. Að sögn Bjarna Stefáns- sonar, rekstrarstjóra í Reykjanes- umdæmi Vegagerðarinnar, hefur lýsingu verið komið fyrir í merkj- unum til þess að gera þau skarpari í slæmu skyggni. Hann segir að umferðarmerki af þessu tagi séu far- in að sjást víða erlendis en eftir því sem hann best veit eru þetta þau fyrstu hér á landi. „Það eru sett ljós í merkin og hægt er að hafa þau í mismunandi litum. Við getum haft gult í örvamerkj- unum og rautt í stoppmerkinu og svo framvegis. Þau þurfa mjög lítið raf- magn og það opnar því fleiri mögu- leika á því að hafa svona merki á stöðum þar sem erfitt er að komast í rafmagn. Hugsanlega mætti til dæm- is keyra þau á sólarrafhlöðu,“ út- skýrir Bjarni. Hann segir að merkin við Suðurlandsveg séu lýst upp með rafmagni sem fæst úr rafstöð í næsta nágrenni. Kapall var grafinn í jörðu út frá gatnamótunum og að mastr- inu. Búnaðurinn stilltur með tilliti til skyggnis og umferðar Hann segir að fyrstu merkin hafi verið sett upp fyrir nokkru, en á meðan beðið var eftir svokölluðum stillibúnaði hafi merkin verið þéttuð og þau kláruð. Nú er því verki lokið. Hann leggur áherslu á að í skiltaröð- inni í beygjunni við Þrengslin sé stýribúnaður sem geri það að verk- um að hægt sé að láta ljósin flökta og blikka þau með beygjunni og um- ferðinni. Mögulegt er því að stilla búnaðinn með tilliti til skyggnis, um- ferðar og fleira. „Ég hef ekkert heyrt nema jákvæð viðbrögð við þessum merkjum. Menn virðast vera ánægðir með þetta,“ undirstrikar Bjarni. Hann segir að ákveðið hafi verið að byrja á gatna- mótunum við Þrengslin því þar hafi slys verið tíð. „Það þótti ráðlegt að prófa eitthvað til að reyna að bæta ástandið, gera eitthvað til að menn sæju betur merkin sem eru við gatnamótin og til þess að skapa meira öryggi og fá menn til að hægja á sér.“ Hann segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það ennþá hvort fleiri svona umferðarmerki verða sett upp á öðrum stöðum. „Við ætlum að sjá hvernig þessi koma út og erum að bíða eftir myrkrinu til þess. Þegar fer að skyggja sjá menn þetta betur.“ Rafknúin umferðarmerki á vegamótum við Þrengsli Morgunblaðið/Sverrir BJÖRGUNARSVEIT Hafnar- fjarðar og Hjálparsveit skáta í Kópavogi voru kallaðar út upp úr klukkan 21 á miðvikudagskvöld eftir tilkynningu um fótbrotinn mann í hlíðum Helgafells ofan við Kaldárbotna. Bera þurfti sjúklinginn í sjúkra- börum úr hlíðum fjallsins til að koma honum í sjúkrabíl. Sjúkra- flutningamenn frá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins voru fyrstir á vettvang en þegar ljóst var að flytja þurfti manninn á börum nið- ur hlíðarnar var beðið um aðstoð björgunarsveita við flutninginn. Fótbrotnaði í Helgafelli RÚTA valt á Kjalvegi við Grjótá í fyrrinótt og var ökumaður hennar fluttur á slysadeild Landspítalans með TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Engir farþegar voru í rútunni þegar slysið varð, en ökumaðurinn kastaðist út úr rútunni og meiddist í baki og hálsi. Lögreglan á Selfossi segir tildrög slyssins ekki liggja fyr- ir en málið sætir rannsókn hennar. Fyrst var tilkynnt að bílstjórinn hefði kastast út og skorðast undir rútunni en sú var ekki raunin. Eftir slysið gekk bílstjórinn af stað og hitti vegfarendur eftir 20 mínútna gang. Þyrlan var kölluð út klukkan 00:52 og sótti hinn slasaða við vaðið á Sandá. Hann liggur nú inni á bækl- unardeild Landspítalans í Fossvogi. Rúta valt á Kjalvegi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VEÐURSTOFAN spáir því að hiti verði allt að 25 gráður norðan- og austanlands í dag. Heitt loft er yfir landinu og er gert ráð fyrir að áfram verði fremur hlýtt í veðri; a.m.k. fram yfir helgi. Allir landsmenn ættu að geta notið góðs af veðurblíðu næstu daga þótt það verði í mismikl- um mæli. Búast má við að nokkuð vætusamt verði á landinu en þó er líklegt að víða muni sjást til sólar. Gerir Veðurstofan ráð fyrir aust- an- og suðaustanátt í dag, hægviðri og þurrt um tíma sunnanlands í dag og reiknað með að létti heldur til norðanlands. Undir kvöld á þó að fara að rigna aftur sunnantil. Eftir helgi er fyrst búist við suð- lægri átt en á þriðjudag og miðviku- dag austlæg átt með rigningu. Spáð allt að 25 stiga hita í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.